Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Íslamistar eru þeir sem stunda íslam

Eftir hryðjuverkin í París hafa nokkrir hugrakkir hætt sér í að ræða hlut íslams í árásum sem fer fjölgandi á Vesturlöndum. Þegar ógnin færist nær í tíma og rúmi viðurkenna fleiri augljósar staðreyndir. Þó ekki alveg. Enn skortir nokkuð á fullan skilning hjá þeim flestum eða hugrekki til að segja allan sannleikann.

Oft er fullyrt að rót hermdarverkanna sé öfgafull túlkun á íslam. Réttara væri að segja að vandinn stafi frá öfgafullum kennisetningum íslam. Á þessu er grundvallarmunur. Vandinn er ekki sá að hermdarverkamennirnir séu illa að sér í íslam, séu með rangtúlkanir. Kalífinn Abu Bakr al-Bagdhadi, sem stýrir ISIS, öflugustu hryðjaverkasamtökum múslíma af um sjötíu þekktum, hættulegum samtökum, er þannig með doktorsgráðu í íslömskum fræðum frá háskólanum í Bagdad.

Langflestir öfgafyllstu forvígismanna múslíma eru menntaðir í eitruðu hugmyndafræðinni sem er lamin inn í kollinn á kornungum múslímum með harðri innrætingu. Boðberarnir hafa að baki langt nám í íslömskum fræðum meðal súnní- og shíamúslíma. Börnin vaxa upp með illsku sem eðlilegan hluta lífsins.

Þar til almennt er viðurkennt að rót vandans sé íslam sjálft er lítil von til þess að friður ríki í heiminum. Hann væri afar friðsamur um þessar mundir ef ekki væri fyrir íslam. Fæstir vestrænir menn þekkja íslam í raun. Enn verra er að langflestir forðast að kynna sér íslam vegna hræðslu um að vera taldir öfgafullir fyrir að kynna sér öfgar. Margur telur umburðarlyndi að kynna sér ekki af fullu viti einhverja alvarlegustu ógn okkar tíma.

Til að skilja íslam er ekki nóg að blaða í gegnum Kóraninn. Ekki heldur að lesa bókina spjaldanna á milli. Íslam verður ekki skilið nema með því að kynna sér einnig hadíðurnar, sem eru söfn frásagna um orð og athafnir Múhameðs og hans næstu samverkamanna sem og að kynna sér Sirat Rashul Allah, sem er opinber ævisaga Múhameðs. Hadíðurnar og sirat mynda hið svokallaða sunnah, sem þýðir bókstaflega hin greiða slóð en hér í samhengi íslam, orð, venjur og athafnir Múhameðs. Kóraninn segir á um 90 stöðum, að Múhameð sé hin fullkomna fyrirmynd fyrir múslíma að fara eftir.

Með ólíkindum er að nokkur heiðvirður maður vilji nota Múhameð sem fyrirmynd í lífi sínu. Lýsing á andstyggilegri manni er sjaldgæf. Einnig torskilið að múslímar skuli ekki vera búnir fyrir löngu að hafna Kóraninum sem trúarriti. Í súru (kafla) 2.106 er allah látinn segja að allt það sé numið úr gildi sem hann hafi áður sagt ef hann kemur með nýjar umsagnir um sömu úrlausnarefni. Herskáar súrur frá Medína-tímabili í lífi Múhameðs ógilda því friðsamar súrur frá Mekka-tímanum.

Stundum er getið um það í Kóraninum hvort súrur eru frá Mekka- eða frá Medína-tímanum. Rétt tímaröð fæst með rannsókn á hadíðum og sirat, sem sýnir að allar ofbeldisfyllstu súrurnar eru yngstar og því í gildi. Súrunum er ekki raðað í rétta tímaröð í Kóraninum, heldur eftir lengd þeirra. Þær lengstu eru fremst en stystu aftast nema fyrsta súran, Al-Fatihah (opnunin), sem er stutt trúarjátning.

Til þess að lýsa íslam þyrfti mun lengra mál. Nú skal aðeins staðhæft að íslamistar eru ekki þeir sem rangtúlka íslam heldur þeir sem ástunda íslam. Erdogan, forseti Tyrklands, segir þannig aðeins eina gerð íslams til og það er það íslam sem íslamistar fylgja. Íslam hefur innbyggðar læsingar sem hindra aðlögun að nútíma siðmenningu. Allar efasemdir um inntak Kóransins og sunnah teljast dauðasök. Múhammad Ibn Abd al-Wahhab, múslímskur fræðimaður á 18. öld, stóð fyrir siðbót innan sunnííslam. Við hann er kenndur Wahhabismi sem er hið hreina og upprunalega íslam. Hann var fyrir íslam það sem Lúter var fyrir kristni að leita til lindanna og afnema afbökun trúarinnar vegna spillingar hennar.

Mörgum múslímum er að skiljast að þeir munu trauðla losna úr hörmungum sínum með því að breyta íslam. Slíkar tilraunir kalla á dauðarefsingar. Eina færa leið þeirra er að yfirgefa þessa afleitu hugmyndafræði - höfuðástæðu fyrir óhamingju þeirra, fáfræði, fátækt, eymd, upplausn, stöðnum og ofbeldi. Afneitun íslams er einnig dauðasök en verður ekki framfylgt ef nógu margir taka sig saman. Enginn skyldi mæla íslam bót heldur leggja sig fram um að losa múslíma úr þessari hörðu kló sem þeir voru hremmdir í fyrir 14 öldum. Það gæti gerst hraðar en flesta grunar ef aðeins tækist að setja íslam í rétt ljós án undanbragða.


Rétt samhengi?

Þó að skotgleði og byssueign Bandaríkjamanna sé sannarlega ljóður á fari þeirra er afar hæpið að þessi frétt hafi verið sett í eðlilegt samhengi. Það hefur alveg legið ljóst fyrir síðan ég fór að fylgjast með fréttum klukkan 8 í morgunn að svo er ekki. Þá lá ljóst fyrir þeim sem afla sér frétta víðar en í íslenskum fjölmiðlum að árásarmaðurinn er íslamisti, þ.e. maður sem gengst ákaft upp í íslam.  Hann hafði í þokkabót nýverið í Saudí Arabíu þar sem hann hafði gifst konu sem einnig virðist hafa verið íslamisti en fréttir benda til þess að hún hafi verið með honum í skotárásinni.

Eins og alltaf er þegar múslímar drepa fólk skilur enginn neitt í neinu. Þetta var svo ósköp þægilegur ungur maður, fæddur í Bandaríkjunum, velmenntaður og með góða vinnu. Hann var að lifa ameríska drauminn eins og sagt er um þá sem vegnar vel þar í landi.

Samstarfsmenn hans, sem hann drap, voru á jólaskemmtun. Eins og oft brá hann sér frá til að fara til bæna eins og faðir hans hefur upplýst en kom til baka alvopnaður með konuna og drap af miskunleysi 14 trúleysingja og særði a.m.k. 17.  Rétta samhengið er sem sagt: múslími,jihad, trúleysingar, fjöldamorð.


mbl.is Blóðdropinn sem fyllir mælinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband