26.5.2011 | 13:11
Þursaflokkurinn
Enginn með smásnefil af sómatilfinningu og snert af almennu viti getur efast um það að kvótakerfið íslenska stenst ekki almenn siðferðisviðmið. Þegar almennur réttur Íslendinga til að nýta fiskimiðin var tekinn af þeim og færður endurgjaldslaust til þeirra sem af sögulegri tilviljun voru að nýta þau á tilteknum tíma var brotið á öllum þeim sem ekki nutu forréttindanna. Verðmæti upp á 4-600 milljarða króna voru tekin af þjóðinni í heild sinni og færð til nokkurra sem áttu veiðiskip á veiðum á viðmiðunartímanum.
Helsta undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar var sett undir lénsveldis- og einokunarstjórn sem vestrænar lýðræðisþjóðir höfðu hafnað sem óhafandi stjórntæki og þá ekki einungis vegna óréttlætisins heldur einnig vegna efnahagslegra raka. Það er til marks um hvernig umræðan var endlaust rugluð með bulli að talsmenn kvótakerfisins kendu það við frjálsræði og frjálshyggju.Þjóðin þurfti ekki að glugga í stórnarskrána til þess að átta sig á einföldum sannindum. Hún sá óréttlætið blasa við. Hún sá hvernig lífsbjörgin var smám saman tekin frá sjávarþorpunum allt umhverfis landið og hvernig ævisparnaður fólks gufaði upp þegar húseiginir þess urðu einskis virði þegar grundvellinum hafði verið kippt undan byggðunum. Hún sá hvernig undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar lokaðist fyrir ungum framsæknum mönnum nema í þjónustu kvótagreifanna. Þjóðin var rænd þeim krafti sem býr í ungum mönnum að brydda upp á nýjungum og breytingum.
Alþingismenn sem báru ábyrgð á því að koma á þessu óréttlæti með sívaxandi fjötrum á árunum 1984-90 og þeir alþingismenn sem ekki hafa staðið fyrir því að afnema kerfið alla tíð síðan þurftu ekki einungis að kæfa niður sómatilfinningu sína og almennt hyggjuvit. Þeir þurftu einnig að láta sem þeir þekktu ekki stjórnarskránna sem þeir hafa þó allir svarið að virða. Vegna þess að þeir þóttust ekki skilja hvernig kvótakerfið braut gróflega gegn ákvæðum 65. og 75. grein stjórnarskrárinnar var gengið í það verk tvívegis að stafa það ofan í þá.
Dómsmál, sem undirritaður efndi til með dyggri aðstoð Lúðvíks Emils Kaaber hdl, hafði þann tilgang einan að sýna fram á stjórnarskrárbrot kvótalaganna. Hæstiréttur staðfesti þetta einróma 4. desember 1998. Dómurinn var skipaður 5 hæstaréttardómurum. Enginn þeirra skilaði sératkvæði. Illa hafði verið spáð fyrir möguleikum þessa máls og talið vonlítið að hæstiréttur myndi dæma gegn svona sterkum hagsmunaaðilum sem augljóslega réðu yfir alþingi Íslendinga. Sennilega hefur þessi dómur þó verið meðal þeirra einfaldari frá lögfræðilegu stjórnarmiði. Lagarökin voru algjörlega ljós. Vandinn gat aðeins legið í pólitískum ítökum í Hæstarétti. Hæstiréttur stóðst þá raun með sóma og jók um stundarsakir traust á íslensku samfélagi.
Allir landsmenn skildu þennan dóm og fögnuðu honum nema sérhagsmunahópurinn og alþingismenn. Skilningsleysi kvótagreifanna var ósköp skiljanlegt en viðbrögð alþingis ollu undrun og vonbrigðum. Alþingi brást við dóminum með því að snúa út úr honum og þóttist ekki skilja hann þó að allir aðrir hefðu gert það. Meðal þeirra voru margir af virtustu lögmönnum landsins og aukinn meiri hluti prófessora Háskóla Íslands sem hafði fyrir því að skrifa undir ávarp ætlað alþingi.
Lúðvík Emil Kaaber lagði síðan hart að sér til að fá Mannréttindanefnd SÞ til þess að taka málið fyrir og vann frækilegan sigur þegar þegar nefndin úrskurðaði að með kvótalögunum hefðu verið brotin mannréttindi á Íslandi.
Hvernig mátti það vera að alþingismenn skildu ekki mannamál né hverjar siðferðisskyldur þeirra voru? Til þess að átta sig á þessu er nauðsynlegt að leita í þjóðsögunnar. Samkvæmt þeim eru það þursarnir sem eru ónæmir fyrir mannlegum rökum og tilfinningum. Vandinn liggur í því að við höfum kosið þursa til að fara með umboð okkar. Stjórnmálastéttin er skipuð þursum. Fjórflokkurinn er í raun þursaflokkur.
Einhverjir halda eflaust að ég sé að reyna að vera fyndinn. Því fer víðsfjarri. Það er grafalvarlegt mál hvernig þjóðin hefur verið glapin til þess að leita í vaxandi mæli til þessarar manngerðar sem stjórnmálaflokkarnir laða til sín til að þjóna sérhagsmunaöflunum. Það getur ekki verið að þessir menn sjái almenna hagsmuni þjóðarinnar. Þeir hefðu aldrei fest gjafakvótakerfið í sessi ef þeir hefðu ekki verið siðblindir.
Aðeins þursar gátu fundið upp á gjafakvótakerfinu.
Aðeins þursar hefðu 1998 snúið út úr dómi hæstaréttar.
Aðeins þursar hefðu ekki brugðist við úrskurði Mannréttindanefndar SÞ en nefndin úrskurðaði að kvótalögin væru brot á mennréttindum og vísaði til sambærilegra greina í Mannréttindanyfirlýsingu SÞ og eru að finna í 65. og 75. grein stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi.
Aðeins þursum myndi detta til hugar að bjóða upp jafn snargalið frumvarp eins og nú hefur verið lagt fram á alþingi undir því yfirskyni að verið sé að koma á móts við réttlætiskröfu þjóðarinnar.
Aðeins þursar myndu neita að sjá hagsmuni þjóðarinnar af réttlátu veiðikerfi sem gæti stóraukið afrakstur af sjávarauðlindinni og endurlífgað verðmætar sjávarbyggðir allt umhverfis landið.
Aðeins þursar eru ómóttækilegir fyrir rökum.
Þjóðin verður að losa sig við þursana. Í því liggur hennar framtíðarheill.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þetta til alvarlegrar umfjöllunar í nokkuð þrekinni grein í gær og Morgunblaðið birti.
Mér féll vel titill greinarinnar þar sem höfðað var til reynslu kynslóðanna!
Ég hló næstum til ólífis að þessum titli sem hefði getað vísað til þess að höfundurinn væri aldurhniginn skútukarl á síðasta pústinu.
Sendimenn Líúaranna syngja einraddaðan sönginn um hagkvæmni kvótakerfisins. Það efast enginn um að kvótakerfið er hagkvæmt fyrir sægreifana og um það er bara hvergi deilt.
Það er aftur á móti engin hagræðing í því að eiga verðlausar fasteignir á landsbyggðinni sem seljast ekki vegna þess að lífsbjörg byggðarlagsins er í óbeinni eigu útgerðar í öðrum landsfjórðungi.
Þú talar um Þursaflokkinn. Mér kemur í hug fornvinur minn hann Marka - Leifi.
Við Skagfirðingar vorum búnir að afgreiða það að Leifi gamli væri fákænn þegar Stefán Jónsson settist með honum í spjall. Í lokin spurði Stefán gamla manninn að því hvort honum þætti nú vænna um mennina eða skepnurnar.
Jón Bjarnason hefði verið fullsæmdur af svarinu:
"Mér þykir ósköp vænt um skepnurnar."
Þeim fækkar sem hafa mætur á Þursaflokknum, spái ég.
Árni Gunnarsson, 26.5.2011 kl. 21:44
Valdimar segir um dóminn í máli hans frá 1998, að "vandinn gat aðeins legið í pólitískum ítökum í Hæstarétti".
Þetta er alveg rétt. En ég vil gera eftirfarandi athugasemdir:
Í máli Valdimars sinntu dómararnir skyldum sínum og dæmdu eftir lögum. Eftir á að hyggja fann maður það nokkuð vel meðan á málinu stóð, að rétturinn vildi láta lítið á því bera. Fulltrúa ríkislögmanns, sem var varnarmegin (gegn Valdimari) virðist hafa láðst að láta ráðherra vita af málinu og vara þá við. Afleiðingin var sú að rétturinn lýsti grundvöll fiskveiðistjórnekrfisins löglausan. Síðar hef ég fengið staðfest að mér var neitað um málið sem prófmál til málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti vegna þess að rétturinn vildi láta sem minnst á því bera. Orð Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum eftir að dómurinn ver kveðinn upp eru í ágætu samræmi við það. Þar sagði hann meðal annars að dómur réttarins hefði litla sem enga þýðingu, sem sæist hvað bezt á því að málið hefði ekki verið talið tækt sem prófmál. Hann hundskammaði einnig réttinn, tiltæki sem sýnir betur en flest annað status og sjálfstæði réttarins, og þar með um leið eðli þess lýðveldis sem svo miklar vonir þjóðarinnar hafa verið bundnar við fram á síðustu tíma.
Mikillar reiði gætti hjá Davíð þessum í garð réttarins. Ég man að eftir Vatneyrardóminn árið 2000, þegar Hæstiréttur sneri við blaðinu og dæmdi eins og stjórnmálaskúmum LÍÚ þóknaðist, ritaði Ragnar Aðalsteinsson grein í Moggann (það var áður en Mogginn var keyptur fyrir þýfi úr fiskveiðistjórnkerfinu og gerður að málgagni LÍÚ) og sagði að rétturinn hefði komið í veg fyrir "stjórnskipulega krísu" með því að segja kerfið löglegt nokkrum mánuðum síðar. Það held ég því miður að sé rétt. En ömurlegt er til þess að vita að dómarar í Hæstarétti séu, þegar á reynir, ekki meiri bógar en raun ber vitni.
Mál Valdimars sýndi að dómaragreyin vildu gjarnan fara að lögum. Þeir bara treystu sér ekki til þess þegar á það reyndi alvarlega nokkrum mánuðum síðar, í máli sem öll þjóðin fylgdist með í ofvæni. Kannske hefur þá ekki órað fyrir afleiðingum þess, enda eru dómarar víst stundum skipaðir í Hæstarétt eftir öðrum viðmiðunum en víðsýni. Afleiðingarnar eru, meðal annars, að þeir eiga tveggja kosta völ. Annað hvort verða þeir að gefa sig til kynna sem pólitískar hlaupatíkur, eða dæma áfram gegn stjórnskipunarlögum og alþjóðlegum mannréttindalögum. Það er ekki öfundsverð staða. Auðvitað eiga þeir alla samúð skilda, en í þessa stöðu hafa þeir sjálfir komið sér. Kannske er hún þægilegri en að hafa komist upp á kant við Davíð Oddsson árið 1999 eða 2000.
Þeir hafa þegar valið milli þessara tveggja kosta - eins og hið pólitíska kerfi í heild sinni virðist hafa gert. Það sést hvað best á því að enginn stjórnmálaforingi, ekki einu sinni kratar, sem þó ættu að standa næst því að vita hvaða grundvallarreglur einkenna lýðfrjáls samfélög, haf mannað sig upp í að segja berum orðum það sem satt er, að fiskveiðstjórnkerfið er ekki aðeins brot á alþjóðlegum mannréttindalögum, heldur einig, auðvitað, brot á íslenskum stjórnskipunarlögum. Rökræn afleiðing af því er einfaldlega sú, að íslenskum borgurum er óskylt að virða það. Í Háskóla Íslands verða lögfræðingar, að hluta til launaðir af LÍÚ til "lögfræðilegara rannsóknarstarfa" að grafa upp rök og tína til réttlætingar á lögleysu og stjórnarskrárbrotum,sem síðan er dælt yfir þjóðina með góðri hjálp sérhagsmunasamtaka og fjölmiðla. Hæstiréttur verður áfram að láta eins og mannréttindareglur stjórnarskrárinnar séu þar ekki. Það hefur honum haldist uppi fram að þessu í krafti áróðurs- og penngamáttar þeirra sem hann hefur kosið að þjóna. Herrar hans stjórna að vísu ekki alþjóðlegum mannréttindastofnunum, en hins vegar er það á valdi íslenska ríkisins að fara að dæmi harðstjóra í löndum sem íslendingar hafa til skamms tíma ekki talið þörf á að bera sig saman við, og leiða álit slíkra stofnana hjá sér.
Auðvitað er spilling og lögleysa fiskveiðistjórnkerfisins, sem er sennilega ekki síður undanfari bankahrunsins en einkavæðing bankanna - þó að hin marglofaða hrunskýrsla minnist ekki á það aukateknu orði - eitt helzta tilefni þess að talið er nauðsynlegt að reyna að fá íslenska stjórnskipun á hreint. Ég lít svo á að sjálfstæði ofannefndrar stofnunar sér eitt af því sem liggur þeim helst á sinni, sem hafa áhyggjur af velferð og framtíð lands okkar - kannske næst á eftir þeirri meðferð,sem fiskveiðiauðlindin hefur sætt af hálfu stjórnmálastéttarinnar. Ógilding Hæstaréttar á kosningunum til Stjórnlagaþings er engin tilviiljun.
Lúðvík Emil Kaaber (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.