Leita í fréttum mbl.is

Þá féllu „stjórnlagaþingmenn“ á prófinu

Nú þegar það hefur verið fullreynt að Hæstiréttur hefur ógilt kosninguna til stjórnlagaþings er ljóst að enginn hefur verið kosinn til setu á þinginu.  Kjörbréf þeirra 25 manna, sem voru taldir hafa náð kosningu áður en Hæstaréttur úrskurðaði kosninguna ógilda, eru því ógild.  Allir 521 sem buðu sig fram til kjörs á stjórnlagaþingi hafa því sömu stöðu. Þeir hafa allir lýst yfir vilja sínum til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar en val um það hverjir þeirra skyldu annast verkið hefur ekki farið fram þannig að mark væri á því takandi.

Langfelstir þeirra sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru sammála um að skerpa þyrfti á þrígreiningu ríkisvaldsins, þ.e. að auka og treysta sjálfstæði löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Flestir voru sammála um það að ógæfa Íslands stafaði m.a. af lélegri stjórnsýslu sem m.a.  ætti rót sína að rekja til skorts á aðgreiningu valdaþátta ríkisins.

Kosningin til stjórnlagaþingsins var eitt allsherjar klúður, bæði hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmd. Um það hljóta allir að vera sammála. Stjórnsýslan féll enn einu sinni á prófinu.  Þó að málið sé vont gæti það enn versnað ef einhverjum skyldi detta það til hugar að skipa þá 25 menn,sem höfðu fengið ógild kjörbréf. Þá væri áfram unnið í þeim anda að aðgreining valdaþátta samfélagsins væri aðeins til málamynda.

Ef Alþingi dettur til hugar að skipa þessa 25 í einhvers konar stjórnlaganefnd er augljóslega verið að hafa úrskurð Hæstarétt að engu. Þá er Alþingi að taka yfir dómsvaldið. Ef einhverjum þessara 25 manna dytti til hugar að taka sæti í slíkri nefnd hafa þeir fallið á prófinu og hafa sannað að þeir eiga ekkert erindi til að endurskoða stjórnarskránna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála þér um það að því miður féllu þeir sem töldu sig hafa verið kjörin á stjórnlagaþing á prófinu þegar þau létu sér detta í hug að Alþingi ætti að skipa þau  í stjórnlaganefnd og síðan áfram.  Hvað er gert í lýðræðisríki ef kosning er ógild? Það er kosið aftur.

Ef vilji er fyrir að halda stjórnlagaþing á annað borð, sem mér hefur raunar alltaf fundist hið mesta óráð undir þeim formerkjum sem sett voru, þá á að kjósa aftur. Eðlilegt er þá að hlíta ráðum herra forsetans yfir Íslandi og hafa þá kosningu með þeim hætti sem venjulegt fólk skilur og vill taka þátt í.

Jón Magnússon, 16.2.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband