Leita í fréttum mbl.is

Íslensk lygapressa ræðst á Spencer

Sem gamalreyndum blaðamanni á þeim tímum þegar pólitísku blöðin voru alls ráðandi og allir vændu alla um lygar verð ég að viðurkenna að mér er brugðið yfir því hvað fjölmiðlamenn nútímans eru ótrúlega ósvífnir í beitingu ósanninda. Ósannindi þeirra eru langt umfram það sem ég hef nokkurn tímann áður reynt, en á dögum kalda stríðsins reyndu menn þó ýmislegt til að koma höggi á andstæðinginn.

Í póltískri umræðu undanfarin misseri á erlendum vettvangi hefur glumið í eyrum heldur þreytandi síbylja með ósökunum um „fake news“ og „Lügenpresse“ og það svo mjög að slíkar ásakanir eru hættar að virka og orðinn hluti af þreytandi skarkala pólitísks þras, en ég átti síst von á því að þessi lágmenning yrði einnig hluti af íslenskum veruleika.

En nú bregður svo við að ég verð vitni að ósvífnari lygum íslenskra fjölmiðla en ég trúði að fyrra bragði að ég gæti átt von á. Fimm íslenskir fjölmiðlar hafa gengið svo á svig við sannleikann að í raun ætti að sækja þá til saka fyrir mannskemmandi ósannindi.

Vegna komu Bandaríkjamannsins Roberts Spencer, sérfræðings um málefni íslam, í næstu viku hafa þessir fjölmiðlar einsett sér að breiða út óhróður um hann með ósönnum sökum í þeim tilgangi að hann nái ekki eyrum landsmanna. Þessir fjölmiðlar hafa lýst Robert Spencer sem algjörri ófreskju, neo-nazista, gyðingahatara, manni sem hefur gerst sekur margsinnis um lögbrot. Hann hafi átt að vera sekur um voðaverks Breivik, hatur á múslímum o.s.fr. Ekkert af þessu er satt og þarf ekki að efa að Robert Spencer gæti leikandi unnið meiðyrðamál gegn þessum fjölmiðlum.

Samtök íslamista um heim allan ólmast sem mest þau mega gegn Spencer vegna yfirirburðarþekkingar hans á íslam og hve óhræddur hann hefur verið að segja sannleikann um þessa ógeðfelldu hugmyndafræði sem er fyrst og fremst pólitísk hugmyndafræði um það hvernig eigi að haga allri stjórn á lífi fólks jafnt í opinberu- sem einkalífi og hvernig vinna eigi allan heiminn undir yfirráð íslam með jihad.

Þeir megna ekki að hafa Spencer undir með málefnalegum rökum. Því eru farnar ófrægingarherferðir sem lítið sigldir íslenskir fjölmiðlamenn gleypa við án nokkurrar sjálfstæðrar skoðunar eða hugsunar. Ég hef lesið mikið eftir Spencer eins og marga aðra um íslam og get borið það að hann er málefnalegur fram í fingurgóma, en leggur óhikað fram staðreyndir jafnvel þó að íslamistum líki það ekki enda verður hann að fara huldu höfði til þess að komast hjá líkamsmeiðingum. Það er þó eftirtektarvert að Spencer er að ná til vaxandi fjölda hófsamra múslíma sem vilja gera tilraun til þess að nútímavæða íslam og verður fyrirlestur hans og samstarfskonu hans m.a. um það.

Íslenskir fjölmiðlar eru í raun að höggva í sama knérunn og espa upp brjálæðinga sem gætu leynst hér á landi meðal múslíma eins og víða annars staöar þó að mikill meiri hluti múslíma myndi aldrei vinna slík verk.

Hvort þetta athæfi íslensku fjölmiðlanna ber tilætlaðan árangur eða hvort þessi óskemmtilegu vinnubrögð vekja enn meiri athygli á fyrirlestri Spencer og samstarfskonu hans Christine Willlimas á Grand Hotel næsta fimmudag kl 20 á eftir að koma í ljós. Málefnið sem þau taka fyrir á þó mikið erindi við okkur Íslendinga núna þegar við stöndum frammi fyrir að sama þróun er að verða hérna og öll Evrópa líður undir.

 


Bloggfærslur 4. maí 2017

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 192339

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband