16.11.2010 | 09:15
Þjóðaratkvæðagreiðsla er öflugt tæki gegn spillingu
Mörgum, sem vilja þjóðinni vel, hefur yfirsést hve voldugt tæki þjóðaratkvæðagreiðsla er. Þeim hættir til að vanmeta þjóðina en ofmeta kjörna fulltrúa hennar til þess að komast að réttri niðurstöðu. Í löndum eins og Sviss þar sem mikil reynsla hefur fengist af Þjóðaratkvæðagreiðslu er reynslan mjög góð.
Þeir sem hafa skoðað stjórnmálasögu Sviss fullyrða að svissneska þjóðin hafi aldrei tekið ranga ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt verður ekki sagt um nokkurt þjóðþing og síst af öllu um Alþingi. Ég minni á alvarleg mistök eins og kvótalögin, lögin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og lögin um Icesave sem voru einmitt felld í þjóðaratkvæðagreiðslu .
Ef unnt yrði að koma rétti þjóðarinnar til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskránna hefur þjóðin fengið mikilsverðan öryggisventil gegn fláráðum stjórnmálaflokkum. Við höfum orðið vitni að því í gegnum tíðina hvernig stjórnmálaflokkarnir hafa endurtekið haft augljósar óskir þjóðarinnar að engu. Þannig hefur krafan um afnám kvótakerfisins, krafan um jafnan atkvæðarétt og krafan um að landið sé eitt kjördæmi verið hunsuð.
Allir vita að þjóðin hefði aldrei samþykkt óhóflega eyðslu í svo galnar framkvæmdir eins og Héðins- og Siglufjarðargöng. Ef landið væri eitt kjördæmi myndi Alþingi aldrei detta til hugar að að vinna svo gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar að fara út í svo augljóslega óarðbæra framkvæmd. Þjóðin hefði heldur aldrei sætt sig við fjáraustur stjórnmálaflokkanna í sjálfa sig og sérdræg eftirlaunalög æðstu stjórnmála- og embættismanna.
En Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki aðeins vörn þjóðarinnar gegn voðaverkum sem þegar hafa verið unnin gegn hagsmunum hennar. Hún er refsivöndurinn sem hengi yfir Alþingi alla daga ef fulltrúum þjóðarinnar dytti til hugar að ganga gegn augljósum vilja eða hagsmunum þjóðarinnar vegna vilja til þess að þjóna fjársterkum eða voldugum sérhagsmunaaðilum eins og og við höfum séð þá gera svo lengi og svo margítrekað.
Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur einnig þann augljósa kost að umræður um málið sem væri deilt um yrði tekið til rækilegrar skoðunar af fjölda fólks út um allt samfélagið. Umræður af því tagi eru mjög hollar og eru einmitt einn höfuðkostur lýðræðisins.
Við höfum ekki efni á því leiðtogaræði sem hér hefur ríkt til fjölda ára. Allir vita að óbreyttur Alþingismaður hefur litla vigt þegar teknar eru ákvarðanir. Þær eru oftar en ekki teknar hjá sérhagsmunaaðilum sem vinna með flokkseigendaklíkum og embættismönnum sem hafa valist til starfa vegna tengsla við sömu sérhagsmuni eða einkavini flokkseigenda.
Spillingu íslenskrar stjórnsýslu þarf einfaldlega að ljúka. Sú krafa þarf að endurspeglast í vali fulltrúa inn á stjórnlagaþingið.
Auðkennistala mín á kjörseðlinum er 8276
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Heimspeki, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Akkúrat! Sennilega mikilvægasta breytingin, að ofsaríkir aðilar hafi minna gagn af því að spilla stjm.mönnum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.11.2010 kl. 12:19
SATT VALDIMAR OG ÉG STIÐ ÞIG TIL SETU Á STJÓRNLAGAÞINGI.
Jón Sveinsson, 16.11.2010 kl. 14:43
Þú ert kominn á listann hjá mér.
Þráinn Jökull Elísson, 17.11.2010 kl. 00:27
Þarna misstirðu atkvæði norðlendinga á einu bretti og gott ef ekki vestfirðinga og austfirðinga.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2010 kl. 03:26
Það væri margt öðruvísi á Íslandi ef stjórnmálamenn svona almennt, töluðu af slíkri hreinskilni eins þú gerir hér í þessum pistli.
Marta B Helgadóttir, 17.11.2010 kl. 10:33
Jón
mér finnst þú gera lítið úr norðlendingum og jafnvel vestfirðingum og austfirðingum ef þeir ættu að fælast frá því að greiða mér atkvæði vegna þessarar bloggfærslu. Hvað ætti það að vera sem fældi þá frá?
Valdimar H Jóhannesson, 17.11.2010 kl. 11:49
Jón Sveinsson, þráinn Jökull og Marta
Þakka ykkur fyrir stuðningsyfirlýsinguna. Hún er mér hvatning. Ég vona að sem flestir tali út úr pokahorninu.
Þjóðinni ríður nú á að rífa sig upp úr því óheilbrigða fari sem hún hefur verið í. Við verðum að ræða málin af hispursleysi og finna sáttmála sem er í samræmi við þjóðarviljann. Kjördæmarígur er af hinu illa.
Allir Íslendingar hafa hag af því að allt landið nýtist sem best okkur öllum til góða. Þannig hef ég hag af því að mannlífið sé gott um allt land en það verður að vera á forsendum skynsemi og hófsemi.
Valdimar H Jóhannesson, 17.11.2010 kl. 11:58
Ég er vestfirðingur og bý á norðurlandi Valdimar. Nú ætla ég ð leyfa þér að geta hvað það er, því ef þú sérð það ekki, þá er nú ekki mikið í þig varið.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2010 kl. 13:07
Jón
ég bendi þér á að lesa bloggfærslu mína Hverjir vilja ekki eitt kjördæmi?.
Ef þú ert á móti því að jafna atkvæðaréttinn og gera landið að einu kjördæmi þá er langt frá því að allir séu sammála þér í þessum landshlutum. Ef það er gagnrýni mín á óarðbærar fjárfestingar sem fer fyrir brjósið á þér þá er ljóst að við eigum ekki samleið. Ég gleymi seint manninum sem hrækti á mig í Ólafsfirði vegna athugasemda minna um fyrirhuguð göng. Ég hljóp ekki saman við þann hráka.
Valdimar H Jóhannesson, 18.11.2010 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.