Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Kjaramál

Lítil dćmisaga um misnotkun valdsins

Vinur minn, sem var sjálfstćđur atvinnurekandi, stóđ frammi fyrir ţeirri skyldu ađ velja sér ljóseyrissjóđ, ţegar ađild ađ lífeyrissjóđum var gerđ ađ skyldu međ lögum áriđ 1998. Honum varđ fljótlega ljóst ađ hvergi voru betri kjör ađ fá heldur en í Lífeyrissjóđi ráđherra. Hann sótti ţví um ađild ađ lífeyrissjóđnum en umókn hans var synjađ.

Hann vissi vel hvađa afgreiđslu umsóknin fengi en hún var auđvitađ til marks um ţađ hvađ honum blöskrađi mismununin í lífeyrisréttindum landsmanna. Hún var mikil en fór alveg úr böndunum viđ lög  2003/ 141 um eftirlaun fyrir forsetann, ráđherra, alţingismenn og hćstaréttardómara. Ţá samţykkti Alţingi lög sem vonandi munu ávalt verđa tilefni til hneykslunar.

 Samkvćmt ţeim naut t.d. forsćtisráđherra sem sat í meira en eitt ár sömu eftirlaunakjara og forseti íslands og fékk 60% af heildarlaunum forsćtisráđherra eins og ţau eru á hverjum tíma, ţ.e. ráđherralaunum og ţingfararkaupi. Fyrir ađ greiđa 5% af launum sínum í eitt ár og einn dag sem gerđi núna u.ţ.b. 600 ţúsund krónur (og draga ţađ frá tekjum fyrir skatta) fćr hann sem svarar 600 ţúsund  krónur á mánuđi  út ćvina eftir 60 ára aldur ( jafnvel 55 ára aldur miđađ viđ ákv forsendur) en sú upphćđ myndi ţó hćkka ef ástćđa ţćtti til ađ hćkka ráđherralaun og ţingfararkaup. Ef ţessi mađur lifđi til 100 ára aldurs vćru skattborgarinnar búnađir ađ greiđa honum framlag hans 480 sinnum til baka međ verđbótum og almennum lífskjarabótum ćđstu ráđamanna.

 

 Eftirlaunaréttindi ţessa manns hefđu svo hćkkađ í 70% eftir eitt kjörtímabil og 80% eftirt tvö kjörtímabil. Eftir átta ára ţjónustu viđ okkar urđum viđ sem sagt ađ halda honum uppi međ 800 ţúsund krónum á mánuđi út alla ćvina fyrir utan allar ţćr lífeyrisgreiđslur sem á hann hefđu hlađist fyrir önnur störf á okkar vegum. Ţannig verđur ekki annađ séđ en ađ ef hann hefđi einnig setiđ í 23 ár á ţingi fengi hann einnig 70% af ţingfararkaupi ofan á eftirlaunaréttinn sem forsćtisráđherra. Ţannig fengi hann auk ráđherralaunanna samtals 150% af ţingfararkaupinu eins og ţađ vćri hverju sinni!! (Ţetta síđasta kynni ţó ađ vera misskilningur ,- háttsettur starfsmađur Alţingis sem ég spurđi var ekki viss í sinni sök). Ef ţetta vćri svo vćri hann ađ fá núna ca 1.2 milljónir króna á mánuđi í eftirlaunagreiđslur. Ţessi mađur sem hafđi unniđ í ţjónustu okkar í öđrum embćttum hefđi ţannig getađ fengiđ margföld laun ćđstu embćttismanna út ćfina ţegar hann settist í helgan stein. Slíkir menn eru til.

Eftirlaunamálin eru flókin en svo tekiđ sé dćmi fćr hćstaréttardómari sem var skipađurs fyrir 25. apíl 2009 ţegar lögin voru afnumin,  6% rétt til eftirlauna fyrir hvert ár. Eftir 13 ár í starfi fćr hann 80% af fullum launum hćstaréttardómara eins og ţau verđa í framtíđinni. Ţau bćtast ofan á annan eftirlaunarétt sem hann hefur áunniđ sér.

Ţegar ţessi lög voru afnuminn 2009 sátu margir eftir í vinningsliđinu og höfđu áunniđ sér ósćmilegan rétt sem viđ ţurfum ađ  standa undir međan ţeir lifa. Lögin eru til marks um hvađ valdiđ getur gjörsamlega misst fótanna og hve nauđsynlegt er ađ ţví séu settar skorđur međ vel unninni stjórnarskrá sem kveđur á um jafnrćđi ţegnanna.

Lífeyrisrétturinn er einn af fjölda mörgum ţáttum sem ţarf ađ horfa til. Hann er flókinn og torskilinn eins og nú er. Vinna ţarf ađ ţví ađ sami réttur gildi um alla landsmenn, - hvort sem ţađ vćri einn lífeyrissjóđur fyrir alla landsmenn eđa fleiri sjóđir sem allir bjóđa upp á sömu réttindi.

Auđkennistala mín á kjörseđlinum er  8276  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband