Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Boðun íslam stríðir gegn stjórnarskránni

Okkur er tamt að sýna gestum kurteisi og virða trúarbrögð þar sem þau stuðli að betra mannlífi og sé mönnum styrkur og hvati til góðra verka. Þetta er þó ekki algilt. Vegna vanþekkingar trúa flestir að íslam sé sambærilegt við kristni sem er alrangt. Kristnin er allt það sem íslam er ekki.  Hún hefur leitt til menningar mannréttinda, almennrar menntunar, upplýsingar, jafnræðis, lýðræðis, frelsis og velmegunar. Íslam fylgir kúgunarsamfélög þar sem fátækt, ómennska, helsi, glundroði, ójöfnuður, harðstjórn, réttleysi og forheimskun situr við öndvegi.

Saudi Arabía er meðal hörmulegustu íslömsku ríkjanna.  Þar ráða lögum og lofum svokallaðir Wahhabi múslímar sem fara í einu og öllu eftir fyrirmælum íslam eins og þau birtast í helstu trúarritum múslíma, Kóraninum, viðurkenndum hadíðum (frásagnir aðallega af orðum og athöfnum Múhammeðs) og opinberri ævisögu Múhammeds , Sirah Rasul Allah. 

Wahhabi múslímar fá því ráðið að umtalsverður hluti af feiknarlegum olíutekjum landsins renna til trúboðs múslíma um heim allan. Þeir hafa staðið fyrir byggingu moskva og madrassa (kóranskóla) í tugþúsundatali, ekki síst á Vesturlöndum, þar sem fólk er unnið á band róttækustu íslam trúar, þ.e. að fylgja íslam í einu og öllu. Þeir
eru núna að hefja starf í Ýmishúsinu.

Yfirlýst stefna klerka íslam er að kúga allan heiminn undir íslam og Sharíalög sem innihalda ómanneskjulegan hrylling. Öll réttarkerfi íslam, sem er all mörg, eiga hryllinginn sameiginlegan. Sem dæmi um ofurvald íslam yfir islömskum ríkjum má taka viðhorf þeirra til mannréttinda. Öll 57 ríkin sem eru í OIC (Organisation of Islamic Cooperation) hafa neitað að skrifa undir Mannréttindasáttmála SÞ en
skrifuðu 1990 undir Kairó yfirlýsingu um Mannréttindi í íslam (Cairo
Declaration on Human Rights in Islam) sem hefur Sharíalög til grundvallar. Þessi yfirlýsing á ekkert sameiginlegt með sáttmála SÞ.

Jihad, heillagt stríð, til að ná heiminum undir íslam og Sharia lög er æðsta skylda hvers múslíma. Í þessu stríði eiga múslímar að beita óvininn blekkingum og lygum og heitir það taqiyya og kitman. Óvinurinn eru allir sem ekki eru múslímar eða jafnvel múslímar með ólíka sértrú. Þeir teljast villutrúarmenn, kuffar (et kafir) og er eitt argasta skammaryrði múslíma.  Múslímar skipta heiminum í tvennt: Dar al Islam eða Dar as Salam ( bústaður íslam eða friðar) annars vegar og Dar al harb (bústaður stríðs) hins vegar. Þessi skipting lýsir viðhorfum íslam gagnvart öðrum trúarbrögðum eða menningu. Hatrið nær til allra sem ekki aðhyllast þeirra tegund af íslam og þó villutrúarmenn séu réttdræpir eru þó trúleysingjar allra verstir, jafnvel verri en þeir sem dýrka skurðgoð.

Að fyrirmynd Múhammeðs fylgja Jihadistar (heilagir stríðsmenn íslam) áfangakerfi til þess að ná yfirhöndinni. Þeir koma með brosi og yfirlýsingum um frið og sameiginleg markmið um heill og hamingju samfélaga. Þegar þeim vex ásmeginn verða kröfurnar
ofsalegri og öll meðöl notuð til þess að kúga samfélagið undir íslam. Í þeim átökum er engu hlíft. Dæmi um þetta má sjá um heim allan, ekki síst í Mið-Austurlöndum.

Þar stóð vagga kristninnar. Byzantíska heimsveldið (A-Rómverska ríkið) náði yfir þessi lönd.  Menningin reis hátt undir handajaðri kristinna manna og gyðinga en koðnaði niður með yfirráðum múslíma. Gyðingar hafa nánast horfið í öllum þessum löndum nema í Israel, sem er eina landið í Mið-Austurlöndum þar sem lýðræði og mannréttindi eru virt. Er til marks um fávisku margra og þá
sérstaklega vinstri manna að agnúast endalaust út í Israel sem ber af öllum þessum löndum eins og gull í sorpi þó að landið búi við umsátursástand og stríðsátök ( t.d. 15 þúsund eldflaugaárásir síðan árið 2001). Nú eru uppi gengdarlausar ofsóknir gegn kristnum mönnum með morðum, brenndum kirkjum og skertum
mannréttindum í þessum löndum enda fækkar þeim ört.

Misskilningur er að halda að íslam sé eingöngu trúarbrögð. Íslam er ekki trúarbrögð til einkanota fyrst og fremst heldur stjórnarfyrirkomulag fyrir heiminn og eftir það til ástundunar
fyrir einstaklinga. Íslam er alræðisstefna alveg sambærileg við nazisma og kommúnisma en aðeins hættulegri með meiri hvata til óhæfuverka, með 1.5 milljarð manna á bak við sig og 14 alda reynslu í kúgun, tortímingu og þjóðarmorðum auk trúarofstækis. Fráleitt er að leyfa hér starfsemi þessarar hryllilegu hugmyndafræði sem er í yfirlýstu stríði gegn okkur og stefnir á að rústa samfélag okkar.

Stjórnarskráin styður bann við iðkun íslam hérlendis. 63. gr. hennar segir: „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu." 

Enginn getur efast um að íslam stríðir gegn góðu siðferði og allslherjarreglu. Þess vegna á að stöðva alla starfsemi í nafni íslam hérlendis. Sértaklega þá starfsemi sem er að hefjast Í Ýmishúsinu. Forsvarsmenn þar eru orðaðir við ýmis af verstu ofbeldisöflum heimsins. Að leyfa starfsemi þeirra hér jafngildir að leyfa óvinarher að reisa hér bækistöð aftan víglínunnar.
Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 175893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband