25.5.2014 | 12:03
Lektor á villigötum
Eitt helsta einkennið á umræðu á Íslandi er hvað hún er oft glórulaus og að á henni finnst oft enginn haus né hali. Nú er upphlaup vegna yfirlýsingar oddvita Framsóknar í í Reykjavík um að endurskoða beri úthlutun borgarinnar á lóð undir mosku í Sogamýrinni. Lektor í stjórnmálafræði kemur fram í Sjónvarpi og blandar í umræðuna mældan ótta tiltekins fjölda Íslendinga við mikinn fjölda innflytjenda. Hún forðast að nota orðið xenofóbía, útlendingahatur, en lætur að því liggja að það liggi að baki þessari yfirlýsingu meðan minni spámenn hrópa útlendingahatur, útlendingahatur.
Ef lektorinn, sem ætti að hafa stöðu til þess að ræða málin af þekkingu, fellur í þessa gryfju er ekki að undra þó að fávís lýðurinn vaði delluna upp fyrir axlir. Lektorinn gerir sem sagt ráð fyrir að íslam sé útlendingur og að andstaða við að byggja mosku sé vegna þess að heimóttalegir Íslendingar í sauðalitum séu hræddir við útlendinga.
Staðreyndin er sú að þekking íslenska háskólasamfélagsins á íslam, sem er raunar hugmyndafræði en ekki kynþáttur, er afar takmörkuð svo ekki sé meira sagt og kannski það sem verra er: Hún er bókstaflega röng og því hættulegt fyrir þekkinguna í landinu hvert sinn sem álitsgjafar háskólasamfélagsins kjósa að tjá sig um málefnið. Unga, fallega konan, lektorinn sem kemur fram í nafni fræðanna er vorkun. Vankunnandi en hrokafullt háskólasamfélag ól hana upp og þar er enginn til að leiðrétta hana. Menn eins og ég, sem erum þó að reyna, erum afgreiddir sem ofstækismenn og þar með ómarktækir.
Þess vegna er erfitt fyrir almenning að átta sig á eðli þessa hættulega alræðiskerfins, sem er sambærilegt við kommúnisma og nasisma og hefur reynst mannkyni miklu skeinuhættara en alræðisstefnur 20. aldar.
Ég er ekki kjósandi í Reykjavík og get því ekki stutt Sveinbjörgu Birnu en lýsi yfir ánægju minni með að hún skuli hafa kjark og vit til þess að taka þetta mál á dagskrá. Hún hefur búið í Saudi-Arabíu og hún veit eins og allir sem þar hafa verið hvers konar hryllingur íslam er og hvað er í húfi til þess að halda þessari manneskjufjandsamlegu helstefnu frá landinu. Við sjáum vítin til að varast á hverjum einasta degi í fréttum þó að frásagnir af hryllingsverkum í nafni íslam sé orðin slík síbylja að eyrun eru að lokast og aðeins örfáar fréttir af voðaverkum komist fyrir eyru almennings.
Ef einhverjir lesendur lesendur vilja fræðast um afstöðu mína til íslam bendi ég á eldri bloggfæræslur mínar og í þessu sambandi færslu 4. ágúst 2012 : Er andúð á nasisma útlendingahatur
http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1251864/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Er svo innilega sammála hverju orði sem þú skrifar. Af öllu því skelfilega í þessari hugmyndafræði er að mínu mati barnaníðið. Eins og frumvarp til laga í Írak sem heimilar "giftingar" lítilla stúlkna aðeins 8,9 ára gamalla. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina. Þjáningar þessara barna eru skelfilegar. Og svo er það meðferðin á konum og samkynhneigðu fólki. Ég segi nei takk við öllu sem viðkemur islam.
Arndis Hauksdottir (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 12:54
Opinber saga Múhammeðs í múslímska heiminum, Sirah Rasul Allah, og hadíðurnar, sem eru samantektir um orð og athafnir Múhammeðs, lýsa andstyggilegri manni en flestir kjósa að heyra um.
Hann er samt hin fullkomna fyrirmynd sem sönnum múslímum ber að fylgja í einu og öllu. Hann var barnaníðingur, nauðgari, svikari, morðingi og almennt einhvert argasta fúlmenni sögunnar, eins og múslímar sjálfir lýsa honum. Sumir vilja halda því fram að hann hafi ekki verið til þó að saga hans sé miklu betur kunn í smáatriðum en t.d. saga Jesú krists. Frá þessari fyrirmynd fá múslímskir menn hvatningu til alls þess hryllings sem þeir demba á hverjum degi yfir börn, konur og trúleysingja en það eru allir sem ekki tilheyra íslam og meira að segja einning þeir sem tilheyra þeim armi íslam sem þeir sjálfir tilheyra ekki.
Í raun skiptir engu í nútímanum hvort hann var til eða ekki. Það sem skiptir máli að það eru til hundruðir milljóna manna sem trúa því að hann hafi verið til og að það varði sálarheill þeirra að fylgja fordæmi hans. Heilbrigð skynsemi kemst ekki að hjá fólki sem hefur verið heilaþvegið með þessa dellu frá frumbernsku og það getur varðað við líf þitt að efast um jafnvel smáatriði.
Fæstir virðast átta sig á því að Sirah og hadíðurnar eru ekki síður veigamiklar bækur íslam en kóraninn. Þaðan af síður vita menn nánast ekkert um hvernig lesa ber kóraninn. Kóraninn er dúalekktískur, þ.e. að tvær andstæðar staðhæfingar eru báðar sannar. Eitthvað er bæði svart og hvítt. Þetta er gott til að rugla þá í ríminum sem setja sig aldrei inn í nein mál.
Ég hef hitt mann sem hafði kennt um íslam í áratugi en vissi ekki einu sinni hvað Sirah eða hadíður eru. Hafði aldrei heyrt að það minnst hvað þá að skilja neitt í hinu dúalektísku eðli kóransins. Bar samt lærdómskuflinn af fullum hroka.
Valdimar H Jóhannesson, 25.5.2014 kl. 13:31
Enn og aftur ert þú fylginn þér með allt sem varðar Islam. Takk fyrir alla þá elju og tíma sem þú reynir að upplýsa Íslendinga um hvað sé í raun á ferð. Því miður, eins og annars staðar í Evrópu, hafa þeir sem kallaðir eru "useful idiots" reynt að ná sér í atkvæði í kosningum hjá þessu fólki. Útkoman er slík, að í fyrsta sinn í Frakklandi lenda þessir hópar gegn hvor öðrum. Af hverju..??? Jú, vinstri sinnaðir þurftu að taka afstöðu með eða á móti samkynhneigðum hjónaböndum. Nú lýtur allt út fyrir það að það verði algjört hrun á vinstri vængnum vegna þess að þeir studdu hjónaböndin. Í örvæntingu er allt reynt til að ná til baka þeim atkvæðum og eitt trixið er, að frá og með 1.jan 2015, skal renna til múslimskra félaga 5 evrur af hverjum flugmiða keyptum í Frakklandi. Enn ein snilldin hjá þeim sem aðhyllast vinstri vængnum.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2014 kl. 17:56
Já, það er óhætt að segja að þetta eru "nytsöm idiot" fyrir múslimana. Það heimskt er þetta fólk, að það sér þetta ekki sjálft.
Það er ógjörningur að skilja hvers vegna þetta fólk vill flytja inn fólk frá lang vanþróuðust samfélögm á jarðríki, þeim múslimsku. Það er vælt og gapað um fjölmenningu í tíma og ótíma eins og það sé einhver höfuðlausn á félagslegum vandamálum samfélaga.
Það er akkúrat þver öfugt og vandamálin hlaðast upp.
Það er hægt að telja á fingrum annarar handar blönduð sambönd einstaklinga og það hefur ekkert að gera með fjölmenningu.
Sígaunar umgangast sígauna, kínverjar kínverja, múslimar múslima. Í öllum samfélögum myndast "getto" full af óþjóðalýð samfélaginu til armæðu og tjóns. Múslimar eru vestir, því þeir eru aldir upp í fáfræði miðalda og sameinast ekki þróuðum samfélögum, sama hvað "nytsömu vinstrisinnuðu idiotin" segja.
Umræðan um moskuna í Reykjavík er staðfesting á því að Ísland er pakkfullt af illa upplýstum idiotum.
v.johannsson (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 19:37
Sigurður þú nefnir það réttilega að vinstri menn eru dómgreinarlausari hvað varðar íslam en aðrir. Enda staðreyndin sú að múslímar almennt kjósa til vinstri í nágrannalöndum. Það er ekki einasta að vinstri menn reyni að þóknast íslam og setji kíkinn fyrir blinda augað til að fá atkvæði múslíma heldur kann skýringin kannski ennþá frekar að liggja í því að vinstri menn finna til skyldleikans. Sumir segja að vinstri menn bókstaflega renni á blóðlyktina, - að blóðlyktin komi vinstra hjartanu til að slá örar. Kommúnistum á síðstu öld blöskraði ekki hreinsanir t.d. Stalíns. Nú er verið að hreinsa Mið-Austurlönd af kristnum mönnum og ansi langt komið. Næst kemur að Vesturlöndum.
Kommar töldu hérlendis nauðsynlegt að hreinsa til svo að framtíðarríki alheims kommúnismans kæmist á. Nauðsynlegt væri að ryðja öllum hindrunum úr vegi eins og gert var í kommúnistísku ríkjunum. Alveg eins er hjá jihadistum, sem eru ráðandi öfl í múslímska heiminum, að þeir bjóða í raun aðeins þrjár kosti þar sem þeir ná yfirhöndinni. Gerast múslími, borga sérstakan verndarskatt og taka stöðu sem 3. flokks borgari eða loks í þriðja lagi að missa hausinn.
Valdimar H Jóhannesson, 25.5.2014 kl. 21:46
v.johannsson
í raun er mér á móti skapi að birta frá þér athugasemdir vegna þess að þú gerir ekki fullnægjandi grein fyrir þér. Ég hef ekkert á móti því að birta frá þér eða öðrum athugasemdir en tel að allir verði að koma fram undir nafni, sem er unnt að staðfesta.
Þannig að framvegis vinsamlegast gerðu grein fyrir því hver þú ert eða að minnsta kosti láttu mig vita með öðrum hætti ef þú ert í svo veikri stöðu að þú þarfnast verndar nafnleyndar. Umræðan missir mark með nafnleynd nema í sérstökum tilfellum.
Valdimar H Jóhannesson, 25.5.2014 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.