Leita í fréttum mbl.is

Snjóruðningur í snjóleysi

 

Ég var vakinn upp við mikinn skurðning á fimmta tímanum eina nóttina í vikunni. Fyrir forvitni sakir fór ég á fætur til að athuga fannfergið sem hlaut að vera til staðar fyrst talið var nauðsynlegt að hefja ruðning gatna svona snemma í Mosfellsbæ þar sem ég bý. Ég þekkti hljóðin enda alvanaleg á vetrum.

Oft hef ég verið undrandi á bægslagangi snjóruðningsmanna en þarna tók þó úr steininn. Við mér blasti örlítil snjóföl, - raunar svo lítil að enginn snjór hlóðst upp í tönn snjóplógsins.Varla sást hvar tönnin hafði farið yfir. Mér varð litið á veðurspádóma á símanum fyrir þennan dag í Mosfellsbæ. Hitinn úti var sagður rétt yfir frostmarki en hitinn var sagður fara fljótlega í 6 gráður. Á fimmta tímanum lá sem sagt ljóst fyrir að þessi litla snjóföl væri alveg horfin löngu fyrir hádegi.

Snjóplógamaðurinn knái lét svoleiðis aukaatriði ekki skemma fyrir sér verkgleðina heldur kom aftur ca klukkustund seinna eftir að hafa farið vítt og breitt um bæinn til að skafa bílastæði sem blasir við úr svefnherbergisglugga mínum. Aftur dreif ég mig á fætur og fylgdist furðu lostinn með manninum fara samviskulega í það verk að ryðja snjó í plati á bílaplaninu.

Þetta verk var eins og oft á vetrum ekki einasta algjörlega óþarft heldur bókstaflega skaðlegt m.a. við að vekja fjöldann allan af fólki upp af værum svefni fyrir utan óþörf fjárútlát og sennilega aukið slit á gatnakerfinu. Hver ákveður svona vitleysu?

 


Bloggfærslur 4. febrúar 2017

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 192267

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband