Leita í fréttum mbl.is

Ég á mér draum

Ég var í Bandaríkjunum í apríl 1968 ţegar Martin Luther King var myrtur og man nánast jafnvel eftir ţeirri stundu ţegar ég heyrđi fréttirnar og ţegar Kennedy var myrtur.  Fyrir fjórum árum ţegar ég var staddur í Atlanta gerđi ég mér ferđ til ţess ađ heimsćkja kirkju hans. Ég fékk hjartanlegur móttökur hjá söfnuđinum sem reyndist jafn litblindur og Martin Luther King hafđi dreymt um ađ heimurinn yrđi.  Ég sá engan annan hvítan mann í krikjunni en ég var tekinn eins og kćr vinur og jafningi.

Ég vil deila drauminum međ ţessum glćsilega baráttumanni fyrir frelsi og jafnrétti um litblindan heim í ţeim skilningi ađ litarháttur manna skipti engu máli ţegar viđ skilgreinum hverjir ţeir eru. Ţađ er ekkert ađ ţví ađ viđurkenna mismunandi hörundslit. Hann er stađreynd en hann segir nákvćmlega ekkert um hvađa manneskju viđ höfum ađ geyma. Ţess vegna er engin niđrandi merking í ţví ađ segja um mann ađ hann sé indíáni, eskimói, inúíti, svertingi, frumbyggi Ástralíu, kínverji, mongóli, hvítingi eđa hvađ sem er og skilgreinir lit eđa uppruna.

Viđ eigum hins vegar ekki ađ hika viđ ađ skilgreina menn á grundvelli ţess hvernig ţeir koma fram viđ međbrćđur sína og hver hugmyndafrćđi ţeirra er.

Og ég vil einnig leyfa mér ađ hafa draum um fleira eins og virkt frelsi, alvöru jafnrétti og kćrleiksríkan heim. Ég vil vinna međ öllum sem geta látiđ ţennan draum rćtast og gegn öllum sem hindra ţađ ađ draumur minn geti rćst. Ég vildi gjarnan sjá í íslensku stjórnarskránni texta sem svipar til einnar frćgustu setningar á enskri tungu. Hann er ritađur í sjálfstćđisyfirlýsingu Bandaríkjanna og hljómar svona á ensku:

We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights, that among these are Life, Liberty and the pursuit of Happiness.

Háleitir draumar eru mikilvćgir vegna ţess ađ draumar hafa tilhneigingu til ţess ađ rćtast. Ţegar Martin Luther King dreymdi um litblindan heim horfđi ekki vćnlega í ţeim efnum. Nú 40 árum seinna situr blökkumađur á forsetastóli í Bandaríkjunum og leitun er ađ litblindara samfélagi. Litblindan sem kannski náđi fluginu ţar hefur veriđ ađ dreifast út um heiminn. Draumurinn mun rćtast ađ fullu fyrr en varir.

Ţetta sýnir hvađ áríđandi er ađ Íslendingar láti sig nú dreyma um betra samfélag og ađ viđ megum lćra af mistökum okkar. Ég held ţví fram ađ textinn í sjálfstćđisyfirlýsingunni hafi haft mikil áhrif til góđs ekki eingöngu á bandarískt ţjóđlíf heldur einnig á hugmyndir víđa um hinn vestrćna heim um fagurt og gott mannlíf. Orđ eru dýr. Auđkennistala mín á kjörseđlinum er  8276   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góđur pistill hjá ţér og ég vona ađ draumur ţinn rćtist.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 12.11.2010 kl. 17:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband