Leita í fréttum mbl.is

Tíu goðsagnir og staðreyndir um Gaza stríðið

 Sannleikurinn er sagður verða fyrsta fórnarlambið í stríði. Hér koma nokkrar lygar sem hefur verið dreift um Israel undanfarnar vikur – og sannleikurinn að baki rógburðarins. Til þess að ná raunhæfri lausn á spennunni á þessu svæði verða staðreyndir málsins að liggja fyrir.

(1)Israelsmenn hófu stríðið og notuðu morðin á þremur ísraelsku piltum sem tylliástæðu.

Á fyrsta árshelmingi ársins 2014, áður en stríðið hófst, hafði Hamas skotið 200 flugskeytum að almenningi í Ísrael. Þegar unglingspiltunin var rænt á grimmilegan hátt leituðu Israelsmenn þeirra á Vesturbakkanum. Þeir fundust seinna myrtir. Til þess að draga athyglina frá ábyrgð Hamas á þessum morðum sendi hryðjuverkamennirnir flugskeyti í hundraðatali vítt og breitt um Israel þannig að 80% af íbúum Israels leitaði í dauðans ofboði í sprengjuskýlin.

 

Ísrael svaraði með því að eyða skotstöðvum á Gaza sem leiddi til þess að þeir fundu mikið net af hryðjuverkagöngum sem Hamas ætlaði að nota til að myrða fjölda gyðinga og taka aðra sem gísla með leifturárás að því er upplýsingar herma.

 

(2) Átök gegn Israel er eina leiðin fær fyrir Hamas til bæta kjör fólksins

 

Ef Hamas væri alvara í því að berjast fyrir betri kjörum fyrir það fólk sem þeir segjast vera annt um þá hefðu þeir ekki tekið völdin  með ofbeldi á Gaza árið 2006 og komið í veg fyrir allar kosningar síðan. Hamas handtekur og drepur pólitíska andstæðinga án réttarhalda. „Siðgæðislögregla“ Hamas refsar konum fyrir að reykja og klæðast óíslömskum fatnaði eins og gallabuxum og T-bolum. Heiðursorð á konum leiða til mildra refsinga,- með kannski 6 mánaða fangelsisvistun.

 

Það kostar milljónir dollara, mikils magns sements og margra ára vinnu að byggja göng frá Gaza inn í Israel. Fyrstu tvær vikur stríðsins fundu Israelsmenn 30 slík göng sem hafa kostað tugi milljónir dollara sem Hamas hefði getað eytt í þágu íbúa Gaza í stað þess að eyða því í stríð gegn Israel.

 

Ef Hamas vildi í raun betra líf fyrir íbúa Gaza þá hefðu þeir ekki forsmáð viðskipti og uppbyggingu í stað hryðjuverka og einræðis. Þegar Israel flutti alla sína íbúa og hermenn frá Gaza 2005 eyðilagði Hamas og rænandi skríll 3000 gróðurhús sem amerískir gyðingar höfðu keypt og gefið til svæðisins til að aðstoða við uppbyggingu þessa veikburða svæðis. Hamas skildi þannig eftir sig minnismerki um ógn sína og brenglun.

 

(3) Hamas reynir að lágmarka mannfall Palestínumanna

 

 Í stað þess að lágmarka mannfall virðist Hamas stuðla að aukningu þess. Hamasmenn hafa skotið þúsundum flugskeyta á Israel frá skotpöllum staðsettum í skólum, moskum, sjúkrastofnunun og íbúðarhúsum, - hvorki meira né minna en 11000 síðan 2005 (1-2000 hafa bæst við síðan þetta var skrifað).  Þvert á það að byggja sprengjuskýli til þess að verja sitt fóllk eins og Israelar hafa gert, hefur Hamas notað alla sína almenna borgara sem mannlegan varnarskjöld.

Hamas hefur gert stærsta heilsustofnun sína, Shifa spítalann, að miðstöð herstjórnar, vitandi að hærri siðgæðisviðmið Israela en þeir sjálfir hafa, gerir Israelum erfitt um vik að ráðast á miðstöð hernaðarumsvifa þeirra

 

(4) Hlutfall almennings í mannfalli Palestínu er ískyggilegt

 

Hamas heldur því fram að 75% fallinna hjá þeim í stríðinn núna sé almennir borgarar. Samkvæmt skoðun Israelsmanna á þessu eru yfirgnæfandi meirihluti, - tveir þriðju hlutar, - karlmenn á aldrinum 18-60 ára þráttt fyrir að þessir aldurshópar karlmanna séu aðeins 20% af íbúum Gaza.

 

Í stuttu mannúðarvopnahléi 24 júlí, tóku Hamas 25 manns af lífi án réttarhalda vegna ásakana um að þeir hefðu njósnað fyrir Israel. Þessum 25 var síðar bætt við tölur um mannfall vegna Israel og hylltir sem píslavættir. Samkvæmt orðum Bassem Eid í Palestinian Human Rights Moitoring Group ( félagsskapur sem fylgist með mannréttindum Palestínu araba) verður mannfall meðal Palestínumanna fyrst og fremst „í þágu Hamas“:

 

(5) Aðgerðir Israels er í andstöðu við alþjóðalög

Human Rights Watch hefur ásakaö Israel um að brjóta lög um stríðsrekstur og SÞ hefur hafið könnun á ætluðum stríðsglæpum Israel en ekki á Hamas sem heldur til streitu að gera almenna borgara í Israel að skotmörkum.

Við árás á lagalega skilgreind hernaðarskotmörk  staðsett meðal almennings  er ábyrgðin af mannfalli almennra borgara sett á þá stríðsmenn sem hafa komið sér fyrir á slíkum stöðum (The Conduct of Hostilities Under the Law of International Armed Conflict, Cambridge University Press, 2004).

Israel hefur gripið til áður óþekktra aðgerða til að takmarka mannfall við erfiðar aðstæður þegar verið er að svara flugskeytaárásum frá svæðum almennra borgara. Þeir hafa hringt í farsíma fólks nálægt skotmörkum til að vara við aðsteðjandi sprengjukasti, kastað niður dreifimiðum á arabísku til að vara almenning við og loks hafa þeir „bankað á dyrnar“ með smá hvellettum áður en sprengjum er skotið.

Hræddir um að þetta gæti fækkað látnum meðal almennings bráðst Hamas við með því að neyða Gaza búa til að mynda „mannlegan skjöld“ fyrir eldflaugaskotpalla sem var komið fyrir á venjulegum heimilum. The New York Times lýsti einum slíkum móttakanda aðvörunar sem brást við með því að fylkja fjölskyldu sinni , þar á meðal börnum, í bygginguna, sem átti að sprengja, til að mynda mannlegan skjöld og lét sem þetta væri dáð!

(6) Viðbrögð Israel í „ósamræmi“ við tilefnið

 Brazelía hefur kallað heim sendiherra sinn til að andmæla „ósamræmi“ í andsvari Israel gegn skotflaugum Hamas og hryðjuverkagöngum. En samræmi er ekki mælt með tölum yfir fallna á báða vegu. Israel hefur lagt áherslu á sprengjuskýli fyrir almenning, í eldflaugavörnum til að verja borgir sínar og kemur ekki her sínum fyrir meðal almennra borgara. Þjóðin er varnin eftir föngum,  jafnvel leiksvæði í Suður-Israel hafa verið gert skotheld fyrir milljóna dollara virði af styrktu stáli. Er rétt að ásaka Israel fyrir að verja borgaranna?

Í seinni heimsstyrjöldinni féllu 67.000 almennir breskir borgarar og 12.000 bandarískir meðan nasistar misstu meir en milljón almennra borgara. Efast einhver um ábyrgð nasista, sem hófu stríðið, á þessum dauðsföllum?  Heyrðum við einhvern kalla „ósamræmi“ ?

Hernaðarfræðingurinn Richard Kemp, ofursti, komst á þessari niðurstöðu: „Ég tel að í gjörvalli sögu stríðsátaka hafi enginn her gert meira til að takmarka mannfall meðal almennings og saklausra borgara en IDF ( Israel Defense Force) er að gera núna á Gaza.“

(7) Hamas er mannúðarsamtök

Hamas gefur sig út fyrir að vera mannúðarsamtök, sem það er hreinlega ekki.  Á meðan almenningur á Gaza býr með mikið atvinnuleysi og mjög rýran efnahagsvöxt raka leiðtogar Hamas saman auði, leggja eyðileggjandi skatta  á viðskiptalífið og hreinlega stela alþjóðlegu hjálparfé. Leiðtogi Hamas, Ismail Haniyah, heldur að sögn mörg heimili á Gaza. Árið 2010 greiddi hann 4 milljónir dollara fyrir hús á sjávarlóð í Líbanon. Næstur honum stendur Khaled Mashal og stjórnar 2.6 milljarða dollara sjóði (300 millljarðir ísl króna) sem er runnið frá ríkisstjórnum Katar og Egyptalandi.

Ef Hamas væri í raun að berjast fyrir rétti hins almenna Palestínuaraba þá myndi þeir leyfa kosningar, tryggja almenn mannréttindi og hætta ofsóknum á hendur pólitískra andstæðinga. Í þess stað kýs Hamas að breiða út ógn og skelfingu.

(8) Hamas vill bara fá að lifi í friði

Leiðtogar Hamas hvetja til ofbeldis, leyfa Islamic Jihad að reka grimmdarverka sumarbúðir fyrir börn niður að 6 ára aldri þar sem börnin læra hatur og hvernig á að taka hermenn Israela í gíslingu. Ritari SÞ Ban Ki-Moon segir árásir Hamas á almenna borgara Israel brot á alþjóðalögum.

Í stofnskrá sinni setur Hamas fram markmið sitt að eyða Israel og útrýma öllum gyðingum  um gjörvallan heim. „Ætlun Zionista er takmarkalaus“ og „barátta okkar gegn gyðingum er risavaxinn… þar til óvinurinn hefur verið gjörsigraður“. Hver getur efast um það að fái Hamas tækifærið munu þeir valda gífurlegu tjóni á Israel og gyðingum. Þessi tilvistarógnun gefur Israel ekkert annað val en að eyðileggja hernaðarmátt Hamas og eyðileggja göngin.

Þá virkaði ansi hlálega á marga þegar leiðtogi Hamas, Ismail Haniyeh, gumaði af því að nú væru þeir búnir að fá eldflaugar sem gætu fallið á Tel Aviv á sama tíma og hlúð var að afadóttur hans á Schneider barnaspítalanum nálægt Tel Aviv.

 (9)  Allt mannfall á Gaza er Israel að kenna

Margar eldflaugar  Hamas sem hefur skotið að Israel hafa ekki drifið alla leið en hafa lent innan Gaza. Israel er iðulega kennt um þessar sprengingar og mannfall af þeirra völdum. Eitt mjög umtalað tilfelli varðar eldflaug sem lenti á skóla SÞ 24. júlí með 16 föllnum. Israel hefur algjörlega hafnað því að hafa sprengt skólann þegar einhver var viðstaddur og hefur lagt fram loftmyndir máli sínu til stuðnings.

Fjórum dögum seinna lenti sprengja á garði á Gaza og drap níu börn og einn fullorðinn. Her Israel fullyrðir að þetta hafi orðið af völdum hryðjuverkamanna Gaza en eldflugar frá þeim höfðu þá einnig fallið á Shifa spítalann og Strandbúðir (Shati).

Að auki fórust að minnsta kosti 160 börn við gerð net hryðujuverkaganga Hamas.

(10)  Israel verður að hætta hernámi Gaza, leyfa neyðarhjálp og hætta þjóðarmorði.

Gaza er ekki undir hernámi Israel sem hafði einhliða afhent svæðið og farið með alla hermenn jafnt sem almenna borgara þaðan árið 2005. Þrátt fyrir að þúsundir hryðjuverkasprengja og eldflauga stafi frá svæðinu öll undanfarin ár hefur Israel haldið áfram jafnvel núna í þessum átökum að flyja inn lækningavörur, matvæli, nauðsynjavöru og eldsneyti í stórum stíl.

Þrátt fyrir stríðið hefur Israel haldið Kerem Shalom hliðinu opnu fyrir stöðugan straum af nausynjavöru inn til Gaza og leyfir einnig mannúðar aðgang í Erez hliðinu  norðanlega á Gaza. Her Israels rekur alhliða spítala við Erez hliðið og meðhöndlar þar Palestínumenn frá Gaza. Hamas heldur upp stöðugum árásum á bæði hliðin á hverjum degi.

Meðan margir íbúar Gaza líða sannarlega skort af ýmsu tagi reyndir Hamas allt sitt til þess að gera ástandið enn erfiðara svo unnt sé að nota það í áróðursstríðinu gegn Israel og um leið skapa rífandi svartan markað til ágóða fyrir ómennin í Hamas.

Brátt munu heyrast háværar raddir um nauðsyn þess að senda steypuefni til Gaza fyrir „enduruppbyggingu“. Fyrri slíkar sendingar fóru í að byggja hryðjuverkagöngin. Munu alþjóðleg hjálparsamtökin láta blekkjast aftur?

Ef Israel er að fremja þjóðarmorð þá eru þeir sannarlega að standa sig illa í því verk? Af hverju hafa þeir þá ekki verið hrottalegri?  Hvar eru þrælabúðirnar og fjöldamorðin um nætur? Það er erfitt að koma heim og saman hugmyndin um „þjóðarmyrðandi Israela“ og rúmlega þúsund Palestínumanna aðallega föllnum í bardögum.  Útrýming nasista á tveimur þriðju hluta gyðinga í Evrópu. Það er þjóðarmorð. 800.000 Tútsar drepnir í Rwvanda (7 af hverjum 10). Það er þjóðarmorð.

Israel hefur staðið frammi fyrir erfiðu vali á Gaza en hefur að öllu leyti reynt að takmarka mannfall, verja borgara sína og stefnt að því að skapa betra líf fyrir allt fólkið á svæðinu, - gyðinga jafnt sem araba.

Athugið

Bloggið hér að ofan er lausleg þýðing á grein Yvette Alt Miller sem er menntuð frá Harvard, Oxford University og loks frá London School of Economics þar sem hún lauk doktorsnámi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert! Veit RUV af þessu?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 22:34

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Rafn

ég skil þig ekki. Sennilega á þetta að vera eitthvað háð en fer langt upp fyrir markið.

Valdimar H Jóhannesson, 2.8.2014 kl. 23:18

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinilega að vísa til þess að Rúv flytur fréttir nær undantekningalaust um grimmd Ísraela sem láta sprengjum rigna á skóla og skjól almennra borgara,athugasemdalaust. Eldflaugar Hamas eru sagðar rakettur,sem engan skaðar. Það er bara ekki sannleikur og má lesa um það hér,þökk sé þér Valdemar.

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2014 kl. 03:17

4 identicon

Helga Kristjánsdóttir sagði nákvæmlega það sem ég var að meina.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 09:02

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

RÚV hefur auðvitað allar forsendur til þess að flytja heiðarlegar fréttir um þessi málefni en virðist því miður hafa afar takmarkaðan áhuga á því. Kannski er vanþekking þeirra svo takmarkalaus á sögunni að starfsmenn þar eru ekki færir um að skilja á milli staðreynda og áróðurs. Vanþekkingin nær víðar um samfélagið og virðist regla frekar en undantekning hjá háskólasamfélaginu, fjölmiðlum og í stjórnmálastéttinni.

Valdimar H Jóhannesson, 3.8.2014 kl. 09:38

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mjög góð grein, sem ætti að birta víðar og kannski opnast smá RIFA í augu þessa liðs sem hæst hefur hrópað gegn Ísrael?

Jóhann Elíasson, 3.8.2014 kl. 10:56

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sjálfsagt að dreifa henni að vild t.d. á FB. Ég þýddi hana bara svo að heiðurinn af henni tilheyrir höfundi Yvette Alt Miller

Valdimar H Jóhannesson, 3.8.2014 kl. 11:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að taka grein eftir Yvette Alt Miller um Palestíu og Ísrael gagnrýnislaust sem heilagan sannleik, sýnir að Valdimar H. Jóhannesson ætti að líta sér nær þegar hann ásakar RUV um takmarkalausa vanþekkingu og óhæfni til að skilja á milli staðreynda og áróðurs. Raunar virðist allt Íslenska samfélagið ófært að meta muninn á réttu og röngu jafn vel og hann. Þvílík sjálfsdýrkun!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2014 kl. 11:11

9 identicon

Sæll Valdimar - sem oftar og fyrri og aðrir gestir þínir !

Ekki með öllu skiljanlegt - að bera blak af annarri deild (Gyðingdómi) óhugnanlegrar Eingyðishyggjunar í Mið- Austurlöndum og víðar / á sama tíma og hin (Múhameðstrúin) er er gegnrýnd: REYNDAR - réttilega mjög.

Villimennska hvoru tveggja - er auðsæ öllum sem sjá vilja - síðuhafi góður.

Þá fyrst - vex Kristni ásmegin í veröldinni / þegar búið er að sneiða Gamla Testamentið frá Biflíunni - gott fólk.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 11:41

10 identicon

Biddu, biddu eiga þetta að vera lygar núna, eða : "Israelsmenn hófu stríðið og notuðu morðin á þremur ísraelsku piltum sem tylliástæðu."og hófu Ísraelsmenn ekki þetta stríð samkvæmt öllum þessum fjölmiðlum eða eigum við að kaupa þessar lygar frá þér? 

            

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 12:41

11 identicon

Hvar er samningsvilji ísraels og hvar er löngun þeirra til að skapa frið og öryggi fyrir alla, þegar þeir siga jarðýtunum à tilvonandi landnemabyggðir, og það þrátt fyrir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu um að hætta ólöglegri landtöku. Ég ætla ekki að réttlæta vinnuaðferðir Hamas. Þar eru á ferðinni ofstækismenn, rétt eins og Zionistar, en mesti munurinn liggur í því að Hamas hefur ekki bolmagn til að halda úti bæði öflugum sóknarher og öflugri heimavörn. Það er erfitt að reyna að byggja upp innviði samfélags sem jafnóðum eru svo brotnir niður af nágrönnunum. Er nokkuð undarlegt að mesta púðrið fari í að reyna að stemma stigu við útþenslustefnu ísraela. - Það er auðvelt að sannfæra umheiminn um að ísraelar verndi betur sitt fólk, en er það ekki líka vegna þess að þeir eru í góðri aðstöðu til þess. Ef palestínumenn hefðu nú á sínum tíma notað alla sína steinsteypu í öflug neyðarbyrgi....... Hvað hefði orðið úr þeim?? -haldiði í alvöru að ísraelsmenn hefðu leyft þeim að koma sér upp slíkum "vopnabúrum" í friði. Ég held aldeilis ekki. Varðandi mannfallið og hversu mörg töpuð mannslíf eru hverjum að kenna verður aldrei hægt að skera úr um. Þar stendur í mörgum tivikum orð á móti orði, og erfitt að henda reiður á, en athyglisvert er það sem Valdimar segir um árásina á skóla S.Þ. - "ísrael hefur algjörlega hafnað því að hafa sprengt skólann þegar einhver var viðstaddur og hefur lagt fram loftmyndir máli sýnu til stuðnings" - það er nú svo...... Og í huga Valdimars er þetta væntanlega heilagur sannleikur úr því að ísraelsmenn sögðu það.

Hannes Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 19:28

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sannleikurinn er sá að þegar fólk fer að líta á sig sem fólk en ekki Palestínumenn, Arabar, Gyðingar, Múslimar, etc. etc., þá hverfur þessi vitleysa eins og dögg fyrir sólu. Allt fólkið í þessu landi á að búa við jafnan rétt, réttlæti og jöfnuð. Stimplar eins og Gyðingar, Múslimar, etc. eiga ekki að skipta neinu máli í því efni.

Það mætti byrja á því að rífa múrana og girðingarnar og bæta þeim sem land og húnsnæði var stolið af skaðann.

Þetta vilja margir á þessu svæði ekki og meðan þeir geta ekki sætt sig við að það ríki jafnrétti meðal fólks, þá heldur þessi vitleisa áfram. Þeir sem upphefja fólk með einn stimpil yfir fólk með einhvern annan eru samsekir í þeim morðum sem nú eiga sér stað á þessu svæði.

Hörður Þórðarson, 4.8.2014 kl. 20:27

13 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Hörður Þórðarson

 Enginn er ósammála því að merkimiðar á fólki eru ekki af hinu góða en gallinn er bara sá að þetta fólk er að setja þessa merkimiða á sig sjálft og gefa sér síðan einkunn með framferði sínu. Athugasemd þín ber það með sér að skrifa þarf langt mál til svars sem ég hvorki nenni né hef tíma til en ég get bara hvatt þig til að kynna þér málin betur og ekki halla þér bara í aðra áttina. Þó finnst mér að ég verði að vekja athygli þína á stofnskrá Hamas frá 1988. Hann er grundvallaratriði til þess að skilja þessi átök. Án lestur hennar er ómögulegt að skilja hvaðan Hamas er upprunnið og hvað vakir fyrir þeim.

Stofnskráin ere eins konar heróp sem leggur grunninn fyrir þessum trúarofstækishóp. Þar er ekkert dregið undan „að Israel muni blómstra og standa föstum rótum þar til íslam tortímir því eins og íslam hafi tortímt forverum þess.“

Er eitthvað undanlegt þó að engar sáttaumleitanir og vinna að framtíðarlausn renni ávalt út í sandinn þegar stofnskráin segir: „Friðarumleitanir og svokallaðar friðsamlegar lausnir sem og aðþjóðlegar ráðstefnur til að leysa Palestínu vandamálið er andstætt hugmyndum „Íslamskri Andspyrnu Hreyfingar“.“

Hamas er sprottið úr Múslímskra bræðalaginu eins og Al Queida, ISSIS og fjöldinn allur af froðfellandi ofstækishópum.Bræðralagið var stofnað til að endurvekja kalífatið eftir fall Ottmana veldisins. Birtingarmyndin er ávalt afar lík þannig að þú þarft að átta þig á að ISSIS og Hamas er sama tóbakið enda er ISSIS búið að lýsa því yfir að þegar þeir hafa lokið við að drepa Shia-múslíma og kristna í Sýrlandi og Írak muni þeir snúa sér að Ísrael Hamas til aðtoðar og hugsanlegt að þeir gangi í bandalag við óvininn við það verk, þ.e. Iran sem hefur það á stefnuskrá sinni að þurrka Israel út af kortinu enda hefur Iral lagt Hams mikið lið þrátt fyrir að þeir séu svarnir trúarlegir óvinir en " óvinur óvinar míns er vinur minn" í bili. Slagorð allra þessara hópa er það sama:

“Allah er raunveruleiki okkar og markmið, spámaðurinn leiðtogi okkar, Kóranin lögin okkar, Jahad tækin og leiðin og dauðsdagur í þjónsutu Allah okkar æðsta ósk.”

Þetta er sem sagt hugmyndafræðin sem Gazabúar kölluðu yfir sig með kosningum 2006 en síðan hafa engar kosningar farið fram.

Ég er ekkert frábrugðinn þér með það að horfa með skelfingu á saklaus börn líða fyrir þessa andstyggð. Ég er hvetjandi þess að Ísraelsmenn komi fram með eins mikilli hófsemd og unnt er í þessu stríði og ég trúi því að þeir geri það. En að láta svo sem Hamas sé fórnarlambið í þessum leik eða verðugur pólitískur andstæðingur er hreinlega bjánalegt og getur ekki stafað frá neina nema vankunnáttu eða ofstæki sem er verra þó að vankunnáttan sé einnig slæm enda virðist hún ekki hindra menn í því að fella stóra dóma.

Hamas hefur gert ætlanir sína algjörlega ljósar en samt tala menn eins og þú, þ.e. eins og myndin sé allt önnur en hún er. Í stofnskránni lýsir Hamas því yfir að markmiðið sé að eyða Israel af kortinu og drepa hvern einasta gyðing, ekki barfa í Israel heldur um heim allan. Þeir lýsa því yfir að ekkkert samkomulag við Israel sé mögulegt, hvorki tveggja ríkja lausn né sambúð af neinu tagi.  Lestu stofnskránna sjálfur og hættu svo að líta á vandamálin með því að setja kíkinn fyrir blinda augað. Áttaðu þig á því að Israel er eina lýðræðisríkið í öllum Mið-Austurlöndum. Um 1.5 milljónir araba búa í Israel en þeir eru þeir einu af 300 milljónum araba sem búa við almenn mannréttindi svo sem kosningarétt, trúfrelsi og réttarriki þar sem allir eru jafnir fyrir lögunum.

Þetta er orðið lengra en ég ætlaði. Hér læt ég staðar numið þó að ég geri mér grein fyrir að þú þyrftir meiri uppfræðslu. Ég set ábyrgðina af því á þínar eigin herðar. Af þekkingu til ættar þinnar og uppruna veit ég að þú ert alveg fær um það ef þú vilt.

 

Valdimar H Jóhannesson, 5.8.2014 kl. 10:38

14 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Axel Jóhann

það voru fyrir mistök sem ég hleypti þér inn á síðuna mína. Þú átt ekkert erindi inn í umræðuna fyrr en þú breytir háttum þeim og ferð að ræða málefnið í stað þess að vera með innantómt skítkast

Valdimar H Jóhannesson, 5.8.2014 kl. 10:43

15 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Þorsteinn

lestu bloggið mitt aftur. Tilvitnanir þínar í blöð í Israel sýna þér vonandi að málfrelsi er ríkjandi þar. Það verður ekki sagt um eiginlega öll múslímsk ríki.Segir þér það eitthvað?

Valdimar H Jóhannesson, 5.8.2014 kl. 10:46

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kærar þakkir fyrir greinina og góð andsvör. Ég bara skil ekki hvað við Íslendingar erum blind á gjörðir Hamas sem eru öfga múslímar - islam og hafa á stefnuskrá sinni að útrýma Gyðingum. Axel Jóhann og Þorsteinn ef þið hefðuð í hyggju að meiða mig þá myndi ég að sjálfsögðu verja mig. Það er talað um raketturnar frá Gasa og að þetta er heimatilbúið - kannski sumar en mikið af vopnum eru flutt frá ríkjum í kringum Gasa s.s. Írak sem nú myrða kristna og eins fólk sem tilbiður fallinn engil Lúsifer sem er Satan. Margir segja að Satan sé ekki til en í fréttatíma ruv var talað um þetta fólk. Ég hata morð, stríð, ófrið, lygar og einnig Gyðingahatur og hatur gegn almmennum borgurum í Gasa - þetta er ekki þeim að kenna - margir eru mjög reiðir út í Hamas og gjörðir þeirra. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 192248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband