Leita í fréttum mbl.is

Hatursviðbrögð vegna fljótfærni

Nú er ljóst orðið að mér urðu á mistök í gær þegar ég ályktaði að sprengingin í Oslo væri af völdum íslamskra skæruliða.

Þegar ég skrifaði færsluna virtist af fréttum sem ekki hefði oðið neitt mannfall og enn hafði ekki verið ráðist á unga fólkið á Utøya. Að vísu fullyrti ég ekki að þarna væri íslamskir öfgamenn á ferð heldur að mestar líkur væru á því að svo væri.

Ég hafði á röngu að standa. En ég var ekki einn um það. Heimspressan var á sömu skoðun meira eða minna og sumir bloggararnir fundu afsakanir fyrir islamska hryðjuverkamenn til þess að ráðast á Norðmenn!

Þessi ályktun mín var klaufaleg í ljósi þess sem seinna kom í  ljós en hefði ekki átt að valda miklu fjaðrafoki. Viðbrögðin á netinu voru hins vegar með miklum ólíkindum og margt andstyggilega sagt þar vegna fljótfærni minnar. Ég kaus því að loka þessarri færslu.

Mér er satt að segja brugðið yfir viðbrögðum margra bloggaranna. Haturs- og öfgafull skrif þeirra fóru á stundum út fyrir öll siðleg mörk. Skoðanaskipti af þessu tagi eru engum gagnleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192156

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband