Leita í fréttum mbl.is

Glatað kerfi - glötuð auðæfi

Með góðum rökum má halda því fram, að Íslendingar hafi fórnað 20 þúsund milljörðum króna, 20 milljónum milljóna króna eða öðru vísi skrifað 20.000.000.000.000.- kr vegna  illa grundaðs ótta fyrir rúmum fjórum áratugum um að fiskimiðin umhverfis landið væru í hættu vegna ofveiði. Til þess að varna slíku væri ekki annað ráð vænna en að taka upp stranga kvótastýringu og draga veiðarnar saman um ca 60% t.d. í þorskveiðum. Þannig yrði þorskstofninn byggður upp svo veiðin gæti orðið hin sama og hún hafði verið áður um áratugaskeið, 400-500 þús tonn samtals á ári hjá öllum, sem voru á veiðum á Íslandsmiðum!

Þjóðin er kannski að fara á mis við 200-300 þúsund tonn af þorski árlega, sem unnt væri að veiða. Þetta myndi svara til 200 milljarða króna árlega í útflutingsverðmætum þorsks (miðað við 250 þúsund tonn). Þar sem útlutningsverðmæti þorsksins eru um 40% af heildarútflutningsverðmætum sjávarafurða eða 140 milljarðir króna af um 360 milljarða króna er ljóst að árlegur missir í útflutningsverðmætum sjávarafla væri yfir 500 milljarðir króna.

Í fjörutíu ár síðan hið snargalna kvótakerfi var tekið upp hafa því samkvæmt þessu glatast 20 milljónir milljóna króna vegna þess að  almennu brjóstviti skolaði fyrir borð á Alþingi Íslendinga 1983 og hefur ekki skilað sér þangað aftur. Þarna má muna mjög miklu í útreikningi svo þessu verði ekki lýst með réttum lýsingarorðum: Ofboðslegt! Óboðlegt! Heimskulegt!

Hver króna í útflutningstekjum margfaldast nokkrum sinnum í heildarþjóðartekjunum. Því er alveg ljóst að veiði úr sameiginlegri gullkistu þjóðarinnar, fiskimiðunum, er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna. Veiðin er hagsmunamál allrar þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Ég læt öðrum það eftir að reikna út hvað skynsamleg nýting sjávarfangs myndi bæta hag þjóðarinnar mikið. Þó er auðvelt að slá því fram að þarna myndi muna a.m.k. tugum prósenta í þjóðartekjum á mann.

Með réttu væri hægt að benda á að aukning í veiði og vinnslu myndi taka vinnandi hendur úr öðrum verkefnum en þeir sem trúa á frjálst framtak vita að hin ósýnislega hönd Adam Smith myndi leysa farsællega úr því  t.d. með róbotvæðingu fiskvinnslunnar og AI lausnum. Sama höndin mun einnig finna ný tækifæri í gullkistunni ef ferskir frumkvöðlar fá að komast að henni.

 


Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband