11.11.2010 | 11:24
Hvað kostar að missa unga fólkið og hæfa fólkið?
Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu aðstöðu meðal vestrænna þjóða að aldursdreifing þjóðarinnar er heilbrigð. Fæðingartíðnin hefur verið ofar þeim mörkum sem þarf til til þess að viðhalda íbúafjölda landsins og tryggja endurnýjun þjóðarinnar. Svo það megi vera þarf 2.11 fæðingar á hverja konu að meðaltali. Hér mun fæðingartíðnin hafa verið 2.14 árið 2008. Samt hefur meðalaldur þjóðarinnar verið að aukast vegna aukna aukinnar lífslengdar. Alla 20. öldina var ungt, framsækið og öflugt samfélag á Íslandi vegna þess að fæðingartíðnin var ennþá mjög há og ungbarnadauði síminnkandi og afar lágur.
Svona er ástandið ekki víðast á vesturlöndum. Fæðingarhlutfallið er nær alls staðar fallið langt undir viðhaldsþörfinni. Sum þeirra horfa fram til þess að velferðarkerfi þeirra muni hrynja til grunna. Þar sem fæðingartíðnin er rétt yfir 1 að meðaltali á konu mun íbúafjöldinn helmingast á ca 35 ára fresti eins og t.d. á Spáni nema fyrir tilverknað innflytjenda. Öll þess lönd standa frammi fyrir þeim vanda að sífelt færri munu þurfa að standa undir velferðarkerfinu. Aldraðir íbúar Evrópu mun verða sívaxandi vandamál og ómenntaðir, atvinnulausir innflytjendur.
Þessar þjóðir munu í vaxandi mæli leggja net sín fyrir ungt og hæft fólk m.a. hér. Því mun í vaxandi mæli standa allar dyr opnar. Þetta er fólkið sem við megum alls ekki missa úr landi því að í hæfileikum þeirra og menntum liggja möguleikar okkar sem þjóðar til að vaxa og dafna til betra mannlífs, - betri lífskjara.
M.a. með þetta í huga er hörmulegt að fylgjast með vandræðagangi stjórnvalda við að taka á skuldavanda heimilanna. Hér varð algjör forsendubrestur í öllum húsnæðislánum fyrir tveimur árum. Þá varð strax ljóst að fasteignaverð myndi hrynja um leið og verðtryggð lán og gengistryggð lán færu langt upp úr þakinu á fasteignum. Fyrir tugþúsundum heimila lág augljóslega gjaldþrot. Lánastofnanir áttu ekki að velkjast í neinum vafa um að mjög stór hluti þessara lána væri glataður og þeim mun fleiri sem fasteignaverð hryndi meira.
Það hefði átt að vera forgangsverkefni lánastofnana og ríkisvalds að stöðva þennan óheppilega spíral niður á við. Það var og er aðeins unnt að gera með almennum ráðstöfunum, niðurfærslu lánanna og sanngjörnum vöxtum. Aðilum á að vera ljóst að sókn almennings í gengistryggðu lánin var flótti frá íslensku vaxtarokri sem hvergi í heiminum þekkist viðlíka.
Ef þetta verður ekki leiðrétt missum við frá okkar unga hæfa fólkið. Þeim standa allar dyr opnar. Vill einhver kannski reikna út hvað það kostaði okkur í hundruðum eða þúsundum milljörðum að missa hæfasta fólkið sem sættir sig ekki lengur við vandræðaganginn hérna.
Þegar unga, kraftmikla fólkið fer, fellur einnig fæðingartíðnin og fyrr en varir munu lífskjörin og lífsgæðin falla.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2010 kl. 14:59 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Takk fyrir góða færslu Valdimar.
Þessi kostnaður er ekki mældur í hundruðum eða þúsundum milljörðum, stærð hans er fastinn sem tjáir óendanleikann, því að missa unga fólkið er endalokin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 15:12
Ómar
það er gott að fá viðurkenningu hjá góðum pistlahöfundi. Pistillinn þinn í dag er frábær. Ég bendi lesendu bloggsíðunnar á að lesa hann: http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1115239/
Valdimar H Jóhannesson, 11.11.2010 kl. 15:47
Það er nú reyndar ekkert bara ESB sem sækist eftir þessu fólki. Miklu meira hefur farið fyrir Kanadamönnum og Norðmönnum sem koma hingað til lands og "vantar" aðeins fólk menntað fólk með sérþekkingu. Þetta er fólk sem íslendingar hafa kostað milljónir til að mennta, og núna þegar þau eiga að fara borga skatta, koma Kanadamenn og Noregur og bjóða þeim gull og græna skóga.
Það er alveg ljóst að í þessu felst mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og vil ég til dæmis benda á að landflótti er þegar hafinn hér á landi. Þetta fyrirbæri er mjög þekkt til dæmis í færeyjum þar sem mikill skortur er á ungu kvenfólki sem flytur til danmerkur, bretlands, meginlandsins eða bandaríkjann og hefur ekki snúið aftur.
Vandamál sem íslendingar hafa mjög svo otað að Evrópu um litla fjölgun og aukna byrði á ríkissjóð mun kannski rætast hérna mun fljótar en þeir gerðu sér grein fyrir.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 14:55
Jón Gunnar
við erum alveg sammála. Kanadamenn búa einnig við mikla fækkun innfæddra Kanadamanna en Bandaíkin hafa enn nokkuð heilbrigða fæðíngartölu. Þessu hefur verið lýst svo að þessi þjóðlönd myndu líta út eins og eftir niftendasprengju eða dráppestir eftir nokkra árartugi, þar sem húsin og mannvirkin standa auð nema fyrir innstreymi innflytjenda sem margir koma með 7. aldar forstokkaðar trúarskoðanir en enga færni til þess að takast á við nútímalíf.
Valdimar H Jóhannesson, 18.11.2010 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.