3.3.2011 | 12:03
Löglausar kröfur ber að greiða- eða hvað?
Lárus Blöndal hrl. og fleiri hafa ítrekað haldið því fram að Bretar og Hollendingar eigi ekki neinar löglegar kröfur á hendur íslenska ríkinu vegna Icesave reikninganna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tók undir þetta og sagði við greiðum ekki löglausar kröfur Breta og Hollendinga.
Þeir menn sem þannig tala og hugsa hljóta að vera á móti því að við greiðum löglausar kröfur Breta og Hollendinga á hendur okkur og greiða atkvæði gegn öllum samningum um Icesave.
Hver á fætur öðrum jafnt ráðherrar sem óbreyttir þingmenn ruddust fram í atkvæðagreiðslunni um Icesave með sínar atkvæðaskýringa og sögðu að Bretar og Hollendingar ættu engar lögvarðar kröfur á hendur okkur. Samt sem áður samþykktu þeir samninginn sem nú verður borinn undir þjóðina.
Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ég væri að horfa á hóp fólks sem væru geðklofar þegar ég fylgdist með umræðum og atvkæðagreiðslu frá Alþingi um Icesave. Dr. Jekyll og Mr. Hyde birtust þarna fram og til baka. Sögðu okkur ber ekki skylda til að greiða og "þess vegna greiði ég atkvæði með því að við greiðum löglausar kröfur Breta og Hollendinga".
Það er óskiljanlegt að þeir sem telja kröfur Breta og Hollendinga löglausar skuli geta látið sér detta það í hug að leggja tugamilljarða byrðar á herðar þjóðarinnar vegna slíkra krafna. Hvers konar fólk er þetta eiginlega sem nálgast vandamál með þessum hætti?
Og þetta eru ekki íslenskar krónur heldur gjaldeyrir. Fyrir utan síðustu tvö ár hefur verið viðvarandi og verulegur halli á gjaldeyrisviðskiptum þjóðarinnar í áratugi. Við höfum lifað um efni fram í áratugi og getum það ekki lengur en auk þess þurfum við kannski herða sultarólina um nokkur göt vegna óútfyllts tjékka sem enginn veit hver verður en engin lög standa til að við borgum. Vonandi hefur þjóðin sjálf vit fyrir þessum geðklofa mönnum.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Ég er sammála þér, Valdimar. Maður skilur ekki sonalagað. Maður veit ekki hvaðan á mann stendur veðrið. Alþingi er orðið eins og snúnings skífa sem beðið er með eftirvæntingu á hvað örin bendir. Hvernig er hægt að taka mark á svona þingi? Það er eins og maður hangi í lausu lofti maður veit ekki hvað kemur næst!
Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2011 kl. 13:50
Ég gat ekki varist þeirri hugsun að ég væri að horfa á hóp fólks sem væru geðklofar þegar ég fylgdist með umræðum og atvkæðagreiðslu frá Alþingi um Icesave.
Já, hvað getur maður haldið? Geðbilun, rolur heimsins, Stockholms Syndrome?? Hver veit? Og ICESAVE kúgunarsamningurinn gefur upp lögsögu okkar yfir til Breta, eins ótrúlegt og það hljómar.
Með lögunum og öllum rökum með okkur hefur enga þýðingu einu sinni að segja það við þetta óskiljanlega vegvillta fólk og maður getur lamið höfðinu utan í veggi. Ætli finnist önnur stjórn í hinum vestræna heimi sem leggst svo lágt??
Elle_, 3.3.2011 kl. 22:41
Þú gleymir að ekki er verið að tala um tugi milljarða, heldur hundruði milljarða. Einhvern veginn hefur áróðursmaskínunni tekist að blása yfir þessa 1200 milljarða sem óvissan og áhættan á við um.
Hrannar Baldursson, 4.3.2011 kl. 06:02
Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar
Ég er sammála því að það eru margir fletir á þessu máli aðrir en ég tók fyrir eins og til dæmis framsal á lögsögu okkur yfir málinu og óvissan um hver endanleg upphæð kynni að vera.
Vonandi reynust við vera nógu mörg til að hafna þessum fráleitu samningum. Rökin sem nú er verið að halda á lofti að þetta verði svo kannski engin fjárhæð að lokum vegna þess hve mikið fæst inn í þrotabúið eru auðvitað einnig rök fyrir því að ekki eigi að semja enda hafi þá Bretar og Hollendingar enga hagsmuni í málinu.
Eins og nú horfir í efnahagsmálum heimsins með feiknalegum hækkunum olíuverðs er því miður ekki ástæða til bjartsýni með sölu á eignum þrotabúsins í ljósi hugsanlegrar kreppu í uppsiglingu. Ef Það er rétt að aflandsgengi íslenskur krónunnar sé 250-270 krónur á hverja evru er það einnig vísbending um hvert gengið gæti verið að leita þegar það væri tekið úr gjörgæslu. Við gætum verið að tala um margfalda þá upphæð sem samninganefndin er að hampa.
Svo eru rökin einnig þau að við eigum að semja vegna þess að við gætum hugsanlega tapað máli vegna skaðabótakrafna Breta og Hollendinga þó að líkindin séu nánast engin. Hins vegar eigum við ekki að hafa neinar áhyggjur af því að neyðarlögin gætu verið dæmd ógild. Neyðarlögin breyttu eftirá forgangsröðun á kröfum í þrotabú bankanna og eru miklu hæpnari frá lögfræðilegu og siðrænum viðmiðum en lagalegur og siðrænn grunnur er undir þá afstöðu að Icesave komi skattgreiðendum ekkert við eins og við sem ætlum að fella samningin um ríkisábyrgð á kröfur Breta og Hollendinga á ábyrðgarsjóð föllnu bankanna höldum fram. Ef neyðarlögin falla fara Icesave-kröfurnar á þjóðina alveg upp úr þakinu og upp rynni efnahagsleg ísöld á Íslandi um ókomna framtíð. Við eigum sem sagt að binda okkur á þessa drápsklafa áður en úr því fæst skorið hvort neyðarlögin halda og að Icesave innistæðurnar hafi forgang yfir aðrar kröfur.
Auðvitað er hægt að fallast á það að yfirgnæfandi líkindi eru til þess að neyðarlögin haldi fyrir íslenskum dómsstólum eins og það eru yfirgnæfandi líkindi fyrir því að skaðabótakröfur Breta og Hollendinga fengju ekki hljómgrunn hjá íslenskum dómsstóli. Ég myndi heldur vilja vera dómari í seinna málinu en í því fyrra.
Valdimar H Jóhannesson, 4.3.2011 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.