Leita í fréttum mbl.is

Rétt samhengi?

Þó að skotgleði og byssueign Bandaríkjamanna sé sannarlega ljóður á fari þeirra er afar hæpið að þessi frétt hafi verið sett í eðlilegt samhengi. Það hefur alveg legið ljóst fyrir síðan ég fór að fylgjast með fréttum klukkan 8 í morgunn að svo er ekki. Þá lá ljóst fyrir þeim sem afla sér frétta víðar en í íslenskum fjölmiðlum að árásarmaðurinn er íslamisti, þ.e. maður sem gengst ákaft upp í íslam.  Hann hafði í þokkabót nýverið í Saudí Arabíu þar sem hann hafði gifst konu sem einnig virðist hafa verið íslamisti en fréttir benda til þess að hún hafi verið með honum í skotárásinni.

Eins og alltaf er þegar múslímar drepa fólk skilur enginn neitt í neinu. Þetta var svo ósköp þægilegur ungur maður, fæddur í Bandaríkjunum, velmenntaður og með góða vinnu. Hann var að lifa ameríska drauminn eins og sagt er um þá sem vegnar vel þar í landi.

Samstarfsmenn hans, sem hann drap, voru á jólaskemmtun. Eins og oft brá hann sér frá til að fara til bæna eins og faðir hans hefur upplýst en kom til baka alvopnaður með konuna og drap af miskunleysi 14 trúleysingja og særði a.m.k. 17.  Rétta samhengið er sem sagt: múslími,jihad, trúleysingar, fjöldamorð.


mbl.is Blóðdropinn sem fyllir mælinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Valdimar

Mikið rétt hjá þér. Ef maður vill fylgjast með því sem er að gerast í hinum stóra heimi notast maður ekki við íslenska fréttamiðla, en maður reynir að velja þá miðla sem leggja sig fram við að segja réttilega frá atburðum.

Höfuðpaur þessarar árásar Syed Farook 28ára og kona hans Tashfeen Malik 27ára. Það segir frá því að Syed sem var múslími hafi undanfarið lagt meira kapp á trúariðkun sína.

Það segir einnig frá því að þau hafi verið búin að leggja sprengigildrur í húsi sínu, nokkuð sem hefur tekið talsverðan tíma að undirbúa.  Þannig að ekki var um skyndi ákvörðun að ræða, heldur vel undirbúna árás. Þau áttu greinilega ekki von á því að snúa aftur.

Sex mánaða barn þeirra skildu þau eftir hjá ættingja Syeds áður en farið var af stað í ódæðisverkið.

Það sem byssumenn í Bandaríkjunum óttast við að missa vopn sín í hendur stjórnvalda er að geta ekki varist öfgamönnum sem þeim sem hér um ræðir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.12.2015 kl. 15:29

2 Smámynd: Óskar

Semsagt að því að í þessu tilfelli var byssumaðurinn múslimi þá er þetta bara í allt öðru samhengi?  Staðreyndin er sú að af öllum þeim fjöldamorðum sem við höfum heyrt af í Usa bara á þessu ári þá er þetta sennilega fyrsti morðinginn sem er múslimi og þá er þetta eitthvað öðruvísi?  nei, klikkhausar finnast í öllum trúarbrögðum.

Óskar, 3.12.2015 kl. 17:42

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaninn má réttilega vera stoltur af vopnaeign sinni, og enginn ljóður þar á.

Ekki falla fyrir fasistaáróðrinum.  Vopn í almannahöndum eru bara af því góða.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2015 kl. 18:08

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Óskar

slapp óvart inn með athugasemdina sína. Yfirleitt reglan að birta ekki frá þeim sem vilja koma fram nafnlausir né heldur frá þeim sem eru .með endalausar málalengingar og eru alveg ómóttækilegir fyrir helstu rökum.

Það er alls ekki rétt há Óskar að þetta sé eina hryðjuverk múslíma á þessu ári í USA. Í júlí vann ungur múslímivoðaverk í Chattanooga þar sem fimm lágu eftir dauðir og nokkrir særðir. Þá lágu 2 í valnum þegar jihadistar réðust á málfrelsisþing á árinu í Texas. Auk þessa komu lögregluyfirvöld í veg fyrir nokkrar árásir.

Múslímar eru ennþá hlutfallslega mjög fáir í USA. Því miður má fullyrða að þessum árásum mun fara fjölglandi á næstunni þar sem annars staðar.

Valdimar H Jóhannesson, 3.12.2015 kl. 21:13

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ásgrímur

almennt er ég ekki sammála þér um þetta. Ég er almennt hræddur við mikla vopnaeign almennings vegna þess hve miklar líkur eru til þess að voðaverk séu unnin í stundaræði.

Valdimar H Jóhannesson, 3.12.2015 kl. 21:16

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir að upplýsa menn hér, Valdimar. Ég hafði ekki fylgzt, að heitið gat, með þessu máli, eftir að rannsókn þess var lengra komið, og sé, að vitaskuld var ekki hægt að treysta okkar slöppu íslenzku fjölmiðlum fyrir því að koma því skýrt á framfæri, að þetta var enn eitt hryðjuverk öfgamúslima. En það var jafnvel ekkert um þetta mál í þykkum Mogga gærdagsins, ekki frekar en í Sjónvarpinu um kvöldið, og ekkert hef ég séð um, að þetta væru múslimar í erlendum fréttum Mbl.is, þetta virðist nýjasta fréttin þar um málið: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/12/03/thau_voru_i_herferd/ (3/12, frétt upp­færð þann morgun kl. 6:39), þar sem fram kemur, að "lög­reglu­stjór­inn í San Bern­ar­dino seg­ir að fólkið hafi vitað ná­kvæm­lega hvað það var að gera og þau hafi komið í her­ferð á sam­kom­una" (aðstæður á heimili þeirra, með sprengjulagningu, bera því líka vitni, að þetta var vandlega undirbúið). En ekkert er minnzt á islamska trú þeirra í Mbl.is-fréttinni, þótt nöfnin gætu bent lesendum á þann möguleika, m.a. að mágur karlsins heitir Far­h­an Khan. En nú eru, hjá þér, komnar fram óyggjandi upplýsingar um þetta mál.

Já, sannarlega fróðlegt, að þetta voru jihadistar. Svo er meðvirkur evrókratinn Óskar að reyna að malda hér í móinn gegn áyktunum þínum, Valdimar, en réttilega snýrðu hann niður með góðum rökum, og rétt er það hjá þér, að ekki eru margir islamstrúar í Bandaríkjunum, því að múslimar voru ekki nema 0,6% af Bandaríkjamönnum árið 2007, skv. áætluðu mati í CIA-Factbook.*

En Tómas Ibsen á líka mjög gott málefnalegt innlegg hér, þökk sé fyrir það, og mætti hann gjarnan skrifa um málið á vefsíðu samtaka okkar, KS, á Krist.blog.is.

* https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/us.html

Jón Valur Jensson, 4.12.2015 kl. 05:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er reyndar yngri frétt á Mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/12/03/skotaras_numer_355_i_ar/ (kl. 10:18 í gæmorgun, upp­færð kl. 11:03),

en þar er sagt: "Ekki er vitað hvort árás­in teng­ist hryðju­verka­sam­tök­um en það hef­ur ekki verið úti­lokað af hálfu banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni (FBI)."

Nú veit ég hins vegar miklu betur, þökk sé þér, Valdimar! 

Jón Valur Jensson, 4.12.2015 kl. 05:26

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt að það lágu tveir mússar í götuni eftir skotbardaga fyrir utan listasýningu í Texas á skopteikningum af Múhameð og Allah.

Það er mikill fjöldi af fólki sem eru með leifi til að bera skotvopn í Texas og ef ég man rétt að þá var það lögreglumaður sem var utan vinnu sem kom auga á mússana og afstýrði illverkum þeirra. yfirleitt í Texas þá bera lögreglumenn skotvopn þó þeir séu ekki í vinnuni. 

Það má segja að það sé heppni að ekki urðu fleirri sem létu lifið eða særðust í Kaliforníu, hugsið ykkur ef þessi indælu hjón hefðu notað eitthvað af þeim mörgu heimatilbúnu sprengjum sem fundust í heimakynum þessara friðsælu múslima.

Hvað ættli planið hafi verið með allar þessar sprengjur?

En að hlusta á fréttir hér í USA þá er ekki allt rétt sem er sagt t.d. á sjónvarpsstöðvunum, ég held það hafi verið NBC, skiptir ekki máli hvaða stöð það var, nær allar eru með nefið í afturenda Obama, það var einhver hryðjuverkasérfræðingur sem hélt því fram að indælu hjónin hafi verið hægri öfga sinna repúblikanar.

Nú vita menn betur, sem sagt ekki að trúa öllu sem fólk sér eða heyrir í fjölmiðlum, sérstaklega þegar atburðurinn er að gerast eða nýbúinn að gerast. Um að gera að fólk bíði eftir upplýsingum frá yfirvöldum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.12.2015 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192246

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband