Leita í fréttum mbl.is

Kvótakerfið er tilræði við þjóðina

Mikil er ágæfa okkur Íslendinga um þessar mundir að ekki hefur tekist að ná fram vitrænni niðurstöðu um fiskveiðistjórnunina. Fjöldi Íslendinga veit og hefur haldið því fram um árafjöld að kvótakerfið er að ræna þjóðinni feiknalegum verðmætum á hverju ári og dæma okkur til miklu verri lífskjara en við gætum haft.

Í dansinum tryllta í kringum gullkálfinn sem stiginn var hér fram að hruni var búið að sannfæra þjóðina um að hlutskipti hennar væri ekki að lifa af sjávarafla heldur af því að vera lang flottasta þjóð heims í bankaumsvifum og viðskiptafléttum um veröldina víða. Þegar aðrir sætu hræddir og bældir frammi fyrir tækifærunum væri okkur gefin sú náðargáfa að ganga ákveðin og djörf til stórra ákvarðana. Það blundaði Alexander mikli í hverjum Íslendingi.

Þrátt fyrir ónotalega lendingu úr háloftaferðum heimsviðskiptana hefur ekki ennþá fengist að ná fram vitrænni umræðu um undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sjávarauðlindin er og hefur alltaf verið ein helsta forsendan fyrir því að lífvænlegt er í landinu. Ekkert skiptir meira máli en að auðlindin sé nýtt af skynsemi.

Samt fást menn ekki almennt til þess að horfast í augu við það að kvótakerfið, alveg óháð því hvernig veiðiheimildum er úthlutað, er að hafa af þjóðinni feiknalegar tekjur og hefur gert undanfarna áratugi.

Landað veiðimagn af þorski, sem er lang verðmætasta fisktegundin, er aðeins einn þriðji hluti þess sem það var áratugum saman fyrir daga kvótakerfisins. Það er öldungis ljóst að samdrátturinn í lönduðum afla er bein afleiðing kvótakerfisins. Allir sjómenn vita og sumir fiskifræðingar viðurkenna að þorskmagnið í sjónum er ekkert minna en það var. Feiknalegu magni er hent í sjóinn aftur vegna þess að þeir sem fá þorskinn óvart sem meðafla hafa ekki kvóta fyrir honum. Á sama tíma og fiskútflytjendur kvarta undan því að verðmætir saltfiskmarkaðir okkur séu að glatast í hendur Norðmanna hitti ég sjómenn sem segja mér frá brottkasti þorsks.

Höfum við efni á því lengur að fara svona með tækifærin. Ég held því fram að með því einu saman að nýta fiskmiðin  af skynsemi gætu við snúið efnahagi landsins aftur til betri vegar. Eðlilegur þorskafli sem væri 4-500 þúsund tonn af ári myndi auka þjóðartekjurnar um tugi prósenta.  Við myndum sigla upp úr öldudalnum á 3-4 árum. Sjávarbyggðin allt umhverfis landið myndi lifna við allri þjóðinni til blessunar.

Það er tilræði við framtíð þjóðarinnar að halda í kvótakerfið. Kvótastýring á fiskimiðum er ófær leið. Gjafakvótakerfið stríðir gegn stjórnarskrá landsins og mannréttindayfirlýsingu SÞ. Gjafakvótakerfið er smánarblettur á Íslendingum. Þennan blett verðum við og getum máð af okkur.

 

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er  8276  


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 192247

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband