Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Kalla á eigin tortímingu

Réttsýnu fólki svíður að horfa upp á hörmungarnar á Gasa, þar sem fjöldi almennra borgara og barna verður fórnarlömb í varnarbaráttu Ísrael gegn árásum Hamas. En ofstopa gyðingahatur, sem blasir við á Austurvelli, er undrunarefni. Flestir gera sér kannski ekki grein fyrir að í raun er kallað eftir því að Ísraelsríki verði gjöreytt og að allir gyðingar í landinu myrtir. Og að því verki loknu verði allir gyðingar heimsins drepnir og síðan komi að kristnum mönnum. Allir nema múslímar meðal mótmælenda eru því að kalla eftir því að þeim sjálfum og fjölskyldum þeirra verði að lokum eytt. „Frjáls Palestína“ kalla óvitarnir á Austurvelli og ættu að vita að þarna er vísað í slagorðin: „From the river to the sea, Palestine will be free“ og Ísrael þar með eytt af kortinu.

Hamas birtir þessa framtíðarsýn í stofnskrá sinni. Hún er einnig kölluð upp í moskum víða um heim. Erkiklerkarnir í Íran hafa látið hrópa þetta upp í öllum föstudagsbænum síðan þeir komust til valda 1979. Tónað er að fyrst skuli eyða „Litla satan“ – Ísrael, og síðan „Stóra satan“ – Vesturlöndum. Íran styður Hamas af fullu afli eins og Hesbollah í Líbanon, Húta í Jemen og fleiri hryðjuverkahópa með vopnum og fjármunum. Bókstaf kóransins er fylgt eins og a.m.k. helmingur múslíma í Evrópu telur rétt að gera og þá væntanlega einnig múslímar á Íslandi samkvæmt stórri könnun félagsfræðideildar Humboldt-háskólans í Berlín.

Forystumenn Hamas líta með mikilli velþóknun til Austurvallar eins og til allra slíkra hópa um öll Vesturlönd. Khaled Mashal fagnaði þróun mála á dögunum í viðtali í Doha í furstadæminu Katar, þar sem hann býr ásamt tveimur öðrum af helstu foringjum Hamas í miklum vellystingum langt frá allri eymd. Þeir sitja á tvö þúsund milljarða króna sjóði sem þeir hafa hirt af gjafafé m.a. frá okkur. Í viðtalinu lýsir hann yfir mikilli ánægju með hve vel hafi tekist með stríðsaðgerðirnar 7. október þegar
Hamas rauf vopnahléið við Ísrael og réðst óvænt inn í Ísrael vel undirbúið upp úr neðanjarðargöngunum, sem voru grafin einmitt til að gera skyndiárás af þessu tagi m.a. með
fé og pólitískum stuðningi frá okkur.

Honum var efst í huga að þessi hernaðaraðgerð sannaði að markmið Hamas væru vel gerleg og að samtökin nytu stuðnings meðal ungs fólks á Vesturlöndum, sérstaklega í háskólunum. Honum varð ekki tíðrætt um mannfall á báða bóga, enda þjónar það góðum tilgangi. Grimmdarverkin 7.október vöktu Ísraela til varna. Þó að Ísraelar vandi sig sem best við að beina aðgerðum sínum aðeins að morðingjum Hamas geta þeir ekki hindrað mannfall meðal almennings í Gasa sem er notaður sem varnarskjöldur fyrir hryðjuverkamennina. Þeim mun fleiri fallnir á Gasa, þeim mun betra fyrir málstað Khaled Mashal. Sérstaklega rífa lemstruð barnslíkin vel í sálir okkar allra sem ekki höfum misst mennskuna.

Heimurinn hefur vart séð aðrar aðfarir síðustu átta áratugina eins og þær sem Hamas-foringinn fagnaði. Um 1.200 voru myrt með ólýsanlegum kvalaþorsta, óvopnaðir menn, konur og börn, sem áttu sér einskis ills von. Það sem blasti við mér í nýlegri heimsókn minni í útrýmingarbúðir Auschwitz-Birkenau í Póllandi, þar sem mennskan fór í dýpstu lægðir, stóðst ekki samanburðinn. Hélt ég þó að mannkyn hefði aldrei lotið lægra á mínu æviskeiði.

Þeir sem krefjast þess að Ísrael bakki fyrir þessum ofstækisfullu morðingjum ættu að líta til fortíðar og muna að þó að sagan endurtaki sig breytir hún um ásýnd. Hinn vestræni heimur hélt að hann gæti samið við nasista-, fasista- og kommúnistaríkin. Það kostaði líf hundraða milljóna manna. Þjáningarómurinn sem hingað barst á þessum tíma er mér ljóslifandi í bernskuminni. Allir sem hafa sett sig af alvöru inn í hugmyndafræðina íslam hljóta að sjá hvað hún er náskyld hugmyndafræðinni sem skók heiminn þegar þessi hatursfullu öfl náðu að sameinast. Vandinn er hins vegar sá að langflestir neita að kynna sér málin og telja okkur það til vansa sem höfum tekið á okkur rögg.

Mjög fáir sáu þá ógn sem bjó í alræðiskerfunum á síðustu öld og skildu því ekki að heimsstyrjöldin síðari var að skella á þegar hamfarirnar voru í aðsigi og öxulveldi hins illa voru að ná taktinum. Til allrar gæfu slitnaði samstaðan þegar nasistarnir sviku lit gagnvart kommúnistunum. Nú eru ófreskjurnar að ná saman á ný. Íran er kannski þegar komið með kjarnorkuvopn og fæðir hryðjuverkamennina í Mið-Austurlöndum og Rússa í stríðinu í Úkraínu, N-Kórea skekur vopnin og Kína virðist til alls víst.

Sumir óttast að þriðja heimsstyrjöldin sé að hefjast og verði aðallega leidd áfram með alræðishugmyndafræði íslam undir forystu Íran og jafnvel Rússa, sem hafa stóraukið hergagnaframleiðslu. Þeir eru með vaxandi umsvif eins og Kínverjar víða í Afríku. Meira að segja Svíar finna til hrolls og eru að ganga í NATO. Þeir sem leggja við hlustir heyra að stríðsbumburnar eru barðar af ákafa og stefnir í átök í Evrópu. Almenningi er sagt að birgja sig upp með nauðsynjum ef til styrjaldar kemur. Og hérna er heimtað að Ísland taki ekki þátt í Evróvision af því að Ísrael er að verjast tortímingu lands og þjóðar.

 

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 192281

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband