Leita í fréttum mbl.is

Hverjir vilja ekki eitt kjördæmi?

 Krafa um að gera Ísland að einu kjördæmi hefur legið í loftinu um áratugi en hefur ekki fengið hljómgrunn hjá stjórnmálaflokkunum. Hvers vegna? Hverjir eru það sem í raun hafa hindrað svo augljósa sanngirniskröfu t.d. að jafna atkvæðarétt allra Íslendinga?

 

Ég trúði lengi þeirri staðhæfingu sumra stjórnmálamanna að íbúar hinna dreifðu byggða óttuðust að þeir hefðu ekki hljómgrunn hjá stjórnvöldum nema ef þeir ættu sína fulltrúa á alþingi. Ég varð því  undrandi og glaður þegar ég varð vitni að því fyrir tæpum tveimur áratugum á fjölmennum fundi á Ísafirði og ég hélt því fram að það væri í raun hagsmunir Vestfirðinga að landið væri eitt kjördæmi að allir Vestfirðingar sem tóku til máls lýstu því yfir að þeir væru sammála fulluyrðingu minni. Rökin voru og eru mjög ljós. Það eru hagsmunir Vestfirðinga að allir þingmenn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti en ekki aðeins „þeirra“ þingmenn,  sem sumir hafa talað dátt en hugsað flátt.

Kjördæmarígur eins og hrepparígur er af hinu illa. Íslendingar eru fámenn þjóð og henni ríður á að standa sameinuð að hagsmunamálum sínum en láta ekki sundra sér. Það eru hagsmunir mínir sem bý í Mosfellsbæ að kostir landsins alls séu nýttir af skynsemi og að öflugt og gott mannlíf þrífist sem víðast um land.  Við eigum að líta á okkur sem samherja í fallegu og yndislegu landi, sem býður upp á fjölda valkosti til góðs mannlífs bara ef við berum gæfu til þess að nýta tækifærin vel.

Ég hygg að ástæðan fyrir því að kjördæmaskipun landsins og stjórnskipan hafi ekki verið breytt til augljós hagsbóta fyrir þjóðina séu þröngir hagsmunir stjórnmálaflokka og  stjórnmálamanna.  Margir þeirra óttast um sinn hag við breytingar og þeir geta ekki lengur unnið á því lága kjördæmarígsplani sem þeir hafa tileinkað sér. Menn gætu t.d. ekki barið sér á brjóst á kosningafundum á t.d. Ólafsfirði og Siglufirði að haldið blákalt þeirra staðhæfingu fram að engin opnber framkvæmd væri eins arðbær að gerð Siglufjarða- og Héðinsfjarðarganga. Þetta gerði frambjóðandi og enginn hinna frambjóðenda mótmælti nema ég enda mun ég ekki hafa fengið eitt einasta atkvæði hjá staðarmönnum, sem vildu trúa bullinu.

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eftir skýr skil á milli löggjafarvalds [kostnaðarlítið] og framkvæmdavalds þá fær krafan um eitt löggjafarkjördæmi  meira vægi. Hinsvegar hefur Ísland gott af því að byggja upp 6 til 12 grunn framkvæmda kjarna um allt land, sem hafa trygga tekjustofna. Til að tryggja samkeppni, samanburð og almennt val um búsetu og réttlæta góðar vega samgöngur. 

Dreifður gróskumikill [VSK skapandi ] hagvöxtur skilar sér sem heildar raun hagnaðar hagvöxtur.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Varst þú einhvern tímann stjórnarmaður í Neytendasamtökunum?

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2010 kl. 22:03

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Valdimar, á meðfylgjandi málsgrein rakst ég núna rétt áðan. Hún er fyrir utan að tengjast því sem þú ert að ræða hér, svo dásamleg að ég taldi  liggja beinast við að setja hana hér inn. Hún er af prívat bloggi Hjartar J. Guðmundssonar blaðamanni á Mogganum og félagsmanni í Heimsýn - sem gæti kannski sagt þér eitthvað. 

"Væri landið eitt kjördæmi þýddi það að vægi atkvæða landsmanna væri nákvæmlega það sama. Helzti gallinn væri hins vegar sá að vegna þess fjölda fólks sem býr á höfuðborgarsvæðinu eru allar líkur á því að á framboðslistum væru efstu sætin, þ.e þau sem væru líklegust til að skila fólki inn á þing, skipuð frambjóðendum af því svæði enda flest atkvæðin þar."

Atli Hermannsson., 5.11.2010 kl. 23:52

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Júlíus kæmi sterkara sveitastjórnarvald ekki að sömu notum. Við erum örugglega báðir á því að valdið eigi að færast sem næst fólkinu. Með frekari sameiningu sveitarfélag og með því að færa fleiri verkefni undir þau mætti sem best ná þessu fram.

Valdimar H Jóhannesson, 6.11.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður,

ég hef ekki setið í stjórn samtakanna en ég hef tekið þátt í störfum þeirra og setið á einhverjum þingum.

Valdimar H Jóhannesson, 6.11.2010 kl. 11:01

6 Smámynd: Jón Magnússon

Landið allt eitt kjördæmi hefur þann kost að vægi atvkæða kjósenda er jafnt.

Landið allt eitt kjördæmi er eitt en síðan er spurning um það með hvaða hætti kosið yrði. Jafnvel þó landið yrði eitt kjördæmi mætti kjósa listakosningu eða einstaklinga eða hafa blandað kerfi.

Jón Magnússon, 6.11.2010 kl. 11:05

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Ég er mjög meðmæltur persónukjöri og myndi beita mér fyrir því að það yrði tekið upp ef ég yrði valinn inn á stjórnlagaþingið. Mér skilst að Írar séu með svokallað Hare-Clark kerfi, sem hafi virkað nokkuð vel en samkv Google er þetta kerfi notað nokkuð víða. Allar útfærslur Þyrfti auðvitað að skoða og engin ástæða til að festa sig fyrirfram í tekníkinni.

Valdimar H Jóhannesson, 6.11.2010 kl. 12:27

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Persónukjör felur í sér meiri líkur að reyndir aðlir komast til ábyrgða.

Júlíus Björnsson, 6.11.2010 kl. 14:26

9 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Júlíus, persónukjör á einnig að hindra að flokkarnir séu að setja inn fulltrúa sína sem njóta ekki trausts hjá kjósendum. Eins og flesltir þekkja er næstum ómögulegt að hafa áhrif á hverjir setjast á þing þó að stór hluti kjósenda hafni einstaklingum á framboðslistum.

Valdimar H Jóhannesson, 6.11.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband