Leita í fréttum mbl.is

Úr öskunni í vítiseldinn

Það er dapurlegt að fylgjast með fögnuði í íslenskum fjölmiðlum yfir því sem er að gerast í Egyptalandi og nálægum Arabalöndum. Þessir fögnuður minnir á fögnuð vegna byltingarinnar í Íran 1979 þegar Íranir fóru úr kólnandi öskunni í vítiseldinn og heimurinn færðist ískyggilega nærri næstu alheimsstyrjöld.

Lang líklegast er að þróunin í Egyptalandi og nálægum ríkjum verði á svipuðum nótum og að klerkaveldið muni ná yfirhöndinni í Egyptalandi í gegnum Múslímska bræðralagið, sem var stofnað 1928 og hefur sett sér það markmið að ná heiminum undir Islam og Sharíalög eins og klerkastjórnin í Iran hefur gert. Þessir aðilar hafa ítrekað lýst yfir stríði gegn Vesturlöndum og þar með talið okkur. Þeir telja sér öll meðöl leyfileg,- lygar, blekkingar og blóðsúthellingar. Markmiðið núna er fyrst og fremst að eyðileggja Vesturlönd innan frá og í því skyni teygja þeir arma sína um öll Vesturlönd og m.a. hingað.

Enginn þarf að efast um að Mubarak var einræðisherra í skjóli hersins. Raunverulegt lýðræði er ekki til í þessum löndum og er andstætt eðli Islam og Sharíalögum. Það  er því ekkert annað í kortunum en einræði eða harðstjórn af einhverju tagi. Byltingar í þessum löndum færa þeim aðeins annan harðstjóra. Mubarak var slíkur maður en hann hélt frið við nágranna sína í Israel og hann hélt ofstækisöflum eins og Múslímskra bræðralaginu í skefjum.

Ofstækishrópin á götum Kairó ganga meðal út á það að stofna alheims kalífat, allsherjarríki Islam og eru hugmyndir af sama toga og alheimsríki öreiganna og þúsund ára ríki nasista þ.e. hryllingsdraumar kommúnista og nasista á síðustu öld. Kallað er eftir frelsi Palestínu og eyðingu Israel. Undir slík hróp taka vinstri menn á Vesturlöndum. Þeir ættu þó að muna að klerkastjórnin í Íran tók af lífi flesta þá vinstri menn sem stóðu með þeim að byltingunni í Íran.

Þegar kyndillinn er svona hættulega nálægt púðurtunnunni er mikið í húfi að vestrænir leigtogar séu starfi sínu vaxnir. Fyrsta skilyrðið er að þekkja óvin sinn. Sennilega er að renna upp ljós fyrir sumum leigtogum Evrópuríkja þó að enn sé verið að lögsækja einstaklinga í Evrópu fyrir það eitt að segja sannleikann um eðli Islam. Merkel, Sarkozy og Cammeron, leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa öll lýst því yfir að fjölmenningarstefnan hafi mistekst vegna eðli Islam.

Í Hvíta húsinu situr hins vegar maður sem er hættulegur fyrir þróun heimsmála á næstunni. Frank Gaffney, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Reagans, telur að að helstu ráðgjafar Obama í málefnum Miðausturlanda tengist Múslímska bræðralaginu,- þ.e. að helstu óvnir Vesturlanda stýri stefnu bandaríska forsetans í þessum málum. Fjöldi málsmetandi manna eru á sömu skoðun.

Um leið og við eigum að hafa áhyggjur af okkar eigin öryggi eigum við einnig að hafa samúð með þjáningu hundruð milljóna múslíma sem þjást vegna ofstækis Islam og vegna skorts á mannréttindum í íslömskum löndum. Það er í þágu mannúðar og framtíðar öryggis heimsins að stuðla að aukum raunverulegum mannréttindum í þessum löndum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi óska að þú hefðir rangt fyrir þér, en ég er ansi hræddur um að svo sé ekki. En ég tek undir með þér í niðurlagi greinar þinnar.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er að mestu leyti sammála en tel það samt vafasama fullyrðingu, að Íslam og lýðræði geti ekki farið saman. Ég bendi á Tyrkland og Indónesíu í því sambandi þar hefur lýðræði gengið ágætlega í Tyrklandi en brokkgengara í Indónesíu, en þarna er um 2 fjölmenn Íslömsk ríki að ræða.  Aðalatriðið að hófsamir einstaklingar nái að taka höndum saman og koma í veg fyrir harðlínustefnu.

Í Íran byrjuðu klerkarnir á því um leið og þeir náðu völdum að drepa eða hrekja úr landi nokkra helstu stuðningsmenn sína í byltingunni gegn keisaranum þ.e. kommúnista og aðra svonefnda vinstri menn.

Óneitanlega er hætta á að vondir hlutir geti gerst í Egyptalandi. En Mubarak var búin að sitja í 30 ár og var kyrstöðuforseti allan tímann. Hann varð að fara. 

Svo trúi ég þessu ekki með ráðgjafa Obama. 

Jón Magnússon, 12.2.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Skoðaðu þetta viðtal. Ca á 4.2 mínútum inni í viðtalinu lýsir Frank Gaffney þessu.

http://www.youtube.com/watch?v=K39OBKb27OU&feature=player_embedded

Valdimar H Jóhannesson, 12.2.2011 kl. 14:31

4 identicon

Sæll Valdimar; sem aðrir gestir, þínir !

Vil byrja á, að þakka þér fyrir, góða hlutdeild þína, í elsta Kastljósi RÚV (cirka; 1972 - 1974).

Tek í mörgu; undir með Jóni Magnússyni, hér ofar.

Ætli Íslendingum; sem öðrum Vestrænum, stafi ekki meiri ógn, af innlendum hryðjuverkamönnum, þessi misserin, ekki hvað sízt í fjármála vafstrinu, fremur en Múhameðs fylgjurm, Valdimar ?

Ekki þar fyrir; að ógn stafar, af allri dýrkun þeirra Guða (eða; þess Guðs), sem ósýnilegir eru - og óáþreifanlegir, sé borið saman við skurðgoða- og mynda dýrkunina, eins og hjá hinum ágætu Hindúum, til dæmis.

Siðferði; Vestrænu gerfi- Kristninnar (Rómversk- kaþólskrar og Lúthers, til dæmis), er nú ekkert, til þess að hrópa húrra fyrir, þessi misserin, sem þau liðnu, Valdimar;; þér, að segja.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 15:05

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón

mannréttindi og lýðræði er afar bágborið í þessum löndum sem þú nefnir. Það ein helsta ástæðan þess t.d. að ekki kemur til greina að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu. Um tíma stefndi í rétta átt í Tyrklandi. Nú færist Tyrkland hratt frá Vesturlöndum aftur. Erdogan er islamisti, - kristnir menn eru orðnir fjögur þúsund talsins í landinu, -í sjálfri vöggu kristninnar. Þar eru prestaskólar bannaðir, biskupar og prestar drepnir og réttarfar í skötulíki.  Tyrknesk stjórnvöld stóðu af baki IHH í Mavi Marmara málinu.

I Indónesiu eru eilíf morð í nafni Islam. Fyrir nokkrum dögum voru fréttaskot sem sýndu Sunní múslíma drepa meðlimi múslímsks sértrúarsöfnar. Lögreglan stóð hjá og aðhafðist ekkert meðan nokkrir menn voru flettir klæðum og barðir til dauða.

Þessi tvö lönd komasat næst því að nálgast einhvers konar lýðræði af 57 islömskum löndum enda samræmist lýðræði ekki Islam. Punktur

Valdimar H Jóhannesson, 12.2.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 192248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband