Leita í fréttum mbl.is

8276 Kjósum gegn kvóta

Mikill meiri hluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni í skoðanakönnunum að það sé á móti gjafakvótakerfinu.

Þegar kosið verður til Stjórnlagaþings skiptir máli að raddir þeirra sem vilja að auðlindir þjóðarinnar verði nýttar í þágu fólksins í landinu heyrist þannig að eftir verði tekið og stjórnarskránni breytt með þeim hætti að Við Fólkið -  Við Þjóðin fáum ævarandi eignarrétt yfir sameiginlegum auðlindum.

Ég óska eftir þínum stuðningi til þess að berjast á vettvangi Stjórnlagaþingsins fyrir réttlátri skiptingu arðsins af þjóðarauðlindunum þannig að allir borgarar í landinu njóti hans að jöfnu. Ég hef á undanförnum árum lagt mikið í sölurnar til að berjast gegn því óréttlæti sem gjafakvótakerfið er. Ef við eigum samleið þá bið ég um þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn.  

Númer mitt er 8276

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Valdimar, ég þakka þér skrif þín og erindi þín um þessi mál og önnur í Útvarpi Sögu. Síðast hlutaði ég á þig í vikunni í góðum spjallþætti Höskuldar þar.

Ég hef verið að spá í að kjósa þig, er reyndar langt kominn með næstum þéttan nafnalista af fullveldissinnuðu fólki, en mig fýsir að vita, hvort þú viljir standa með fullveldinu, gegn framsali þess (umfram allt æðsta löggjafarvalds yfir okkur) til annarra ríkja eða ríkjabandalags (auðvitað er ég að tala um Esb.!), og hvort þú viljir eins og ég og fleiri styrkja skilyrði stjórnarskrárinnar á móti slíku framsali með því að krefjast aukins meirihluta atkvæða fyrir slíkri samþykkt bæði í Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu (3/4 atkvæða, segi ég).

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 26.11.2010 kl. 01:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvað kemur esb stjórnlagaþingi við JVJ ?  ertu ekki að miskilja hlutina herfilega að þessu sinni í ofstæki þínu gegn ESB ?

Óskar Þorkelsson, 26.11.2010 kl. 09:34

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón Valur

ég er raunar sammála því að spurningin um ESB kemur ekki  þessu stjornlagaþingi beint við. Ég mun aldrei fallast á framsal á fullveldi Íslendinga á auðlindum þjóðarinnar. Þær eiga að vera um alla eilífð eign Íslendinga og engra annarra. Ég er einnig mjög hugsi um framsal á æðstu lögum. T.d. vil ég að við höfum ráð á því hverjir komist til landsins og tel eðlilegt að endurskoða Schengen samkomulagið. Við erum alltof lítil þjóð til þess að geta staðið gegn skipulögðum flutningi fólks í þeim tilgangi að ná Íslandi t.d. ef islamistum dytti slíkt í hug.

Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2010 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 192249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband