Leita í fréttum mbl.is

Maður " nokkur " gerir athugasemd

Allar rökræður verða úti um holt og hæðir ef einn aðilinn neitar að taka mark á staðreyndum og færa verður jafnvel sönnur fyrir því sem hverjum upplýstum manni ætti að vera innan handar að vita. Þannig er því miður háttað umræðunni um einn stærsta vanda samtímans að margra mati en það eru vaxandi árekstrar hins vestræna menningarheims við þann múslímska. Annar vandinn er svo sá að þeir sem ráðast að okkur fáum sem höfum haft döngun til þess að fjalla um vandamálið opinberlega með rökum og af einhverri þekkingu hika ekki við að reiða hátt til höggs í málefnum sem þeir hafa augljóslega ekki haft fyrir því að kynna sér af neinu viti.

Þannig er t.d. með Björn Matthíasson hér í MBL í sl. viku. Honum finnst við hæfi að fara háðslegum orðum um mína persónu með því að nefna mig Valdimar nokkurn Jóhannesson. Orðið „nokkur“ er augljóslega háðsyrði sem lýsir þó honum frekar en mér. Hann sleppir þó að kalla mig öllum þessum venjulegu skammaryrðum: rasisti, fasisti, hægri öfgamaður, útlendingahatari o.s.frv.

Háttvísiskortur Björns er þó ekki vandamálið hér heldur afbökun hans á innihaldi greinar minnar um vanda sem við stöndum frammi fyrir með vaxandi innflutningi fólks sem hefur mótast af hugmyndafræði íslam. Hann segir mig útmála fólk með múhameðstrú sem varasama glæpamenn. Þetta er ekki rétt. Ég vakti hinsvegar athygli á reynslu nágrannaþjóða á miklu hærri glæpatíðni meðal múslímskra innflytjenda en annarra þjóðfélagshópa og afar lágri atvinnuþátttöku þeirra. Þetta eru staðreyndir sem liggja fyrir. Hvergi segi ég að allir múslímar séu glæpamenn né að enginn múslími hafi atvinnu. Ég vakti líka athygli á miklum þjóðfélagsbreytingum sem hér yrðu ef svo fer sem horfir

Björn reynir að gera þá tortryggilega sem eru andvígir innflutningi múslíma hingað í stórum stíl og vaxandi umsvifum þeirra. Almenningur í Evrópu er honum sennilega lítt að skapi. Samkvæmt mælingu bresku hugveitunnar Chatham House í tíu Evrópulöndum, Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Póllandi, Spáni, Bretlandi, Þýskalandi og Austurríki, vilja 73% þeirra sem afstöðu tóku stöðva innflutning frá múslímskum löndum, aðeins 27% voru því mótfallnir. Yfir tíu þúsund manns tóku þátt í könnuninni.

Björn og hans nótar ættu að hugleiða hvernig stendur á þessari vaxandi andúð á fylgjendum Múhameðs um alla Evrópu. Allur almenningur finnur á eigin skinni hvar skórinn kreppir. Hann heyrir og sér endalaus hryllingsverk múslíma jafnvel þó að þau séu falin af gaumgæfni af ráðandi öflum. Almenningur veit betur en margur svokallaði menntamaðurinn sem í hroka sínum telur sig alvitra jafnvel í málum sem hann hefur aldrei kynnt sér vegna þess að hann hefur lesið nokkrar fræðibækur í alls óskyldum efnum og hefur fengið einhvern lærdómsstimpil fyrir margt löngu. Þrátt fyrir 14 alda sögu íslam sem hefur að mestu leyti verið hræðileg eru enn til þeir meðal okkar sem neita alveg að horfast í augu við staðreyndir, neita að kynna sér mannskemmandi hugmyndafræði íslam og alblóðuga sögu sem hefur lagt nær 300 milljónir manna af öðrum trúarbrögðum að velli.

Grein Tryggva Gíslason, fyrrverandi skólameistara MA, í Fréttablaðinu nokkrum dögum áður var ekki alveg jafn slæm en það er þó alvarlegt þegar slíkir menn, sem ættu að vekja traust um að rétt væri a.m.k. farið með staðreyndir, leyfa sér slíkt sullumbull. Tryggvi leggur að jöfnu kristna trú, gyðingdóm og íslam sem sýnir mikið þekkingar- og dómgreindarleysi. Sýnu verra er þó að segja að íslam merki friður. Íslam merki undirgefni dregið af rót arabíska sagnorðsins „istaslama“ sem þýðir að gefa sig á vald, gefast upp fyrir. Þetta eru upplýsingar sem allir geta aflað sér. Alvarlegasta fullyrðing Tryggva er þó þessi:

„Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga - að ekki sé talað um samtök múslíma - fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.“

Hvaða minnihlutahópar gyðinga eða kristinna manna standa að ofbeldi og manndrápum víða um heim, Tryggvi Gíslason? Þegar þetta er skrifað hefur verið tilkynnt um 30.303 opinberlega skráðar, mannskæðar hryðjuverkaárásir í nafni íslam í heiminum síðan 11. september 2001. Getur þú bent á nokkrar sambærilegar hjá kristnum og gyðingum?

Leitt er að ráðast að nafngreindum mönnum með þessum hætti en nauðsyn ræður því verki. Mikið er í húfi að íslenska þjóðin sé rétt upplýst um þá hættu sem blasir við henni. Björn og Gísli ættu að hrista af sér drungann og kynna sér málin eins og öll þjóðin. Um öll lönd múslíma eru endalausar heitingar um heilagt stríð, jihad, gagnvart Vesturlöndum. Allir múslímar standa ekki þarna að baki en fjöldi þeirra sem vilja láta til skarar stríða er kannski 50-100 milljónir með bakstuðningi um helmings allra múslíma. Framundan er hrikalegt uppgjör nema friðsamir múslimar, sem eru um helmingar þeirra, gætu staðið fyrir heildarendurskoðun íslam. Íslam er allt annað en friðsamt. Það eru ekki bara við „bullurnar“ sem eru uggandi um framtíð hins vestræna heims - heldur einnig meiri hluti íbúa hans. 

 


Bloggfærslur 17. febrúar 2017

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband