Leita í fréttum mbl.is

Rangfærslur professor emeritus

Væntanlega mun það dragast enn um hríð að Háskóli Íslands verði talinn meðal hundrað leiðandi háskóla heimsins meðan vinnubrögð þar eru með þeim hætti sem Facebook-síða dr. Gísla Gunnarssonar, professor emeritus, ber vitni um.

Í ummælum Gísla (status) á síðu hans 25. október sl. er að finna sex rangfærslur í 6 línum og verður varla flokkað til vinnubragða sem verðskulda aðdáun nema keppikeflið væri að þjappa saman eins mörgum rangfærslum og unnt væri í svo þröngan ramma. Texti Gísla hljóðar svo:

„Ég mótmæli því harðlega að Kastljós skuli leyfa ofstækismanninum Valdimar Jóhannessyni að kalla mig opinberlega landráðamann fyrir að styðja trúfrelsi í landinu af því að ég styð byggingu mosku í
Reykjavík. Ég bendi á ákvæði stjórnaskrárinnar um bann við hatri á fólki vegna trúarbragða, kynþátta og kynhneigðar og skora á ríkissaksóknara að lögsækja þá sem slík brot fremja. Þeir sem reyna að skapa múgæsingu með því að sá hatri eins og þessi maður gerir eru tvímælalaust brotlegir við lög."

Í fyrsta lagi er rangt að ég hafi kallað Gísla eða nokkurn annan landráðamann í þættinum.

Í öðru lagi er rangt að ég sé á móti trúfrelsi eins og það er skilgreint í stjórnarskránni sem Gísli segir óbeint með því að ætla mér að
hafa sett landráðastimpil á þá sem styðja trúfrelsið.

Í þriðja lagi er rangt að í stjórnarskránni sé bann við hatri á fólki af ýmsu tilefni. Stjórnarskráin tekur ekki til tilfinningalífs fólks. 

Í fjórða lagi er rangt að ég hafi með nokkrum hætti reynt að sá hatri í garð fólks og skapa múgæsingu með ummælum mínum. 

Í fimmta lagi er rangt að ég hafi gerst brotlegur við lög með ummælum í Kastljósi.

Í sjötta lagi er rangt að segja mig ofstækismann þegar ég tek með hlutlægum hætti þátt í almennum umræðum. 

Gísli getur talið mig vera ofstækismann og látið það mat sitt í ljós ef hann hefur smekk fyrir slíka orðræðu en svona merkimiðar eru fyrst og fremst notaðir til að þagga niður í þeim sem hafa andstæðar skoðanir og eru vart sæmandi háskólasamfélaginu. Ég gæti fundið ýmis niðrandi orð um Gísla en kýs ekki að falla niður á slíkt plan fyrst og fremst vegna minnar eigin virðingar og vegna þess að slíkir merkimiðar eru marklausir og skemma umræðuna. 

Andstætt Gísla greini ég á milli íslam og múslíma. Ég gagnrýni íslam harðlega en ber blak af múslímum og tek það fram tvisvar í viðtalinu að yfirleitt séu múslímar ágætisfólk eins og flest fólk er. Þetta geta lesendur séð með því að finna Kastljósþáttinn frá 24. október. 

Ég er ekkert spenntur fyrir að fara í hanaslag við Gísla fyrir dómstólum um meint hatursfull ummæli mín og meiðandi ummæli hans um mig. Ég myndi ekkert vera viss um hvor okkar félli fyrr á hné í slíkum slag miðað einnig við ýmis orð sem Gísli lætur falla um mig í ummælum á eftir statusinum, t.d. að kalla mig eða stuðningsmenn mína „zíonasista" (þ.e. bæði zíonista og nasista sem er þó aðallega gróflega meiðandi fyrir gyðinga sem misstu 6 milljónir manna fyrir hendi nasista og er á ótrúlega lágu plani). 

Hins vegar væri ég alveg sáttur við að takast á við Gísla í viðræðum um trúfrelsið og stjórnarskrána og hvernig ég telji að eigi að túlka
hana í sambandi við íslam en til þess verður að sjálfsögðu einnig að ræða íslam af sæmilegu viti og þekkingu. Slíkar umræður gætu verið gagnlegar til að auka þekkingu um íslam og við hvað er að fást að minni hyggju. 

Margir háskólamenn voru meðal þeirra sem settu læk á status Gísla og tóku undir með ummælum hans um mig. Um slíkt verða þeir að eiga við sjálfa sig en varla eru þessar undirtektir til þess fallnar að auka á virðingu háskólans. Þar á meðal var forseti élagsvísindasviðs, Ólafur Þ. Harðarson, sem vakti furðu mína. Ætli hann telji svona læk styðja langtímamarkmið, sem Háskóli Íslands setti sér árið 2006, að koma skólanum í fremstu röð á heimsvísu! 

 

Ég hvet lesendur til þess að skoða þessar undirtektir. Kannski hafa einhverjir sett lækin sín í hugsunarleysi og eyða þeim að betur
hugsuðu máli. Þeir sem ekki gera það verðskulda þann stimpil sem þeir kalla yfir sig með því að láta þennan vitnisburð um andlega reisn sína standa.

P.S.  Prófarkalesara Mbl varð það á að breyta orðinu "zionasisti" sem ég upplýsti um að Gísli notaði á síðu sinni á Facebook til að lýsa mér og mínum líkum og breyta því í orðið "zionisti" sem er raunar einnig skammaryrði vinstri manna um gyðinga sem styðja ríkis Ísrael. Setningin í Mbl varð því hálf marklaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Valdimar!

Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1315058/

Jón Þórhallsson, 30.10.2013 kl. 12:43

2 identicon

Sæll Valdimar; sem oftar og fyrri - og aðrir gestir, þínir !

Gyðingar; hafa verið sér sjálfum verstir, alla tíð, enda einþykkni þeirra - sem og sjálfsupphafning mjög keimlík Múhameðstrúar liðinu, sem kunnugt er.

Eingyðishyggja; þessarra skuggalegu bóka skræðna;; Gamla Testamentis og Kórans, eru einhverjir verstu hemlar játenda þeirra, í allri eðlilegri framþróun, á 21. öldinni, og inneftir Þriðja árþúsundinu, unz; þeir manna sig upp í, að hafna hinum ósýnilegu gerfi- Guðum hvorir tveggju, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 12:47

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Óskar

ég get alls ekki verið þér sammála að gyðingatrú hafi hamlað gyðingum í því að vera menn 21. aldarinnar. AF 8 Nóbelsverðlaunahöfum í ár fyrir raunvísindi eru 6 gyðingar. Alls hafa gyðingar fengið hátt í tvö hundruð Nóbelsverðlaun ef verðlaunin fyrir hagfræði eru talin með en þau eru ekki eiginleg Nóbelsverðlaun eins og þú veist.  Múslímar hafa hinsvegar fengið 2 Nóbelsverðlaun fyrir raunvísindi og hafa hvorugur þeirra starfað í múslímsku landi og annar raunar hafnað af múslímum heimalands sín og kallaður óekta múslími.

Gyðingar eru 0.2% mannkyns en múslímar eru 20% af mannkyni.

Ég er aðdáandi gyðinga fyrir framúrskarandi árangur þeirra á ýmsum sviðum mannkyni öllu til heilla. Nær væri að sýna þessu framúrskarandi fólki virðingu heldur en að vera með þetta endalausa glamur.

Umræður um Kóraninn og Biblíuna eru alltof viðamiklar svo ég vilji fara út í þá umræðu hér en einnig þar er ég þér algjörlega ósammála en ég virði rétt þinn til þess að hafa þinar skoðanir.

Valdimar H Jóhannesson, 30.10.2013 kl. 14:38

4 identicon

Þakka þér fyrir þessa ágætu svargrein ágæti Valdimar.

Ég hefi átt í nokkrum skoðanaskiptum við hann Gísla á FB bloggsíðu Ólafs Friðriks Magnússonar, læknis og fyrrverandi borgarstjóra , því ég vildi komast að því hvort að Gísli hefði þá þekkingu til að bera á Íslam sem réttlættu stóryrði hans í þinn garð (og þá um leið til okkar allra sem stöndum með þér að málum). Mín niðurstaða er sú að hann þekki ákaflega lítið til þess hvað Íslam er ef nokkuð og geri sér því ekki fulla grein fyrir alvöru málsins. Auk þess misheyrði hann orðin ,, svikarar við þetta land“ og hélt þau vera ,,landráðamann“ og virtist taka það til sín af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og fljótfærni. Út úr þessu kom hálf broslegur spuni hjá honum, sem að hann leiðréttir síðar í þræðinum eftir að hafa hlustað betur á samtalið.

Fjölmargir vinstri menn eru trúleysingjar og eru algjörlega á móti byggingum kirkna og öðrum trúarhúsum. Hins vegar bregður svo við að þeir eru harðir stuðningsmenn þess að múslímar komi sér upp ,,bænahúsi“ hérlendis. Til að átta sig á orsökum þessa þurfa menn að átta sig á tilvistarkreppu vinstri manna eftir hrun Sovíetríkjanna og sáu að draumar þeirra um byltingu öreiganna á Vesturlöndum var brostin. Stuðningur Rússa við byltinguna á Vesturlöndum var því úr sögunni. Velmegandi iðnaðar- og verslunarstéttir Vesturlanda gera ekki byltingu. Það gera aðeins hungraðir öreigar. Þeir voru ekki fyrir hendi á Vesturlöndum við fall Sovíetsins 1989.

Þetta breyttist hins vegar þegar farið var að flytja lítt vinnufæra öreiga í milljónavís frá Þriðjaheimslöndunum, sem auk þess aðhylltust í stórum stíl svipaða byltingarstefnu og vinstri menn undir fána mánans. Þeir þurftu bænahús eða moskur undir sína starfsemi. Þetta studdu vinstrimenn í þeirri von að geta rústað Vesturlönd og síðan byggt upp á ný ríki alræðis öreiganna. Múslímar smellpössuði inn í fantasíur vinstri manna og hljóta fullan stuðning þeirra.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 14:42

5 identicon

Sæll á ný Valdimar; og aðrir góðir getsir, þínir !

Jú; því miður, reyndust þeir allir vera sama marki brenndir, hinir Sólstungnu : Móse - Abraham og Múhameð.

Stjórnlaus frekja; sem ofríki þeirra, yfir sínum fylgjendum hefir elt þá, allt; til okkar daga.

Nóbels verðlaunin; eru ekki nein allsherjar mælistika, á ágæti þessa eða hins, í sjálfu sér - heldur, og miklu fremur óvéfengjanlegur dugnaður Gyðinganna sjálfra, að koma sér áfram, burt séð, frá trúar bábiljunum, Valdimar.

En; eftir stendur, að skelfileg boða og banna speki Gamla Testamentis og Kórans, á ekki, undir neinum kringumstæðum að líðast, á þeirri upplýsingaöld, sem við teljum okkur nú lifa, síðuhafi vísi.

Með; ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri, og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 15:09

6 identicon

Ég get ekki skilið það að fullorðið fólk geti ekki unað samborgurum sínum að hafa aðrar skoðanir en það sjálft. Hér ríkir trúfrelsi, málfrelsi og ritferlsi o.s.frv.

Spurningum mínum er beint til fyrri ræðumans Óskari Helga Helgasyni:

Hversvegna snýrð þú þér ekki að því að skoða aðrar bloggsíður þar sem menn skrifa um það sem þér hugnast, víst þú finnur það ekki hér.

Annað hvernig getur gagnrýnt þá umræðu sem hér fer fram þegar þú sjáflur talar niðrandi um Gyðinga og telur Gyðinga sjálfa hafa átt það skilið sem yfir þá hefur dunið í áranna rás, er þar með talið helförin sjálf? Telur þú menn vera réttdræpa og pyntingar eiga rétt á sér, fyirr það eitt að menn séu sérvitrir

Þú niðrar Gyðinga með því að líkja þeim við Múslima en getur ekku unað því að mörg okkar hræðumst útbreiðslu Íslam á íslandi.

Munum að góðu fólki greinir á og gagnrýnin hugsun er lykilþáttur í samfélagi, við megum ekki brenna þá á báli sem þora að benda á og ræða þau málefni sem eru óþægileg og gangrýna annars okkar ágæta samfélag.

Marín Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 17:04

7 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Marín Valdimarsdóttir !

Greinilegt er; að þú hefir lítt - eða ekkert, kynnt þér síðu mína, hér á Mbl. vefnum, sé mið tekið, af þínum skjótu ályktunum, hér að ofan.

Gyðingum; sem og þeim Múhameðsku, get ég alveg unnt þess, að láta af sínum heimskulegu kreddum; hálpar laust vonandi, eða þá, með utanaðkomandi hjálp, æsktu þeir þess, sjálfir.

Helför; hefi ég hvergi hampað, enda finnur þú ekki öllu meiri fjandmann Þjóðverja hérlendis en mig, Marín.

Reyndu aðeins; að skoða hlutina í víðara samhengi, áður en þú leggur mér til skoðanir, sem ég hefi alls ekki í mínum fórum, ágæta Marín.

Eftir stendur; að ég er svarinn andstæðingur þeirrar Eingyðishyggju, sem Gyðingdómur og Múhameðstrú byggja á, hafi það virkilega, fram hjá þér farið.

Og; að endingu. Ég hræðist ekkert útbreiðslu Múhameðsk unnar á Íslandi - heldur; og miklu fremur, ég fordæmi hana harðlega, að sjálfsögðu !

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum, og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 20:23

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heill og sæll! Það varst þá þú sem ég hlustaði á í þætti Höskuldar Höskuldssonar á Útv. Sögu í dag. Ég fagna því að menn reka ósannindin ofan í þá sem útbreiða þau um Israela. Það er varla að maður njóti þess að heyra viðmælendur,skýra frá staðreyndum,fyrir ákafa þáttastjórnenda sem grípa sífellt fram í. Þarna rifjaðist upp fyrir mér hversu margar aldir þetta ástand varði,með stöðugum árásum á Gyðinga. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2013 kl. 00:41

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Valdimar, þetta var snilldargrein hjá þér í Morgunblaðinu á nýliðnum miðvikudegi.

Jón Valur Jensson, 31.10.2013 kl. 01:55

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gyðingarnir eru ekki fyrir neinum; meinlausir sérvitringar;

en við þurfum að stöðva alla framgöngu múslimamenningar.

Ekki að því að við séum á móti manneskjunum heldur af því að sú menning er stórkostleg afturför fyrir mannkynið=Að fara aftur inn í hellirinn.

Jón Þórhallsson, 31.10.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband