Leita í fréttum mbl.is

Ekki mikið álit á guði

Því ber að fagna að langflestir íslenskir læknar,- á fimmta hundrað talsins, skuli hafa siðferðislega burði til að standa með frumvarpi Silju Daggar, sem er stefnt gegn umskurði sveinbarna á íslandi. Þeir láta það fylgja með yfirlýsingu sinni að umskurn drengja stuðli ekki að betri heilsu né hafi fyrirbyggjandi áhrif og eiga þar sennilega aðallega við hugmyndir um að umskurn bægi frá hættu á meini í getnaðarlim. Þvert á móti valdi þessi aðgerð sársauka og geti leitt til alvarlegra og jafnvel langvarandi fylgikvilla. Læknar sverja við Hippokratis að rækja starfs sitt „umfram allt ekki til skaða“. Það skyldu fleiri gera og þá sérstaklega þeir sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á framvindu þessa máls.

Læknarnir láta þess ekki getið að fjöldi sveinsbarna deyr eftir þessar aðgerðir. Í Bandaríkjunum einum eru skráð hátt í 200 slík dauðsföll árlega en allir vita að þau eru miklu fleiri. Mikillar viðleitni gætir að skrá aðrar dánarorsakir en umskurðar til þess að fela þessi skammarlegu tilfelli. Ef sveinbarn smitast t.d. af heilahimnubólu í gegnum sárið á limnum þá er heilahimnubólga skráð sem dánarorsök þó að ljóst sé að hann hefði aldrei smitast án þessarar ónauðsynlegu og skaðlegu aðgerðar. Auk líkamlegra afleiðinga kemur svo til andleg kröm, sem umskornir einstaklingar hafa sumir hverjir kvartað undan.

Það þarf ekki að fjölyrða um fjölda dauðsfalla þar sem umskurðir eru gerðir utan spítala af ófaglærðum. Til marks um það er sú regla í gyðingdómi til forna, að hafi foreldrar misst þrjú fyrstu sveinbörn sín eftir umskurn þá þurftu þau ekki að láta umskera þann fjórða. Kannski vilja þeir sem leggjast gegn þessu frumvarpi innleiða í þess stað í lög á Íslandi, að gyðingar og múslímar á Íslandi megi ekki umskera fjórða sveininn ef aðgerðir hafa mislukkast svona leiðinlega með þá fyrstu þrjá!

Andstæðingar frumvarpsins hérlendis láta svo sem að þeir sem styðja frumvarpið séu haldnir gyðingahatri. Gyðingar skilji það svo að að því sé beint gegn gyðingdómnum. Umskurn drengja sé hluti af sáttmála gyðinga og guðs og því væri samband gyðinga við guðdóminn í hættu a.m.k. hér á landi. Ég hef alltaf talið mig vera stuðningsmann gyðinga og hef komið fram sem slíkur. Þessi sjónarmið eru móðgandi gagnvart gyðingum að mínu mati. Ég tel gyðinga fullfæra um að skilja sjónarmið annarra en sjálfra sín. Þeir væru ekki sú frábæra þjóð sem raunin er ef þeir gætu það ekki.

Þá eru þessi lög að sjálfsögðu engin hindrun í því að múslímar jafnt sem gyðingar geti komið til Íslands og búið hér , jafnt umskornir sem heilir, konur sem karlar. Hér er þegar búsettur mikill fjöldi umskorinna karla og kvenna og ekkert sem við getum gert við því nema sýna samúð með þeim vegna þess ofbeldis sem þau máttu þola sem börn og búandi við afleiðingar þess síðan, - fengu ekki að njóta verndar barnasáttmála SÞ eða almennra mannréttinda. Þeir gyðingar og múslímar sem hafa áhyggjur af sambandi við guðdóminn ættu að hafa þess völ sem fulltíða menn að láta umskera sig ef þeir geta fengið lækni til starfans.

Umskurn drengja byggist á gamalli bábilju, - er eins konar blóðfórn sem jafnt gyðingar sem múslímar eiga að taka til endurskoðunar svo ekki sé talað um hina hryllilegu umskurn á múslímskum stúlkum. Það væri ekki merkilegur guð sem klúðraði svo sköpunarverkinu að byrja þarf á að leiðrétta það um leið og það birtist mönnunum. Þeir, sem styðja áframhaldandi umskurn, hafa ekki eins háar hugmyndir um guðdóminn og ég hef, nánast trúlaus maðurinn. - Vinur er sá er til vamms segir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er afstaða "GUÐS" ekki nokkuð skýr í NÝJA-TESTAMENTINU

MÁLGAGNI KRISTINNA MANNA?:

I. Korintubréfi 7.kap 18-19. versi

"Sá sem er óumskorinn, láti ekki umskera sig.

Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs."

(Eins og BOÐORÐIN 10).

Jón Þórhallsson, 2.3.2018 kl. 13:55

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Jón

ef menn þurfa að leita til Nýja Testamentsons til að réttlæta afstöðu sína gegn umskurn má líka vísa í Pál postula í Postulasögu 15. kafla. Þó að önnur afstaða væri tekin í þessu gamla riti væri samt alltaf rétt að hafa það sem sannara reyndist en öllum er uppá lagt að hafa sannleikann ævinlega að leiðarljósi. Það boðar Kristur og það boðar heilbrigð skynsemi.

Valdimar H Jóhannesson, 2.3.2018 kl. 14:15

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ætli Guð hafi ekki vitað hvað Hann var að gera er Hann gaf Abraham fyrirmæli um umskurn??? Jóhannes skírari var umskorinn á áttunda degi og það sama átti við sjálfan Jesú Krist (Messías). 

Gyðingar sem tóku trú á Drottinn héldu í umskurnina. Á fundi postulanna ásamt Páli og fleirum er haldinn var í Jerúsalem kröfðust sumir farísea, sem tekið höfðu trú á Drottinn, að heiðnir menn sem tóku trú, urðu kristnir, skyldu umskerast. Eftir miklar umræður um mál þetta var komist að þeir niðurstöðu að heiðnir þyrftu ekki að umskerast, en hvað Gyðinga varðar var engin slík ákvörðun tekin. Um þetta má lesa í 15.kafla Postulasögunnar frá 1. til 33. vers.

Gyðingar hafa haldið í þessa hefð og vísa þar til fyrirmæla Guðs til Abrahams og aftur er Hann gaf Móse þau sömu fyrirmæli.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2018 kl. 14:52

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú leggur alltaf gott til málana, og er mikill fengur í þínum skrifum. 

Við biðjum Þingið að bjarga Semítabörnunum, þá á ég við Múslima og Gyðinga börnunum.

Ég er farin að skilgreina trú, sem það sem við vitum réttast og teljum rétt í dag. Við skiljum að hluta að það sem Kristur boðar er rétt, og viljum að hluta fara eftir því.

Kristnin, hinar ýmsu kenningar, eru stundum ekki alveg í takt við kenningar Jesú, og frásögnin getur hafa skolast til.

Ég segji að ég sé 99,9 % nústaðreyndatrúar, akademisk trúar,og svo 0,01% Kristinn, og þá á það sem Jesú boðar.

Jesú boðaði trú Gyðinga, og jafnvel er boðum hans trúin sem var boðuð, um og fyrir Krist.

Gyðingar fengu leyfi hjá Rómarvaldinu, ca 70 eftir Krist til að stofna Rabbina skóla í Jamnia og að kenna þá það sem Rómverjar sættu sig við.

Egilsstaðir, 02.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.3.2018 kl. 16:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Gamla testamentið "gömul bábilja" í augum þínum, vinur? Ekki í augum Krists!

Jón Valur Jensson, 2.3.2018 kl. 16:49

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ótrúlegt að nútíma upplýst fólk skuli réttlæta þennan ósóma með tilvitninar í menn sem voru uppi fyrir árþúsundum þegar viðhorf fólks voru að sjálfsögðu allt önnur en nú. Gyðingar og aðrir sem þetta stunda hljóta að fara að afleggja þessa forneskju

Þórir Kjartansson, 2.3.2018 kl. 18:01

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jón Valur og Tómas Ibsen

Þórir Kjartansson svarar hér að ofan í svipuðum dúr og ég hefði svarað ykkur sjálfur.  Þið virðist ganga út frá því að Gamla Testamentið sé guðs innblásið verk meðan ég ég lít svo á að það sé mannanna verk og því barn síns tíma. Mannkyninu almennt hefur farið fram síðan bækur Gamla testmantsins voru færðar í leltur og einnig síðan Kristur gékk um og boðaði mönnum skynsemi í umgengni og fagurt líferni. Við sem teljum okkur kristin í almennum lífsháttum er því sæmst að umgangast aðra í anda kristninnar að koma svo fram við aðra sem við viljum að komið sé fram við okkur sjálf. Ég þakka foreldrum mínum fyrir að sjá til þess að hafa ekki verið umskorinn þó að einhverjir foreldrar hafi þá gert slíkt á Íslandi í góðri trú. Faðir minn var læknir og vissi því vel að slíkar aðgerðir voru aðeins til skaða fyrir utan að vera tilgangslausar. Og Jón Valur auðvitað er til bábiljur í gamla testamentinu og ekki furða með svo gömul rit. Og hvernig var það með krist? Fór hann ekki í uppreisn gegn bábiljum gyðingdómsins á hans dögum: Eða er það einhver misskilningur í mér?

Valdimar H Jóhannesson, 2.3.2018 kl. 20:00

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jónas 

ætli við séum ekki á svipuðum slóðum með okkar trúarbrögð eins og svo margir eru. Hverjum er þó frjálst að hafa þá trú sem honum hentar svo lengi sem það er ekki öðrum til skaða. Um það snýstd einmitt sú villimennska að umskera börn. Hver sem er getur látið umskera sjálfan sig, karlar jafnt sem konur svo fremi að þau fái lækna til að taka að sér slíkt verk en læknar myndu væntanlega kanna vel hvort andleg heilsa væri nægjanleg til að taka slíka ákvarðanir.

Valdimar H Jóhannesson, 2.3.2018 kl. 20:04

9 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Valdimar

Ég er á þeirri skoðun að þeir sem að segjast vera Kristnir eigi að fara eftir Nýja Testamentinu og í því sambandi hérna Títusarbréfi 1: 10-14, en þeir sem að mæla með og styðja umskurn drengja eigi hins vegar EKKI heima í kirkju, heldur í Synagogu eða einhverjum öðrum söfnuði:

"Því að margir eru þverbrotnir og fara með hégómamál og leiða í villu, allra helst eru það þeir sem halda fram umskurn, og verður að þagga niður í þeim. Það eru mennirnir, sem kollvarpa heilum heimilum, er þeir kenna það, sem eigi á að kenna, fyrir svívirðilegs gróða sakir. Einhver af þeim, eigin spámaður þeirra, hefur svo að orði komist: "Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar." Þessi vitnisburður er sannur. Fyrir þá sök skalt þú vanda harðlega um við þá, til þess að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
og gefi sig ekki að gyðingaævintýrum og boðum manna, sem fráhverfir eru sannleikanum" (Titusarbréf 1:10-14).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.3.2018 kl. 20:18

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Menn spyrja hvort ætli sé nú meiri synd, að benda á þessa áhættur varðandi Herpes- og STD smit eftir umskurnina eða hitt að styðja og mæla með umskurninni án þess að minnast á þessar lífshættulegu áhættur?

How 11 New York City Babies Contracted Herpes Through Circumcision

Two more babies stricken with HERPES after ritual oral blood sucking ...

Baby Dies of Herpes in Ritual Circumcision By Orthodox Jews

New York Baby Infected With Herpes After Metzitza...

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 2.3.2018 kl. 20:30

11 identicon

Shaye J.D. Cohen, prófessor í hebreskum fræðum í Harvard, heldur því fram að Gyðingar hafi tekið þennan sið upp, að umskera drengi, í útlegðinni í Babýlon á 6. öld f. Kr. Ástæða þess hafi verið sú að þeir vildu halda þeim aðgreindum þá frá öðrum. (Og e.t.v. til þess að auka samheldni þeirra ?)

Heimild: "The Bible´s buried secrets".

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.3.2018 kl. 21:11

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Hörður

þakka þér fyrir þessa athugasemd sem sannar ennú og aftur hvað þetta er fáránlegur siður og tímabært að lesa siðmenningu heimsins við hann. Með þessu eru þeir teknir úr umferð Abraham og guð sjálfur. Ætli þeir séu ekki þakklátir fyrir það!

Valdimar H Jóhannesson, 2.3.2018 kl. 22:02

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fálmandi getgátur þessa próf. Cohens eru ekki studdar neinum fullgildum rökum og eru því að engu hafandi, þvert gegn texta Ritningarinnar.

Kristur staðfestir, að Gamla testamentið er orð Guðs. "Ritningin getur ekki raskazt," segir hann (Jóh.24.27). Reyndu ekki að hnekkja því!

Hjákátlegt og reyndar raunalegt er að tala um að mannkyninu almennt hafi "farið fram síðan bækur Gamla testmantsins voru færðar í leltur og einnig síðan Kristur gékk um," en hvað þá með öll þjóðamorð og stríðsslátrun 20. aldar og fram á þá 21.?  Hvað með siðleysi bóluáranna og þeirra ríku hjá okkur sjálfum? Og hafa ráðamenn hætt að hlaða undir sig? Eru þeir kannski á sama þingfararkaupi og Jón Sigurðsson á 19. öld? Vertu ekki með þessa fáránlegu yfirburðahyggju montinna nútímamanna, Valdimar!

Nútímavætt áthorítet þitt og allra samtíðarmanna okkar, sem eru sama sinnis, Valdimar, er EKKERT, það bliknar með öllu hjá kennivaldi hins eilífa Sonar Guðs og mannsins Jesú Krists. Það er partur af kristinni trú að vita þetta, en sorglegt hve margir hafa villzt af þeim vegi. Hér má hins vegar fyllilega mæla með orðum Tómasar Ibsen hér ofar.

En þú ætlar þér, Valdimar, að "taka úr umferð Abraham og Guð sjálfan"!!!!!!!

Hybris, segi ég, og dramb er falli næst. En forði þér Guð (já, því að hann er til!) frá öllu illu, vinur!

Jón Valur Jensson, 3.3.2018 kl. 09:36

14 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Valdimar og takk fyrir góðan pistil. Algjörlega sammála þér.

Það virðist samt flækjast fyrir mörgum, að við lifum nú á árinu 

2018. Þegar gamlar bækur voru skrifaðar, af mönnum, þá var jörðin

flöt ekki satt. Ekki nema rúm 300 ár síðan Gallileo karlin var 

fangelsaður fyrir það að finna það út að jörðin væri ekki miðja

alheimsins, og það af fólki sem vitnaði í slíkar bækur.

Sem betur fer þróumst við áfram, en ef sumir fengju að ráða,

sætum við í sömu gömlu kreddunum og td. það sem hrjáir múslima.

Þar er árið 1439 og breytis næsta 21 sept.í 1440.

Og þar er fullt af liði sem heldur í þesar gömlu forneskjur.

Ekki furða að allt sé í klessu þar.

Læt hér fylgja með athugasemd sem ég gerði á bloggi ekki alls

fyrir löngu...

Umskurður, hverjum sem hann er stunadður á, er ekkert

annað en ofbeldi af verstu gráðu. Þá skipta ekki hefðir

eða trú neinu máli. Þegar kemur að réttindum þeirra sem

ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, þá

myndi maður ætla, að þeir, drengir, í þessu tilfelli,

hefðu einhern rétt á því að fá um það að segja hvort

þeir vildu umskurð eða ekki.

Trú eða siðir, geta ALDREI, og eiga EKKI að taka þau

mannréttindi sem hvert barn hér í heimi fær í vöggugjöf.

Það er,frelsi til lífs og sjálfstæðis.

Þeir sem reyna að réttlæta þennan viðbjóð, geta alveg

eins tekið undir giftingu stúlkubarna, vegna þess að það er

hefð í "sumum trúarbrigðum" að gifta ungar stúlkur

eldri mönnum, og þar með er hægt að réttlæta

það vegna siða og trúar.

Það er ekkert annað hvort, eða.

Annað hvort ertu fylgjandi lim-lestingum og ungbarnakvæni,

eða með þeim lífsrétti sem hver einstaklingur á að

fá og hafa um sjálfan sig.

Svo einfallt er það.

Afsakðu hversu langt þetta var hjá mér, en mér finnst

þetta mjög mikið réttindamál hvers einstaklings.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.3.2018 kl. 10:42

15 Smámynd: Örn Einar Hansen

Guð þetta, og Guð hitt ...

Hver er þessi Guð, hvar er hann ... af hverju lætur hann ekki sjá sig, og talar sjálfur sínu eigin máli.  Þarf þessi "frumvera" að notast við fasista til að fá talan fyrir sínu máli?

Það er meiri ástæða til að trúa á tilvist Jólasveinsins, sem á sér marga "líka" í sögunni og þó að hann sé umlyktur bábilju, þá á hann sér stoð í raunveruleikanum.  Þessi svokallaði "Guð", á sér talsmenn í "Móses", sem aldrei var til ... en vegna "kynþáttahaturs" sem hefur verið vandamál allra frá mið-austurlöndum frá upphafi, þá má ekki kalla hann Ramses ... og sagan um barnið á Nílarfljóti, varð að breita eftir aðstæðum.  Úr egypskum málum, yfir í afbakaða lygasögu.

Og hver eru svo "boðorð" þessarar fínu "fasista" fornra tíma?

Dreptu alla, konur börn gamalmenn ær svín og asna þeirra líka.

Og hver erum við í augum þessa "góða" fólks?

Goyim, eða Apistos ...

Og hvað segir þessi "fína" bók, um hvað eigi að gera við okkur?

Drepa okkur öll ... og þeir sem ekki deyja, eiga að lifa í eilífu helvíti.

Huggulegur andskoti, eða hitt þó heldur.

Fólk, sem heldur uppi þessum "ritningum", á að skammast sín ... ef það hefur vit á því.  Hvort sem þeir gera það sem Kristnir, gyðingar eða Múslimar.

Og við hinir, sem ekki trúum þessum "óhugnaði", eigum ekki að fara eins að.  Við eigum ekki að breita háttum okkar, til að "þóknast" þessu liði.  Það á að hafa val, til að geta lifað við aðrar aðstæður en þann óhuggulega veruleika sem þessar "ritningar" bera vitni um. Við eigum ekki að vera svo óhugguleg, að bjóða fólki sem vill flýja þessa lifnaðarhætti upp á það, að koma hingað í sama "kynþátta" bullið.  Þvinga það, til að búa við hlið þessa "siða" sem það flúði.

Við eigum að opna arma okkar fyrir því fólki, sem æskir þess að lifa við okkar aðstæður ... og við eigum að hafa vit á því, að "verja" það flóttafólk og hafna þessum "ritningum".

Við getum ekki "dæmt" alla múslima og gyðinga, til að vera "glæpamenn". Þeir hafa rétt á að trúa sínum "ritningum". Um leið og við hleypum þeim inn fyrir landsteinana, eiga þeir rétt á sömu meðferðum og hver annar Íslendingur.

Það á að "filtrera" áður en þeir koma inn í landið, ekki breita lögum og lofum til að gera þá "utangarðsmenn" eftir að við erum búinn að hleypa þeim inn.

Amen.

Örn Einar Hansen, 3.3.2018 kl. 11:16

16 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Heill og sæll Jón Valur

Eins og þú veist mætavel ber ég fulla virðingu fyrir þér sem manni og fyrir guðstrú þinni eins og ég vil bera virðingu fyrir guðstrú allra manna, kristinna, gyðinga, múslíma, hindúa,  Búddista, mormona Janista, shíka, Zaraþústrianista, unitarista o.s.fr. svo lengi sem þessi trúarbrögð eru notuð til þarfa einstaklings en ekki ætluð til að kúga aðra undir eitthvert regluverk þeim tilheyrandi eða meiða þá. Því miður er það ekki alltaf svo eins og við vitum báðir.

Ég hef heimsótt tilbeiðsluhús margra þessara trúarbragða vítt og breytt um heiminn frá Austurlöndum fjær til Kyrrahafsstrandar Ameríku og í langflestum tillvikum fengið afar notalegar móttökur þó að á því hafi verið undantekningar. Eg lít svo á að langflestir þessasra trúariðkenda sé annt um trú sína og séu einlægir í trú sinni, - og efist lítt um sannsögli trúarrita sinna.  Ég lít einnig svo á að trúarbrögð séu tilraun mannsins til að reyna að skilja hinstu rök tilverunnar og jafnvel til að þess að skilja tilveruna handan við öll rök og almenna skynsemi. Ég fellst fyllilega á slíkar tilraunir, - þær eru mér að meinalausu. Kannski hef ég sjálfur þessa þörf.

Ég er hins vegar ekki tilbúinn til að líta á allar staðhæfingar þessara trúarbragðarita sem sannar og hafnar yfir efa eins og þú virðist gera með Biblíuna. Slík bókstafstrú er að mína mati andstæð almennri skynsemi. Ég hef frá barnæsku haft miklar mætur á manninum Jesú Kristi og hef ennþá en þar með er ekki sagt að allt sem sagt er um hann eða haft eftir honum þurfi að vera „heillagur“ sannleikur. Það er í meira lagi sérkennilegt að vera vændur um oflæti þó að ég leyfi mér að véfengja ýmislegt sem kemur fram í Biblíunni alveg eins og ég tek ekki allt trúarlegt sem skrifað er í t.d. Njálu, Eglu, Grettissögu eða öðrum sögum sem voru færðar í letur af kristnum mönnum í klaustrunum á Íslandi – kannski ekkert svo ólíkir þeim mönnum sem færðu bækur biblíunnar í letur 10-15 öldum fyrr.

Þrátt fyrir efasemdir mínar vel ég að vera kristinn og tek þátt í kristilegum athöfnum. Ég þykist í raun ekkert vera verri kristinn maður en t.d. þú. Kannski felst oflæti mitt í því. Eða hvað?

 

 

 

 

Valdimar H Jóhannesson, 3.3.2018 kl. 11:23

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tómas Ibsen, þetta er rangt hjá þér.

Þó ekki hafi verið sérstaklega tekið fram á postulafundinum að Gyðingar væru undanþegnir umskurn, merkir það ekki að þeir séu það ekki.

Ef þú ert að halda því fram að Gyðingar verði hólpnir gegnum umskurn og þar með að halda hvert einasta ákvæði lögmálsins, sbr. Galatabréfið 5:1-4 - sem reyndar enginn maður getur ef eitthvað er að marka orð Péturs postula í 15. kafla Postulasögunnar - þá ertu að fullyrða að Guð sé með tvo sáttmála í gangi. Einn fyrir Gyðinga og annan fyrir aðra en Gyðinga.

Hebreabréfið 7. - 8. kafli tekur af öll tvímæli um að sami sáttmáli er í gangi fyrir bæði Gyðinga og aðra. Bréfið er skrifað til Hebrea, þ.e. Gyðinga, þannig að útilokað er að það bréf sé einungis fyrirmæli til heiðingjanna. Tveggja sáttmála kenningin á því ekki við nein rök að styðjast.

Þið hvítasunnumenn kennduð mér að líta á Biblíuna sem æðsta boðvald í lífinu og það hefur reynst mér vel, þegar það hefur gengið vel. Mér þykir leitt ef þið eruð sjálfir viknir af þeirri braut.

Ef hinsvegar Gyðingar vilja halda í sáttmála sem mótaðilinn er ekki aðili að lengur (þ.e. Guð) þá mega þeir það mín vegna, en þeir skulu ekki vera að troða þeim forneskjusið yfir í lagasetningu nútímaþjóðfélaga með sterk tengsl við kristindóm, menningarlega og sagnfræðilega séð. Ef hvítasunnumenn eru farnir að berjast gegn því að kristin gildi fái framgang í lagasetningu, þá segi ég bara svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Theódór Norðkvist, 3.3.2018 kl. 11:24

18 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður og Bjarne

þakka ykkur fyrir innlegg ykkar. Ætli við séum ekki meira eða minna sammála. Held það

Valdimar H Jóhannesson, 3.3.2018 kl. 12:16

19 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Valdimar

Þetta hérna fyrir neðan gleymdist, en er sent inn hér sérstaklega fyrir þá sem að vilja endilega styðja og mæla með umskurn. En eins og áður segir þá á þetta lið ekki heima í kirkju, heldur í Synagogu eða einhverjum öðrum söfnuði.    


"Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því stöðugir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok. Takið eftir því, sem ég, Páll, segi yður: Ef þér látið umskerast, þá gagnar Kristur yður ekkert. Og enn vitna ég fyrir hverjum manni, sem lætur umskerast: Hann er skyldur til að halda allt lögmálið. Þér eruð orðnir viðskila við Krist, þér sem ætlið að réttlætast með lögmáli. Þér eruð fallnir úr náðinni" (Galatabréfið 5:1-4).

 „Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu. Í honum eruð þér einnig umskornir þeirri umskurn, sem ekki er með höndum gjörð, heldur með umskurn Krists, við að afklæðast hinum synduga líkama,þegar þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni. Í skírninni voruð þér einnig með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs, er vakti hann upp frá dauðum“ (Kólossubréf 2:10-12).

„Sá sem var umskorinn, þegar hann var kallaður, breyti því ekki. Sá sem var óumskorinn, láti ekki umskera sig. Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs. Hver og einn sé kyrr í þeirri stöðu, sem hann var kallaður í. Varst þú þræll, er þú varst kallaður? Set það ekki fyrir þig, en gjör þér gott úr því, en ef þú getur orðið frjáls, þá kjós það heldur. Því að sá þræll, sem kallaður er í Drottni, er frelsingi Drottins. Á sama hátt er sá, sem kallaður er sem frjáls, þræll Krists.Þér eruð verði keyptir, verðið ekki þrælar manna" (Fyrra Korintubréf 7:18-23).

„En vér væntum í andanum að öðlast af trúnni réttlætinguna, sem er von vor. Í Kristi Jesú er ekkert komið undir umskurn né yfirhúð, heldur undir trú, sem starfar í kærleika. Þér hlupuð vel. Hver hefur hindrað yður í að hlýða sannleikanum? (Galatabréfið 5:5-7).

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 3.3.2018 kl. 13:11

20 Smámynd: Mofi

Menn láta eins og það sé engin spurning að það sé aðeins áhætta þegar kemur að umskurn drengja en enginn ávinnur en það eru ótal læknar og rannsóknir sem segja að það sé heilsufarslegur ávinnugur af umskurn drengja.

Þegar málunum er þannig háttað þá finnst mér engan veginn eðlilegt að ríkið ákveði þetta fyrir fólk. Hreinlega þoli ekki fólk sem þykist alltaf vita betur en aðrir og vill nota vald til að annað fólk hlíði þeim.

Hérna er smá um þar sem læknar fjalla um það sem þeir telja ávinning á umskurn drengja:

https://www.youtube.com/watch?v=CwKmtokFQRM

http://www.ibtimes.co.uk/circumcision-benefits-exceed-risks-hundred-times-over-embargo-6-30pm-1443097

Síðan að traðka svona á samviskufrelsi gyðinga og múslíma er fyrir neðan allar hellur, sérstaklega af fólki sem finst í lagi að myrða börn ef þau eru átta mánaða en má ekki skera smá húð af níu mánaða barna.

Mofi, 3.3.2018 kl. 17:57

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

2. tilraun til að fá þetta birt:

Kristindómur hefur frá upphafi ekki hvað sízt verið fólginn í því að viðurkenna Guðssonareðli Krists, að í honum sameinast Guð og maður. Að viðurkenna það ekki er ekki kristin trú.

Orð Jesú eru, já, heilagur sannleikur. Það er svo okkar að tileinka okkur hann, og þótt ég reyni það af trúmennsku, er ég ekki að setja mig á háan hest. En mér þótti og þykir það enn býsna undarlegt merki dramblætis að telja sig geta "tekið úr umferð Abraham og Guð sjálfan"!!!!!!

Er þetta ekki kallað, að skepnan rísi gegn Skapara sínum?

Jón Valur Jensson, 4.3.2018 kl. 02:07

22 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Kæri Jón Valur

það er sannarlega undarlegt að sjá nútímamann telja gamlar fabúlur eins og bækur Gamla Testamentsins eru að mínu mati og trúi ég yfirgnæfandi fjölda manna sem á annað borð leiða hugann að slíku til staðreynda sem eigi að taka tillit til við úrlausn vandamála dagsins í dag.

Og að vitna í ímyndaðan sáttmála guðs og Abrahams sem átti að vera gerður fyrir 4-5 þúsund árum sem afsökun fyrir ofbeldi gagnvart sveinbörnum þvert gegn öllum læknisfræðilegum og siðferðislegum rökum eru hreinlega fyrir neðan allar hellur og ekki þér samboðið. Þetta eru hreinar bábiljur.

Nokkurs misskilnings gætir hjá þér að ég hafi almennt tekið Abraham og guð sjálfan úr umferð. Mér finnst sjálfsagt að vitna í þá sem sýndarveruleika persónur eða táknrænar persónur eða þannig vil ég líta á þær. Sáttmáli á milli þeirra fyrir 4-5 þúsund árum um umskurn pilta er fáránleg hugmynd og ég vil losa þessar táknrænu persónur undan slíku bulli. Það var það sem ég meinti með orðum mínum hér að ofan. Þú mátt svo dunda við það mér að meinalausu að rekja ættir þínar til Abrahams.

Valdimar H Jóhannesson, 4.3.2018 kl. 11:08

23 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Mofi

ég ætla ekki að svara þér vegna þess að það voru mistök að hleypa þér að með athugasemd, - ekki vegna þess að þú mættir ekki hafa skoðun þvert gegn minni heldur vegna þess að ég hef þá reglu að ræða aðeins við þá sem koma fram undir eigin nafni. Nenni ekki að eiga samtöl við vofur.

Valdimar H Jóhannesson, 4.3.2018 kl. 11:43

24 Smámynd: Mofi

Valdimar, ég er búinn að vera á blogginu í meira en tíu ár og lang flestir hérna vita hver ég er enda ekkert leyndarmál og ekkert mál að komast að því.

Mofi, 4.3.2018 kl. 11:51

25 identicon

Sæll Valdimar ávallt - sem og aðrir gestir, þínir !

Valdimar !

Ég má til: að koma Mofa til liðs / hvar:: hann er engin nafnlaus vofa, því ef pikkað er á mynd hans, á hans eigin síðu kemur fram nafnið Halldór Magnússon, skýrum stöfum.

Við Halldór (Mofi) - höfum oftsinnis eldað grátt Silfur hér í margvíslegri umræðu á Mbl. vefnum (blog.is), enda Himnar og Höf okkar í milli, af hugmyndafæðilegum ástæðum, en Mofi hefur jafnan skrifað af fullri einurð sem og kurteisi, eftir því sem ég minnist bezt.

Hitt er annað: að mér leiðist tignun hans / sem og Jóns Vals Jenssonar og ýmissa annarra ágætra manna, á Gamla Testamentis skúbbinu, þar sem frá mínum bæjardyrum séð, hafa þeir fyrir löngu látið ásannazt, þeir Móse og Abraham, að hafa verið með mestu vitfirringum Fornaldarinnar, sbr. umskurðar kredduna, auk fjölda annarra bábilja, Mið- Austurlenzkra.

Gamla Testamentið - á aukinheldur ekkert erindi, til Kristinna manna, og hefur:: ef eitthvað er, stórskaðað Kristna kenningu í aldanna rás, enda er Gamla Testamentið viðurkennd skrudda Gyðingdómsins / ekki Kristninnar.

Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 12:04

26 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Óskar

ég ætla ekki að fara að standa í einhverri rannsóknarvinnu til þess að komast að því hverjir eru að baki dularnöfnum né ætla ég öðrum sem kynnu að lesa þessi orðaskipti að standa í slíku. Skilyrði mitt er ansi skírt-  fullt nafn og málefnaleg skrif án skítkasts. 

Valdimar H Jóhannesson, 4.3.2018 kl. 13:03

27 Smámynd: Benedikt V. Warén

Veit ekki betur en að því sé ítrekað haldið fram, að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd og því er það mér trúlausum óskiljanlegt að þeir sem trúa, að dauðlegir menn skulu efast um fullkomnleika Guðs síns.

Hvers vegna þarf að fikta í meistaraverki skaparans?

Benedikt V. Warén, 4.3.2018 kl. 13:07

28 identicon

Sælir - á ný !

Valdimar !

Svo sem: skiljanlegt sjónarmið, af þinni hálfu.

A.m.k. hefi ég kosið til þessa, að koma fram undir mínu fulla nafni gegnum tíðina / og tekist bara ágætlega, svo sem.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2018 kl. 13:10

29 Smámynd: Mofi

Valdimar, ef að smella á mynd er of mikil rannsóknarvinna fyrir þig þá útskýrir það ansi margt varðandi þínar skoðanir. En þetta er þitt blog svo þá kveð ég.

Mofi, 4.3.2018 kl. 13:18

30 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Valdimar,

Smá leiðrétting. Það eru 100 drengir sem talið er að deyi árlega í BNA vegna umskurðar, en það eru 1,3 milljónir drengja umskornir. Mest er þetta ef um blæðingarsjúkdóm er að ræða, sem er mjög sjaldgæfur, eða um 0,008 % líkur á að slíkt geti verið fyrir hendi.

Þú verður líka að taka það til greina að hægt er að vera andvígur frumvarpi Silju Daggar, án þess að vera fylgjandi umskurði sveinbarna.

Í langflestum tilfellum er aðgerðin meinlaus og þeir sem eru umskornir eru ekki óheilir, eins og skilja mætti framsetninguna þína. Það er svo mikið langt í frá, ég get sjálfur vitnað um það, þó svo að mitt sjálfdæmi, verði ekki tekið gilt í almennri umræðu, frekar en annarra.

Best væri náttúrulega ef þessi hefð væri ekki til staðar, en að reyna að stýra þjóðum með alræðisvaldi og setja stóran hluta heimsins undir þá sök að vera glæpamenn, er ekki boðlegt.

Ég vil líka koma því á framfæri að þessi aðgerð er ekki framkvæmd hér á Íslandi nú í dag, vegna þess að læknar vilja ekki framkvæma hana, og þar er vísað í 27 grein laga um réttindi sjúklinga.

Frumvarpið er því með öllu óþarft, og þeir sem standa að því ættu að sjá sóma sinn í því að draga það til baka.

B.kv.

Valur Arnarson, 4.3.2018 kl. 14:34

31 Smámynd: Valur Arnarson

Smá viðbót um þessar pælingar að trúað fólk sem láti umskera drengina sína hafi lítið álit á guði, vegna þess að verið sé að breyta fullkomnu sköpunarverk:

Ég held að ég geti leyft mér að fullyrða að engin af þeim sem aðhyllist þessi Abrahamísku trúarbrögð, trúi því að maðurinn sé skapaður til að ganga um sandauðnir.

Ekki þarf að lesa langt í Biblíunni eða Kóraninum, til að sjá að samkvæmt þessum trúarbrögðum, þá var maðurinn skapaður til að lifa í paradís í aldingarðinum, þar hefði allur umskurður auðvitað verið ónauðsynlegur.

Valur Arnarson, 4.3.2018 kl. 15:49

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Valdimar, enn lízt mér engan veginn á svör þín til mín!

En fyrst þetta um hinn ágæta Mofa: Hann heitir Halldór Magnússon, eins og sést á höfundarsíðu hans hér (https://mofi.blog.is/blog/mofi/about/) og er aðventisti að trú. Og ég tek hjartanlega undir mörg orð hans, ekki sízt þessi:

"... að  traðka svona á samviskufrelsi gyðinga og múslíma er fyrir neðan allar hellur, sérstaklega af fólki sem finnst í lagi að myrða börn ef þau eru átta mánaða en [svo] má ekki skera smá-húð af níu mánaða barni."

Merkilegt, Valdimar, að í alvöru telur þú þig þess umkominn --- ÁN NOKKURRA MINNSTU RAKA! --- að staðhæfa hér um "gamlar fabúlur eins og bækur Gamla Testamentsins eru að mínu mati". Þetta er afar óvísindalegt af þér, grófasta alhæfing eða a sweeping generalisation, eins og kallað er, og það um þann fjölda bóka sem eru saman komnar í GT og taldar eru mjög merkilegar heimildir um sögu, trú, samfélag og hugmyndaþróun í Landinu helga og í nágrannalöndunum, fyrir utan ómetanlega gimsteina þar af spekiritum meiri en ég og þú og aðrir gætu spunnið upp.

Og aldrei talaði Jesús um bækur Gamla testamentsins sem "gamlar fabúlur" eins og þú gerir hér glaðhlakkalega og í raun á engu virðingarverðari hátt en vantrúarmenn margir tala á netinu, og er það stórlega miður, því að það taka þó fleiri mark á þér en þeim.

Er ekki kominn tími fyrir þig að bjalla í hann dr. Gunnlaug A. Jónsson, prófessor í Gamlatestamentisfræðum við Háskóla Íslands og spyrja hann hvort hann geti staðfest þennan Stóradóm þinn yfir Gamla testamentinu, að rit þess séu bara "gamlar fabúlur"? Hann er hálærður maður í þessum fræðum, tók ekki aðeins ungur sitt doktorspróf á því sviði í Svíþjóð, heldur les árið út og inn nýja sem eldri fræðilega umfjöllun um öll þau mál.

Jón Valur Jensson, 4.3.2018 kl. 17:04

33 Smámynd: Mofi

Ég verð að fá að skjóta inn þökkum til Óskar og Jón Vals.

Mofi, 5.3.2018 kl. 08:45

34 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur

Þú verður að athuga það Jón Valur, að hinir svokölluðu Gyðingar í dag fara fyrst og fremst eftir Talmud- ritunum, og auk þess er Gyðingadómur í dag EKKI sá sami og var fyrir meira en 2000 árum síðan, þú?

Það er hins vegar eitthvað til í því sem að hann Hörður Þormar benti á hérna fyrir ofan, með að Gyðingar á sínum tíma hefðu tekið upp aðra siði í útlegðinni í Babýlon, svo og tekið upp síðan þessi Babýlon-isku Talmud- rit.  
En hvað þú Jón Valur hefur aldrei einu sinni skoða eitthvað af þessum Talmud- ritum, og það er örugglega engin hætta á því að þú slysist óvart til þess að lesa hvað þessi Talmud- rit hafa að segja um Jesú og Maríu. Nú það er örugglega engin hætta á því að þú farir að lesa bækur eins og td. "The Talmud Unmasked: The Secret Rabbinical Teachings Concerning Christians" eftir I.B Pranaitis eða bókina "Jesus in the Talmud" eftir Peter Schafer, því að allt þetta hjá þér gengur bara út á að styðja Talmud -fylgjendur, svona líka án þess að minnast á allar þessar hugsanlegu áhættur eins og Herpes og STD- smit eftir umskurn.              

"The Talmud is to this day the circulating hearts blood of the Jewish religion. Whatever laws, customs or ceremonies we observe -- whether we are Orthodox, Conservative, Reform or merely spasmodic sentimentalists -- we follow the TALMUD. It is our common law." Mr. Wouk

"The teachings of the Talmud stand above all other laws. They are more important than the laws of Moses." -Rabbi Issael, Rabbi Chasbar, et. al.


Hvað kemur til að þið stuðningsmenn fyrir þessari umskurn viljið alls ekki tala um allar hugsanlega áhættur eftir umskurn?

How 11 New York City Babies Contracted Herpes Through Circumcision

Two more babies stricken with HERPES after ritual oral blood sucking ...

Baby Dies of Herpes in Ritual Circumcision By Orthodox Jews

New York Baby Infected With Herpes After Metzitza...

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.3.2018 kl. 10:09

35 Smámynd: Valur Arnarson

Þorsteinn,

Þetta er forheimskandi umræða, það er alveg hægt að vera andvígur umskurði sveinbarna og jafnframt andvígur frumvarpinu og greinagerðinni sem með því fylgir.

Þessi glæpavæðing er engum til góðs, og mun auðvitað ekki breyta venjum þeirra Múslíma og Gyðinga sem þær stunda.

Valur Arnarson, 5.3.2018 kl. 12:26

36 Smámynd: Theódór Norðkvist

Valur Arnarson, 4.3.2018 kl. 15:49

Ef umskurn getur eða gat verið gagnleg í sandauðnum, sem ég dreg svo sem ekkert í efa, er nokkur ástæða til að stunda hana hér á landi, ef þeir múslimar eða Gyðingar sem hingað flytja, ætla að búa annars staðar en á Skeiðarársandi?

Theódór Norðkvist, 5.3.2018 kl. 13:24

37 Smámynd: Valur Arnarson

Theódór,

Auðvitað er ekki nokkur ástæða til að stunda umskurð á sveinbörnum, en sú afstaða er bara háð okkar sjálfdæmi, og hefur enga merkingu fyrir hvorki Gyðinga né Múslíma.

Þeir munu ekkert breyta þessum venjum, bara vegna þess að einhverju fólki á Íslandi finnst þær vera fáránlegar.

Svo er þessi umræða hérna orðin fullkomlega sturluð, og ég velti því fyrir mér hvort þeir íslensku læknar sem hafa verið að belgja sig út í umræðunni, séu svona hrikalega hræddir við skurðaðgerðir. Kannski ættu þeir bara að finna sér eitthvað annað starf.

Ég fór í þessa aðgerð fyrir 17 árum, þá var talað um þetta sem smávægilega aðgerð, með litla sem enga áhættu. Enda var þetta nákvæmlega þannig.

Valur Arnarson, 5.3.2018 kl. 14:24

38 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Valur 

Það er eins og þú hafir ekki lesið þetta frá mér, en það sem að ég var reyna benda á, var þessi siður sem að þarna aukalega er búið að tengja við umskurðarathöfnina þeas. "ritual oral blood sucking" hjá hinu svokölluðu Gyðingum.

En hjá Múslimum þá kemur svona "ritual oral blood sucking" alls ekki til greina. Ég var á þeirri skoðun í þessu sambandi að menn hefðu nú tekið eftir þessum linkum og hugsanlegum áhættur þesa. Herpes og STD- smit eftir umskurn.

Ég er á því að ef á að leyfa umskurn svona algjörlega gegn einstaklings- og persónufrelsi barnsins (svo og gegn barnasáttmálanum og gegn lögum um réttindi sjúklinga), þá ætti það að vera gert undir eftiliti, og að foreldrum séu kynnar allar hugsanlega lífhættulegar áhættur m.a. þá Herpes og STD- smit eftir umskurn. 

KV.     


KV.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.3.2018 kl. 14:41

39 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Valur 

Það er eins og þú hafir ekki lesið þetta frá mér, en það sem að ég var reyna benda á, var þessi siður sem að þarna aukalega er búið að tengja við umskurðarathöfnina þeas. "ritual oral blood sucking" hjá hinu svokölluðu Gyðingum.

En hjá Múslimum þá kemur svona "ritual oral blood sucking" alls ekki til greina. Ég var á þeirri skoðun í þessu sambandi að menn hefðu nú tekið eftir þessum linkum og hugsanlegum áhættur þesa. Herpes og STD- smit eftir umskurn.

Ég er á því að ef á að leyfa umskurn svona algjörlega gegn einstaklings- og persónufrelsi barnsins (svo og gegn barnasáttmálanum og gegn lögum um réttindi sjúklinga), þá ætti það að vera gert undir eftiliti, og að foreldrum séu kynnar allar hugsanlega lífhættulegar áhættur m.a. þá Herpes og STD- smit eftir umskurn. 

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.3.2018 kl. 15:13

40 Smámynd: Valur Arnarson

Sæll Þorsteinn,

Ég sá þessa hryllingstengla frá þér inná Pírataspjallinu (er hættur á facebook - meðal annars útaf því hve umræðuhefðin þar er sturluð).

En málið er að þessi hefð sem þú vísar til er mjög sjaldgæf innan Gyðingdómsins, þetta er svona eitthvað absúrd sértrúarbull:

"The majority of Jewish circumcision ceremonies do not use metzitzah b'peh"

https://www.jta.org/2014/02/02/news-opinion/united-states/n-y-newborn-contracts-herpes-from-controversial-circumcision-rite

Valur Arnarson, 5.3.2018 kl. 15:29

41 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Valur 

Ég tek nú ekki mark á Zíonista JTA.org, því að ég hef lesið ýmislegt um þá, svo og kannast við annað sem ég hef lesið "...one sucks the membrane until the blood is extracted...and any circumciser who dose not carry out the sucking procedure is to be removed from his office" (Jewish Medical Ethics: A Comparative and Historical Study of the Jewish Religious Attitude to Medicine and Its Practice, bls. 193-194 eftir hann Immanuel Jakobovits).

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 5.3.2018 kl. 16:26

42 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ágætu bloggarar

eigum við ekki að vera sammála um það að nú er þessi umræða komin á endastöð. EF einverjir vilja halda áfram í þessum anda verða þeir að finna sér annan vettvang því hér set ég punkt á eftir efninu.

Það hefur í sjálfu sér verið athyglivert fyrir mig að kynnast sjónarmiðum sem hér hafa komið fram þó að þau hafi ekki öll hrifið mig. Og mikil er undrun mína að upplifa að þeir eru til meðal okkar sem taka margt sem kemur fram í ritum GT Biblíunnar bókstaflega. Ég hef oft haft ánægju að glugga í það góða rit en ævinlega vegna þess að ég tek margt þar sem táknfræði yfir gamla speki sem kynslóðirnar hafa tileinkað sér. Það hvarflar ekki að mér meira að segja að taka ýmislegt sem fram kemur í NT bókstaflega eins og t.d. kraftaverk Jesús og allt það. Ég þykist samt geta verið sæmilega kristinn og líð þeim sem þurfa að trúa þessu það. Einlæg trú gerir mörgum gott og ber að fagna því og styðja en vil fá að vera í friði fyrir öllum ofsa í trú.

Og þegar á að fara að bera fyrir sig sáttmála Abrahams, sem sennilelga var aldrei til og guðs almáttugs þá er mér öllum lokið. Hvar er þessi sáttmáli færður í letur og hverjir voru vitni? Var þessi sáttmáli gildur um aldur og æfi? Voru engin sólarlagsákvæði eins og kallað er?  Þetta er svo yfirgengilega bjánalegt að mér er misboðið af svona bulli!

Valdimar H Jóhannesson, 5.3.2018 kl. 17:13

43 Smámynd: Theódór Norðkvist

Valdimar, ég þakka þér þolinmæðina, vil bara bæta við að það er erfitt að ræða sið sem varð til vegna Biblíunnar, án þess að nefna Biblíuna. Þó ég taki undir að hver og einn má velja hverju hann trúir úr þeirri góðu bók og þess vegna engu sem sumir gera. Hef ekki meira að segja, hvort sem þessi athugasemd verður birt eður ei.

Theódór Norðkvist, 5.3.2018 kl. 18:16

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil þakka bloggvini okkar Vali góð innlegg hans hér, ég er um margt svo sammála honum, og sízt verður það sagt um hann, að hann skrifi hér um  það, sem hann þekki ekkert til.

Ég skeytti ekki um innlegg Þorsteins Sch.-Th., já, ætli þau verði ekki að teljast hamra á sturluðum venjum meðal fárra frekar en venjulegri umskurn Gyðinga og jafnvel múslima?

En hugsandi um orðaskipti okkar Valdimars um Gamla testamentið (í umræðu sem í raun er komin skammt á veg hér), þá var ég að átta mig á því í gær, að í orðum hans hér á síðunni er fólgin furðuleg þversögn --- annars vegar lýsir hann sig "stuðningsmann gyðinga" í greininni sjálfri, en í umræðu hans um þessa megin-trúarbók Gyðinga felst hins vegar meiri yfirlýst óvirðing við Gyðingóm helur en flest sem hægt er að láta út úr sér um hann --- og alrei gætu þeir talið þetta orðagælur við sig, hvað þá hrós um uppsprettu trúar sinnar eða virðingu við Guð sjálfan. En engin virðing var þetta heldur við þessa meginheimil kristinnar trúar líka. Þeir, sem hafna Gamla testamentinu þannig með öllu sem bábiljum, eru t.d. að hafna öllum spádómunum um Krist, þeim sem hann sjálfur minnti á,* og alls þess vegna (og af enn fleiri ástæðum) hafna kristnar kirkjur jafnan slíkri Gamlatestamentis-andstöðu sem regin-trúvillu, eins og allir kristnir menn ættu að vita (og t.d. bæði Sigurbjörn heitinn biskup vissi mætavel, sem og synir hans Karl biskup og dr. Einar trúfræðiprófessor). 

Til að einfalda þetta, hefði einhver látið sér detta í hug að spyrja síðuhöfund okkar, eftir að hann kvað upp sinn Stóradóm yfir Gamla testamentinu: Hvað er langt síðan, vinur, að þú last meira en eina blaðsíðu í þeirri bók? Farðu nú að lesa í Orðskviðum Salómós, Davíðssálmum, Síraksbók, Speki Salómós eða Makkabeabókunum, og komdu svo heill og sæll á ný með viðbrögð þín hér!

* Sjálfur segir Jesús (Jóh.5.39): "Þér rannsakið ritningarnar, því að í þeim hyggist þér eiga eilíft líf, og það eru þær sem vitna um mig." Ennfremur segir hann (Jóh.10.35) "Ritningin getur ekki raskazt." Og einnig, í Lúkasarguðspjalli (24.27): "Á mér á að rætast allt það, sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum," en með þessu telur hann upp þá þrjá ritflokka, sem saman mynda Gamla testamentið. Um þetta segir R.A. Torrey, lærður mótmælendaprestur, í bók sinni Kristur, Biblían og vantrúin (s.13): "Jesús Kristur tekur að sér alla þessa viðurkenndu kafla hinna gömlu rita og setur guðdómlegs myndugleika innsigli sitt á sérhvern þeirra. Vér hljótum því, samkvæmt réttri hugsun, að trúa öllu Gamla testamentinu, um leið og vér viðurkennum hinn guðdómlega myndugleika Jesú Krists."

 

Jón Valur Jensson, 5.3.2018 kl. 19:24

45 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ég sagði hér að ofan að þessu er lokið af minni hálfu og þar við situr.

Valdimar H Jóhannesson, 5.3.2018 kl. 21:39

46 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Enga umskurn, þakk fyrir.

Egilsstaðir, 06.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 6.3.2018 kl. 10:08

47 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll aftur Valdimar


Takk fyrir að leyfa mér að koma með athugasemdir hér, eins og kemur fram í athugsemdum hér, þá eru menn ekki sammála.

Það voru góð svör sem að hann Jón Valur kom með gegn áróðurs- og lygaherferð Vilhjálms (VÖV) gegn Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á sínum tíma, en síðan er það bara alveg stórfurðuleg þversögn að sjá allar þessar stuðningsyfirlýsingar hans Jóns við þessa Talmud- fylgjendur. Jón Valur segir að menn eigi lesa í "Orðskviðum Salómós, Davíðssálmum, Síraksbók, Speki Salómós eða Makkabeabókunum", en það sem er mjög augljóst í þessu sambandi, er að Jón Valur hefur aldrei einu sinni athugað og/eða lesið hvað þessi Talmud -rit hafa að segja um Jesú, Maríu og Kristna trú. Eitt er víst að ef Jón Valur tæki upp á því að lesið eitthvað af þessum Talmud- ritum, þá yrði hann fyrir stórfelldum áföllum, þar sem að þessi Talmud- rit eru svona algjörlega gegn kristinni trú.
Maður spyr því, hvað verður það næst sem að hann Jón Valur tekur upp á að styðja án þess að hafa athugað og lesið sig til um?

KV.           

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 6.3.2018 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband