Leita í fréttum mbl.is

Hamfaragos yfirvofandi ekki hamfarahlýnun

Ásetningur er eflaust góður hjá langflestum, sem láta að sér kveða í baráttunni gegn ætlaðri hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Hann kann samt að varða veginn til glötunar. Ógæfulegt er að hlusta ekki á marga meðal fremstu vísindamanna heimsins sem hafna því alfarið að nokkur loftlagsvá sé í gangi eða í vændum. Meira en 500 slíkir víða um lönd sendu aðalritara SÞ bréf þess efnis 23. september sl. Á sama tíma einblíndu nær allir fjölmiðlar heimsins á 16 ára sænskt stúlkubarn sem fékk enn aftur áheyrn frammi fyrir öllum heiminum til að flytja sefasjúka heimsendaspá, sem enginn fótur er fyrir

Heimspressan flytur ekki ekki fréttir af málflutningi vísindamannanna nema í skötulíki heldur dynur áróður um hamfarahlýnun í síbylju á almenningi eins og endanlegur sannleikur. Sefjunin er komin á slíkt stig, að forsætisráðherra þjóðarinnar hvæsir á varaforseta Bandaríkjanna þegar hann bryddar upp á málum sem hann telur varða sameiginlega hagsmuni, að þeir skiptu engu máli, heldur sé stóri vandinn bráðnum jökla heimsskautsins og gefur til kynna að hans eigin stjórnvöld séu hluti vandans!

Vísindamennirnir vara eindregið við skaðlegum og óraunhæfum ásetningi um CO2 -hlutlasusan heim árið 2050. Þeir neita því að CO2 sé mengunarefni heldur nauðsyn öllu lífi á jörðinni. Ljóstillífun sé blessun og aukið CO2 náttúrunni gagnlegt. Þeir segja veðurfarsmódelin stórgölluð og nálgist ekki að vera nothæf sem stjórntæki. Þeir benda á að Litlu ísöld hafi lokið um miðja 19. öld og því sé tímabil hlýnunar eðlilegt. Hlýnun sé þó hægfarari en hafi verið spáð.

Engar tölulegar upplýsingar styðja að hlýnun jarðar valdi auknum fellibyljum, flóðum og þurrkum hvorki að fjölda né styrkleika en fréttir í þá veru dynja í sífellu á almenningi. Minnkun á losun CO2 er hins vegar jafn skaðleg eins og hún er kostnaðarsöm. Smá dæmi: Vindmyllur drepa fugla og skordýr. Pálmolíuekrur skaða fjölbreytileika regnskógarins. Alþjóðastjórnmálin eiga ekki að hindra að næg, örugg og ódýr orka sé fyrir hendi um heim allan.

Sérstakur kafli er svo hvernig við erum að fara með börnin okkar með því að innræta þau með hræðslu og kvíða fyrir framtíðinni. Þeim er það ekki holt veganesti.

Krampakennd miðstýrð þróun í samgöngumálum með miklum fjárútútlátum við innviðabyggingu og innleiðingu rafmagnsbíla með mismunun miðað við aðra bíla í stað þess að leyfa eðlilega samkeppni um bestu lausnir er ógæfuleg. Enginn neitar því að mengun er til skaða. Rétt væri að skoða nánar mengun af NOX, SOX og sóti frá dísilbílum, mengun vegna framleiðslu og eyðingar rafhlaðna hjá rafbílum og aukna svifryksmengun frá þeim vegna 60% meiri þyngdar en annara sambærilegra bifreiða. Eðlileg samkeppni á jafnræðisgrundvelli um bestu lausnir stýrir best þróun samgangna en ekki alræðiskennd miðstýring.

Eyðilegging fyrri fjárfestinga í framræstu mýrlendi eða dæling koltvísýringi niður í berglög til að binda CO2, er hrein firra og jafnvel til skaða ef þessir 500 vísindamenn hafa lög að mæla á. Hins vegar er ástæða til að fagna aukinni skógrækt þó að hún sé drifin áfram á röngum forsendum loftlagsöfga.

Íslensk stjórnmál ættu að horfa til íslenskra hagsmuna og þeirrar vár, sem er raunveruleg. Ísland er eitt eldfjallavirkasta land heimsins. Rúmlega tvær aldir eru liðnar frá síðasta hamfarargosi, Skaftáreldum, sem lagði fimmta hluta þjóðarinnar í gröfina. Mannskæðast var sprengigos í Öræfajökli á 1362 sem eyddi heilu héraði, fólki, fénaði og bæjum en gosið í Eldgjá árið 934 var mesta gosið frá landnámi. Spurningin er ekki hvort , heldur hvenær og hvar næsta stórgos verður.

Hvernig er Ísland búið undir næsta hamfaragos ? Kannski verður ekkert flug mögulegt í marga mánuði eins og hefði verið í Skaftáreldum. Vonlaust að fá skip vegna þess að aðrar þjóðir væru einnig í vanda vegna hamfaranna. Hvað með matvæli, eldsneyti, lyf, gjöreyddar byggðir, aðhlynninu þúsunda með alvarleg lungnavandamál vegna brennisteinsmengunar, fjölda látinna, hrun í landbúnaði, almennt efnahagshrun sem gerði hrunárin fyrir áratug að gósentíð í samanburðinum? Og kannski engrar hjálpar að vænta að utan því aðrir væru ekki aflögufærir. Eða raunverulegri ísöld um heim allan með 3 kílómetra þykkum jökli yfir öllu landinu? Þetta síðasttalda er næsta víst. Ekki hamfarahlýnun.

Hér er strengur á fréttatilkynningu vegna bréfs 500 menninganna:

https://clintel.nl/wp-content/uploads/2019/09/ED-brochureversieNWA4.pdf 

Þetta blogg birtist í Morgunblaðinu 22. október 2019


Bloggfærslur 22. október 2019

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 192249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband