Leita í fréttum mbl.is

Skammarlegt níð

 Ómar Ragnarsson á inni hjá þjóðinni fyrir að vera oft skemmtilegur og hárbeittur í spauginu um menn og málefni. Eflaust hefur einhverjum sviðið undan orðunum en ekki verið í stöðu til þess að jafna metin enda erfitt að  bregðast við gríni, - jafnvel þegar það er ósanngjarnt. Mér hefur oft verið skemmt með flottum gamanvísum Ómars og ég hef tekið undir með Ómari í nokkrum málum og þá sérstaklega hvað varðaði  Kárahnjúkavirkjun. Nú hins vegar hefur Ómar gengið of  langt með níði um forseta Íslands. Hann á að biðjast formlega afsökunar á framferði sínu.

Það er hvorki Samfylkingarmönnum né Ómari til sóma að flytja eða hlægja að níðvísunni sem var flutt á skemmtikvöldi Samfylkingarinnar. Hún er smekklaus. Hún er ósanngjörn. Ef þjóðin vill  halda í sjálfvirðingu sína á hún ekki að þola að æðsta embætti þjóðarinnar sé sýnd slík óvirðing.

Það er sitthvað hvað mönnum dettur í hug að böggla saman til að kasta fram í dárskap við þröngan hóp manna eða að standa upp á fjölmennri opinberri samkomu til að flytja níð með þessum hætti um mann sem hvergi var nærri.

Samfylkingarmenn kunna forseta Íslands engar þakkir fyrir að hafa í tvígang vísað til þjóðarinnar afgreiðslu þeirra á Icesave sem hefði leitt yfir þjóðina drápsklyfjar. Fáum blandast lengur hugur um að  þetta var hárétt ákvörðum af því að þjóðinni bar gæfu til þess að vera ósammála meiri hluta alþingis með Samfylkinguna og VG við stjórnvölinn. Þær standa nú upp hver um aðra þvera erlendar stjörnur í alþjóða fjármálum til að hrósa þjóðinni fyrir að hafa borið gæfu til þess að hafna Icesvae samningunum.

Reiði Samfylkingarmanna minnir á reiði Þorgeirs Hávarsonar í Gerplu  þegar Þormóður Kolbrúnarskálds dró hann upp fyrir bjargbrúnina þar sem hann hafði hangið lengi dags á hvönninni á hengifluginu. Þorgeir vissi vel að Þórmóður hafði borgið lífi hans en bjöguð hugmynd hans um heiður beið afhroð. Fyrir Samfylkinguna er heiður flokksins ofar hag þjóðarinnar. Flutningur níðvísunnar og móttökur sanna það.

Þegar menn láta til sín taka á stjórnmálasviðinu, eins og Ómar hefur verið að gera með setu á þingi flokksins um síðustu helgi og með setu í stjórnlagaráði svo ekki sé talað um baráttu fyrir náttúruvernd, eru menn ekki lengur í stöðu dárans sem leyfist allt.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu skýringar Ómars á Eyjunni.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 17:42

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Svavar

 búinn að lesa skýringar Ómars og er gleðst að hann skuli vera hafður fyrir rangri sök. Fréttablaðið þarf nú að biðjast afsökunar á því að flytja fréttina með svona villandi hætti.

Valdimar H Jóhannesson, 27.10.2011 kl. 18:00

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Valdimar.

Ég er algerlega sammála þér og þakk fyrir góða grein.

@ Svavar Björnsson: Afsakanir og útskýringar Ómars á Eyjunni halda ekki vatni. Hriplekt yfirklór !

Gunnlaugur I., 27.10.2011 kl. 18:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja það að um leið og Ómar flutti þennan hroða, þá tók hann afstöðu með níðinu.   Hver samdi vísuna skiptir þá bara engu máli í því samhengi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 18:44

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þrátt fyrir skýringar Ómars þá er þetta óviðurkvæmilegt af honum að fara með svona níðvísur um Forseta Íslands óháð því hvað honum, mér eða þér finnst um einstaklinginn sem gegnir því embætti í dag.

Jón Magnússon, 27.10.2011 kl. 18:55

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ómar skuldur a.m.k. bæði forseta Íslands og þjóðinni skýringar í Fréttablaðinu í fyrramálið sem tekur af allan vafa. Best væri fyrir hann að biðjast auðmjúkur afsökunar á því hvernig þetta kemur út. Hann minnkar ekki við það. Hann á það stóra inneign hjá þjóðinni að hann sprettur upp jafn réttur á eftir.

Valdimar H Jóhannesson, 27.10.2011 kl. 20:44

7 Smámynd: Gunnar Waage

Tek undir góðan og þarfan pistil Valdimar, kærar þakkir.

Gunnar Waage, 28.10.2011 kl. 03:01

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt! Þetta er spurnig um formið!

Júlíus Björnsson, 3.11.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192156

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband