Leita í fréttum mbl.is

Bréf múslímskrar konu í Noregi - Sterk áminning

Breytingar sem Ísland stendur nú frammi fyrir með innleiðingu íslam til landsins fyrir tilstuðlan eða með samþykki illra upplýstra afla eru kannski afdrifaríkari en margir skilja.  Umræðan um þessar breytingar er óþægileg
vegna tilhneigingar margra að kalla ókvæðisorð að þeim sem þora að segja frá þeirri vitneskju sem þeir búa yfir um hver framþróunin muni verða. Flestir vita innst inni að þróunin verður óskemmtileg en það er óneitanlega miklu þægilegra að yppta öxlum og jafnvel telja sig betri mann fyrir vikið. Eins og enskir segja: See no evil, hear no evil and speak no evil.

Hér að neðan er bréf múslímskrar konu í Noregi, sem ég þýddi af því að ég tel að það eigi erindi við Íslendinga ekki síður en við Norðmenn.

Bréf múslímskrar konu í Noregi

"Sumir geta tekið undir með mentamálaráðherra, sem segir að "pinnekjött" (norskur lambakótelettu réttur) sé fulltrúi norskra gilda. Aðrir geta verið sammála Hege Storhaug sem skrifar: "Norsk menning er vestræn menning sem einkennist af frelsishugsjónum upplýsingaraldar".

Mér, múslímskri konu frá Íran, finnst einnig gott að fá "pinnekjött" eins og menntamálaráðherranum en það var ekki ástæðan fyrir því að ég flúði til Noregs.

Frá hverju flúði ég?

Persía fékk sína fyrstu stjórnarskrá árið 1907 og konur þar fengu kosningarétt þremur árum á undan norskum konum. Þá náði Reza Shah völdum. Það fyrsta, sem hann gerði til að fá konur inn í skólana og út á vinnumarkaðinn, var að taka þær úr slæðunum.  Á mjög skömmum tíma urðu íranskar konur virkar á öllum sviðum samfélagsins.

Í seinni heimsstyrjöld hvarf  Reza Shah í útlegð og 18 ára sonur hans varð
konungur. Hann hélt áfram verki föður síns að færa Persíu til vesturs en
borgararnir gátu samt ekki gert athugasemdir við alveldi konungsdæmisins.

Við áttum nógan mat, jafnvel  jafnræði kynjanna, - en við söknuðu lýðræðisins.

Bylting og Sharía

Þetta leiddi til byltlingarinnar 1979. Khomeini kom aftur til Írans og tók allt frá okkur. Hann tók dómstólanna úr sambandi og lamaði þannig þjóðina og gerði hana varnarlausa. Hann skipulagði og vopnaði hina menntunarsnauðu og trúuðu úr sveitunum, "svartstakkana", gegn menntastéttinni og upplýstu fólki. Skipt var á stjórnarskránni og sharíalögum.

Með þvingunum og ofbeldi neyddi hann konurnar til að nota "hijab". Lögun og litur á hijabinu var ákveðið af honum og Varðmannaráðinu (æðsta sjórn klerkaveldisins) og hijabið varð að einkennisbúningi íslamista um heim allan.

Á einni nóttu missti ég og allar persneskar konur öll okkar réttindi og þar með talið forræðisrétt yfir okkar eigin börnum. Konur urðu ambáttir karlmannsins. Fjölkvæni var löglegt.  Sharíalög upprunnin aftan úr 1400 ára forneskju voru endurvakin.

Verðmiðinn á mér var færður niður í 60 úlfalda, - helming af virði karla.
Ég strauk, flúði frá landinu þar sem Allah styður að konur séu grýtttar, hommar brenndir, þeir sem afneita trúnni drepnir, og konur og stúlkur hnepptar í fjötra slæða og þrældóms. Þar sem litið var á 7ára stúlkubörn sem kynverur og þær urðu að klæðast hijab.

Ég vildi sjálf velja mér fötin, kærastann, bækurnar sem ég las, tónlistina, starfið og kynhneigð mína. Ég vildi heldur vera "óheiðvirð" kona á Vesturlöndum en "heiðvirð" kona í landi sem hefur sharíalög fyrir stjórnarskrá.

Sá Noregur sem ég kom til ?

Ég kom til Noregs 1988 til að lifa í birtunni.Ég hugsaði: "Norsk menning hefur þróast í samræmi við frelsishugmynd upplýsingarinnar og vestrænar hefðir sem eru grundvallaðar á mannúð, Wergeland og Voltaire."  Ég las norskar bókmenntir og dagblöð, ég fór í leikhús, hlustaði á norska tónlist og drakk  í mig menninguna. Draumur minn hafði ræst.

Land án hijab, án skeggjaðra manna og með algjört persónufrelsi fyrir konur jafnt sem menn. Norska lögreglan og stjórnarskráin varði jafnræði mitt og málfrelsi óháð því hvaðan ég kom eða hvar ég bjó í nýja landinu. Ég gat teiknað Spámanninn eins og mig lysti með sprengju í vefjahattinum eða með barn í kvennabúri sínu. Ég gat skrifað að vild  og gagnrýnt hann eða trúarbrögðin. Réttindi mín fólust í því að mega gagnrýna.

Ég hafði valið Noreg sem ný heimkynni fyrir börnin mín vegna norskrar menningar. Það var ekki talað um "okkur" eða " þá",  hver ætti að aðlagast eða hvernig. Ég hafði valið að búa hérna, þessvegna varð ég að læra málið, finna vinnu og aðlaga mig að nýjum háttum.

Ég var orðinn hluti af norsku þjóðinni og vildi vera trú norsku stjórnarskránni.

Noregur í dag?

Á grundvelli veraldlegrar múslímskrar stöðu minnar skil ég að með yfirstandandi fólksflutningi múslíma verða miklar breytingar á Evrópu óhjákvæmilegar. Ég hélt að múslímarnir gætu auðgað Evrópu eins og grikkir og gyðingar höfðu auðgað Evrópu í hugsun og vísindum.

 Ég hafði vonað að hin frjálslynda Evrópa, sem hafði náð að aðskilja hið
borgaralega frá hinu trúarlega,  gæti auðgað íslam og að verkefni múslíma væri að aðlaga sig að evrópskri frelsishugsun. Almennt gerðist hið gagnstæða.

Allt of margir múslímar krefjast þess að Evrópa aðlagi sig að þeirra gildum. En íslamsk menn byggist á valdastiga(klerkaveldi) og undirgefni. Íslamistar vilja ekki aðlagast og fylgja veraldlegum lögum af því að mönnunum getur skjátlast. Sharíalög byggja á orðum guðs og guði skjáltlast ekki.  Þeir
viðurkenna ekki að tilvitnanir í Kóraninnn og hádíðurnar séu grundvallaðar á
tímum þegar fyrirlitning á konum, þrælum og vantrúuðum var lögmætt. Þeir
viðurkenna ekki að íslam geti nútímavæðst.

Velheppnað herkænska

Í stað þess að stærsti hluti múslíma aðlagist hafa þeir verið með endalausar trúarlegar kröfur og valdabaráttu til að þvinga stjórnmálamennina til þess að gera tilslakanir. Stríðsáætlunin hefur tekist vel.

Stjórnmálamenn okkar hafa þegar "selt mikið af norskri grundvallarmenningu". Ég sem múslímskur innflytjandi tek eftir því
hvernig landið hefur breytt siðvenjum sínum með minni jóla tilstandi í skólum, öllum halal matnum (mat af dýrum sem er slátrað að múslímskum sið), aðskilnaði stúlkna og drengja í sumum fögum og alveg til þess að sætu, litlu, bleiku grísirnir eru horfnir út barnadeildum sjúkrahúsanna. Grísir eru "óhreinir" í íslam. Punktur.

Önnur merki um þróun eru leigubílstjórar sem leyfi ekki blindrahunda, aukning í þúsundum á fjöldi hijab-klæddra kvennaog stúlkna síðasta áratug. Aukin fjöldi moskna, samtök múslíma, kóranskólar. Aukin stuðningur við Sharíalög meðal námsmanna og aukin hvatning til þeirra (Islam Net), bænaherbergi og múslímskur fatnaður. Aukning af heimsíðum íhaldsamra,
íslamskra afla eins og  "koranen,no". Þar hvetur Trond Ali Lindstad áhangendur sína að fylgja orðum Khomeinis erkiklerks, - jafnt í anda sem í verki."

P.S. 
Þeir sem vilja heldur lesa norska bloggið geta fundið það hér:

http://tanjaravn.blogg.no/1362935955_bra_fra_en_muslimsk_k.html?fb_action_ids=565244143547604&fb_action_types=og.likes&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%22565244143547604%22%3A584914261519499%7D&action_type_map=%7B%22565244143547604%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=%5B%5D

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Grundvallaratriði.

Takk fyrir að hafa kjark til að birta þetta bréf Valdimar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 12:18

2 identicon

Sæll Valdimar - sem jafnan og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir - þessa vönduðu samantekt.

Jú jú - líkt og Kemal Ataturk í Tyrklandi þokaði Reza Khan Írönum hægt og rólega inn í 20. öldina / sem og hinn misheppnaði sonur hans sem klerka farganinu tókst að steypa svo auðveldlega árið 1979.

Það er með eindæmum - hversu Múhameðskunni hefir tekist að gegnsýra Persneskt samfélag ekki hvað sízt í ljósi fyrri styrkleika Tvíðelishyggju Zaraþústra forðum.

Þessi frásaga Írönsku konunnar ætti að vekja allt hugsandi fólk til vitundar um hvers lags ófögnuð Mekku kenningin hefir leitt af sér gegnum tíðina.

Verst er þó - að Norðmenn virðast vera að falla í sömu gryfjuna og Svíar nágrannar þeirra og fleirri hér vestra - gagnvart þessu ógnvænlega liði því miður.

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 13:06

3 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Valdimar, þakkir fyrir að birta þetta bréf, það er mjög þörf áminning. Ég var nýlega að enda við að lesa bók eftir Salman Rushdie þar sem hann lýsir þeim áratug sem hann var í felum eftir að klerkastjórnin í Íran gaf út Fatwa honum til höfuðs. Það sorglega við þá bók er hversu margir "venjulegir" vesturlandabúar virtust taka undir með íransstjórn og saka Salman um að geta sjálfum sér um kennt með því að móðga múslíma.

Þetta var áður en núverandi hryðjuverkabylgja íslamista hófst, áður en lætin urðu út af Múhameðsteikningunum. Margir múslímar létu plata sig til óeirða og mótmæla (Salman lýsir því hvernig hann hitti suma leiðtoga Múslíma í Bretlandi og víðar þegar nokkur ár voru liðin - aumingja mennirnir skildu ekkert hvað hafði komið yfir þá, sumir voru meira að segja orðnir trúlausir).

Aðal vandamálið hérna er í rauninni ekki Íslam sem slíkt heldur sú þráhyggja að ekki megi móðga trúarbrögð og trúarskoðanir - að trúarbrögð séu svo heilög að þeim megi ekki hallmæla. Því miður eru margir innan klerkastéttarinnar kristnu reiðubúnir til að styðja "móðgunargirni" múslíma og lagasetningar sem takmarka málfrelsi þegar kemur að trúmálum.

Enginn trúarhópur á að fá að þvinga lífsgildi sín eða hegðunarreglur upp á aðra. Stjórnmálamenn og aðrir verða að hafa hugrekki til að standa gegn trúaráróðri hvers konar, en það reynist þeim oft erfitt þegar þeir eru oftar en ekki hallir undir trúaráróður og tilbúnir til að vernda trúarbrögð gegn gagnrýni - svo lengi sem það eru "réttu" trúarbrögðin.

Íslendingar eru til allrar hamingju ekki sérlega þvingaðir af trúarkreddum, út yfir það sem menn velja sér sjálfir. Enn eimir þó eftir af nákvæmlega því sama og norska stúlkan er að tala um hér að ofan. Nægir að nefna fáránlegt bingó-bann á páskadag og almennt ráðríki kirkjunnar þegar kemur að því hvenær menn mega vinna og hvenær ekki.

Við búum í lýðræðislegu réttarríki, arfur upplýsingarinnar, og ef við viljum vernda þennan arf og forðast trúareinræði í framtíðinni verðum við að ýta trúarbrögðum algjörlega út úr hinu opinbera sviði. Hver og einn má vera frjáls að stunda sína trú að vild, en ekki að leggja trúarlegar skyldur eða kvaðir á nágranna sína. Ríkisvaldið verður að taka hreina afstöðu gegn hvers konar stuðningi við trúarbrögð og hætta algjörlege að taka trúarlegar forsendur gildar við setningu laga og reglugerða.

Við getum ekki bannað múslímum að koma til landsins, eða að stunda sín trúarbrögð, öðruvísi en að eyðileggja hið lýðræðislega réttarríki sem við búum við. Ef við viljum varðveita núverandi kerfi verðum við að gera það trúlaust með öllu, það er eina vörnin gegn trúarnötturum hvort sem þeir eru íslamskir eða ekki.

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.11.2013 kl. 14:43

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Bryjólfur

Þakka þér fyrir langa og vandaða umsögn sem ég er að mestu leyti sammála.  Það sem er mest um vert er að halda sér á málefnalegum grunni og gæta hófstillingar í umræðunni. Það er ekkert að því almennt að vera ósamála um einhver atriði og mér er ánægja að birta allar athugasemdir þar sem þetta er virt. Hins vegar leyfi ég ekki lengur athugasemdir við bloggfærslur mínar ef menn gæta ekki að góðum siðum. Ruddaskapur af ýmsu tagi verður að finna sér vettvang annars staðar. Þetta segi ég alls ekki vegna skrifa þinna heldur eru þetta skilaboð til þeirra sem ekki kunna þessa sjálfsögðu mannasiði.

Ég er sammála þér að trúarbrögð eru einkamál hvers og eins og ég er sömuleiðis alveg sammála því að ríkisvaldið á að tryggja trúfrelsi eins og trúfrelsið er skilgreint í stjórnarskránni. Ákvæði stjórnarskrár Íslands um trúfrelsi er ekki án skilyrða.  Í 63. gr. segir:„Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu." 

Samkvæmt þessu nær trúfrelsið ekki til íslam því íslam er andstætt allsherjarreglu, þ.e. gegn lögum landsins en erfiðara er auðvitað að skilgreina hvað gott siðferði er þó að ég efist ekki um að langflestir Íslendingar sem settu sig æsingalaust inn í grundvöll íslam kæmust að þeirri augljósu staðreynd að íslam samræmist ekki góðu siðferði jafnvel þó að lang flestir múslímar séu prýðisfólk eins og flestir eru inn við beinið. Nokkur dæmi um hvernig íslam brýtur gegn allsherjarreglu:

Misrétti milli karlmanna og kvenna.

Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa.

Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú

Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð

Limlestingar fyrir t.d. þjófnað.

Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam.

Bann á tjáningarfrelsi um íslam.

Dauðarefsingar fyrir að hallmæla Múhammeð.

Karlmönnum er leyft að eiga 4 konur.

Fullorðnir menn mega giftast stúlkubörnum og hafa við þær mök eins og Múhammeð gerði.

Flestum yfirsést að íslam er ekki fyrst og fremst trúarbrögð til einkanota heldur aðallega pólitískt stjórnkerfi sem nær til einkalífs fólks sem og opinberrar stjórnsýslu og til þess ætlað að ná heiminum öllum undir sharíalög eða Allah, sem er hatursfullur guð og alls óskyldur guðsmynd annarra trúarbragða. Ákvæði um trúfrelsi eiga því engan veginn við og frekar spurning um hvort þurfa að leyfa eða banna íslam á grunvelli reglna um félagafrelsi.

 Hins vegar get ég ekki fallist á að meirihluti þjóðarinnar megi ekki ákveða að hér skuli vera þjóðkirkja þó að ég sé ekki í henni sjálfur. Ég ákvað að ganga í Óháða söfnunðinn á sínum tíma þegar góðkunningi minn varð þar prestur til að styðja hann.

Ég er sjálfur ekki trúaður maður þó að ég sé kristinn og vilji vera það. Ég hef þó frá barnæsku dáð persónu Jesús Krists og skiptir þá litlu máli fyrir mig hvort hann var til eða ekki og fullyrðingar trúaðra að hann hafi verið sonur guðs er í mínum huga aðeins sniðugt trix til þess að fá vanþroskað samfélag manna til að meðtaka þennan uppbyggilega og skynsamlega siðaboðskap sem kristnir menn boða og margir ástunda einnig. Dálæti minn á kristni hefur aukist mjög verulega eftir að ég fór að kynna mér íslam í ríkara mæli. 

 

Valdimar H Jóhannesson, 12.11.2013 kl. 16:06

5 identicon

MÚHAMEÐ SPÁMÐAUR LÝSTI YFIR STRÍÐI Á HENDUR EKKI-MÚSLÍMUM

Það gerði hann fyrir 1400 árum og þær skipanir um hernaðaraðgerðir standa óbreyttar enn eftir skrifara hann þann dag í dag. Hann skipaði múslímum að drepa ekki múslíma ef þeir játuðust ekki undir Íslam. Þetta gerir hann í fjölda ,,heilagra“ versa , sem múslímar trúa á og fara eftir. Hér eru sýnishorn úr umræðuþætti David Wood eftir hryðjuverkin þann 21.-24. September s.l. í WestGate verslunarmiðstöðinni í Nairóbí í Kenya.

01:50 - Kóraninn: ,,Berjist við þá sem ekki trúa á Allah“ (9. Kafli Kóransins vers 29).

01:56 - Kóraninn: ,,Berjist af hörku við ,,trúleysingjana og hræsnarana“ og verið ósveigjanlegir gagnvart þeim.“ (9. Kafli Kóransins, 73 vers).

02:02 - Kóraninn: ,,Berjist við þá ,,trúleysingjana, sem eru í nágrenni ykkar og látið þá kenna á hörku ykkar.“ (9. Kaflinn, 123 vers).

Sjá einnig vers 9:5 og 8:39.

Múslímar eru því í stríði við okkur ekki-múslíma samkvæmt hugmyndafræði sinni í Kóraninum. Henni eiga þeir að framfylgja í stigum eftir fjölda þeirra í gestgjafaþjóðfélaginu. Þetta kallast á þeirra máli ,,J1had“ er og ein af þrem æðstu dyggðum sem nokkur múslími getur gert til að tryggja sér vist í Paradís.

Er ekki kominn tími til þess að við vöknum til þessa veruleika og gerum viðeigandi ráðstafanir?

Fyrirlestur Davids Woods um Westgate hryðjuverkið er á þessari slóð:

http://hrydjuverk.com/2013/10/12/fjoldamordid-i-westgate-verslunarmidstodinni-og-islam/

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 16:17

6 identicon

Þakka gáða ábendingu um skoðun múslimskrar koni í Noregi. Eina fólkið á vesturlöndum sem gerir sér grein fyrir "hinni ógnvænlegu hættu sem Islam er" eru múslimarnir sjálfir og svo nokkrir hugsandi vesturlandabúar, sem fer fjölgandi sem betur fer.

Það á að skylda nemendur í framhaldsskólum að lesa Kóraninn. Það eru ógríni tilvitnana í Gamla og Nýja testamenntið og bróðurparturinn rangtúlkaðu - af ásettu ráði -. María mey átti Jesú-barnið undir pálmatré úti í eyðimörkinni og hún var einsömul, en það kom engill og sagði henni að ekki óttast því bla, bla, bla.

Einn af sonum Nóa drukknaði í syndaflóðinu, því hann neitaði að fara um borð í skipið (Örkina) , því hann hafði fundið fjall sem hann ætlaði til. Ekki er gefið upp hver af sonunum þetta var. María er talin systir Móse - þótt það skilji aðeins 1400 ár á milli þeirra -. Múslimi sem er fræddur upp úr Kóraninum hefur fullkomnar ranghugmyndir um hinn vestræna heim og Islamistar eru hættulegir sínu umhverfi allsstaðar.

Bókin er öll í þessum dúr og ætti að banna hana fyrir utan hin múslimska heim.

Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 17:29

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er búinn að hugsa mikið um þetta síðan straumurinn af múslímum inn í norðurlöndin hófst. Ég er þeirrar skoðunar að þeim sem líkar ekki lífsmátinn í sínu landi og vilji vera til dæmis á norðurlöndum. þá verði þeir að lifa eftir reglum þess lands sem þeir flytja til. Ekki er hægt að koma bara og umbreyta öllu.Vinur minn sem rekur veitingahús á einu norðurlandana varð til dæmis að hætta að steikja matinn í svínafeiti, en það er mikið um múslíma þar. Það hefur þurft að breyta matarræði margra skóla og svo framvegis. Ég myndi ekki þora að taka þá áhættu að leifa múslímum að byggja Mosku hér á landi. Þeir norðurlandabúar sem eru hrifnir af Kóraninum ættu þá bara að flytja til Íran og prófa að lifa eftir honum að hætti múslíma, venjulegt fólk myndi ekki eiga mök við 8 ára barn! það ætti að vera dauðasök að mínu mati, við myndum ekki koma fram við konurnar eins og þeir gera og  leifa fjölkvæni, viljum við svona fólk inn í landið? Ekki ég og ég vona að stjórnmálamenn hafi kjark til að koma í veg fyrir það.

Eyjólfur G Svavarsson, 13.11.2013 kl. 11:30

8 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir þetta Valdimar. Mjög áhugavert.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 13.11.2013 kl. 16:57

9 identicon

Ef ég væri með veitingastað, þá myndi ég steikja allt upp úr svínafeiti. Mannfólkið hefur borðað svínakjöt í árþúsundir og þótt einhver aðkomudýr frá Afríku og Austurlöndum komi hingað á ekki að þurfa að fara eftir þeirra kröfum. Ef þeir sætta sig ekki við aðstæður, þá eiga þeir að flytja til baka heim til sín. Þetta eru vandræðagripir og verða aldrei annað.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 17:56

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta snýst að lokum um algeran aðskilnað trúsamfélaga/trúflokka og ríkis, sama hvaða nafni söfnuðuinn heitir, það er það sem er hið raunverulega trúfrelsi og eina færa leiðin til að fólk af ólíkum uppruna geti lifað saman í hvort sem er sama landi, samfélagi, heimsálfu eða veröldinni sem slíkri, leiðin þangað er löng, en hún styttist ekki við hvetja til einagnrunar og fyrirlitngar eins og kemur fram hjá sumum hér.

Miklir glæpir hafa verið framdir í nafni guðs og spámanna hinna ýmsu trúarbragða, mikil og góð gildi má einnig finna í öllum trúarbrögðum, en það þýðir ekki að þessi sömu trúarbrögð eigi einkaréttinn á góðu gildunum, þvert á móti hefur trúarlega óháð samfélag miklu betri möguleika til að setja sér lög sem eru fyrir alla sína þegna án innblöndunar trúflokkanna.

Verð að hæla Valdemar fyrir góða þýðingu á "bréfi" hinnar "múslímsku" konu, það er ekki þar sem villurnar eru, en fyrir glöggt auga og opið sinn, (Frank Zappa, held ég,  sagði að  sinninu mætti líkja við fallhlíf, gagnslaust ef ekki opið ) má sjá ýmislegt hjá henni  þar sem hún blandar saman sjálfsögðum og augljósum hlutum í trúfrjálsu samfélagi, og því sem kalla má varúðarljós, læt aðra um að finna það sjálfa, eða halda sínu sinni lokuðu.

En svo er (að mínu mati) svolítil mótsögn hjá Valdemar í þessu hér:

"...en það er óneitanlega miklu þægilegra að yppta öxlum og jafnvel telja sig betri mann fyrir vikið. Eins og enskir segja: See no evil, hear no evil and speak no evil..."

Er ekki einmitt það sem gerist ef við snúum baki við vandamálinu og leyfum þessu að "grassera" í friði einhverssannarsstaðar ?

Kristján Hilmarsson, 13.11.2013 kl. 22:12

11 identicon

Kristján H. - "þetta snýst að lokum um algjörann aðskilnað trúsamfélaga/trúflokka og ríkis! - Rangt!

Islam er stjórnmál fyrst og fremst og þess vegna ríkið og islam þýðir jafnframt undirgefni við Allha. Lestu greinina aftur og áttaðu þig á því, að stjórnarskránni var býtt út í Íran fyrir SHARÍALÖG. Allstaðar sem múslimar hefa náð ákveðnum íbúafjölda í einhverju landi, sem er 4-5% (13000 á Íslandi), þá er garenterað yfirgangur og skemmdarstarfssemi af þeirra hálfu.

Enska tilvitnuninn er ágætt dæmi um Bretland. Þar eru islamistar að koma öllu til helvítis og enska samfélagið ræður ekki lengur við þá. Það er JIHAD og ekker annað sem gildir í Islam. Því miður eru allt of fáir sem átta sig á ástandinu og þessvegna virðingarvert að Valdimar setti þessa grein inn á sitt blogg.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 11:24

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Lýðræði snýst um að leyfa meirihlutanum að afnema lýðræði. Ef grant er skoðað getur þetta sama átt við um trúfrelsi. Góðir menn fengu því framgengt árið 1000 að Íslendingar fengju að blóta á laun, enda væri ekki vitnum við komið. Vonandi verður ekki breyting þar á.

Sigurður Þórðarson, 22.11.2013 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 192275

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband