14.11.2010 | 11:47
Vill þjóðin aukinn aðskilnað?
Þeir sem nú sækjast eftir sæti á stjórnlagaþing þurfa ekki að taka afstöðu til þess hvort fella eigi niður 62. grein stjórnarskrárinnar eða ekki. Greinin hljóðar svo: Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Val manna inn á stjórnlagaþing mun klárlega ekki endurspegla vilja þjóðarinnar til þessa máls. Það væri því í meira lagi hæpið að stjórnlagaþing færi að ráðgast með þjóðkirkjuna, - ekki síst þar sem enginn veit hver er hugur þjóðarinnar til málsins. Hæpið meira að segja að þjóðin viti sjálf hug sinn til málsins fyrr en ítarleg umræða hefur farið fram um það.
Mér er til efs að þjóðin hafi almennt mikla skoðun á málinu. Ég tel að flestir séu nokkuð sáttir við stjórnlagaskipun trúmála. 63. grein stjórnarskráinnar kveður á um trúfrelsið: " Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu."
Ég er sjálfur almennt þeirrar skoðunar að kirkja og ríki eigi að vera aðskilin. Ég er sem sagt sammála Jesú, sem segir í Markús 17/12: "Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er."
En vilji minn til málsins gæti sem best komið fram í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við eigum að bera mál eins og þetta og fjöldamörg önnur undir þjóðina sjálfa. Hún á að ráða skipan mála. Engin leið er til þess að vilji þjóðarinnar til mála eins og þessa endurspeglist í kjöri fulltrúa inn á löggjafaþing. Mitt vægi í þessu máli á að vera eitt atkvæði innan um öll atkvæði þjóðarinnar.
Ég tel ekki tímabært núna að fara í svona breytingar. Til þess þarf miklu meiri umræðu en rúm er fyrir núna. Ísland byggir á kristnum gildum, menning okkar hvílir mikið á kristni. Við þurfum að standa vörð um þau gildi, sérstaklega núna þegar mjög er sótt að þeim. Ég er kristinn maður þó að ég sé ekki trúaður.
Ég tel hins vegar að ríkiskirkjan þurfi að fara í mikla naflaskoðun og kanna hvernig staðan hennar myndi breytast við aukin aðskilnað ríkis og kirkju. Ég óska kirkjunni alls hins besta og tel verkefni hennar mikilvægt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Ég er sammála þér að Þjóðkirkjumálin, kvótamálin, hvað þá Erópumálin eru ekki beint til umfjöllunnar í samhengi stjórnlagaþings, hver sem afstaða manna er til þessar mála.
Mér finnst t.d. þeir sem auglýsa afstöðu sína til evrópusambandsins ekki vera að átta sig á hvað í þessu liggur. Um raunveruleg markmið og breytingar á stjórnarskrá er minna sagt ef nokkuð. Þrískiptingu valds, völd, forseta og þjóðaratkvæði, auk skerpingar á meiningum varðandi jöfnuð og mannréttindi og ábyrgð fulltrúa.
Það kemur alltaf til kasta þingsins að velja eða hafna, og loks forsetans, um allar þessar breytingatillögur.
Ákvæði um kirkjuna eru ein af fáum, þar sem tekið er fram að breyta megi með lögum og því liggur beinast við að þannig verði tekið á 6. kaflanum. Hann er absúrd og þarf að setja þrýsting á þingmenn til að þeir leggi fram frumvarp til að hnekkja þessu jafnræðisbroti. Hann getur m.a. komið fram í greiningu stjórnlagaþings, en meira þarf til.
Það er engu að síður ágætt og nauðsynlegt að stjórnlagaþing gefi út álit um málið eins og aðrar greinar. Bendi á og leggi til breytingar ef þeir sammælast um galla og hnökra á stjórnarskránni út frá grundvallarstefum hennar um lýðræði, jöfnuð, ábyrgð og mannréttindi.
Það verður því ekki skautað frm hjá slíkum greinum eins og þær séu undanskildar eða ekki til. Þetta er raunar heill kafli í plagginu (6. kaflinn). Þar eru óþörf og tvítekin atriði, sem eru sett fram í 73. og 74. kafla t.d. og þá er ekkert eftir nema þessi eina grein, sem er á skjön við alla skynsemi og ríkjandi gildi.
Í þessum kafla er ekki minnst á trú eða trúfrelsi, helur er verið að fjalla um rétt afmarkaðs félagskapar utan um trú og forréttindi eins. Það er allt önnur ella en trú, enda vandséð að við getum ráðskast með trú og sannfæringu fólks í stjórnarskrá, nema að við viljum komast á bekk með Íran og Saudi Arabíu.
Það er rangt hjá þér þó að hugur þjóðarinnar sé ekki ljós í málinu. Hann hefur verið mældur undanfarin 10-15 ár í skoðanakönnunum og hefur ávallt verið meirihluti fyrir aðskilnaði. 60-74%. Hlutfallið hefur aldrei verið jafn hátt og í dag.
Þetta ber ekki að taka sem mark um auið trúleysi þjóðarinnar, því meirihluti þeirra sem hafa þessa afstöðu eru trúaðir í öðrum trúfélögum, sem vilja jöfnuð.
Þó svo að þau mál sem ég nefni, skipti ekki beinu máli í stjórnarskrárvinnunni, þá tel ég nauðsynlegt að frambjóðendur viti hvaða greinar þessi hitamál snerta og hvernig.
T.d. snertir yfirlýsing um þjóðareign auðlinda, orkumál og kvótamál, svo eitthvað sé nefnt, og ef menn vilja setja inn allsherjar yfirlýsingu um þjóðareiign á þessu, þá tel ég nauðsynlegt að menn viti hvað það þýði í tengslum við raunveruleikan. Hvernig og hvort þetta sé framkvæmanlegt eða hvort þetta steypi okkur í áratuga deilur og ríkisútgjöld t.d.
Þessi þáttur snertir einnig evrópuinngöngu, því EU er með hálfgildings stjórnarskrá og fjallhátt regluverk, sem gæti skarast á við þessa æskilegu hagsmuni heildarinnar hér.(nokkuð víst að svo er)
Að lokum held ég að menn mættu reyna að grafa upp stjórnarskrár annarra lýðræðisríkja og sjá hvernig þeir gera þetta. T.d. eru þær flestar þannig gerðar að þær undirstrika framar öllu að valdið er hjá fólkinu og að stjórnarskráin sé sáttmáli þess en ekki þings og forseta. (We the people... vald og ábyrgð)Mig grunar að hér sé brotalöm á í þeim efnum t.d.
Ég tel líka að það þurfi ventil á þingræðið og mönnum gert að bera hita og álitamál undir þjóðina, sem aldrei voru tíunduð í kosningum eða lögð til grunns að kjöri fulltrúanna. Hvað þá efni, sem ekki eru í stjórnarsáttmála. Ef þau eru þar og menn ætla að gera þver öfugt, þá bæri að bera það undir þjóðna. Þetta tæki hamlaði huldum markmiðum og spilllingu meðal fulltrúa.
Hér komast menn ítrekað inn á loforðum í mjúkum málum og velgjörðum, sem svo er ekki staðið við, en önnur og ónefnd örlagarík mál keyrð í gegn án þess að á þau hafi verið minnst. Þar má t.d. nefna örlagaríkar tilslakanir í regluverki fjármála, sem leiddu okkur á þann stað sem við erum í dag. Þetta þarf að hemja. Þarna er Akkilesarhællinn.
Nú er ég farinn að blogga á þinni síðu, en biðst forláts á því. Vona að þessir þankar komi að gagni.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 14:42
Varðandi fyrirsögnina, þá er svarið því já. Fólk hefur ítrekað tjáð sig um það. Spurningin er hinsvegar röng og afvegaleiðandi. Hér er ekki verið að tala um "aukinn" aðskilnað. Það er merkingarleysa. Hér er talað um aðskilnað..punktur. Það er ekki hægt að velta fyrir sér einhverjum meðalvegi þar. Það er hinsvegar réttlátt að þessi breyting verði gerð í áföngum og trúfélaginu "Hinni Kristnu Evangelísku (trúboðs) Kirkju" gefinn aðlögunartím. Annað væri ekki sanngjarnt.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 14:54
Varðani valdið og hvers það er í lýðræðisríki, þá vil ég að lokum vara við öllum spuna um að lýðræðið komi í mörgum bragðtegunum. Hagsmunaöfl flokksræðisins hafa hent á lofti orðskrípið og innbyrðis þversögnina "fulltrúalýðræði", sem á að vera einhverskonar annarskonar lýðræði en lýðræði. Þetta er aðeins fegrunaraðgerð á orðinu flokksræði og jafnvel alræði. Það á ekkert skylt við lýðræði heldur er andhverfa þess. Hafðu því eyrun opin fyrir slíkum fösum, því þeir benda eindregið til hulinna markmiða og sérhagsmuna hins ríkjandi aðals í stjórnmálum; þrýstihópa sem ætla sér að spilla þessari vinnu.
Munu að valdið ber að vera í höndum fólksins, annars heitir þetta ekki lýðræði hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 15:49
Að lokum, ef þú fyrirgefur áganginn, ég stenst bara ekki freistinguna.
Tilvitnun þín í Markús undirstrikar raunar þennan aðskilnað, en hér gjöldum við keisaranum allt og keisarinn gelur guði. Hið jarðnedka vald er sett ofar honum, enda virðist almættið ekki geta beitt sér í innheimtumálum. Þar liggja takmörk þess greinilega.
Ég mæli með því að þetta verði með lagasetningu fært til damræmis við þennan ritningarstað, hvernig sem menn bera sig að við það.
Núna er ríkið eins og eignarhaldsfélag í eigu kirkjunnar, sem greiðir henni himinháan arð af nánast engu. Eitthvað hafa menn haft að segja um slíkt svindlibrask á öðrum og veraldlegri vetvangi.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 16:10
Þú segir Valdimar:
Má ekki segja það sama um allar greinar Stjórnarskrárinnar?
Annars langar mig að benda þér á graf sem sýnir afstöðu þjóðarinnar til aðskilnaðar eins og hún hefur komið fram í könnunum Gallup síðan árið 1994. Það vantar reyndar töluna fyrir árið í ár en hún er 74%. Samfelldur meirihluti í könnunum svona mörg ár í röð þykir mjög góð vísbending. Grafið er hér.
Egill Óskarsson, 14.11.2010 kl. 21:48
Valdimar.
Ég er sammála þér.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.11.2010 kl. 01:23
Margt mjög gott í þessum pistli hjá þér Valdemar. Temprað viðhorf og viturt. þú átt minn stuðning.
Guðmundur Pálsson, 15.11.2010 kl. 07:51
Ég er sammála þér.
Ég held að best færi á því að kirkja og ríki væru aðskilin en til að fá úrskurð í málinu á að vísa því beint til þjóðainnar.
Marta B Helgadóttir, 15.11.2010 kl. 14:49
Skoðanakannanir geta stundum verið marktækar en þær koma samt aldrei í stað kosninga. Við getum sem sagt ekki vitað um vilja þjóðarinnar í gegnum skoðanakannanir. Ef svo væri þyrftum við einfaldlega ekki að efna til kosninga sem eru miklu kostnaðarsamari en skoðanakannanir.
Fyrir kosningar fara fram miklar umræður meðal þjóðarinnar. Sett er fram rök og gagnrök og þeir sem eru móttækilegir fyrir rökum skipta oft um skoðun. Þessar rökræður eru veigamesti hlutinn í því að þjóð geti komist að niðurstöðu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó að meiri hlutinn sé nú hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og að engin væri þjóðkirkjan kynni sú afstaða að breytast ef málið væri skoðað til fulls.
Hvað myndu þær breytingar þýða? Þyrfti hver og einn að skrá sig inn í eitthvert trúfélag til þess að fá kirkjulega þjónustu, - skírn, giftingar, fermingu, jarðarfarir? Þyrfti hver og einn að kynna sér hvað boðið væri upp á í fermingarfræðslu og myndu börnin hættu að eiga samleið með vinum og skólafélögum? Þyrftu menn að fara að kynna sér sérstaklega hvað mismunandi trúfélög byðu upp á í trárlegum efnum og þjónustu?
Mér er stórlega til efs að þjóðin hafi áhuga á því núna að fara að leggjast í guðfræðilega pælingar með sitt líf. Mér er stórlega til efs að okkur liggi á sem þjóð að fara í þessa vinnu núna. Við höfum um meira en nóg að hugsa. Þjóðin þarf að ná áttum á svo mörgum sviðum að það færi sennilegast best á því að leyfa trúarumræðunni að fara fram í kyrrþei í bili.
Þetta var það sem ég var að hugsa. Mér þykir vænt um að fá viðbrögð ykkur og er afar ánægur með að menn vilja eyða svo miklu púðri á mig eins og er gert hér að ofan. Ég met skoðanir ykkar og er sammála mjög mörgu sem þar kemur fram. Ég mun leggja höfuð áherslu á jafnræði allra íslenskra þegna ef ég kemst inn á stjórnlagaþing. En ég er einnig tilbúin til þess að hlusta á öll góð rök í þeirri vissu að ég er ekki alvitur.
Valdimar H Jóhannesson, 15.11.2010 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.