Leita í fréttum mbl.is

Villuljós í myrkri

Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, segir mér frjálst að berja hausnum við steininn vegna skoðana minna á íslam. Það skaði hausinn en ekki steininn. Er vandamálið ekki frekar að íslam er gjarnt að berja steininum við hausinn í óþökk eiganda haussins? Fær fallerað fólk (nær eingöngu konur) eða samkynhneigðir einhverju ráðið áður en þau eru grýtt í hel? Varla eru þau sammála múslímska klerkinum í Kanada, sem lýsti því á dögunum hvernig slíkt gagnist sál þeirra með greiðari leið í gegnum hreinsunareldinn. Sama gildir þá væntanlega um homma sem eru hengdir margir í einu í sama kranabílnum eða um þá sem eru dæmdir til dauða fyrir að fjalla um fáránleikann í íslam, segja réttilega frá lífi Múhameðs, yfirgefa íslam, fara ógætilega með kóraninn eða efast um innihald hans.

Örn segir heimóttalega, þröngsýna menn óttast það sem ekki er heimakært og kunnuglegt. Hann spyr hvort ekki megi saka mig um oflæsi, sem má skilja þannig, að ég hafi lesið meira um íslam en mér sé hollt. Ég kannast við að hafa lesið mikið um íslam og sögu þess. Það er enginn skemmtilestur heldur óhugnaður í nánast hverjum stafkrók. Mér er efnið vel kunnugt en það verður mér seint heimakært.

Hvernig kemst Örn hjá því að sjá hryllinginn í íslam? Hvernig getur hann lagt öll trúarbrögð að jöfnu? Nær 22.000 mannskæð hryðjuverk í nafni íslams hafa verið skráð síðan 11. september 2001, en örfá hryðjuverk hafa verið framin í nafni allra annarra trúarbragða á sama tíma. Bókstafstrú í kristni og íslam er af tvennum toga. Bókstafurinn hjá þessum trúarbrögðum er jafn ólíkur og hvítt er svörtu. Þeir sem fylgja bókstafnum í kristni eru yfirleitt afar vænt fólk. Þeir sem fylgja bókstafnum í íslam eru íslamistar og
hreint ekki vænir menn í ofstæki sínu.

Hann mótmælir ekki því mati, að 20% múslíma almennt séu ofstækisfullir bókstafstrúarmenn. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir, að hlutfall ofstækisfullra nasista og kommúnista var miklu lægra. Samt myrtu þeir hundrað milljónir samlanda sinna á síðustu öld. Þar sem sturlun ríkir eru það ávallt hinir sturluðustu sem stjórna.

Hann trúir enn ósannindum um gullöld íslams á miðöldum þó að vaxandi vitneskja sé fyrir hendi um hið gagnstæða. Íslam slökkti á þeirri hámenningu sem ríkti í Mið-Austurlöndum, Persíu og Indlandsskaganum fyrir daga íslams hjá kristnum mönnum, gyðingum, Zaraþústratrúarmönnum, búddistum og hindúum. Auðvitað hvarf menningin ekki um leið og íslam lagðist yfir þessi lönd eins og mara, heldur fjaraði út. Kristnir menn og gyðingar þar urðu helst til að halda uppi merkjum mennta og menningar sem að lokum kafnaði undir oki íslams, eins og öllum ætti að vera ljóst sem litast nú um í þessum samfélögum.

Örn segir fjöldahreyfingu í Egyptalandi hafa myndast gegn íslamistum. Samkvæmt nýjum tölum frá rannsóknarstofnuninni Pew
vilja 82% Egypta að fallnar konur séu grýttar til dauða og 84% að dauðarefsing sé við að yfirgefa íslam. Heil 74% vilja sharíalög, sem eru andstæð öllu því sem við kennum við lýðræði og 77% vilja láta hýða þjófa og höggva af þeim hendurnar . Egyptar, sem taka afstöðu með íslamistum, eru 59%. Hér þarf að muna að 10-15% Egypta eru kristin. Ofstækið meðal múselmanna þar er því að sama
skapi meira. Þeir sem ekki taka mark á staðreyndum elta villuljós í myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein en las hana í Morgunblaðinu í morgun. Menn ættu virkilega að hugsa þetta mál til mergjar. Við verðum að hugsa lengra en eitt ár og þá frekar 50 til 100 ár í svona málum. Múslímarnir eru að safna liði það eitt er víst. 

Valdimar Samúelsson, 18.9.2013 kl. 13:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ótrúlega bernsk viðhorf íslenskra jafnaðarmanna og feminista og þó ágeng, eru dæmi um þann farveg sem þessi innflytjendamál stefna í.

Því er haldið fram að þeir sem vilja tryggja innviði samfélagsins áður en yfir það hvolfist fjöldi innflytjenda með ærnum kostnaði, séu fullir mannfyrirlitningar og fordóma og tali af fullkomnu þekkingarleysi.

Fýrir skemmstu átti ég í deilum á fésbók við virtan sagnfræðing sem endalaust vildi bera blak af islam með því jafnvel að vitna í útrýmingarherferð nazista á hendur gyðingum og vísa til hennar sem framgöngu kristninnar.

Niðurstaða sagnfræðingsins var sú að kristnin væri síst skárri.

Árni Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 16:22

3 identicon

Vel svarað Valdimar minn. Vona að Örn verki ekki í höfuðið eftir grjótkastið!!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 192247

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband