Leita í fréttum mbl.is

Hættulegir öfgamenn í Ýmishúsinu

Flestir virðast telja að í ákvæðum stjórnarskrárinnar um trúfrelsi felist réttur hvers sem er til þess að boða hvaða trú sem er. Svo er ekki. Í 63. greininni segir:   " Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu." Samfélag okkar er því ekki eins opið og varnarlaust gegn ofstæki og ofstopa eins og margir virðast telja. Gæta verður að því að hrófla ekki við þessum skilyrðum við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Ef grunur margra er réttur um að Wahhabi múslímar í Saudi Arabíu standi að baki hugmyndum um byggingu mosku hérlendis og stofnun Kóran-skóla ( madrössu) eða að stofnun og byggingu  þessara múslímsku stofnanna verði kostuð frá Saudi Arabíu er full ástæða til þess að bregðast hart við. Wahhabi múslímar iðka Islam í sinni öfgafyllstu og upprunalegustu mynd. Þeir halda ofstækis- og ofbeldisfullum trúarskoðunum svo mjög á lofti að horfir til vandræða um heim allan en það gera einnig fleiri hópar meðal múslima.

 

Vandræðin við Islam er hvað það er óskiljanlegt kristnum mönnum vegna dualisma, tvíhyggunnar. Þess vegna lenda margir góðviljaðir menn í þeirri gildru að líta eingöngu til notalegra setninga í Kóraninum en skoða hann ekki eða Islam í víðara samhengi. Kristnir menn líta almennt á Biblíuna sem mannanna verk og því ástæðulaust að taka mark á ýmsu t.d. í Gamla testamentinu sem samræmist ekki kenningu Jesú í Nýja testamentinu.

Múslímum stendur ekki til boða að velja og hafna. Þeir líta á Kóraninn sem orðrétt skilaboð til Muhameds frá Allah í gegnum erkiengilinn Gabríel. Allt í Kóraninum er óumbreytanlegt og getur verið lífshættulegt að hæðast að því. Okkur upplýstum vesturlandabúum þykir þetta auðvitað gjörsamlega fáránlegt en fjöldinn allur af trúuðum múslímum hafa verið innrættir með þetta frá blautu barnsbeini. Fyrir þeim er þetta svo fúl alvara (í orðsins fyllstu merkingu) að hófsamir múslimar þora ekki að æmta né skræmta nema ótrúlega hugrakkir einstaklingar sem hafa margir hverjir búið við stöðugur lífslátshótanir og þurfa að fara huldu höfði undir vernd lífvarða.

Enginn þarf að efast um að 80% múslíma er friðsamt fólk sem vill lifa í sátt og samlyndi við aðra trúarhópa en því miður fá þeir litlu ráðið eins og stendur þó að vona verði að þeim vaxi ásmeginn. Miklu skiptir að sýna þessu fólki stuðning og hvatningu.

Þegar það er haft í huga að 80% af moskum á Vesturlöndum er stjórnað af ofstopafullum imömum (foringjum) í nafni Islam er mikið í húfi að fylgst sé náið með múslímum nota sér trúfrelsið hér á landi. Lögregluyfirvöld og þjóðkirkjan mega ekki sofa á verðinum. Almenningur á heldur ekki að láta í sjálfu sér aðdáunarvert umburðarlyndi hindra sig í að skoða tilburði islamista til þess að ná Ísland undir Islam en það eru yfirlýst markmið þeirra og að koma hér á Sharíalögum.

Imami múslíma á Íslandi telst til hófsamra múslíma enda hefur hann búið hér í 40 ár. Hann hefur varað mjög við þeim mönnum sem stefna að því að hefja starfsemi í Ýmishúsinu og telur þá vera hættulega öfgamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Algjörlega hárrétt frá A-Ö. Ég óttast ef fólk ætlar að fara að túlka hugtakið "trúfrelsi"of vítt. Ég setti 8276 á listann minn.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.11.2010 kl. 17:15

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við munum ótrauð halda okkur við þá þjóðaríþrótt okkar að bóða hættuástandið velkomið.

Nú vantar sárlega stjórnmálamenn sem þora að andmæla þessu og að auki krefjast þess að við segjum upp EES samningnum og Scengen innan þriggja ára.

Árni Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 17:45

3 identicon

Fyrra bréf Páls til Tímót 2:11-15

11Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni.

    12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát.

    13Því að Adam var fyrst myndaður, síðan Eva.

    14Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg.

    15En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.

Ég er með meira frá nýja testamentinu en eitthvað segir mér að þú ert með afsakanir fyrir þessu viðbjóði þannig ég get alveg eins sleppt því.

Einn spurning, ég hef aldrei fengið alvöru svar við þessari spurningu, af hverju eru gamla testamentið ekki lengur í  gildi í ykkar augum? Það segir mjög oft að guð er að segja hitt og þetta, drepur og þrælahald, setur lög sem góður maður í dag mundi aldrei fylgja, hvað er það sem gerir það ógilt og nýja testamentið rétt?

stefan (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 01:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lúkas 14:26 og Mattheus 10:34-6....kveikir það einhverja þanka? Ég get tínt fleira til ef þið viljið.  Hugmyndin um helvíti, erfðasyndin o.s.fr.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 02:52

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir góða og tímabæra færslu Valdimar. 

Því miður eru allt of margir sem neita að horfast í augu við þá ógn sem þessi hópur Íslamstrúarmanna er við hugmyndir í okkar heimshluta um mannfrelsi og jafnstöðu kynjanna. Skrýtið að Kvennréttindafélagið eða Femínistar skuli aldrei fordæma ófrelsi og kvennakúgun margra boðenda Íslam. ´

Jón Magnússon, 20.11.2010 kl. 11:11

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón Steinar

eins og fyrri daginn á ég erfitt með að skilja hvert þú ert að fara. Hugmyndir um erfðasyndina eru eins og hver annar brandari í hugum fólks almennt. Efast meira að segja um að margir átti sig á um hvað er verið að tala. Kristnu fólki leyfist að velja og hafna hvað það vill trúa á. Því leyfist að hafa skoðanir á hverju sem er og gagnrýna hvaðeina sem því dettur til hugar að gagnrýna.

Þetta verður ekki sagt um Islam. Það er kveðnir upp dauðadómar yfir fólk sem efast um sannleiksgildi Kóransins. Ertu ekkert að fylgjast með fréttum?

Aðalinntak Kristninnar er gullna reglan um að þú skulir ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér. Þessi regla gildlir gagnvart öllum jarðarbúum.  Þessi regla gildir aðeins í Islam um múslímska karlmenn en ekki um neinn annan, eins og konur, börn eða fólk sem tilheyrir öðrum trúarbrögðum.

Íslendingar ættu að kynna sér Islam með opnum augum en ekki eins og þegar skrattinn les Biblíuna.

Valdimar H Jóhannesson, 21.11.2010 kl. 13:31

7 Smámynd: Adeline

Góð grein Valdimar, ég bæti þér á listann minn eftir þessa lesningu (og fleiri svosem).

Ég vona svo innilega að stjórnvöld hugsi sig tvisvar (helst 100 sinnum) um, áður en þau ákveða nokkuð í málum Islam á Íslandi.

Adeline, 22.11.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192246

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband