Leita í fréttum mbl.is

Ég þakka stuðninginn.

Ágætu kjósendur. Ég þakka ykkur sem kusuð mig fyrir stuðninginn.  Ég vonast til að ná kjöri en það kemur síðar í ljós hvernig gekk.

Nái ég ekki kjöri verð  ég  að kenna sjálfum mér um að hafa ekki hafið kosningabaráttu af neinu ráði fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar og háð hana án þess að leggja nema nokkra tugi þúsunda í baráttuna þegar allt er talið.

Þau mál sem ég berst fyrir, barátta fyrir beinna lýðræði, auðlindum í almannaþágu og aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds eru mikilvæg og ég mun halda áfram baráttunni fyrir þeim málum hvernig sem fer.

Þessir þrír dagar sem ég eyddi í kosningabaráttuna voru skemmtilegir og ég verð að naga mig í handarbökin yfir því að hafa ekki rekið kosningabaráttuna af meira krafti en ég gerði nái ég ekki kjöri. Málefnin sem ég berst fyrir eiga greinilega mikinn hljómgrunn og hefði þeim verið komið til skila af mér, efast ég ekki um hver niðurstaðan hefði orðið.

Ég þakka þeim sem studdu mig og kusu og vona að störf Stjórnlagaþingsins verði til farsældar fyrir þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þú hefðir þurft að byrja fyrr og hafa baráttuna markvissari. Málin sem þú berst fyrir eru það mikilvæg.

Jón Magnússon, 27.11.2010 kl. 23:35

2 identicon

Það verður spennandi að sjá hvað kemur úr kjörkössunum, hvort þeir sem hafi verið kosnir séu á sömu bylgjulengd eða menn með gjörólíkar skoðanir? Ef það verður raunin verður stjórnlagaþingið ekki algjört kaos?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 08:59

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ef svo skyldi takast til að ég yrði valinn inn á þingið er ég þess alveg meðvitaður að mínar hugmyndir yrðu ekki endilega ofan á en ég myndi reyna að vinna þeim brautarfylgi þar. Eins held ég að sé með flesta. Skylda allra sem þangað veljast er þó sú að ná fram sátt sem rímar við vilja sjálfrar þjóðarinnar. Mér finnst að þeir frambjóðendur sem ég hef hitt séu sama sinnis. Ég hitti marga prýðilega menn sem ég myndi treysta afar vel til þessa starfs.

Ég hlakka til þess að sjá hvaða menn þjóðin velur. Ég hef haldið því fram að þjóðin muni alltaf velja rétt í þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég gef mér því fyrirfram að Þjóðin hafi valið rétt. Ég er síst af öllum dómbær um það hvort ég sé réttur maður inn í þann hóp. Ég verð sáttur hvernig sem fer.

Valdimar H Jóhannesson, 28.11.2010 kl. 11:05

4 Smámynd: Elle_

Sæll Valdimar Jóhannesson.  Slæmt að þú skyldir ekki komast inn, studdi þig.  Þú berst fyrir mikilvægum málum eins og Jón segir að ofan. 

Elle_, 1.12.2010 kl. 18:09

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Elle

ég er sammála ykkur Jóni um að þessi málefni eru mikilvæg og eflaust er þjóðin sammála því einnig þó að hún hafi kosið aðra menn en mig til að fjalla um þau á stjórnlagaþinginu.

Ég mun áfram leggja þeim það lið sem ég má og er raunar vongóður um að stjórnlagaþingmennirnir munu leita út fyrir sinn hóp til skrafs og ráðagerða. Mikilvægt er að þjóðin verði sátt við niðurstöðuna. Hú á að halda vakandi auga með þinginu.

Valdimar H Jóhannesson, 1.12.2010 kl. 19:38

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Slæmt að þú skyldir ekki komast inn Valdemar. En þú hefur svo margt fram að færa til þjóðmálaumræðunnar. Vonandi ertu ekki hættur að blogga.

Marta B Helgadóttir, 9.12.2010 kl. 11:16

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lýðurinn valdi Barrabas en þó ekki einróma.

Það voru auk þín nokkrir ágætis menn sem hefðu svo gjarnan mátt fara inn t.a.m. Finnbogi Vikar, Magnús Thoroddsen og Lúðvik Kaaber.  Mér sýnist fólk helst hafa valið sjónvarps- og útvarpsstjörnur en þar á meðal  eru nokkrir sem ég treysti. Vonum það besta.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192266

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband