Leita í fréttum mbl.is

Andri Snær heldur mig sig.

DV birtir með velþóknun tilvísun í bloggfærslu Andra Snæs Magnasonar ( DV segir hann raunar vera Magnússon) þar sem rithöfundurinn ungi fer mikinn í fordæmingum á okkur þessum "fordómafullu". Hann, eins og margir í hans liði, er ekki móttækilegur fyrir sumum rökum og lætur sem engin haldbær rök hafi verið sett fram af hálfu okkar sem viljum hindra íslamvæðingu Ísland. Skástu rökin hans sjálfs eru bjánalegar hártoganir en það eru ótrúlegustu og jafnframt lágkúrulegustu rökin hans sem verðskulda sérstaka athygli. Var einhver að tala um flísina eða bjálkann í auganu?

Orðrétt segir Andri Snær um okkur sem viljum hindra að moska verði byggð í Sogamýrinni:

"Og er það ekki þannig að þeir sem eru harðastir á þessum síðum hata líka umhverfisverndarsinna og femínista og sósíalista og þeim er meinilla við RÚV, listamenn, Evrópu almennt, Háskólann og reiðhjól og hver er þá munurinn á þeim og þeim sem þeir ætla að ,,vernda okkur" gegn."

Er hægt að vera mikið fordómafyllri en þetta? Andri setur ekki einu sinni spurningarmerki á eftir þessarri dæmalausu setningu. Ég hef verið harður andstæðingur þess að íslam festi hér rætur og hef  gengið svo langt að leggja það ítrekað til að boðun íslam verði bönnuð á Íslandi eins og sjá má á bloggsíðu minni en þær hugmyndir byggi ég á haldbærum rökum að mínu viti. Þau rök má svo gjarnan efast um og koma með gagnrök ef menn telja sig búa yfir þeim. En merkimiðaumræða að hætti Andra Snæs er lægsta form rökræðu sem unnt er að hugsa sér.

Fáir hafa verið eindregnari í andstöðu gegn íslamvæðingu landsins en ég og því væntanlega leitun að „fordómafyllri" manni að mati hans. Lítum nú á það hvernig staðalmynd Andra Snæs passar við mig, sótsvörtustu andstyggðina!:

Ég tel mig umhverfisverndarsinna. Fyrstu skrif mín í þá veru voru í Vísi ca 1965 en síðan hef ég oft opinberlega viljað snúast umverfinu til varnar m.a. vegna Eyjabakka- og Kárahnjúkasvæðanna . Bók Andra Draumalandið féll vel að mínum smekk þegar hún kom út.. Ég hef þó skömm á umhverfisfasisma eins og ég kalla svo. Margir, sem þykjast vera betri en aðrir, eru haldnir þessum leiðinlega isma.

Ég tel mig vera femínista þ.e. ég krefst algjörs jafnræðis karla og kvenna, ekki aðeins gagnvart lögum heldur einnig í einkalífi hvers og eins. Mér fannst barátta kvenna fyrir jafnræði svo mikilvæg að ég kaus kvennalistann á sínum tíma þó að vinstri slagsíðan á framboðinu væri mér á móti skapi.

Ég er ekki sosíalisti en fráleitt að ég hati þá því að ég skil þá og var sjálfur í þeirra hópi fyrir tvítugt. Sjálfur hallaðist ég mjög að Alþýðuflokknum um tíma en ég er afar ósammála Samfylkingunni og Vinstri grænum enda enginn vafi að hjarta mitt slær hægra meginn við miðju. Marga góða menn þekki ég þó meðal stuðningsmanna þessara flokka.

Ég var í nánu samneyti við RÚV í alls 5 ár þegar ég var þar þáttastjórnandi. Fyrst með Daglegt líf í útvarpinu en seinna með Kastljós á sjónvarpinu.

Tvær dætur mínar hafa helgað líf sitt listum og sjálfur er ég ákafur neytandi klassískrar tónlistar, ljóða, bókmennta, dans, leiklistar og sjónrænna lista. Ég naut þeirra forréttinda að alast upp í umhverfi sem hjálpaði mér til þess að njóta lista og teldi lífið fátæklegt án þeirra. Sjálfur er ég aðeins nýtilegur sem neytandi.

Fjölskylda mín býr að töluverðu leyti í Evrópu og hef ég haft þar annan fótinn síðan í apríl 1946. Móðir mín var dönsk. Um engan heimshluta þykir mér jafn vænt um og Evrópu og hef ég þar víða farið. Ég hef líka fallið fyrir SA-Asíu og mér finnast Bandaríkin vera afskaplega elskuleg og margt af þeim að læra. En ég er andstæðingur þess að Ísland gangi í sovétsamband Evrópu sem ég tel Evrópusambandið vera. Fyrirvari um Evrópusambandið jafngildir ekki hatri á Evrópu þó að Andri Snær setji samansem merki þar á milli. Fyrir andstöðu við EBE get ég fært haldbær rök að mínu viti. Rökin gegn okkur sem deilum þessum skoðunum eru ævinlega þau að við séum heimóttalegir og lítilfjörlegir útlendingahatarar í sauðalitum og haldnir þjóðernisrembingi og í besta falli með skerta greind. Rosalega pottþétt rök eða hvað !!!!

Ég er með slangur af prófum úr Háskóla Íslands, tók upphafsprófin í læknisfræði en varð læknastarfinu afhuga, upphafspróf  í viðskiptafræði en lauk við próf til að fá löggildingu sem fasteignasali á gamals aldri (65 ára).

Reiðhjól hef ég átt nánast samfellt frá barnsaldri og fer töluvert um á því góða farartæki ennþá 72 ára að aldri.

Staðalmynd Andra passar sem sagt jafn illa við mig og hugsast getur. Og þó að staðalmyndin passaði við mig að miklu leyti þá eru svona staðalmyndir einmitt sams konar og alvöru rasistar notast við. Andri Snær er með fordómafullt hugarfar af sama tagi og svæsnustu rasistar hafa. - Andri Snær heldur mig sig.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vesalings Andri Snær ... að burðast með svona staðalímynda-fordómapoka á bakinu!

Jón Valur Jensson, 7.6.2014 kl. 00:38

2 identicon

Dæmigert fyrir fólk sem "þykist" elska lýðræðið með því að minnihluti olnbogi sig áfram á öxlum þegjandi meirihluta. Andsvar þeirra er ávallt það sama, öfgahópar, þjóðernissinar, útlendingahatarar og svo að sjálfsögðu uppáhalds orð þeirra, sem þeir skilja ekki sjálfir, rasistar. Ef lýðræðisást þeirra er svona mikil, hvað er þá að óttast þó borgarbúar fái að tjá sína skoðun..???? Er ekki einmitt lýðsræðislegt að almenningur fái að tjá sig í kosningum..??? Þetta hefur gengið vel í Sviss hingað til og af hverju ekki hér.?? Er það kannski svo að menn óttast lýðræðið þegar til kastanna kemur..?? Fyrir hverja er lýðræðið..?? Minnihlutahópa eða þá sem fella sig ekki við hugsanlega útkomu af kosningum..?? Heitir það þá ekki á Íslandi lýðskrum..?? Bara smá hugrenningar.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 18:35

3 identicon

Ææ, greyið, er sárt að verða fyrir eigin vopnum?

Ufsi (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 18:42

4 identicon

Gifta´okkar er þá að göfga

gráa, þó góða´inn við beinið?

Alda´innan illsku og öfga,

ógerlegt er einmitt meinið.

Forsjálnin fáum er gefin,

fordæmin geta´ekki greint.

Fíflunum fjarri er efinn

fyrr en að orðið of seint

Björn sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2014 kl. 00:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

.

Gifta' okkar er víst að una

við ofurfrjálslyndisstefnu,

áfram með offorsi bruna,

endalaust taka sem gefnu

ágæti flóðs að utan

islamskra wahhabíta

og sízt að sýta

sumir þótt brýni kutann.

.

Jón Valur Jensson, 8.6.2014 kl. 19:56

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Við berjumst gegn kúgun og órétti hvar sem hún birtist. Hvar er meira af slíku að finna en einmitt meða múslíma? Hvernig er jafnrétti kvenna meðal Talibana? Vill ekki Andri Snær útlista það hvernig það megi samræma íslenskum venjum?

Halldór Jónsson, 9.6.2014 kl. 11:40

7 identicon

Sæll.

Það er alger óþarfi að afsaka sig gagnvart Andra Snæ. Það litla sem ég hef séð til hans þjóðfélagsskoðana finnst mér einkennast af ótrúlegri vanþekkingu og barnaskap. Það geta ekki allir lifað á listinni eins og hann og sumir þurfa að vinna í álverum til að eiga fyrir salti í grautinn og listamannalaunum handa sumum. Þar sem þú og Andri virðast skiptast á skoðunum getur þú kannski fengið hann til að taka afstöðu til nokkurra spurninga:

Veit Andri Snær um trúarrit þar sem fylgjendum er beinlínis sagt að beita ofbeldi gegn þeim sem gerast fráhverfir trúarbrögðunum eða aðhyllast þau ekki? Það má þó sjá í súru 4:89, 9:123 og 8:39 svo nokkur dæmi séu tekin. Þessi vers skýra vel afstöðu múslima gagnvart gyðingum og Vesturlöndum. Í súru 5:51 er múslimum meinað að vingast við gyðinga og kristna. Í súru 4:89 er múslimum sagt að berjast við og drepa þá sem gerast fráhverfir íslam, þ.e. gerast trúleysingjar eða taki aðra trú. Í hadith lesum við um að Múhameð segi það sama (Bukhari 9:83:17). Hver er skoðun Andra á þessu? Treystir hann sér til að fordæma þetta? Er það kannski rasismi að biðja hann og fleiri að taka afstöðu til þessa? Veit Andri um einhverja sem hafa verið drepnir vegna þess að þeir gengu af trúnni, þ.e. afneituðu íslam og gerðust annarrar trúar? Veit Andri um einhverja sem þurfa að lifa í stöðugum ótta um líf sitt því þeir gerðust fráhverfir íslam?

Múhameð sjálfur bað fylgismenn sína um að drepa nokkra einstaklinga sem voru gagnrýnir á íslam og Múhameð í ljóðum sínum (t.d Ka´b bin Ashraf og Asama Bint Marwan). Þessir einstaklingar voru ljóðskáld og Asama var kona. Annars þarf maður ekki að líta lengi í kringum sig til að sjá að það getur verið stórhættulegt að gagnrýna íslam. Andri getur prófað að spyrja kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Æ nei, það er ekki hægt því hann var drepinn fyrir að gera kvikmynd um stöðu kvenna innan íslam. Kannski hann geti þá talað við rithöfundinn Salman Rushdie?

Hvað finnst Andra um stöðu kvenna innan íslam?

Í súru 4:3 er gefið grænt ljós á fjölkvæni (allt að 4 konur). Í hadith má líka sjá að Múhameð sló konu sína og lét sér fátt um finnast þegar aðrir beittu konur sínar ofbeldi. Múhameð sjálfur samrekkjaði 9 ára barni (t.d. Bukhari 5:234). Í súru 65:4 gerir kóraninn beinlínis ráð fyrir því hægt sé að skilja við stúlkubarn (stúlku sem ekki er farinn að hafa á klæðum). Þetta er ein ástæða þess að giftingar barna eru útbreiddar í hinum íslamska heimi (þær voru það í Arabíu á tímum Múhameðs en í stað þess að spyrna við fæti og stöðva þær viðhélt Múhameð þeim og gaf þeim trúarlega réttlætingu). Hver er afstaða Andra gagnvart fjölkvæni og barnagiftingum?

Í súru 2:282 kemur fram að vitnisburður tveggja kvenna er jafngildur vitnisburði eins karlmanns. Í súru 4:176 má sjá að systur geti bara erft helming á við bræður sína úr búi foreldra. Í súru 2:229 má sjá að bara karlar geta farið fram á skilnað - ekki konur. Í súru 33:59 er konum sagt að hylja sig þegar þær fara úr húsi. Í hadith (Abu Dawud 11: 2142) segir Múhameð að ekki beri að spyrja karlmenn hvers vegna þeir berji konur sínar. Í hadith segir Aisha (uppáhaldskona Múhameðs) sem svo að hún hafi ekki séð vantrúaðar konur þjást eins mikið og trúaðar (múslimskar) konur (Bukhari 7:77:5825). Telur Andri Snær þetta vera til fyrirmyndar?

Hver er skoðun Andra á samkynhneigð? Á að lífláta samkynhneigða vegna kynhneigðar sinnar?

Hér er texti úr bók um íslömsk fræði frá menntamálaráðuneyti S-Arabíu frá skólaárinu 2007-2008 (í þýðingu google translate):

"Samkynhneigð er ein af mest ógeðslegur syndir og mesta glæpi .... Það er viðurstyggilega svívirðing sem gengur gegn hljóð náttúrunnar, og er eitt af mest siðspilltur og hideous syndir .... Hegning samkynhneigð er dauði. Bæði kyrrstæð þátttakendur eru að vera drepinn hvort sem þeir hafa áður haft samfarir í samhengi löglegt hjónaband .... sumir af félögum spámannsins fram að [gerandinn] er að verða brennd í eldi. Það hefur einnig verið sagt að hann ætti að vera grýttur eða kastað frá háum stað."

Samtök samkynhneigðra í Íran áætla að um 4000 manns hafi verið líflátin fyrir samkynhneigð í Íran frá byltingunni þar. Árið 2009 var samkynhneigð og samkynhneigð hegðun bönnuð í um 36 íslömskum ríkjum og við broti á þessu banni lá allt frá sekt upp í dauðadóm (10 þessara ríkja). Treystir Andri Snær sér til að fordæma þetta viðhorf? Er það kannski rasismi að benda á þetta?


Vandinn er ekki múslimar heldur íslam, ég geri mikinn greinarmun þar á. Múslimar eiga skilið vorkunn og samúð enda eru þeir fórnarlamb íslam. Upplýsa þarf fólk um íslam. Vinstri menn verða einfaldlega að una því að á hið augljósa sé bent.

Helgi (IP-tala skráð) 10.6.2014 kl. 06:06

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Helgi

þakka þér fyrir góða samantekt. Sammála því öllu og þá ekki síst því að menn verða að una því að bent sé á hið augljósa. Þó að það sé rétt það eru vinstri menn sem hæst gala ókvæðisorð að okkur sem erum að reyna að vekja athygli á augljósum sannindum þá eru því miður fleiri en vinstri menn sem falla í þann pytt. Nema að unnt sé t.d. að flokka t.d. Styrmi Gunnarsson fyrrv ritstjóra Mbl til vinstri manna. Sú skilgreining kann að vera rétt en hún kæmi honum sjálfum eflaust mjög á óvart. Verst er hvað menn leyfa sér stórar yfirlýsingar með litla þekkingu á íslam og 14 alda blóðuga sögu þess. Nú stendur yfir um heim allan einhver öflugasta útrás íslam um margra alda skeið og við, fórnarlömbin, eigum að láta eins og ekkert sé að mati þessara manna.

Ég er hreint ekkert að afsaka mig gegn Andra Snæ. Þvert á móti. Var frekar að vona að hann myndi láta sér segjast og afsaka sig gagnvert þeim sem hann ræðst að með ómálaefnalegum skætingi með vanþekkingu og kjánalega fordóma sem sín helstu vopn.

Valdimar H Jóhannesson, 10.6.2014 kl. 09:07

9 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón Valur og Björn

þakka ykkur fyrir ljóðin. Þau eru væntanlega ekki síst ætluð Bónusskáldinu til að hjálpa honum að ná áttum!

Valdimar H Jóhannesson, 10.6.2014 kl. 09:10

10 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Halldór

Aumastir af öllum aumum eru þeir sem slá sér á brjóst fyrir feminisma sinn og þykjast ekki sjá kúgun kvenna hvarvetna þar sem múslímar fara. Þar með er ekki sagt að ofbeldi gegn konum sé óþekkt annars staðar en staða kvenna meðal múslíma er stjarnfræðilega verri enda hafa þeir sjálft alræðiskerfið að styðjast við og hina fullkomnu fyrirmynd í Múhammeð, sem var barna- og kvennaníðingur.

Valdimar H Jóhannesson, 10.6.2014 kl. 09:17

11 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður

það er dapurlegt að sjá hvernig offorsið gegn þeim sem þora að segja sannleikann um íslam birtist. Nú síðast er ljóst að búið er að þjarma svo að Sveinbjörgu Birnu að hún er að hrekjast undan fyrri yfirlýsingu. Slíkt undanhald er mjög skiljanlegt. Það er eiginlega bara fyrir kalla eins og mig að berjast gegn þessari ófreskju enda hótanir ávalt stutt undan og dæmin um ofbeldisverk fjöldamörg gegn okkur þó að enn hafi ekki komið til þess hér á landi. Að því mun þó koma og því minni skaði þó að gamlir karlar sem ég verði fyrir því en ekki ungt fólk í blóma lífsins eins og hún.

Þetta er ógn sem við hérlendis ekki síður en menn erlendis verðum því miður að taka með í reikninginn. Þeim mun fleiri sem þora að stíga fram þeim mun hættuminna verður að tjá sig. Því þurfum við að hvetja alla sem þora að stíga nú fram og taka slaginn við þetta ofbeldislið.

Valdimar H Jóhannesson, 10.6.2014 kl. 09:27

12 identicon

Oft hafa óvandaðir menn framkæmt ódæðisverk í nafni trúarinnar - framtíðin boðar breytingu -  verður óvandaður áróður - framkvæmdur í nafni listarinnar- og "umhverfisiðnaðarsinna" eins og Andra Snæ?

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2014 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband