Leita í fréttum mbl.is

Snjóruđningur í snjóleysi

 

Ég var vakinn upp viđ mikinn skurđning á fimmta tímanum eina nóttina í vikunni. Fyrir forvitni sakir fór ég á fćtur til ađ athuga fannfergiđ sem hlaut ađ vera til stađar fyrst taliđ var nauđsynlegt ađ hefja ruđning gatna svona snemma í Mosfellsbć ţar sem ég bý. Ég ţekkti hljóđin enda alvanaleg á vetrum.

Oft hef ég veriđ undrandi á bćgslagangi snjóruđningsmanna en ţarna tók ţó úr steininn. Viđ mér blasti örlítil snjóföl, - raunar svo lítil ađ enginn snjór hlóđst upp í tönn snjóplógsins.Varla sást hvar tönnin hafđi fariđ yfir. Mér varđ litiđ á veđurspádóma á símanum fyrir ţennan dag í Mosfellsbć. Hitinn úti var sagđur rétt yfir frostmarki en hitinn var sagđur fara fljótlega í 6 gráđur. Á fimmta tímanum lá sem sagt ljóst fyrir ađ ţessi litla snjóföl vćri alveg horfin löngu fyrir hádegi.

Snjóplógamađurinn knái lét svoleiđis aukaatriđi ekki skemma fyrir sér verkgleđina heldur kom aftur ca klukkustund seinna eftir ađ hafa fariđ vítt og breitt um bćinn til ađ skafa bílastćđi sem blasir viđ úr svefnherbergisglugga mínum. Aftur dreif ég mig á fćtur og fylgdist furđu lostinn međ manninum fara samviskulega í ţađ verk ađ ryđja snjó í plati á bílaplaninu.

Ţetta verk var eins og oft á vetrum ekki einasta algjörlega óţarft heldur bókstaflega skađlegt m.a. viđ ađ vekja fjöldann allan af fólki upp af vćrum svefni fyrir utan óţörf fjárútlát og sennilega aukiđ slit á gatnakerfinu. Hver ákveđur svona vitleysu?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur I B Guđmundsson

Láttu mig ţekkja ţetta. Bý rétt hjá Reykjalundi og spyr: Hver stjórnar ţessari vitleysu??

Sigurđur I B Guđmundsson, 5.2.2017 kl. 10:41

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Valdimar. Ţetta minnir mig á árin áđur en ég fór á eftirlaun en keyrđi mikiđ fram og til baka upp á Keflavíkurflugvöll ţar sem ég vann. Ég mćtti oft vörubílum međ plóg í alauđu. Keflavíkurbćr sá um ruđning fyrir vegagerđina ţ.e. ríkiđ ţá og spurningar vöknuđu hjá okkur félögunum hvort svona svindl hafi viđgengist lengi en ţarna var veriđ ađ stela almannafé og sett inn í bćjarfélögin. Ţetta hefir örugglega veriđ hjá fleiri sveitarfélögum.

Valdimar Samúelsson, 17.2.2017 kl. 17:11

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Enda kemur í ljós ađ lítill munur í kostnađi viđ snjómokstur á vetrum ţegar enginn snjór er og á hörđuustu snjóavetrum. - Er ţađ ekki svolítiđ bilađ?   Ađ gerđir séu svona óhagsstćđir samningar viđ verktaka í snjóruđningi er éitt en ađ kóróna svo óskapnađinn međ djöfulskap um nćtur er svo annađ.

Valdimar H Jóhannesson, 17.2.2017 kl. 17:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192156

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband