Leita í fréttum mbl.is

Lítil dæmisaga um misnotkun valdsins

Vinur minn, sem var sjálfstæður atvinnurekandi, stóð frammi fyrir þeirri skyldu að velja sér ljóseyrissjóð, þegar aðild að lífeyrissjóðum var gerð að skyldu með lögum árið 1998. Honum varð fljótlega ljóst að hvergi voru betri kjör að fá heldur en í Lífeyrissjóði ráðherra. Hann sótti því um aðild að lífeyrissjóðnum en umókn hans var synjað.

Hann vissi vel hvaða afgreiðslu umsóknin fengi en hún var auðvitað til marks um það hvað honum blöskraði mismununin í lífeyrisréttindum landsmanna. Hún var mikil en fór alveg úr böndunum við lög  2003/ 141 um eftirlaun fyrir forsetann, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttardómara. Þá samþykkti Alþingi lög sem vonandi munu ávalt verða tilefni til hneykslunar.

 Samkvæmt þeim naut t.d. forsætisráðherra sem sat í meira en eitt ár sömu eftirlaunakjara og forseti íslands og fékk 60% af heildarlaunum forsætisráðherra eins og þau eru á hverjum tíma, þ.e. ráðherralaunum og þingfararkaupi. Fyrir að greiða 5% af launum sínum í eitt ár og einn dag sem gerði núna u.þ.b. 600 þúsund krónur (og draga það frá tekjum fyrir skatta) fær hann sem svarar 600 þúsund  krónur á mánuði  út ævina eftir 60 ára aldur ( jafnvel 55 ára aldur miðað við ákv forsendur) en sú upphæð myndi þó hækka ef ástæða þætti til að hækka ráðherralaun og þingfararkaup. Ef þessi maður lifði til 100 ára aldurs væru skattborgarinnar búnaðir að greiða honum framlag hans 480 sinnum til baka með verðbótum og almennum lífskjarabótum æðstu ráðamanna.

 

 Eftirlaunaréttindi þessa manns hefðu svo hækkað í 70% eftir eitt kjörtímabil og 80% eftirt tvö kjörtímabil. Eftir átta ára þjónustu við okkar urðum við sem sagt að halda honum uppi með 800 þúsund krónum á mánuði út alla ævina fyrir utan allar þær lífeyrisgreiðslur sem á hann hefðu hlaðist fyrir önnur störf á okkar vegum. Þannig verður ekki annað séð en að ef hann hefði einnig setið í 23 ár á þingi fengi hann einnig 70% af þingfararkaupi ofan á eftirlaunaréttinn sem forsætisráðherra. Þannig fengi hann auk ráðherralaunanna samtals 150% af þingfararkaupinu eins og það væri hverju sinni!! (Þetta síðasta kynni þó að vera misskilningur ,- háttsettur starfsmaður Alþingis sem ég spurði var ekki viss í sinni sök). Ef þetta væri svo væri hann að fá núna ca 1.2 milljónir króna á mánuði í eftirlaunagreiðslur. Þessi maður sem hafði unnið í þjónustu okkar í öðrum embættum hefði þannig getað fengið margföld laun æðstu embættismanna út æfina þegar hann settist í helgan stein. Slíkir menn eru til.

Eftirlaunamálin eru flókin en svo tekið sé dæmi fær hæstaréttardómari sem var skipaðurs fyrir 25. apíl 2009 þegar lögin voru afnumin,  6% rétt til eftirlauna fyrir hvert ár. Eftir 13 ár í starfi fær hann 80% af fullum launum hæstaréttardómara eins og þau verða í framtíðinni. Þau bætast ofan á annan eftirlaunarétt sem hann hefur áunnið sér.

Þegar þessi lög voru afnuminn 2009 sátu margir eftir í vinningsliðinu og höfðu áunnið sér ósæmilegan rétt sem við þurfum að  standa undir meðan þeir lifa. Lögin eru til marks um hvað valdið getur gjörsamlega misst fótanna og hve nauðsynlegt er að því séu settar skorður með vel unninni stjórnarskrá sem kveður á um jafnræði þegnanna.

Lífeyrisrétturinn er einn af fjölda mörgum þáttum sem þarf að horfa til. Hann er flókinn og torskilinn eins og nú er. Vinna þarf að því að sami réttur gildi um alla landsmenn, - hvort sem það væri einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn eða fleiri sjóðir sem allir bjóða upp á sömu réttindi.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er  8276  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til að byrja með voru lífeyrasjóðir greiðslur miðaðar við opinbera starfsmenn sem urðu að láta afstörfum sakir elli örorku, nokkurskonar örorkubætur fyrir langa þjónustu við ríkið. 

Ef ætti að greiða mönnum í framkvæmdavaldinu tekjur fyrir afleiðingar reynsluleysis þeirra og vanhæfi eftir á þá væru lífeyrisjóðbindingar okkar í dag og okkar barna og barnabarna ekki vandmál.   

Ég vil sjá sömu upphæð til allra sem láta af störfum vegna elli öryrkju.

Ég vil ekki koma í veg fyrir að menn geti ekki tryggt sig sjálfir að eigin vali um um meiri tekjur á efri árum.  Á sínum sérstöku- og séreignarforsendum.

Það er stjórnarskrárbrot að binda forréttindi í lög. Því öll erum vér jöfn að lögum. 

Siðspilling byrjar að ofan og eftir höfðinu dansar grunnurinn. 

Eitt er að vera sparsamur og annað að vera sínkur. Sínkur er sá sem er þröngsýn og hvorki langminnugur eða framsýnn og víðsýnn.

Losum okur við sínka hlutann í stjórnsýslunni sem fyrst til að við lendum ekki í ræsinu. 

Júlíus Björnsson, 19.11.2010 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband