6.7.2013 | 14:40
Umræða á villigötum
Undirskriftasöfnun vegna frumvarps um lækkun veiðigjalda er til marks um umræðu á villigötum. Hvernig í ósköpunum á almenningur að geta sett sig inn í hvað er hæfilegt veiðigjald og hvað ekki? Að ætla sér að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það er fráleitt og aðeins til þess fallið að draga athyglina frá því sem öllu máli skiptir, sem er fáránleiki gjafakvótakerfisins sem allir vita að
stenst ekki stjórnarskrá landsins né almenna réttlætistilfinningu.
Vitræn umræða um kvótakerfið hefur aldrei náð sér á strik og allir flokkar á alþingi eru samsekir um það að gera enga tilraun til þess að leiðrétta þau alvarlegu mistök sem gerð voru þegar kvótastýringu var komið á og útdeiling gjafakvóta var fest í sessi. Úthlutun kvóta á grundvelli aflareynslu var svo algjörlega fráleit ráðstöfun að lágmarkskrafan ætti ávalt að vera sú að gjafakvótakerfið yrði aflagt. Til þess má fara margar leiðir sem allar eru prýðilega færar eins og margir mætir menn hafa bent á en þeirra á meðal er ég sjálfur. Ég og fleiri höfum bent á að með því að leggja kvótakerfið af mætti stórauka afraksturinn af sjávarauðlindinni, bæði fyrir þjóð og útgerðina.
Allt hjal um hægkvæmni kvótakerfisins er fráleitt og stenst ekki. Gjafakvótakerfið hefur valdið niðurlægingu fyrir útgerðina í landinu sem hefur þurft að sitja undir brigslum um níðingsskap gagnvart þjóðinni í stað þess að vera eftirlætis atvinnugrein landsins eins og
hún ætti að vera enda voru það stórhuga snillingar innan útgerðar sem lyftu landinu úr örbirgð til ríkidæmis á síðustu öld.
Ég var fjarri þegar Magnús Thoroddsen fyrrverandi hæstaréttardómari birti prýðilega grein í Mbl sl laugardag, 29. júní um upphlaupið núna. Hann bendir réttilega á það að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi sé eins heimskulegt og löglaust eins og hugsast getur. Hvort veiðigjaldið er eitthvað hærra eða lægra skiptir nánast engu máli í því samhengi og getur aðeins leitt af sér endalaust
argaþras hjá þingi og þjóð.
Allir sem vilja láta sig þetta mál varða ættu að lesa grein Magnúsar og taka umræðuna á þeim grundvelli en ekki þeim sem nú er uppi. Grein Magnúsar er að finna hér:
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1471161/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Flott grein Valdimar og ég er hundraðprósent sammála því sem hér kemur fram og veiðigjaldið er algert auka atriði í kvótaumræðunni.
En það breytir ekki því að EINOKUNIN og fáráðleikinn í kringum kvótann réttlætir hátt veiðigjald. Vonandi verður þessi hreyfing sem er í fyrsta skipti sem við höfum séð andstöðu við áform útgerðarinnar vonandi heldur þetta áfram og við náum fullnaðar sigri og afnámi kvótans.
Ólafur Örn Jónsson, 6.7.2013 kl. 23:24
Mjög góð grein. Veiðileyfagjöld var hugmynd þeirra sem telur kerfið gott en vill að það sé borgað fyrir aðgang að náttúruauðlindinni eftir ímynduðum skrifborðsverðmætum. Aðrir vildu fara þá leið að láta markaðshagkerfið sjá um að leysa málið með þeim hætti sem því kerfi eru tiltæk einföld og skilvirk. Skrýtið að þeir sem játast markaðshagkerfinu skuli ekki fyrir löngu hafa lagt til að nýta sér kosti kerfisins.
Jón Magnússon, 7.7.2013 kl. 14:33
Þakkir Ólafur Örn og Jón fyrir viðurkenninguna. Verðmætt að fá góð orð frá mönum eins og ykkur sem hafið báðir vit og þekkingu á þessu máli.
Já það er alveg makalaust hvernig alvöru hægri menn geta litið framan í sig í spegli án þess að skammast sín fyrir kvótakverfið og virkt eða þegjandi samkomulag sitt við það. Sjálfstæðisflokkurinn sem ég geri eðli málsins helst kröfur til verður aldrei heill eða sannfærandi sem verndari einkaframtaksins og markaðslausna með gjafakvótakerfið er enn við lýði. Allt pólitískt líf í landinu er í raun í tröllahöndum. Aldrei var við því að búast að vinstri menn gætu tekið á þessu vandamáli þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar þeirra fyrir næstsíðustu kosningar.
Valdimar H Jóhannesson, 7.7.2013 kl. 15:34
Ég er í grundvallaratriðum sammála athugasemdum Magnúsar Thoroddsen í umræddri grein hans um tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfis landsins, en stærð hvers flokks aflaheimilda sem hann ræðir um þyrfti að greina nánar.
Kostir uppboðskerfis á veiðiheimildum eru augljósir eins og Magnús bendir á, þar sem hver útgerðaraðili myndi bjóða í veiðiheimildir eins og rekstur hvers og eins þolir og ekki meira en það (ef útgerðaraðilar haga sér í samræmi við hagræn atriði við tilboðsgerð sína).
Þó finnst mér að tímalengd hverrar tiltekinnar veiðiheimildar þyrfti ekki að vera lengri en nemur (skattalegum) fyrningartíma veiðiskipa viðkomandi skipaflokks, en hann er styttri en Magnús stingur upp á (e.t.v. allt að 10 ár). Það sem einnig mælir með styttri tímalengd veiðileyfa (pr. fisktegund/veiðiskipaflokk) er einnig framsalsheimildir á slíkum afmörkuðum veiðileyfum en það eykur sveigjanleika í rekstri útgerða eftir aðstæðum.
Þá finnst mér eðlilegt og rökrétt hagrænt séð að flokka veiðiheimildir eftir grófum flokkum veiðiskipa í dúr við það sem Magnús nefnir, en slíka grófflokkun má fínpússa með viðeigandi hætti. Fyrir því eru bæði þjóðhagsleg rök og hagkvæmnisrök fyrir útgerðaraðila.
Á sínum tíma gerði ég umfangsmikið reiknilíkan fyrir útreikning á hagkvæmustu samsetningu fiskiskipaflotans þar sem miðað var við sjö stærðarflokka veiðiskipa og -báta. Þar kom glöggt fram m.a. hversu hagkvæmnin er mismunandi eftir skipaflokkum, notuðum veiðarfærum og hvaða fisktegundir hver um sig gerir út á, hvenær ársins og hvar við landið (sbr. grein mín í Morgunblaðinu, Úr verinu, 19.7.1995).
Af slíkri greiningu má sjá að þjóðhagsleg rök mæla með því að veiðiheimildir séu flokkaðar eftir fisktegundum og flokkum veiðiskipa og þar með tengdum atriðum eins og t.d. "strandveiðum" og "byggðarlögum". Slíkar veiðiheimildir ætti að bjóða upp á almennum markaði.
Skipta mætti veiðiheimildum innan hvers ofangreinds heimildaflokks upp í heimildir af mismunandi tímalengd þannig að árlega væri hluti þeirra á lausu til nýs uppboðs.
Sérstakt útfærsluatriði tengist skilgreiningu á magnhugtaki veiðiheimilda og að hvaða leyti veiðiheimildir yrðu háðar heildar-aflakvótum fisktegunda samkvæmt ráðgjöf fiskifræðinga.
Varðandi það sem nú er rætt um innan núverandi kvótakerfis um útfærslu á veiðigjaldi þá væri krónugjald pr. aflakíló gagnsæ og skilvirk og auðveld í framkvæmd og eftirliti. Það gæti og ætti að vera mismunandi hátt eftir fisktegundum og flokkum veiðiskipa, sbr. bloggpistill minn um það http://www.krisjons.blog.is/blog/krisjons/entry/1303398/
Kristinn Snævar Jónsson, 7.7.2013 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.