19.4.2014 | 10:16
Ríkið gæti ráðið öllu við Geysi
Sorglegt hefur verið að horfa upp á tilburði nokkurra einkaaðila til þess að skattleggja ferðamenn á Geyissvæðinu í eigin þágu þó að ljóst sé að íslenska ríkið væri með forræði yfir svæðinu ef hagsmuna ríkisins væri gætt. Því miður hefur ríkisvaldið látið hjá líða að gæta hagsmuna almennings í málinu. Því sitjum við uppi með vanda sem ógnar stöðu ferðaþjónustunnar og þar með þjóðarhag.
Hverasvæðið við Geysi er talið vera um 20 ha að stærð og var ásamt öðrum jarðhitaréttindum Haukadalstorfunnar í óskiptri sameign jarðanna fjögurra sem teljast til Haukadalstorfunnar, þ.e. landnámsjarðarinnar og höfuðbólsins Haukadals og býlanna sem seinna voru byggðar sem hjáleigur frá höfuðbólinu, Laug, Bryggju og Tortu. Utan þessarar sameignar voru þó fjórir helstu hverirnir Geysir, Strokkur, Blesi og Litli-Geysir sem ríkið keypti árið 1935.
Ríkið eignaðist jörðina Laug árin 1902 og 1903 nema gistihúsið við Geysi sem þar stóð á ca 1000 fermetra lóð. Árið 1938 kaupir svo danskur athafnamaður, Kristian Kirk, Haukadal, Bryggju og Tortu fyrir milligöngu Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra til að hefja þar baráttu gegn landeyðingunni sem ógnaði Haukadal. Kirk þekkti baráttu skógræktarmanna gegn gróðureyðingunni á V-Jótlandi og glæsilegum árangri þeirra. Þegar hann gaf Skógrækt ríkisins jarðirnar með öllum gögnum og gæðum tveimur árum síðar hafði hann friðað landið með girðingu, hafið uppgræðslu og endurbyggt Haukadalskirkju sem var að falli komin. "Vaxið skógi eyðist landið ekki,"skrifaði Kirk í afsalsbréf til skógræktarinnar 15. júní 1940 og hefur það gengið eftir.
Haukadalur var kominn í eyði og áfok ógnaði jörðinni en Sigurður Greipsson eigandi jarðarinnar og eyðibýlisins Bryggju hafði áður stofnað skóla með smá búrekstri fyrir neðan hverasvæðið. Var þar kallað "við Geysi" eða "á Söndum". Greinilega kemur fram í afsali Sigurðar og móður hans sem var meðeigandi, að jarðirnar voru seldar með öllum gögnum og gæðum. Undanskilið er sölunni tiltekið land sem var í óskiptri sameign Haukadalskirkju og jarðanna fjögurra.
Haukadalskirkja fylgdi með í kaupunum til Kirk en hún er bændakirkja, þ.e. í eigu landeiganda. Samkvæmt gömlum máldögum á hún 25% af óskiptu landi og hlunnindum Haukadalstorfunnar auk þess að eiga Haukadalsheiðina. Ekki er unnt að raska þeirri stöðu ef eigandi kirkjunnar gætir réttar hennar.
Eigendur Tortu seldu Kristian Kirk jörðina með sömu skilmálum enda fara öll kaupin fram á sama tíma þ.e. undanskilið er sölunni tiltekið land sem var í óskiptri sameign. Augljóst er að þeir selja jörðina án allrar takmörkunar á rétti kaupanda vegna ítaka, óskipts lands eða annarra gæða.
Af ofangreindu sést að ríkið og Skógrækt ríkisins voru orðin eigendur Haukadalstorfunnar ásamt með Haukadalskirkju og öllum gæðum árið 1940 ef utan eru skildar smáspildur.
Árið 1990 tekst eigendum þeirra spildna sem var haldið eftir við sölu jarðanna til Kristians Kirk 1938 með grunsamlegu tómlæti ráðamanna að ná undir sig ca. 700 ha lands úr óskiptri sameign Haukadalstorfunnar en ekkert kom í hlut Skógræktar ríkisins sem er eigandi býlanna þriggja og Haukadalskirkju. Augljóst er af gögnum málsins að hvorki skógræktin né landbúnaðarráðuneytið (hvort tveggja undir stjórn þáverandi landbúnaðarráðherra, Steingríms J. Sigfússonar) gættu hagsmuna ríkisins við landskiptagerðina sem gerð var að kröfu sona Sigurðar Greipssonar á grundvelli laga um landskipti nr 46/1941.
Núverandi umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, þá hæstaréttarlögmaður gerði mjög alvarlegar athugasemdir við landskiptagerðina í álitsgerð til fjármálaráðuneytisins 1992. Hann gerði ítarlega könnun á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að fullt tilefni væri til þess af hálfu ríkisins að fá landskiptagerðinni frá 1990 hnekkt, jafnvel með málsókn.
Í álitsgerðinni er farið ítarlega í alla þætti málsins og ekki unnt hér að gera grein fyrir smáatriðum. Tryggvi segir hugsanlegt, að Kristian Kirk hafi keypt öll jarðhitaréttindi jarðanna þriggja og eigi því ríkið öll jarðhitaréttindi í Haukadalstorfunni. Hæstaréttarlögmaðurinn gerði fræðilega ráð fyrir að 5% af réttindum til jarðhita gætu verið hjá eigendum spildnanna sem undanskildar voru við sölu jarðanna þannig að annaðhvort á ríkið öll jarðhitaréttindi eða 95% af þeim (auk þess að eiga hverina fjóra sem áður getur).
Gera verður kröfu til handhafa ríkisvaldins að þeir gæti hagsmuna almennings. Það hefur ekki verið gert í Haukadal. Af óskiljanlegum ástæðum hafa erfingjar manna sem höfðu selt jarðir sínar komist upp með það að ráðskast með þær eins og þeir séu enn eigendur þeirra. Ríkisvaldið hefur öll tök á því að leiðrétta sinn hlut. Raunar er ekkert sjálfsagt að þeir verslunaraðilar sem nú njóta einstakrar aðstöðu til að nýta ferðamannastraum sem liggur á Geysissvæðið, geri það áfram einir né að þeir nýti jarðhita fyrir hús sín án þess að semja um það við eigandann. En fyrst og fremst verður ríkið að endurheimta verðmætt land sem ranglega hefur verið tekið frá því og staðfesta yfirráð sín yfir hverasvæðinu í Haukadal.
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 195679
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Ágúst H Bjarnason
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ívar Pálsson
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Haukur Gunnarsson
-
Brjánn Guðjónsson
-
Brynjar Jóhannsson
-
Carl Jóhann Granz
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Drífa Kristjánsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Finnur Bárðarson
-
Jón Kristjánsson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Geir Ágústsson
-
Gestur Halldórsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
-
Gústaf Níelsson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hallur Magnússon
-
Haraldur Haraldsson
-
Birgir Guðjónsson
-
Þorkell Sigurjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Heimir Lárusson Fjeldsted
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Sigurður Sveinsson
-
Hreinn Sigurðsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Jón Aðalsteinn Jónsson
-
Jón Ármann Steinsson
-
Jenný Stefanía Jensdóttir
-
Jens Guð
-
Jóhann Elíasson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Magnússon
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Kalli Dan.
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Karl Tómasson
-
K.H.S.
-
Steingrímur Helgason
-
Lífsréttur
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Marinó G. Njálsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Svavarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Rauða Ljónið
-
Árni Gunnarsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Jón Sveinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Toshiki Toma
-
Ómar Valdimarsson
-
Úrsúla Jünemann
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Það er greinilegt að þú hefur lagt mikla vinnu í að afla þessara upplýsinga. Takk fyrir góða og athyglisverða grein.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 10:25
Þetta eru orð í tíma töluð. Flott grein. Sýnir vel hversu illa margir ráðamenn ríkisins halda á ríkiseigum. Steingrímur J. Sigfússon virðist hafa klúðrað miklum hagsmunum þarna í fyrri ríkisstjórninni sem hann sat í. Greinilegt að sá maður hefur þann eina hæfileika að tala. Þó Steingrímur hafi brugðist þá afsakar það ekki þá sem síðar tóku við og nú heyrir það undir fjármálaráðherra að gæta hagsmuna ríkisins í þessu efni. Þú ættir að taka málið upp við hann.
Jón Magnússon, 19.4.2014 kl. 11:02
Sæll Rafn
ég fékk góða aðstoð hjá ríkisstarfsmönnum sem blöskraði fálæti gæslumanna almannahagsmuna og þá sérstaklega Steingríms J Sigfússonar á sínum tíma. Ég hef tvisvar áður vakið athygli á þessu máli með greinum í Mbl og höfðu ráðherrar, sem þetta heyrði undir, sig ekki í frammi til þess að leiðrétta málið. Í bæði skiptin var ég að vara við að ríkið keypti það sem það átti þegar eða átti að eiga. Þetta volru umhverfisráðherrarnir Siv Friðleifsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Hvorug stóð þó fyrir kaupum á því sem ríkið átti þegar en hvorug hafði burði til þess að láta leiðrétta feilspor Steingríms.
Valdimar H Jóhannesson, 19.4.2014 kl. 14:44
Sæll Jón
Ég hafði að því frumkvæði fyrir nokkrum vikum að láta fjármálaráðuneytinu í té afrit af ýmsum skjölum sem þetta mál varðar. Ég ræddi málið ekki við Bjarna fjármálaráðherra en lét skila til hans aðég væri fús til þess að ræða við hann, ef starfsmenn ráðuneytisins treystu sér ekki til að ljúkanúna þessu máli. M.s. lét ég ráðuneytinu í té afrit af greinargerð Tryggva Gunnarssonar sem hefðu þó átt að vera til í ráðuneytinu þar sem álitið var á sínum tíma unnið að tilstuðlan þess. Auk þess fékk ráðuneytið hjá mér samantekt Baldurs Þorsteinssonar, skógfræðings; sem var hægri hönd Hákons Bjarnasonar um áratugi og hafði í þokkabót sérstaka umsjón með skógræktinni í Haukadal um áratugi og þekkti þar betur til en flestir aðrir. Hans mat á þessu máli vegur afar þungt enda nákvæmur og samviskusamur starfsmaður með afbrigðum, vandaður og vandlátur maður.
Valdimar H Jóhannesson, 19.4.2014 kl. 14:52
Hér er greinin, sem bindur loks enda á hið endalausa karp.
Bjarni Sigtryggsson (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 17:33
Hafðu mikla þökk fyrir þetta, Valdimar. Frekir og grægðisfullir landeigendur hafa komið óorði á ákvæði stjórnarskrárinnar um það að eignarétturinn sé friðhelgur.
Ríkisvaldið ber mikla sök með sinnuleysi sínu og kæruleysi um mestu verðmæti landsins sem er og hefur verið þjóðarskömm.
Ég hef bent ítrekað á, að í "landi einkaframtaksins", Bandaríkjunum, hafa helstu náttúruperlur og náttúruverðmæti landsins verið í ríkiseign allt frá því er fyrsti þjóðgarðurinn þar var stofnaður fyrir 140 árum.
Bandaríkjamenn verða fúlir, ef maður kallar þetta sósíalisma, því að þeim finnst þetta jafn sjálfsagt og að eiga sameiginlega helstu þjóðargersemar sínar eftir því sem við á og efla stolt og heiður þjóðarinnar, öllum til hagsbóta, með góðri meðferð á þeim.
Ómar Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 09:48
Sæll Bjarni
vonandi hefur þú á réttu að standa. Ég myndi nú samt ekki treysta því. Ríkisvaldið hefur vægast sagt hagað sér undarlega í þessu máli og ekki síður hefur Alþingi sofið á verðinum með að tryggja rétt almennings bæði við Geysi en einnig óttast maður það fordæmi sem gæti skapast við Geysi. Hér gæti verið upphafið af nýju "kvótakerfi" sem væri jafnvel enn vitlausara og ranglátara en það sem tíðkast í sjávarútvegi og Alþingi kom á og hefur svo ekki getað leiðrétt þó að geggjun kerfisins sé öllum ljós.
Valdimar H Jóhannesson, 20.4.2014 kl. 13:57
Sæll Ómar
Þakka þér fyrir þessi orð. Ég er algjörlega sammála þér um að eignarrétturinn er ekki og ætti aldrei að vera algjör. Við getum "átt " ýmislegt en það gefur okkur ekki algjöran rétt til hvers sem er varðandi eign okkar. Ég á hest en hesturinn á sinn rétt sem tekur fram eignarrétti mínum. Og hann á einnig mig hvað varðar kröfu um að ég sinni þörfum hans fyrir gott atlæti, jafnt líkamlegt sem andlegt.
Almannaréttur til lands hefur verið staðar frá fyrstu tíð byggðar í landinu. Þannig er t.d. frjáls för almannaréttur og nýting landgæða að vissu marki óháð persónulelgum eignarrétti. Jafnvel þó að ríkið ætti ekki Geysissvæðið er í meira lagi hæpið að tilfallandi eignarréttur einstaklinga gæti gefið forsendu til skattlagningar nema verið sé að veita þjónustu umfram almennan ferðarétt. Þú ert löglærður og gætir kannski ásamt öðrum lögfræðingum velt upp þeim fleti.
Ég er algjörlelga sammála því sem þú lýsir um viðhorfið í Bandaríkjunum. Það eins og margt annað getum við tekið okkur til fyrirmyndar frá því merka landi þó að sumt sé þar miður og þeir geti kannski ýmislegt enn lært frá gamla heiminum. Ég hef raunar víða ratað og hvergi hef ég séð rukkað inn fyrir að skoða náttúruna nema boðið sé upp á sérstaka þjónustu sem rukkað er fyrir.
Geysismenn hafa nú gengið svo langt í yfirgangi sínum að ég tel rétt að velta því uoo hvort þeir eigi að sitja einir að því selja ferðamönnum þjónustu á staðnum. Framkoma þeirra kallar á viðbrögð.
Valdimar H Jóhannesson, 20.4.2014 kl. 14:18
Takk fyrir vel rannsakaðar upplýsingar og greinargóða framsetningu. Þú ert búinn að gera fyrir okkur, það sem enginn af fjölmiðlunum hefur sýnst fær um að gera hingað til, að draga skýrlega fram staðreyndir málsins.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2014 kl. 14:56
Öll Húsin á Geysirs hlaðinu eru upphituð með RAFMAGNI..
Óli (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 18:04
Það mun hafa verið fyrir u.þ.b.ári að ég reið um Rauðavatn í fylgd minnar fyrrverandi og riðum við fram í áningu við enda vatnsins. Það hittum við Valdimar H Jóh. sem hélt um tauma ægifagurs gæðings líklega af Höfða-Gusts og Kolkuós-línu, ef man ég rétt. Er við áðum ræddum við einmitt um viðlíka mál sem varða eignarétt fólksins á Vatnsendasvæðinu og allt það rugl sem viðgengist hefur af hálfu yfirvalda í Kópavogi.
Svo steig Valdimar í hnakk á þeim brúna og reið til byggða. Við stöndum sem þjóð í þakkarskuld við Valdimar og alla þá sem láta sig varða eignarétt ríkisins og almennings. Þjóðin verður að halda vöku sinni og má ekki kjósa aftur þá stjórnmálamenn sem klúðra málum með saknæmu skeytingaleysi.
Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 06:27
Mér varð það á í messunni að hleypa athugasemd frá einhverjum sem kallar sig "Óli" þó að reglan hjá mér sé að leyfa ekki athugasemdir frá þeim sem ekki koma fram undir eigin nafni.Yfirleit er það háttur manna sem þora ekki að standa við fullyrðingar sínar enda rangt að heita vatnið sé ekki notað á Geysissvæðinu.
Slíkir eru ekki marktækir í umræðunni og á lægra plani en ég kæri mig um að vera á.
Allar skoðanir eru velkomnar hjá mér ef menn koma fram undir nafni og gæta velsæmis í orðavali.
Valdimar H Jóhannesson, 23.4.2014 kl. 11:41
Takk fyrir góða grein Valdimar, mjög fróðlegt.
Það væri munur að fylgjast með fjölmiðlum ef fjölmiðlafólk sem starfar á miðlunum í dag kynni þín vinnubrögð.
Marta B Helgadóttir, 23.4.2014 kl. 22:45
ágæt grein. en næ þessu ekki alveg. ef ég man þettað rétt afi minn bjó á bryggju þá keipti sigurður bryggjuna snema á 20.öldinni en sú jörð átti ekkert í geisis svæðinu. en á grundvelli hluninda gat hann byggt á söndunum og gáfu laugarmenn þeim frekar ílt auga fyrir því þeir þótust eiga svæðið. og vegna landamerkja nágrana kom í ljós að skiptin á haukadalstorfu voru ekki á hreinu. hversvegna má ríkið ekki semja um land. ef verið er að skrifa um samníng steingríms.j.gæti þettað land verið fyrir neðan veg sem var óskipt land ef ég maqn rétt. landeigandi að tortu var hafsteinn kafari og afkomendur hans en þau gátu hafa selt ríkinu tortununa en seinast þegar ég vissi áttu afkomendur hans hana enþá. það er tala um laugarheiði milli beinár og almeníngsár því kæmi mér ekki á óvart að lauginn hafi átt alt geisis svæðið en haukadalur hafi haft ítak þar. en það breitir ekki því að á meðan þettað er sameign verða menn að vera samála um notkun á svæðin.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.5.2014 kl. 11:09
Kristinn Geir
gott að fá athugasemdir frá þér þó að þær komi nokkuð seint og fáír ennþá að lesa svona blogg 12 dögum eftir að það birtist. Kannski slæðast þó einhverjir inn og geta þá náð að klóra sér í hausnum yfir atdhugasemdum þínum.
Valdimar H Jóhannesson, 1.5.2014 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.