Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Hvenær varð ég hægri öfgamaður ?

Eftirfarandi orðsending fór frá mér áðan til stjórnanda Harmageddon á Bylgjunnni, Frosta Logasonar, vegna útsendingar þar sem ég var að heyra á netinu og mun vera ca 2 daga gömul:

 

„Það var óneitanlega sérkennilegt fyrir mig að heyra þig lýsa mér sem hægri öfgamanni á Harmageddon og að það hafi verið lýti á þeirri annars ánægjulegu uppákomu að fá Hege Storhaug til landsins að í kringum hana hafi verið slíkir fósar sem ég! Hægri öfgamenn !!!

Því þessi spurning: Hvað réttlætir þessa einkunargjöf?

Er það sú staðreynd að ég hef kynnt mér íslam kannski betur en flestir menn hérlendis og bý yfir verulega meiri þekkingu á þessari hugmyndafræði en t.d. þið Harmageddonar, sem setjið alla trú undir einn hatt og skiljið ekki ennþá að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi? Er það það sem gerir mig að hægri öfgamanni? Og sú staðreynd að ég hef ekki legið á vitneskju minni um þessa hættulegu hugmyndafræði fyrir vestræna menningu, einstaklingsfrelsi og mannréttindi? Er það hægri öfgamennska ? Var það kannski líka hægri öfgamennska að vera á móti kommúnsima og fasisma?

Er það kannski vegna þess að ég fór í stríð við ríkisvaldið vegna gjafakvótakerfisins, hélt því fram að fiskveiðistjórnarlögin stríddu gegn stjórnarskránni og fékk algjöran sigur í Hæstarétti fyrir þeim sjónarmiðum? Var Valdimarsdómurinn svonefndi hægri öfgamennska og sú staðreynd að ég flutti mál mitt sjálfur fyrir Hæstarétti án lögfræðimenntunar vegna þess að ég hafði ekki efni á því að greiða meiri peninga fyrir þessa baráttu? Er það þetta sem gerir mig að hægri öfgamanni að þola ekki óréttlæti?

Var það kannski hægri öfgamennska að mér blöskraði drykkjan á börnum og unglingum niður í 11-12 ára aldurinn á almannafæri snemma á tíunda áratug síðustu aldar og stofnaði samtökin „Stöðvum unglingadrykkju“ og stýrði þeim kauplítið í tvö ár, barðist á móti landasölu og eftirlitslausum útihátíðum, stofnaði foreldraröltið með öðrum, varaði við eiturlyfjasölumennsku m.a. á Uxahátíðinni, greiddi fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku landaframleiðenda og eiturlyfjasala og sagði Vestmannaeyingum til syndanna fyrir eftirlitslausa barnadrykkju á þjóðhátíð? Var það hægri öfgamennska að ráðast gegn því ástandi að Ísland var orðið þekkt sem land drukknu barnanna eins og Ríó var þekkt sem borg myrtu barnanna? Var það hægri öfgamennska að eiga kannski stærri hlut að máli en flestir aðrir að Ísland er nú til fyrirmyndar fyrir það hve lítið hlutfall barna ánetjast áfengi á unga aldri ? Á þessum tíma var ég kallaður Valdimar JóhanNESS (samanber Eliot Ness) og útnefndur maður vikunnar á Stöð2.  Er það hægri öfgamennska að taka slaginn gegn barnadrykkju?

Var það kannski hægri öfgamennska að fyllast eldmóði vegna möguleika skógræktar á Íslandi og ráðast í að gera ca 10 myndir um skógrækt til að sýna í sjónvarpi 1989-90 með Gísla Gestssyni í tengslum við átakið Landgræðsluskóga 1990 Og standa fyrir 3-4 klukkustunda beinni fjáröflunarútsendingu á Stöð2 af sama tilefni? Var það kannski hægri öfgamennska að taka ekki greiðslu fyrir þetta þó að ég hafi fengið greitt fyrir að vera einn stjórnenda átaksins? Var það kannski vegna hægri öfgamennsku að plöntum á trjám jókst úr ca 1 milljón í 10 milljón plöntur á ári þó að fjöldi þeirra hafi dalað aftur? Er það hægri öfgamennska að vera á móti landeyðingu og vilja sjá landið aftur klæðast gróðri?

Var það kannski vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég var frumkvöðull að því að þjóðin safnaði fyrir kaupum á uppstoppuðum geirfugl í London 1971, stýrði átakinu og fór til London, keypti hann fyrir heilt húsverð og kom með hann heim með Finni Guðmundssyni, fuglafræðingi? Var það kannski hægri öfgamennska að taka ekki neina greiðslu fyrir og greiða úr eigin vasa kostnað m.a. fyrir ferðina til London fyrir utan farmiðann, sem Flugfélag Íslands gaf okkur? Er það kannski hægri öfgamennska að vilja varðveita þjóðararfinn?

Var það vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég stjórnaði fjáröflun með öðrum til að byggja Vog?

Var það vegna hægri öfgamennsku minnar sem ég gékk ungri vinkonu dóttur minnar til stuðnings í göngu samkynhneigðra niður Laugarveginn fyrir nokkrum árum eða í druslugöngunni niður Skólavörðustíginn með litla „druslu“ (dótturdóttur mína) á herðunum?

Var það vegna hægri öfgamennsku sem ég stofnaði ásamt nokkrum öðrum fréttaskýringarþáttinn Kastljós í RUV 1973 og hélt þar áfram störfum með samverkamanni mínu Vilmundi Gylfasyni á þriðja vetur þegar við vorum orðnir einir eftir af upphafsliðinu utan fréttamanna RUV. Við vorum þá látnir fara vegna þess að útvarpsráð þoldi okkur ekki að taka á Kröflumálinu en allir flokkar sem áttu fulltrúa í útvarpsráði voru samsekir í Kröflumálinu sem var meiriháttar klúður. Við Vilmundur voru mjög nánir samstarfsmenn og vinir. Var hann kannski líka hægri öfgamaður?

Var það vegna þess að ég er hægri öfgamaður sem ég var fenginn til að stýra Alþýðublaðinu og Alprent þegar þetta var allt komið á hvínandi kúpuna? Eða var það kannski vegna þess að ég er snargalinn hægri öfgamaður að mér tókst að rétta þetta allt við og safna sjóðum áður en ég skilaði af mér?

Er það kannski ljóður á ráði mínu að ég skuli ekki láta mér nægja að vera bara í mínum ruggustól eins og hæfir manni sem er að verða 75 ár? Er það kannski þetta sem gerir mig að hægri öfgamanni?

Er það vegna hægri öfga minna að ég get ekki fallist á fordæmingu á kristni eða yfirleitt nokkrum trúarbrögðum þó að ég sé trúlaus sjálfur? Ég leyfi mér hins vegar hiklaust að fordæma þá sem nota t.d. kristni til að réttlæta fólskuverk sem eru nánast óþekkt nú á dögunum en eru mörg dæmi til um í sögunni. Sjálf kristnin snýst ekki um fólskuverk en það gerir íslam. Það er stóri munurinn sem aðeins þeir blindu sjá ekki eða þeir sem ekkert eða lítið vita um málin. Núna varð ég kannski hægri öfgamaður af því að ég leyfði mér að hafa skoðun, sem þú ert ekki sammála?

Ja hérna Frosti minn. Nú vil ég gjarnan bæta ráð mitt svo ég geti fallið unga fólkinu, sem er að erfa landið, í geð. Þú sem ert svo duglegur við að móta afstöðu fólks getur eflaust af glöggskyggni þinni veitt mér ráðleggingar.“

 

 

 

 

 


London minnir á framtíðarsögu Houellebecq

Það er ótrúlegt hvað sigur múslímans Sadiq Khan um borgarstjórastöðuna í London minnir á atburðarrásina í sögu Michel Houellebecq Undirgefni (Soumission á frönsku), sem kom út á síðasta ári. Titillinn vísar í þýðinguna á orðinu íslam ,sem þýðir einmitt undirgefni og vísar algjörlega í eðli þessa hræðilega hugmyndakerfis, sem er svo náskylt kommúnisma og fasisma.

Saga Houellebecq gerist í Frakklandi árið 2022. Forsetaframbjóðandi Múslímska bræðralagsins Múhameð Ben Abbes lendir í 2. sæti broti úr prósenti á undan frambjóðanda jafnaðarmanna (sósíalista) en Maríne le Pen er lang efst. Í seinni umferð þegar þeir efstu keppa um forsetaembættið, sameinast vinstri menn á móti le Pen og hinn „hógværi, menntaði og víðsýni“ Abbes verður forseti en ekki þjóðernissinninn le Pen en ekkert vita sósíalistar og múslímar ljótara en að vera þjóðernissinni.

Þeir stefna á úmmuna eða alræði öreiganda en svo það geti orðið verður auðvitað að útrýma öllum þeim sem ekki sjá paradísina sömu augum og þeir. Auðvitað byrja þeir ekki strax á fyrsta degi að útrýma öllum andstæðingum. Þeir Abbes og Sadiq eru jú hógværir múslímar og hógværir múslímar eru fylgjandi þeirri stefnu að koma úmmunni á í rólegheitum en ekki með of miklu offorsi því það gæti vakið upp  sterka andstæðinga. Betra sé að svæfa flesta með róandi orðbragði og einangra þá sem þykjast sjá hvað fyrir þeim vakir og setja á þá stimpil ofstækis. Þetta gerðu fylgjendur fasismans í Bretlandi á milli stríða og varð Churchill frægasti svoleiðis fáránlinga enda fóru menn aðeins á vettvang þar sem hann talaði til að púa á hann en Chamberlain varð hetja múgsins. Peace in our time!

Svik vinstri manna gagnvart framtíðarheill Vesturlanda eru með ólíkindum með því að lyfta Sadiq í valdastöðu. Við vitum að Sadiq mun fylgja fordæmi annarra á undan honum  sem lýsir sér kannski bestu í orðum flugræningjans í New York 11. september 2001. "Ef allir eru bara rólegir fer þetta allt vel."

Fáum mínútum síðan skall flugvélin á annan turninn. Vinstri menn gerðu vel í því að íhuga hvað varð um vinstri menn sem lyftu klerkastjórn Khomeini upp í valdastólana í Íran 1979. Nokkrum mánuðum seinna var búið að koma þeim öllum fyrir kattarnef sem ekki náðu að flýja. Enga fyrirlíta sannir múslíma meira en trúleysingja sem flestir vinstri mann þykjast vera. Þeir sem fóðra krókdílana til að friðþægjast við þá verða samt að endanum étnir.

 

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192246

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband