Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Vonandi vankunnátta frekar en gyðingahatur

Þeir margir Íslendingar sem taka undir málstað  múslíma endalaust og  sverta málstað Israel ættu að skoða kortin sem nú birtast daglega í blöðunum af miðausturlöndum  vegna ólgunnar þar.  Þeir áttuðu sig þá kannski á því hve fráleitur málflutningur þeirra er. Israel sést vart með berum augum á þesum kortum enda agnarlítið land meðal risavaxinna landa múslíma.

 Israel er 20.770 km2  eða  rúmlega einn þúsundi ( eða 0.13%)  af því landi sem gjarnan er flokkað til miðausturlanda,  þ.e. lönd araba og berba ásamt með Iran og Tyrklandi. Heildarflatarmál þessara land telst vera 15.804.472 km2  ( Israel er einn fimmti af stærð Íslands). Gyðingar bjuggu dreifðir um þessi lönd fyrir stofnun Israel 1948. T.d. voru þeir um þriðjungur íbúa Bagdad og nær búseta þeirra þar alveg til herleiðingarnar til Babýlon á 6. öld fyrir Krist og áttu þeir stærsta þáttinn í gullnu öldinni í Bagdad sitt hvorum megin við kristnitökuárið okkar og er stundum ranglega eignuð Islam. Eftir árásarstríð araba gegn Israel við stofnun ríkisins 1948 flúðu nær allir gyðingar frá Irak eins og frá flestum löndum múslíma. Innan við eitt hundrað gyðingar munu núna búa í Irak.

Íbúafjöldinn í Israel mun vera um 7.6 milljónir manna eða um 1.5% af heildar mannfjöldanum í þessum löndum sem telja 494 milljónir íbúa. Hver íbúi Israel hefur því til ráðstöfunar innan við einn tíunda af því rými sem hver íbúi hefur að meðaltali í hinum löndunum. Það er því ekki skortur á landrými í miðausturlöndum, sem er rót vandans þar né tilvera Israel.

 Ef tekinn er samanburður t.d. af Líbíu, þar sem allt er nú í fári, munu íbúar þar vera 6.4 milljónir manna en stærð landsins er 1.759.450 km2 . Á hvern ferkílómetra í Líbíu eru því að meðaltali 3.6 íbúar meðan 366 íbúar eru að meðaltali á hvern íbúa í Ísrael. Í þokkabót eru svo feiknarlegar olíulindir í Líbíu en engar í Israel né neinar aðrar auðlindir í jörðu. Líbía gæti verið auðugasta land heimsins þar sem smjör drypi af hverju strái. Staðreyndin er hins vegar sú að þjóðartekjur á mann eru tvöfalt hærri í Israel en í Líbíu.

Í Líbíu var til skamms tíma eitt af elstu samfélögum gyðinga utan Israel en saga þess er talin ná aftur til þriðju aldar fyrir Krist. Fasistar á Ítalíu fóru mikinn í ofsóknum gegn gyðingum í Líbíu á stríðsárum en þeim var haldið áfram af fullum krafti af heimamönnum eftir heimstyrjöldina. Þegar Líbía fékk sjálfstæði 1951 hröktust nær allir gyðingar frá landinu enda nutu þeir mjög skertra mannréttinda eins og algengast er í múslímskum löndum þar sem minnihlutahópar mega ávalt eiga von á blóðugum ofsóknum.

Í Israel hins vegar eru arabar um 20% af þjóðinni og njóta allra mannréttinda. Þeir sitja á þinginu, eru dómarar, yfirmenn í hernum og ekkert væri því til fyrirstöðu að arabi væri forsætisráðherra enda er Israel eina landið þar sem lýðræði er virt í miðausturlöndum. Það skyldi ekki vera þar sem skilur á milli gæfu og ógæfu þessara landa?

 Orsök ógæfu múslímsku landanna stafar að minnsta kosti ekki af því að gyðingar hafi rænt þá landi sem sé forsenda fyrir velferð þeirra. Gyðingar voru ávalt í meirhluta á þeim svæðum sem nú heita Israel en rómverjar gáfu nafnið Palestína gyðingum til háðungar eftir að þeir hernámu landið. Það er sögufölsun að til hafi verið land múslímskra araba sem hét Palestína. Raunar var landið mjög strjálbýlt og nánast eyðimörk þegar gyðingar fóru að flytjast þangað á seinustu öld og hófu þar uppbyggingu. Uppbyggingin varð forsenda þess að arabar fóru á leita þangað frá næstum löndum í leit að lífsviðurværi sem dugnaður gyðinga skapaði.

Því miður er nær ávalt dregin upp mjög bjöguð mynd af samskiptum Israel og araba í íslenskum fjölmiðlum. Vonandi stafar það meira af vankunnáttu en gyðingahatri.

 

Þá féllu „stjórnlagaþingmenn“ á prófinu

Nú þegar það hefur verið fullreynt að Hæstiréttur hefur ógilt kosninguna til stjórnlagaþings er ljóst að enginn hefur verið kosinn til setu á þinginu.  Kjörbréf þeirra 25 manna, sem voru taldir hafa náð kosningu áður en Hæstaréttur úrskurðaði kosninguna ógilda, eru því ógild.  Allir 521 sem buðu sig fram til kjörs á stjórnlagaþingi hafa því sömu stöðu. Þeir hafa allir lýst yfir vilja sínum til þess að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar en val um það hverjir þeirra skyldu annast verkið hefur ekki farið fram þannig að mark væri á því takandi.

Langfelstir þeirra sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi voru sammála um að skerpa þyrfti á þrígreiningu ríkisvaldsins, þ.e. að auka og treysta sjálfstæði löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Flestir voru sammála um það að ógæfa Íslands stafaði m.a. af lélegri stjórnsýslu sem m.a.  ætti rót sína að rekja til skorts á aðgreiningu valdaþátta ríkisins.

Kosningin til stjórnlagaþingsins var eitt allsherjar klúður, bæði hvað varðar fyrirkomulag og framkvæmd. Um það hljóta allir að vera sammála. Stjórnsýslan féll enn einu sinni á prófinu.  Þó að málið sé vont gæti það enn versnað ef einhverjum skyldi detta það til hugar að skipa þá 25 menn,sem höfðu fengið ógild kjörbréf. Þá væri áfram unnið í þeim anda að aðgreining valdaþátta samfélagsins væri aðeins til málamynda.

Ef Alþingi dettur til hugar að skipa þessa 25 í einhvers konar stjórnlaganefnd er augljóslega verið að hafa úrskurð Hæstarétt að engu. Þá er Alþingi að taka yfir dómsvaldið. Ef einhverjum þessara 25 manna dytti til hugar að taka sæti í slíkri nefnd hafa þeir fallið á prófinu og hafa sannað að þeir eiga ekkert erindi til að endurskoða stjórnarskránna.


Úr öskunni í vítiseldinn

Það er dapurlegt að fylgjast með fögnuði í íslenskum fjölmiðlum yfir því sem er að gerast í Egyptalandi og nálægum Arabalöndum. Þessir fögnuður minnir á fögnuð vegna byltingarinnar í Íran 1979 þegar Íranir fóru úr kólnandi öskunni í vítiseldinn og heimurinn færðist ískyggilega nærri næstu alheimsstyrjöld.

Lang líklegast er að þróunin í Egyptalandi og nálægum ríkjum verði á svipuðum nótum og að klerkaveldið muni ná yfirhöndinni í Egyptalandi í gegnum Múslímska bræðralagið, sem var stofnað 1928 og hefur sett sér það markmið að ná heiminum undir Islam og Sharíalög eins og klerkastjórnin í Iran hefur gert. Fjöldi samtaka hafa sprottið út úr Múslímska bræðralaginu eins og Hamas, Hezbollah og Al Kaeda.  Þessir aðilar hafa ítrekað lýst yfir stríði gegn Vesturlöndum og þar með talið okkur. Þeir telja sér öll meðöl leyfileg,- lygar, blekkingar og blóðsúthellingar. Markmiðið núna er fyrst og fremst að eyðileggja Vesturlönd innan frá og í því skyni teygja þeir arma sína um öll Vesturlönd og m.a. hingað.

Enginn þarf að efast um að Mubarak var einræðisherra í skjóli hersins. Raunverulegt lýðræði er ekki til í þessum löndum og er andstætt eðli Islam og Sharíalögum. Það  er því ekkert annað í kortunum en einræði eða harðstjórn af einhverju tagi. Byltingar í þessum löndum færa þeim aðeins annan harðstjóra. Mubarak var slíkur maður en hann hélt frið við nágranna sína í Israel og hann hélt ofstækisöflum eins og Múslímskra bræðralaginu í skefjum.

Ofstækishrópin á götum Kairó ganga meðal út á það að stofna alheims kalífat, allsherjarríki Islam og eru hugmyndir af sama toga og alheimsríki öreiganna og þúsund ára ríki nasista þ.e. hryllingsdraumar kommúnista og nasista á síðustu öld. Kallað er eftir frelsi Palestínu og eyðingu Israel. Undir slík hróp taka vinstri menn á Vesturlöndum. Þeir ættu þó að muna að klerkastjórnin í Íran tók af lífi flesta þá vinstri menn sem stóðu með þeim að byltingunni í Íran.

Þegar kyndillinn er svona hættulega nálægt púðurtunnunni er mikið í húfi að vestrænir leigtogar séu starfi sínu vaxnir. Fyrsta skilyrðið er að þekkja óvin sinn. Sennilega er að renna upp ljós fyrir sumum leigtogum Evrópuríkja þó að enn sé verið að lögsækja einstaklinga í Evrópu fyrir það eitt að segja sannleikann um eðli Islam. Merkel, Sarkozy og Cameron, leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa öll lýst því yfir að fjölmenningarstefnan hafi mistekst vegna eðli Islam.

Í Hvíta húsinu situr hins vegar maður sem er hættulegur fyrir þróun heimsmála á næstunni. Frank Gaffney, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Reagans, telur að að helstu ráðgjafar Obama í málefnum Miðausturlanda tengist Múslímska bræðralaginu,- þ.e. að helstu óvnir Vesturlanda stýri stefnu bandaríska forsetans í þessum málum. Fjöldi málsmetandi manna eru á sömu skoðun.

Um leið og við eigum að hafa áhyggjur af okkar eigin öryggi eigum við einnig að hafa samúð með þjáningu hundruð milljóna múslíma sem þjást vegna ofstækis Islam og vegna skorts á mannréttindum í íslömskum löndum. Það er í þágu mannúðar og framtíðar öryggis heimsins að stuðla að aukum raunverulegum mannréttindum í þessum löndum. 


Úr öskunni í vítiseldinn

Það er dapurlegt að fylgjast með fögnuði í íslenskum fjölmiðlum yfir því sem er að gerast í Egyptalandi og nálægum Arabalöndum. Þessir fögnuður minnir á fögnuð vegna byltingarinnar í Íran 1979 þegar Íranir fóru úr kólnandi öskunni í vítiseldinn og heimurinn færðist ískyggilega nærri næstu alheimsstyrjöld.

Lang líklegast er að þróunin í Egyptalandi og nálægum ríkjum verði á svipuðum nótum og að klerkaveldið muni ná yfirhöndinni í Egyptalandi í gegnum Múslímska bræðralagið, sem var stofnað 1928 og hefur sett sér það markmið að ná heiminum undir Islam og Sharíalög eins og klerkastjórnin í Iran hefur gert. Þessir aðilar hafa ítrekað lýst yfir stríði gegn Vesturlöndum og þar með talið okkur. Þeir telja sér öll meðöl leyfileg,- lygar, blekkingar og blóðsúthellingar. Markmiðið núna er fyrst og fremst að eyðileggja Vesturlönd innan frá og í því skyni teygja þeir arma sína um öll Vesturlönd og m.a. hingað.

Enginn þarf að efast um að Mubarak var einræðisherra í skjóli hersins. Raunverulegt lýðræði er ekki til í þessum löndum og er andstætt eðli Islam og Sharíalögum. Það  er því ekkert annað í kortunum en einræði eða harðstjórn af einhverju tagi. Byltingar í þessum löndum færa þeim aðeins annan harðstjóra. Mubarak var slíkur maður en hann hélt frið við nágranna sína í Israel og hann hélt ofstækisöflum eins og Múslímskra bræðralaginu í skefjum.

Ofstækishrópin á götum Kairó ganga meðal út á það að stofna alheims kalífat, allsherjarríki Islam og eru hugmyndir af sama toga og alheimsríki öreiganna og þúsund ára ríki nasista þ.e. hryllingsdraumar kommúnista og nasista á síðustu öld. Kallað er eftir frelsi Palestínu og eyðingu Israel. Undir slík hróp taka vinstri menn á Vesturlöndum. Þeir ættu þó að muna að klerkastjórnin í Íran tók af lífi flesta þá vinstri menn sem stóðu með þeim að byltingunni í Íran.

Þegar kyndillinn er svona hættulega nálægt púðurtunnunni er mikið í húfi að vestrænir leigtogar séu starfi sínu vaxnir. Fyrsta skilyrðið er að þekkja óvin sinn. Sennilega er að renna upp ljós fyrir sumum leigtogum Evrópuríkja þó að enn sé verið að lögsækja einstaklinga í Evrópu fyrir það eitt að segja sannleikann um eðli Islam. Merkel, Sarkozy og Cammeron, leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa öll lýst því yfir að fjölmenningarstefnan hafi mistekst vegna eðli Islam.

Í Hvíta húsinu situr hins vegar maður sem er hættulegur fyrir þróun heimsmála á næstunni. Frank Gaffney, fyrrum aðstoðar varnarmálaráðherra í stjórnartíð Reagans, telur að að helstu ráðgjafar Obama í málefnum Miðausturlanda tengist Múslímska bræðralaginu,- þ.e. að helstu óvnir Vesturlanda stýri stefnu bandaríska forsetans í þessum málum. Fjöldi málsmetandi manna eru á sömu skoðun.

Um leið og við eigum að hafa áhyggjur af okkar eigin öryggi eigum við einnig að hafa samúð með þjáningu hundruð milljóna múslíma sem þjást vegna ofstækis Islam og vegna skorts á mannréttindum í íslömskum löndum. Það er í þágu mannúðar og framtíðar öryggis heimsins að stuðla að aukum raunverulegum mannréttindum í þessum löndum.

 

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 192322

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband