Færsluflokkur: Kjaramál
18.11.2010 | 12:25
Lítil dæmisaga um misnotkun valdsins
Vinur minn, sem var sjálfstæður atvinnurekandi, stóð frammi fyrir þeirri skyldu að velja sér ljóseyrissjóð, þegar aðild að lífeyrissjóðum var gerð að skyldu með lögum árið 1998. Honum varð fljótlega ljóst að hvergi voru betri kjör að fá heldur en í Lífeyrissjóði ráðherra. Hann sótti því um aðild að lífeyrissjóðnum en umókn hans var synjað.
Hann vissi vel hvaða afgreiðslu umsóknin fengi en hún var auðvitað til marks um það hvað honum blöskraði mismununin í lífeyrisréttindum landsmanna. Hún var mikil en fór alveg úr böndunum við lög 2003/ 141 um eftirlaun fyrir forsetann, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttardómara. Þá samþykkti Alþingi lög sem vonandi munu ávalt verða tilefni til hneykslunar.
Samkvæmt þeim naut t.d. forsætisráðherra sem sat í meira en eitt ár sömu eftirlaunakjara og forseti íslands og fékk 60% af heildarlaunum forsætisráðherra eins og þau eru á hverjum tíma, þ.e. ráðherralaunum og þingfararkaupi. Fyrir að greiða 5% af launum sínum í eitt ár og einn dag sem gerði núna u.þ.b. 600 þúsund krónur (og draga það frá tekjum fyrir skatta) fær hann sem svarar 600 þúsund krónur á mánuði út ævina eftir 60 ára aldur ( jafnvel 55 ára aldur miðað við ákv forsendur) en sú upphæð myndi þó hækka ef ástæða þætti til að hækka ráðherralaun og þingfararkaup. Ef þessi maður lifði til 100 ára aldurs væru skattborgarinnar búnaðir að greiða honum framlag hans 480 sinnum til baka með verðbótum og almennum lífskjarabótum æðstu ráðamanna.
Eftirlaunaréttindi þessa manns hefðu svo hækkað í 70% eftir eitt kjörtímabil og 80% eftirt tvö kjörtímabil. Eftir átta ára þjónustu við okkar urðum við sem sagt að halda honum uppi með 800 þúsund krónum á mánuði út alla ævina fyrir utan allar þær lífeyrisgreiðslur sem á hann hefðu hlaðist fyrir önnur störf á okkar vegum. Þannig verður ekki annað séð en að ef hann hefði einnig setið í 23 ár á þingi fengi hann einnig 70% af þingfararkaupi ofan á eftirlaunaréttinn sem forsætisráðherra. Þannig fengi hann auk ráðherralaunanna samtals 150% af þingfararkaupinu eins og það væri hverju sinni!! (Þetta síðasta kynni þó að vera misskilningur ,- háttsettur starfsmaður Alþingis sem ég spurði var ekki viss í sinni sök). Ef þetta væri svo væri hann að fá núna ca 1.2 milljónir króna á mánuði í eftirlaunagreiðslur. Þessi maður sem hafði unnið í þjónustu okkar í öðrum embættum hefði þannig getað fengið margföld laun æðstu embættismanna út æfina þegar hann settist í helgan stein. Slíkir menn eru til.
Eftirlaunamálin eru flókin en svo tekið sé dæmi fær hæstaréttardómari sem var skipaðurs fyrir 25. apíl 2009 þegar lögin voru afnumin, 6% rétt til eftirlauna fyrir hvert ár. Eftir 13 ár í starfi fær hann 80% af fullum launum hæstaréttardómara eins og þau verða í framtíðinni. Þau bætast ofan á annan eftirlaunarétt sem hann hefur áunnið sér.
Þegar þessi lög voru afnuminn 2009 sátu margir eftir í vinningsliðinu og höfðu áunnið sér ósæmilegan rétt sem við þurfum að standa undir meðan þeir lifa. Lögin eru til marks um hvað valdið getur gjörsamlega misst fótanna og hve nauðsynlegt er að því séu settar skorður með vel unninni stjórnarskrá sem kveður á um jafnræði þegnanna.
Lífeyrisrétturinn er einn af fjölda mörgum þáttum sem þarf að horfa til. Hann er flókinn og torskilinn eins og nú er. Vinna þarf að því að sami réttur gildi um alla landsmenn, - hvort sem það væri einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn eða fleiri sjóðir sem allir bjóða upp á sömu réttindi.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir