Leita í fréttum mbl.is

Leikhús fáránleikans

Þegar sú tíð kemur að nútímasagan verður sögð með augum sagnfræðinnar spái ég því að fátt verði jafn óskiljanlegt eins og hið fráleita kvótakerfi. Þá verður kannski hlegið að fáránleikanum í  því að láta sjávarbyggðir landsins blæða út vegna þess að fólkið mátti ekki lengur leita sér fanga í sameiginlegri auðlind landsins,- auðlindinni sem var ein helsta forsendan fyrir byggð í landinu og tilheyrði öllum Íslendingum að nýta. Þetta er ekkert aðhlátursefni íbúa þessara byggðarlaga, hvorki þeirra sem eru að flosna upp frá verðlausum eignum sínum eða þeim sem þegar eru flúnir. Þetta er ekkert aðhlátursefni öllum Íslendingum sem líða fyrir þessa vitleysu.

Nú er talað um að líflínu hafi verið kastað til íbúa Flateyrar vegna þess að sjávarútvegsráðherrann ætlar náðugsamlegast að auka kvótann til byggðarlagsins úr 150 tonnum í 300 tonn. Það er álíka mikið af þorski eins og kæmist fyrir í lítilli sveitarlaug.  Fyrir daga kvótakerfisins veiddust samkvæmt aflaskýrslum 4-500 þúsund tonn af þorski árlega á Íslandsmiðum, áratugum saman  fyrir utan þann hluta aflans sem ekki var gefinn upp og hefur alltaf verið einhver. Heilaraflinn var kannski 7-800 þúsund tonn á ári.

Gjafakvótastýriringin hefur leitt af sér að þorskaflinn er nú kominn niður í ca 150 þúsund á ári og talað um það sem sérstaklega merkileg tíðindi að úthluta eigi 12 þúsund tonn til smærri byggðarlaga svo þau leggist ekki endanlega á hliðina. Þetta væri sprenghlægilegt ef það væri bara ekki svo grátlegt að svona skuli vera komið fyrir okkur. Og Sjálfstæðismenn í stað þess að heimta vitglóru í málin á þeim alvörutímum, sem við lifum nú sem þjóð, eru að tala um 35 þúsund aukinn kvóta í þorski eða álíka og kæmist ca tíu sinnum í Laugardalslaugina.

Hvenær fær þjóðin að vakna upp frá þeim vonda draum sem kvótakerfið er? Hvenær fær þjóðin og njóta þess ríkidæmis sem hún á í hafinu umhverfis landið og hefur ekki verið nýtt nema að litlu leyti udanfarna þrjá aratugi?

 Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur raunar skrifað prýðilega grein hvernig best væri að komast úr þessari matröð sem kvótakerfið er.

Sjá hér:  http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/880349/

Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Valdimar, þetta er ekki leikhús fáránleikans því enginn léti sér til hugar koma að sækja svona leiksýningu nema þá til að sýna útlendingum í forvarnarskyni.

Þetta er miklu fremur dýflissa fáránleikans, fanganýlenda, gettó. Fólk er hneppt í eins konar varðald fáránlegra tilskipana sem enginn er sáttur við og allir spyrja hvaðan úr andskotanum sé eiginlega komið.

Þetta Flateyrarvandamál er auðvitað dæmigert í þessu sambandi. Fiskimiðin eru afdráttarlaus sameign þjóðarinnar og engin byggðarlög liggja þeim nær en vestfirsku sjávarþorpin.

Ríkisstjórn er ráðalaus, ráðherra sjávarútvegs er í kreppu eigin ráðuneytis, gæsluvarðhaldi sem hann virðist ekki fær um að losna úr. 

150 tonn er auðvitað ámóta einhverju magni af brottkasti úr loðnu-og síldarnót á góðum degi. En meira að segja LÍÚ sendillinn Einar Kr. Guðfinnsson leyfði sér að kaupa sér gúddvill með 30 þús. tonna aukningu í þorski daginn sem hann hrökklaðist út úr ráðuneytinu undir bumbuslætti mótmælenda.

Fjölskylduhjálpinni er meinað að gefa hungruðu fólki aðgang að nýjum fiski vegna þess að reglurnar leyfa það ekki að fiskurinn sem syndir í sjónum sé veiddur nema af verðugum útgerðum handgengnum LÍ Ú. 

Ekki einu sinni í neyðartilfellum leyfist að veiða 50 tonn af fiski!

Svo talar kerfisklanið hér á blogginu um fáránleika stjórnarskrárbreytinga"!

Og svo koma ráðherrar og ráðuneytisbjálfar fram í sjónvarpi og eftir svipnum að dæma gæti fólk haldið að þetta væru einhverjar vitsmunaverur!

Ef við erum í dag að stýra þessu landi í samræmi við stjórnarskrá þá er sú stjórnarskrá best komin í pappírstætara.

Árni Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Má vera að þetta fð

Flateyrar mál verði til þess að vekja upp smá byltingu sem svo veks og verður að alvöru byltingu. Væri þá komið á þann grundvöll sem við svo margir  höfum verið að býða eftir. Það er að fólkið sé vaknað og fari loksins af stað í þessa göngu til réttlætis og færi landið til þess okkar aftur.

Eyjólfur Jónsson, 6.11.2010 kl. 18:58

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Árni og Gunnar1 Það gengur ekkert með blíðustrokum!! Alminnilegar barsmíðar og stimpingar í útidyrum opinberra bygginga er hluti af færslu valds yfir til okkar og svo áframhaldandi skipanir í stjórnir viðkomandi svæða. PuHU það þarf varla að stafa þetta fyrir ykkur er það.

Eyjólfur Jónsson, 6.11.2010 kl. 19:17

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill, Valdimar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.11.2010 kl. 00:17

5 Smámynd: Jón Magnússon

Góður pistill. Nauðsynlegt að þjóðin fari að ræða um fiskveiði- og auðlindamálin í alvöru og án upprhópana hagsmunaaðila.  Núverandi kvótakerfi hefur helst gagnast þeim sem hafa tekið mikil lán út á óveiddan fisk í sjó og sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar.

Fyrir 50 árum byrjuðu ákveðnir fiskifræðingar að heimta að dregið yrði verulega úr veiðum og spáðu hruni ef ekki yrði dregið stórlega úr veiðum.  Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra sagði einhverntímann að fara yrði að öllu með gát, en þjóðin yrði að nýta auðlindir sínar með eðlilegum hætti.

Því miður kom hagsmunaaðili sem sá fram á skjótfenginn gróða, Halldór Ásgrímsson, sem hannaði kvótakerfið eftir hagsmunum sínum og nokkurra kjósenda sinna og síðan höfum við setið uppi með þetta. Það er sorglegt að Sjálfstæðisflokkurinn sem var á móti kerfinu á sínum tíma skuli ekki hafa áttað sig á að þetta kerfi er byggt á hugmyndafræði ríkishyggjunnar. Markaðshyggjan leysir málið með því að selja aðgang að takmarkaðri auðlind.

Jón Magnússon, 7.11.2010 kl. 16:29

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé nú enga ríkishyggju bak við núverandi fiskveiðistjórn Jón minn Magnússon. Þetta er einfaldlega hugmyndafræði sjálfstæðismanna sem krefjast þess að öllum auðlindum þjóðar sé komið í hendur verðugra.

Íslendingar þekkja þessi vinnubrögð sem Halldór og Davíð innleiddu fyrir opnum tjöldum.

Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 19:51

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

  Ég sé engan mun á því hvað við erum allir einlæglega á móti gjafakvótakerfinu. Margir andstæðingar þess hafa þó ekki áttað sig á því að kvótastýring, jafnvel þó aflaheimildir væri réttlátlega úthlutað, er mikið sóunarskerfi og hefur leitt til þess að hundruð milljarða aflaverðmæti hafa glatast á hverju ári sem er fásinna og glæpur gagnvart öllum Íslendingum.

Óréttlæti gjafakvótakerfisins verður að ljúka og  sóun kvótastýringar verður að linna. Þetta næðist hvorutveggja með sama pennastrikinu.

Vegna orða Eyjólfs vil ég segja að það hefur alltaf valdið mér furðu hvernig íbúar sjávarþorpanna létu svipta sig lífsgrundvellinum án þess að nokkurn tímann hafi skoroist í odda gagnvart stjórnvöldum. Þeir hafa í stórum stíl tapað lífssparnaði sínum, sem oftast felst í íbúðarhúsnæðinu, án þess að svo mikið sem rúða hafi verið brotin hjá  fulltrúum valdsins.

Valdimar H Jóhannesson, 7.11.2010 kl. 22:04

8 identicon

Góð grein hjá þér pabbi minn.

Á 10 ára baráttu þinni gegn fáranleika kvótakerfis hefur enginn árangur náðst. Fær mann til að spyrja hversu langan tíma það muni þá taka að laga hinar fáranlegu hliðar þessa þjóðfélgags sérstaklega er viðkoma kreppum hruns og óréttlætis?

Marín Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband