Leita í fréttum mbl.is

Bjánar eða bandíttar?

Eftir að hafa hlustað á viðtal við Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta í sjónvarpi í gærkvöldi er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en hann hafi álitð  Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson þáverandi formann Fjármálaeftirlitsins, Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og nokkra íslenska embættismenn aðra sem komu til fundar við hann í byrjun september 2008 annað hvort bjána eða bandítta. Annað hvort hafi þeir ekki gert sér grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem var komin upp, sem allir áttu þó að geta séð eða að þeir hafi verið staðráðnir í því að hafa rangt við, - verið óheiðarlegir.

Í stað þess að setjast niður til þess að ræða af heiðarleika hvernig hægt væri að leysa þá alvarlegu stöðu sem upp var komin  eins og háttur væri siðaðra manna hafi íslenska sendinefndin ekki haft neitt til málanna að leggja nema kvartanir yfir ósanngirni breska fjármálaeftirlitsins. Vanhæfni þessara manna eða óheiðarleiki hafi leitt það af sér að ekki hafi verið um eðlileg samskipti að ræða vegna bankahrunsins eins og það hefði getað orðið. Þannig hefði mátt afstýra mklu tjóni.

Í þessum orðum Darling liggja mjög alvarlegar ásakanir sem nauðsynlegt er að íslenska sendinefndin geri athugasemdir við. Ef þeim verður ekki svarð með viðunandi hætti er alveg ljóst að taka verður  uppbyggingu og vinnubrögðin í íslensku stjórnsýslunni algjörlega til endurskoðunar. Þeir sem hér koma að máli ættu þá heldur ekkert erindi lengur í opinberri þjónustu.

Athugasemdir Darling við vinnubrögð Árna Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra eru einnig mjög alvarleg. Hann segir fullum fetum að fullorðið fólk viðhafi ekki vinnubrögð eins og þau að birta viðtöl eins og hann hafi átt í síma við Darling nema gera grein fyrir því fyrirfram að slíkt kynni að vera gert. Lágmarkið hafi verið að birta am.k. þá allt viðtalið en ekki valda kafla.

Þjóðin skaðast ómælt af vinnubrögðum eins og hér hafa verið viðhöfð að sögn Darling. Vonandi er frásögn hans lituð af því að hann vill verja mistök sem Bretar og hann gerðu sjálfir í þessu máli eins og t.d. að setja hryðjuverkalög á Ísland og stöðva öll viðskipti við íslenska aðila og baka okkur þar með ómælt tjón. Ef frásögn han er sannleikanum samkvæm skýrir það kannski hvers vegna Ísland höfðaði ekki skaðabótamál á bresk stjórnvöld af því tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valdimar: Eftir að hafa hlustað á Darling er ég algerlega sannfærður um að Björgvin viðsk.ráðherra og hans meðreiðasveinar eru bjánar og bandittar, það þarf ekki há mentaðan mann til að til að vera sannfærður um það.

Mikið asskotar asnar hafa verið í þessari sendinefnd, en vitað var fyrir að Björgvin er ekki uppá á marga fiska. Orðspor okkar íslendinga er bara núll og aftur núll, þetta er hryggðarlegt........................

Kristinn J (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

En hvaða einkunn fáum við sem erum með þetta hyski í vinnu á fullum launum ....kjósum það aftur og aftur...   og þeirra líkar eru enn að...allsstaðar...fellum Icesavese, þetat lið ber ábyrgð á

Sigurjón Benediktsson, 12.3.2011 kl. 10:36

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Fulltrúar þjóðarinnr á alþingi og meðal æðstu embættismanna bera dómgreind þjóðarinnar sjálfrar ekki fagurt vitni. Margir hafa reynt að brjóta upp steinrunnið kerfi fjórflokksins. Þjóðin hefur sama sem hafnað öllum slíkum tilraunum þar til yfirlýstur trúður vinnur glæsan sigur í Reykjavík eftir tóman fíflaskap og ólíkindalæti fyrir kosningar.

Þjóðin hefur horft upp á það athugasemdalaust áratugum saman að frændum, vinum og pólitískum samherjum hefur verið hampað við val á æðstu embættismönnum. Val eftir hæfni hefur ekki verið haft að leiðarljósi. Á vanhæfni eins og Darling er að lýsa í viðtalinu að koma einhverjum á óvart?

Það er ekki einasta að hæfni hafði ekki verið forsenda við val á þessum mönnum, heldur eru vinnubrögðin við valið skilaboð til þeirra sem veljast þau að heiðarleiki og eðlilegar siðareglur séu aukaatriði. Trúnað eigi að sýna gagnvart klíkubræðrum, - þjóðin sé aukaatriði.

Valdimar H Jóhannesson, 12.3.2011 kl. 12:01

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við þurfum nú ekki endilega að falla á hné og fara að tilbiðja Darling þótt hann hafi verið búinn að koma sér upp trúverðugri skýringu ( að hans mati) á því sem gerðist hér haustið 2008. Í margumræddu símaviðtali hans og Árna Matt kom skýrt fram að við myndum standa við skuldbindingar og ekkert umfram það sem segir í dírektífinu. Það voru engar vöblur á Árna hvað það varðar. Tómas Ingi Olrich skrifar ágæta grein í Mogganna í dag um gruggið sem settist á orðræðu Darlings svo jafnvel fjármálaráðherra BNA áttaði sig ekki á hvað hann var að segja.

Það hefur hins vegar aldrei verið greint almennilega frá því sem átti sér stað á fundinum með Björgvini G og co. Hitt vitum við að Björgvin þurfti ekki að skilja allt sem þar fór fram því í fylgdarliðinu var stórstjarna Samfylkingarinnar á sviði hagfræði, sjálfur Jón Sigurðsson sem hefði átt að koma vitinu fyrir hina vitlausustu í fylgdarliðinu.

Ragnhildur Kolka, 12.3.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæl Ragnhildur

ég er ekki vanur að kikna í hjnánum hvorki vegna Darlings  eða yfirleitt nokkurs annars. Allt erum við menn úr kjöti og blóði en nú þegar Darling hefur leyst úr skjóðunni væri óneitanleg fróðlegt ef okkar menn væru jafn opinskáir.

Það kemur berlega fram bæði í því sem Darling segir og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að Jón Sigurðsson hafði orð fyrir Íslendingunum. Darling er því ekki síst að lýsa honum í orðum sínum en auðvitað var ráðherrann ábyrgur fyrir fundinum enda hafði hann beðið um hann. Það felast ekki bara forréttindi að verða ráðherra heldur einnig ekki síður skyldur ef menn vilja teljast til hins siðmenntaða heims.

Valdimar H Jóhannesson, 13.3.2011 kl. 01:01

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

annað hvort bjána eða bandítta

Erlendis geta ábyrgðar einstaklingar í þjónustustörfum hjá hinu opinbera ekki borði við sér til varnar að þeir þekki sínar stafskyldur eða regluramman.

Í því ljósi taldi hann þá sakhæfa. Darling veit að  UK sér um sína þegna og Ísland sér um sína. 

Hann vissi ekki betur en innstæður ættu að vera eftir í UK. Til að greiða áhættu aðilum í UK, fyrir hrunið sem hann sagði með réttu að ekki var hægt að koma í veg fyrir.

Júlíus Björnsson, 13.3.2011 kl. 16:00

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað ef Darling hefur nú bara einfaldlega rétt fyrir sér? Finnast enn á landi hér menn, sem vilja verja þessi dusilmenni sem áttu að heita okkar forsvarsmenn, þegar ósköpin dundu yfir? Arkitektar kerfisins og hrunvaldarnir reyndust þegar á hólminn var komið, mestu dusilmenni sögunnar og verður sennilega getir á "Google" í sama flokki og Kvisling þeirra norðmanna. 

Halldór Egill Guðnason, 28.3.2011 kl. 04:46

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Darling setti fram nokkra punkta séð frá hans bæjardyrum sem skaða ekki heildar hagsmuni UK að hans mati. Það sem setti ekki fram er það sem gæti skaðað heildahagsmuni UK sér frá hans sjónarhóli.

Júlíus Björnsson, 28.3.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 192239

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband