Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Lágkúra sjónvarpsstöðvanna

Lágkúran í íslenskri fjölmiðlun sannaðist enn eina ferðina í þættinum „Ísland í dag“ á Stöð 2 í gær og svo aftur í fréttatíma sjónvarpsins í kvöld þegar þessir áhrifamiklu fjölmiðlar lögðust í einhliða hatursáróður gegn Israel með viðtali við og umfjöllun um norska lækninn Mads Gilbert. Gilbert var kynntur til sögunnar sem fórnfús mannvinur sem hafi ítrekað  lagt lið sárþjáðum fórnarlömbum hernáms og blóðugra árása Israels á saklausa borgara á Gaza. Hið sanna er hins vegar að Mads Gilbert er alræmdur öfgamaður, sótsvartur marxisti, áróðursmaður gegn Ísrael og stuðningsmaður múslímskra hermdarverkamanna.

Hann stóð með Mao, sem myrti 80 milljónir landa sinna. Hann hefur orðið vís að því að hagræða staðreyndum, láta vera að segja sannleikann um afar mikilvæg atriði og sagður taka þátt í Pallywood með því að sviðsetja skelfingu fyrir myndatöku og fréttaflutning eins og tíðkast hjá Hamas og raunar einnig hjá Fatah. Hann hefur gengið ómennsku Hamas á hönd  og gott ef hann stóð ekki með Pol Pott, þeim snyrtilega fjöldamorðingja.

Fjölmiðlar hafa ítrekað verið varaðir við sjónarmiðum Gilberts, sem aðrir læknar hafa ásakað fyrir að brjóta Hippokratesar eiðinn  með því að styðja hermdarverk, standa með Hamas og kynda undir í átökum í Mið-Austurlöndum. Hann er ásakaður fyrir að nota læknisstörf til framdráttar einstrengingslegri pólitískri baráttu. Fyrir nokkru mótmæltu 9 virtir fulltrúar læknisfræðinnar í ýmsum löndum málflutningi hans og þeirri ómaklegu viðurkenningu, sem hann hefði hlotið fyrir störf sín á Gaza.

Það var raunar félagsskapurinn Ísland- Palestína undir stjórn Sveins Rúnars læknis, sem fékk þennan mann hingað til lands til að bera lyginni vitni eins og ljóst var með því að horfa á útsendinu beggja sjónvarpsstöðva landsins. Hvílík forsmán!

Gilbert hefur gengið svo langt í ofstæki sínu að réttlæta árásir á tvíburaturnana í New York 11. sept 2001 og morð þrjú þúsund saklausra borgara í viðtali við norskt dagblað. Al-Shifa sjúkrahúsið á Gaza þar sem hann starfaði hýsti herstjórn Hamas og gott ef ekki vopnabúr eins og skóli SÞ á Gaza gerði og fleiri hús í þjónustu almennra borgara. Hann horfði á  Hamas-liða skjóta eldflugum sínum að almenningi í Israel nánast stefnulaust og hitta fyrir einnig almenning á Gaza. Það mannfall var skrifað á reikning Iraela þó að allir á Gaza vissu það sanna. Hann horfði á Hamas nota almenna borgara og jafnvel börn sem skjöld fyrir skotpalla sína og hermenn án þess að gera athugasemdir, - athæfi sem er ekki einasta stríðsglæpur heldur fyrirlitlegt á hvaða mælikvarða sem er.

Við þurfum ekki menn eins og Mads Gilbert til að lýsa einu eða neinu fyrir okkur. Slíkir menn eru margfalt verri en enginn. Þeir kynda undir djöfulskap þegar heimurinn þarf umfram allt að setja niður deilur. þeir afvegaleiða sannleikann. Þessir menn eru verstu níðingar sem hugsast getur þrátt fyrir að þeir slái sér á brjóst. Sennilega er Mads Gilbert siðblindur sósíópat sem trúir sínu eigin bulli eða telur tilganginn helga meðalið.

Það ætti að vera lágmarkskrafa  okkar sem erum ofurseldir fjölmiðlun að þeir standi í lappirnar og kanni bakgrunn þeirra sem birtast okkur gagnrýnislaust. Fæstir hafa forsendur til þess að sjá í gegnum svona fréttaflutning og eru því berskjaldaðir fyrir því að mynda hjá sér kolranga heimsmynd þar sem staðreyndum er snúið á hvolf. Kolrangar heimsmyndir eru hættulegar eins og sagan ber vitni um.

.


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192156

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband