Leita í fréttum mbl.is

Yfirdrepið sveipað möttli með mítur á hausnum

Sjaldan hefur fáránleiki þjóðkirkju nútímans blasað jafn vel við og núna um helgina við vígslu nýs vígslubiskups að Skálholti. Morgunblaðið hjálpaði lesendum sínum að sjá hvað hún er langt leidd í eigin upphafningu, sjálfsdekri, skilningsleysi á erindi sínu við nútímann og einangrun frá þjóðinni.

Forsíðumynd blaðsins sýnir heila hersingu af silkihúfum í orðsins fyllstu merkinu ganga til kirkju með flaksandi skikkjur eða umsveipaðir möttli með asnalegt mítur á hausnum og datt mér satt að segja í hug að þarna væri fréttamynd af töku kvikmyndar um tímann fyrir upplýsinguna þegar biskupar, prestar og prelátar kaþólismans fyrir siðskiptin sýndu með búningi sínum sauðsvörtum almúganum að þeir væru með sérstaka velþóknun hinnar heilögu þrenningar og eins gott fyrir púka, djöfla og illar vættir að halda sig fjarri. Eða var kannski búið að endurvekja Spaugstofuna? Eða kannski siðskiptin hafi gengið til baka?

Eftir því sem kirkjan fjarlægist þjóðina meira þeim mun meira hefur prjálið og yfirdrepsskapurinn aukist þannig að öllu almennilegu fólki hlýtur að verða bumbult af. Er furða þó að kirkjur standi tómar flesta daga ársins nema í jarðarförum þegar við flykkjumst í kirkjur til að sýna minningu látinna samferðamanna virðingu okkar og eftirsjá, á jólum og í skyldumætingu við fermingarundirbúninginn. Prestar landsins eru tónandi ámátlega í kirkjum sínum nánast einir síns liðs fyrir utan þá sem starfa í kirkjunum.

Kirkjan virðist hafa valið sér það hlutskipti að vera sett til hliðar í lífi þjóðarinnar og heldur að hægt sé að hressa upp á dvínandi virðingu með prjáli, silki og purpura. Kirkjan er að kyrkja sjálfa sig með því að neita að taka þátt í þörfum nútímans. Hún er nánast ekki lengur til mikils gagns. Hér þarf að koma skýrt fram að þessi hörðu orð eiga ekki við alla þjóna kirkjunnar en sannarlega við þá sem hafa ráðið för. Meðal presta landsins eru nokkrir heiðursmenn. Enginn má við mörgum og þungum straumi meðalmennskunnar.

Þetta þarf ekki að vera svona. Kirkjan ætti að hafa stórt hlutverk en víkur sér undan skyldum sínum - snýr nefinu upp í loft. Meira að segja maður eins og ég sem þykist ekki vera trúaður á sjálfa helgisöguna er sannfærður um að við þurfum að standa þéttan vörð um kristnina, sem eina veigamestu stoð vestrænnar menningar. Ég viðurkenni einnig þörf sem flestir hafa að leita skýringa á tilveru sinni utan hins sýnilega veruleika. Trúin er mörgum líkn - sérstaklega á erfiðum stundum lífsins.

Hættur steðja nú að menningu Evrópu, sem ýmsir kjarkmiklir ofurhugar keppast við að benda á þrátt fyrir hættur sem steðja að þeim sakir málflutnings þeirra. Það er sótt að grunnstoðum menningar Evrópu - kristninni, gyðingdómnum, hinni heiðríku grísku heimspeki, Rómarréttinum og upplýsingarstefnunni. Kirkjan lætur sig ekkert varða þó að kristni hafi verið eytt nánast alveg með ofbeldi í öllum Mið-Austurlöndum þar sem vagga kristni og grískrar menningar var - já vagga þeirra vestrænu menningar sem við búum enn við og er án vafa langglæsilegasta menning sem heimurinn hefur séð. Þessi árin er verið að kreista síðustu dropana úr kristninni á þessum slóðum þannig að eftir stendur sviðin jörð með glundroða, vankunnáttu, fátækt og manndrápum. Og kirkjan segir ekki neitt, sem er skiljanlegt því að hún hefur enga þekkingu á því við hvaða öfl er að eiga.

Saga Mið-Austurlanda er lýsandi dæmi um hvað er í vændum fyrir Evrópu ef almenningur, en þó umfram allt varðmenn samfélagsins, halda áfram að sofa á verðinum. Íslam er fyrst og fremst pólitísk hugmyndafræði um það hvernig á að hremma allt mannlegt samfélag heimsins undir þessa hörðu kló. Íslam sækir svo hratt á í Evrópu, að sumum löndum Evrópu er ekki hugað framhaldslíf sem vestræn landsvæði. Þar má taka sem dæmi Svíþjóð, Þýskaland, Frakkland, Belgíu og Bretland. Þegar þessi lönd falla styttist í næstu lönd og að lokum mun öll Evrópa falla inn í þetta ægilega myrkur og einnig við.

Ath. Þessi grein sem birtist í Mbl í dag var skrifuð eftir síðustu helgi og er því verið að vísa í vígsluna í Skálholti sem var við næst síðustu helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Vinur er sá er vamms segir".

Segir máltækið.

Fólk þarf alltaf að vera opið fyrir því hvað mætti gera betur; Þjóðkirkjan er væntanlega ekki undanskilin því.

Ef að kirkjan vil ná til fólks í nútímanum að þá mætti hún vera oftar með einhverjar spurningar á lofti í sínum messu -auglýsingum sem að fólk á að keppast við að svara í eigin huga og með öðrum.

Eins og er hjá öllum fyrirlesurum sem að halda fyrirletra.

Við gætum kallað það SAMTALS-GUÐFRÆÐI þar sem að spurningar og svör ganga á víxl á meðal fólksins í messunum en draga mætti úr einstefnu-ræðum og brjóta mætti oftar upp hefðbundnar sérmoníur.

Jón Þórhallsson, 30.7.2018 kl. 10:46

2 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Jón

gott að þú sérð að ég er í raun fyrst og fremnst vinur kristninnar en ekkert endilega vinur kirkjunnar sem stofnunar eins og hún er núna. Ég á mér miklu merkilegri fyrirrennara svo sem Luther sem var sannarlega ekki vinur þeirrar krikju sem hann bjó við og fór í uppreisn eins og raunar sjálfur Kristur gerði einnig 15 öldum áður. Þegar kirkjan er komin af sporinu eins og ég tel hana vera og gleymir því að hún þarf að standa vörð um kristið samfélag, - kristin gildi þá væri gott ef stærri spámenn vöknuðu til lífsins og létu í sér heyra. Ég gagnrýni kirkjuna umfram allt fyrir að standa ekki gegn innrás íslam inn í kristið samfélag, haldandi jafnvel að hún, þ.e. kirkjan eigi að fagna fjölbreytileikanum sem felst í íslam. Kirkjunnar menn verða að girða sig í brók og kynna sér í hverju íslam raunverulega flest. Öll gildi íslam stríða gegn kristni og eru hugsuð kristnum gildum til höfuðs. Fyrir þetta er ég fyrst og fremst að skamma kirkjuna á Íslandi og raunar um öll vesturlönd.  Það er búið að stafa þetta ofan í kirkjuna sem læætur þó eins og ekkert sé og breiðir út faðminn gegn íslam sem ætlar sér að standa yfir rústum krikjunnar eins og íslam hefur þegar gert víða um löndin þar sem kristnin stóð áður traustum fótum.

Valdimar H Jóhannesson, 30.7.2018 kl. 11:12

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sæll Valdimar. Vel skrifað og ég tek undir hvert einasta orð í þessari grein. Það er orðið ískyggilegt ástand hér á íslandi eins og annarstaðar.

Það sem ég er hræddastur við er að Ísland verði fyrsti vinningur Íslams en hér þarf ekki að skjóta einu einasta skoti nema þeir sem gera það vegna spennunnar að drepa. 

Það er búið að gefa út á Utube að Ísland er fyrirheitna landið og sýna þeir Reynisdranga við Vík í Mýrdal sem er sami staður og forfeður okkar notuðu sem viðmið. Þetta er helgur staður sem við helguðum og ekki fyrir aðra ónefnda vegna laga.  

Valdimar Samúelsson, 30.7.2018 kl. 14:35

4 identicon

Í islm er ekki allt fólk jafnt fyrir guði. Trúlausa óhreina  fólkið ( það er að segja við hin)eigum ekki samleið með múslímum.
Þeir fara til himnaríkis og við förum til helvítis og það er þeirra sannfæring.
Kirkjan getur ekki sagt að allir menn séu ekki jafnir fyrir guði.
Það stenst ekki miðað við boðskapinn og þess vegna hafa múslímar vinninginn í orði og ræðu.
Tönn fyrir tönn og auga fyrir auga segja gyðingar og hafa fullann rétt að berjast fyrir lýðræði í þessu svartnættis myrkviði sem umlíkur þá.
Vestræn menning er að líða undir lok vegna heigulháttar kirkjunnar manna gagnvart þeirri ógn sem íslam er.
Íslam er af hinu illa sem sýnir sig í endalausum hryðjuverkum og öðrum ógnum alla daga ársins og ekki bara í Evrópu heldur um alla jörð.
Íslam er það mikil ógn gegn lýðræðinu að forráðamenn ríkja þora ekki að beita sér gegn þeim af ótta við meiri hryðjuverk.
Sem betur fer sýna A- Evrópu lönd mikla skinsemi í þessum málum og neita að taka á móti þessar ógn og vilja fá að lifa í friði sem eitt fólk.
Það er enginn möguleiki að stöðva innrás múslíma inn í Evrópu með þetta hættulega PK kratalið við stjórn EU. Nú liggur Spánn í skítnum með sitt kratalið við stjórn. Þegar við getur losað okkur við þetta fólk eins og A-Evrópulöndin gera, þá fyrst er hægt að stöðva hið illa sem flæðir frá MENA löndunum.
 

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 20:19

5 identicon

Valdimar. Martin Luther var óneitanlega stórbrotinn persónuleiki sem markaði þáttaskil í sögu vesturlanda, en ekki vildi ég nú gera hann að fyrirmynd minni.

Satt að segja lýsir meðfylgjandi heimildaþáttur, sem vitnar í ummæli hans, honum sem ruddafengnum ofstopamanni, sem hvatti til hryllilegustu níðingsverka. Skipti þá ekki máli hvort fórnarlömbin voru Tyrkir, Gyðingar, fátækir bændur, endurskírendur eða vansköpuð og vangefin börn.

Eina afsökun hans gæti e.t.v. verið sú að þessi ummæli hafi verið ölæðisrugl, enda hafi hann verið orðinn áfengissjúklingur á efri árum.                  Luther einmal anders - Die Dunkle Seite Martin Luthers - Dokumentation               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 21:29

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sælir Valdimarar tveir

og þakkir fyrir innlegg ykkar. Það er ekki á hverjum degi sem þrír Valdimarar láta til sín taka nær einir í umræðunni, þ.e. Jóhannesson, Jóhannsson og Samúelsson.

Ætli við séum ekki meira eða minna sammála um þetta málefni en því miður eru margir sem ekki láta til sín taka þó að þeir séu sammála. Það er auðvitað miklu þægilegcra að láta aðra hengja bjölluna á köttinn en hætta sínum eigin þægindum við slíka iðju.

Fyrir rúmu ári lögðu tveir alþjóðlegir sérfræðingar um málefni íslam sig fram um að vara Íslendinga við þeirri ískyggilegu þróun sem hér gæti orðið þ.e. Christine Douglas Williams og Robert Spencer. Þau buðust til þess að eiga fundi með framámönnum á Íslandi, háskólafólki, guðfræðideild og kirkjunni. Tveir prestar létu svo lítið að koma. Þetta var öllum þessum aðilum að kostnaðarlausu. Í raun voru þau að kasta perlum fyrir svín. Hér má koma skýrt fram að þau þágu engin laun fyrir ferð sína hringað.

Hér eru greinar sem þau skrifuðu í Morgunblaðið eftir dvöl sína hér. Varðmenn Íslands sýndu engin viðbrögð.

https://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/2196375/

https://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/2196810/

Valdimar H Jóhannesson, 30.7.2018 kl. 21:43

7 Smámynd: Ívar Ottósson

Blessaður Valdimar....margt umhugsunarvert sem þú ritar um þjóðkirkjuna. En ég sem bý í Svíþjóð kannast ekki alveg við þessa ógn sem þú tekur fram, en því meira hvað hægri öfgaflokkar eru á uppleið hér í Svíþjóð og annarstaðar. Það er kannski meira vandamál en það sem þú bendir á. En hvað um það, það er munur á trú og öfgatrú...og sú síðari á aldrei að vera uppi á pallborði nokkurstaðar í siðmentuðu þjóðfélagi.

Ívar Ottósson, 30.7.2018 kl. 21:44

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Hörður

ekki treysti ég mér í fræðilegar vangaveltur um Luther. Ætli við verðum ekki fyrst og fremst að þakka honum fyrir að gera grundvöll kristninnar aððgengilega fyrir allan almúga þannig að klerkaveldið gæti ekki makað krókin með því að standa á milli með þeirri spillingu og hroka sem raun bar vitni. Nú sýnist mér kirkjan vera aftur komin á álíka vegferð en núna ekki vegna þess að frumheimildir kristninnar séu ekki aðgengilegar heldur vegna þess að henni hefur tekist, kannski meðvitað, að svæfa allan almenning sem nennir ekki að skipta sér að enda í lítið að sækja.

Valdimar H Jóhannesson, 30.7.2018 kl. 21:52

9 identicon

Valdimar.

Luther var byltingamaður og ekki skorti hann dugnað eða kjark.

Og hann hafði furstana að bakhjarli, en líka nýtt vopn, prentlistina, sem fyrri uppreisnarmenn í kirkjunni höfðu ekki haft.

Erfitt er að segja hvernig veröldin liti út í dag, ef eldingunni hefði ekki slegið niður, óveðursnóttina eftirminnanlegu, þegar Martin Luther var einn á ferð.

Ég veit að þú skilur þýsku og ég mæli eindregið með þessari heimildamynd.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.7.2018 kl. 22:22

10 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Höröur

Ég á ágæta bók um Luther eftir dr Gunnar Kristjánsson fyrrv prófast en hann hefur varið miklum tíma í að kynna sér Luther út í æsar. Ég hef ekki þrautlesið bókona ennþá en er alltaf á leiðinni til þess.

Valdimar H Jóhannesson, 30.7.2018 kl. 22:59

11 identicon

http://www.friatider.se/h-r-r-nar-han-7-eleven-veckor-efter-att-ha-d-mts-f-r-blodiga-gruppv-ldt-kten

Ívar Ottoson- það væri gaman að vita hvar þú býrð og kannski ertu orðinn það sænskur að þú lest bara íþróttasíðurnar í dagblöðunum og hefur ekki hugmynd um það sem gerist í kringum þig, eins og mínir vinnufélagar þegar ég var í Svíþjóð. Hefur þú búið í gettói - það hef ég. Þegar hausinn var skotinn af grannanum,með haglabyssu, á hæðinni fyrir neðan og Kosovo-Albanarnir, ( flóttamenn),í húsinu brutust inn í allar geimslur og nokkrar íbúði þá þurftum við ekki að hugsa tvisvar um að koma okkur annað.
Síðan hafa margir verið myrtir í þessu hverfi, nánast einn í viku, og menn nota handsprengju ef ekki annað dugar. Að sjálfsögðu veist þú ekki að þetta eru múslímar í uppgjöri því það stendur ekki í íþróttasíðunum. Hengið sem fylgir er sýnishorn af Svíþjóð og hvernig múslímar eru meðhöndlaðir með silki hönskum.
Þessi glæpamaður á að vera farinn úr landi fyrir löngu, en Svíar eru það hræddir við hefndaraðgerðir ef þeir stugga víð múslimunum og þora ekki að beita hörku.
Ekki man ég hvaða ár,en það var um jól, að sjálfsmorðsræfill gekk niður á centrastasion í Stokkhólmi til að drepa saklausa Svía, sem alið hafa önn fyrir þessum múslima ræfli. Sprengjan sprakk of snemma svo að hann einn lét lífið. Það óhuggulegasta við þetta er, að forsætisráðherrann, Fredrik Reinfeld, lét ekki heyra í sér í heila viku en sagði svo, í fullkominni afneitun - Svona lagað gerist ekki í Svíþjóð. Og eins og þú lýsir því, þá gerist ekkert í Svíþjóð.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 01:36

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hálf-undarlega samsett grein, Valdimar. Ekki lízt mér á árásir þínar hér á mína kaþólsku kirkju, og réttilega bendir Hörður Þormar þér á, að aðdáun þín á Lúther stenzt ekki skoðun.

Ég skil undirliggjandi reiði þína út í kristnar kirkjur samtímans, af því að þú sérð eða uppmálar þær sem slappar og gagnslausar í gagnrýni á -- hvað þá viðnámi gegn -- islamsvæðingu Evrópu og síauknum áhrifum islamista, sem ógna einingu álfunnar og kristinni menningu hennar, eins og þeir hafa áður gengið langtum harðar í skrokk á kristnu fólki og kirkjum þeirra í Mið-Austurlöndum, ekki sízt á þessari öld, með hörmulegum afleiðingum.

Margt í þessu síðastnefnda hjá þér er rétt, og lungann af tveimur síðustu klausum þínum setti ég á mína Facebók ("Það er sótt að grunnstoðum menningar Evrópu [..........] og að lokum mun öll Evrópa falla inn í þetta ægilega myrkur og einnig við.")

En ekki sé ég þig sem gagnkristinn, heldur sem veraldlega útgáfu af eins konar blandi af kristni og pragmatískum rationalisma. Þér er svo meinilla við ýmis kristin tákn, að þú þolir ekki við að horfa upp á hátíðarbúna biskupa og klerka á mynd sem náðist af þeim í prócessíu á leið í Skálholtsdómkirkju, og þar færðu efni til að fjargviðrast yfir klæðnaði þeirra og höfuðbúnaði.

En það er ósköp eðlilegt, að þjónar Guðs mæti prúðbúnir til helgiþjónustu við Guð sjálfan, sem og að kirkjan sé jafnvel meira skreytt en hin hálf-kalvínska Skálholtskirkja er. Hátíðarbúnaður presta er ekki til að upphefja sig yfir alþýðu, heldur að mæta vel búinn í messuhaldið. Mítur biskupa eru ekki til að hreykja sér yfir presta, leikmenn, almúgann, heldur tákn skylduhlutverks þeirra. Davíð Tencer Reykjavíkurbiskup, þeim kaþólska, var bent á að ganga til altaris við messuna, en hann tók þá upp míturnar og setti á höfuð sér, sem tákn þess, að hann er partur af kaþólskri kirkju og hefur ekki leyfi til að ganga til altaris með lútherskum vegna gerólíkrar guðfræði þeirra um altarissakramentið.

En þegar Davíð biskup og kollegar hans kaþólskir og orþódoxir standa við helgiþjónustuna við altarið, byrja þeir á því að láta fjarlægja af sér míturnar, enda standa þeir þarna auðmjúkir í þjónustu við Guð sjálfan og bera þar engin valdatákn, meðan helgunin á sér stað og það sem við kaþólskt fólk köllum gerbreytinguna, þar sem Guðs Sonur sjálfur verður nálægur í sakramentinu. Þá ber öllum mönnum að taka ofan og lúta honum.

Svo er þessi grein þín eins konar árás á kristnar kirkjur landsins almennt og á söfnuði þeirra. Það er rétt, að þær eru ekki allar vel sóttar utan stórhátíða, en t.d. hvítasunnu-kirkjurnar og kaþólska kirkjan fá mikla aðsókn og eru oft með þónokkrar helgistundir eða messur í hverri viku, sem þú sennilega sækir ekki. Og það er beðið fyrir friði í Mið-Austurlöndum og ekki þagað um nauðsyn þess að rækta okkar kristna arf og flytja hann öðrum.

Ég skil því vel viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessari Morgunblaðs-grein þinni, þótt hitt eigirðu skilið: hrós fyrir vekjandi skrif þín gegn islömsku hættunni sem vofir yfir löndum Evrópu, einnig okkar landi.

Jón Valur Jensson, 31.7.2018 kl. 03:11

13 identicon

https://www.svt.se/nyheter/lokalt/stockholm/biskopen-vill-ta-bort-kristna-symboler-i-sjomanskyrkan

Jón Valur - Nafni hefur rétt fyrir sér hvað varðar verkefni kirkjunnar. Í staðin fyrir að standa á hliðarlínu í samfélaginu á hún að vera í fararbroddi í baráttunni gegn öllu sem hrjáir samfélagið, jafnt ill trúarbrögð sem fátækt.
Þegar hugsað er til þess hvernig Sænsku kirkjunnar menn vinna í því að útríma trúnni og sjáfum sér, þá fer um mann hrollur. Það er eins og allir kyrjunar menn á vesturlöndum séu í einhverskonar dáleiðslu gagnvart þeim ófögnuði sem flæðir yfir vesturlönd. Þessi óværa, með aðstoð kirkjunnar, nær meiri og meiri völdum í samfélaginu hvern einasta dag. Í þessu viðhengi kemur fram að biskupinn vill lát merkja með ör í kirkjugólfið hvar Mekka er fyrir yfirtöku fólkið.
Fríkirkjuprestur í Reykjavík gengur lengra en þessi Sænski biskup í undirlægjuhætti og bauð ofsatrúar söfnuði íslamista félagsheimili kyrkjunar, þeim að kostnaðarlausu, svo þeir gætu haldið föstudagsbæn með HATURSORÐRÆÐU um lýðræðið og okkur óhreina fólkið.
Kirkjunnar menn á vesturlöndum vinna markvist að hruni vestrænnar menningar meðvitað og ómeðvitað.
Á sama tíma og vestræn samfélög útvísa ofstækismúslimum úr landi vegna hættu á hryðjuverkum, þá verndar kirkjan þessa óværu. 
Er ekki tími til kominn að endurskoða markmið kyrkjunar?
 

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 13:51

14 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Jón Valur

Gaman að því að þú skulir hafa döngun í þér til þess að hirta mig svolítið. Þú segir:“  En ekki sé ég þig sem gagnkristinn, heldur sem veraldlega útgáfu af eins konar blandi af kristni og pragmatískum rationalisma.“  Og skammar mig fyrir að vera ekki eins vel inni í táknfræði krikjunnar eins og þú ert og þér finnst ég ætti að vera. Ég tek þessu satt að segja vel enda held ég þú hafir nokkuð til þíns máls. Spurningin er þó þessi: Má ég ekki gagnrýna þjóðkirkjuna nema ég sé sannarlega gagnkristinn og skilji táknfræðina út í hörgul ?

Raunar tel ég að þú hljótir að hafa verið svolítið syfjaður þegar þú skrifaðir þessar athugasemd enda fékk ég hana til mína á fjórða tímanum í nótt. Ég kannast t.d. ekkert við að hafa líst yfir sérstakri aðdáun á Lúther né hafa verið með sérstaka árás á katólsku kirkjuna þína. Ég hélt nú satt að segja að í Skálholti sé verið að iðka Lúthersku og að pápískur siður hefði verið aflagður þar fyrir nær 5 öldum.

Grein minni var ekki ætlað að vera gagnrýni á alla kristna starfsemi í landinu heldur á þjóðkirkjuna sérstaklega. Ég sneiði ekkert að annarri kirkjustarfsemi  eins og t.d. katólsku kirkjunni eða Hvítasunnusöfnuði. En ef þessar kirkjudeildir vilja taka til sín gagnrýnina til þá geri ég ekki athugasemdir við það. Má ég minna þig að þá skilgreiningu sem Vigdís forseti hefur gjarnan uppi með orðið gagnrýni, sem er að rýna til gagns.

Ég veit svo sem ekkert hversu gagnlegar ábendingar mínar eru fyrir þjóðkirkjuna en ætli kirkjan hafi ekki bara gott að því að svona fjósamaður eins og ég telst vel í guðfræðinni skuli lýsa því yfir að honum mislíki tildur og pjatt þjóðkirkjunnar. Ég gæti kannski talist fulltrúi fyrir þennan sauðsvarta almenning sem þjóðkirkjan þykist vera að þjóna og við þessir sauðsvörtu borgum fyrir.

Svona rétt í lokin: Ertu ekki hæst ánægður með það hvernig páfinn þinn í Róm krýpur fyrir innrás íslam inn í Evrópu? Þú hlýtur að finna fyrir fögnuði í sál þinn hvað hann er miklu betur gagnkristinn og skilningsríkari í táknfræði kristninnar en undirritaður fjósamaður.

Valdimar H Jóhannesson, 31.7.2018 kl. 13:53

15 identicon

http://www.friatider.se/muslimer-i-danmark-trotsar-burkaf-rbudet-jag-t-nker-inte-ta-av-min-niqa

Hér sjáið þið viðbjóðinn við þröskuldinn hjá okkur og verið viss að þeir komast upp með þetta, með dyggri hjálp "góða heimska fólksins" og kirkjunnar.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 31.7.2018 kl. 14:00

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svörin, Valdimar 1.!

Vel svararðu mér, rhetorískt séð, þött ég standi við mitt innlegg. Syfjaður var ég, já, en réttilega greindi ég litla hrifningu þína í greininni á kirkju Jóns Arasonar. Eins sá ég í svari þínu í gær minnzt á þinn "merkileg[a] fyrirrennara" Lúther! En um hann er ég sammála Herði Þormar.

En mun ertu skárri en Fríkirkju-klerkurinn klerkurinní múslimamálunum!

Jón Valur Jensson, 31.7.2018 kl. 18:04

17 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður pistill Valdimar.

Svo er bara spurning hvenær prestar fái aftur

að heyra seynasta andvarpið frá þeim sem

frá kveður, allt sem ég á, fær kirkjan.

Og allir erfingjar arflausir.

Þá er sagan fullkomnuð með endurtekningu á

spillingunni, sem við héldum að við værum

laus frá.

Við höfum ekkert við þetta skrautfugla dæmi að

gera. Það er árið 2018.

Ég hef ekki ennþá séð dreka og djöfla berjast

við kóngafólk, þó það síðarnefnda er enn við lýði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.7.2018 kl. 20:23

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það sagði mér maður, sem var viðstadur þessa vígslubiskupsvígslu, að biskuparnir þrír, sem birtust á forsíðumyndinni í Mogganum, voru ekki íslenzkir, heldur var þar sænskur biskup, finnskur og enskur, frá Biskupakirkjunni.

Þá er það spurning, Valdimar, hvort orð þín um "eigin upphafninguog sjálfsdekur" Þjóðkirkjunnar, sem og um "heila hersingu af silkihúfum í orðsins fyllstu merkingu [að] ganga til kirkju með flaksandi skikkjur eða umsveipaðir möttli með asnalegt mítur á hausnum" eigi í raun við um Þjóðkirkjuklerkana?

Var þetta kannski feilskot hjá þér?

Og hver segir að þessi skrautlegu tákn og hátíðarbúningar hafi verið aðalatriði athafnarinnar?

Jú, það gerir reyndar Valdimar H Jóhannesson, enda var þessi mynd næstum það eina sem hann hafði af þessari Skálholtshátíð að segja!

Þú þarft að mæta á svona athafnir til að geta dæmt um þær, félagi! Annars ertu farinn að hljóma eins og kirkjuhatandi bolsar fyrri aldar! -- og það sem verra er: getur farið að hafa áhrif hliðstæð við þeirra illu áhrif.

Jón Valur Jensson, 31.7.2018 kl. 23:50

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður! Félagi Jón Valur; Ég byrjaði á færslu hér á eftir Jóni Þórhalls sem náði ekki að klára 31/7. Ég var satt að segja undrandi á færslu hins æruverða Valdimars og þú hefur nú skýrt frá a.m.k. þrír biskupa á mynd eru útlendingar,það dregur aðeins úr upphafningar sök íslensku biskupanna,en síðu hafi slær sér upp meðal óvina kirkjunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 1.8.2018 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 192246

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband