28.6.2014 | 19:35
Báðir Jón og séra Jón gái að sér
Fulltrúar íslensku kirkjunnar hafa fallið í þann pytt að telja sig þurfa að fara í vörn fyrir fyrir íslam og andmæla okkur gagnrýnendunum íslam, sem teljum að framtíð lands okkar og hinum vestræna heimi sé hætta búin vegna jihads, stríðs múslíma gegn okkur kuffar (allir sem ekki eru múslímar). Þeir telja augljóslega að kirkjunni sé ekki hætta búin af hálfu íslam heldur af veraldarhyggjunni, sekúlarisma, sem hafnar öllum trúarbrögðum og leggur öll trúarbrögð að jöfnu sem tæki fáfræði, auðsöfnunar, valdafíknar og kúgunnar.
Þeir virðast telja að vegna vaxandi trúleysis í nútímanum og aukinnar veraldarhyggju þurfi trúarbrögðin almennt að snúa saman bökum og verja almættið og guðdóminn. Lærðir menn kristninnar ganga meira að segja svo langt að halda því fram að lítill eðlismunur sé á boðun kristni og íslam. Munurinn liggi aðeins í ytri búningi. Guðdómurinn sé einn og hinn sami í þágu hins góða og háleita.
Það er því ekki að undra að áköfum trúleysingjum hætti til þess sama, þ.e. að leggja öll trúarbrögð að jöfnu því að þeir hljóta stundum að taka eftir málflutningi sérfræðinganna. Ég set gæsalappir utan um nafngiftina sérfræðingar vegna þess að kirkjunnar menn hérlendis verðskulda ekki þá nafngift þegar íslam er annars vegar þó að ég efist ekkert um þekkingu þeirra á kristni. Þar liggur vandinn. Kirkjunnar menn vita almennt nánast ekki neitt um íslam. Samt leyfa þeir sér að gefa stórar yfirlýsingar. Þeim er ekki vorkunn vegna fáfræði sinnar. Þeir hafa ekki sinnt þeirri eðlilegu skyldu að kynna sér íslam þrátt fyrir aðvaranir fjölda manna, jafnt múslíma sem vestrænna manna og vaxandi umsvifa herskárra múslíma um heim allan.
Kirkjunnar menn ættu kannski að leggja eyrun við orðum William Kilpatrick, sem er þekktur rithöfundur og kennari við Boston College en sá háskóli er meðal virtustu háskóla heims og kenndur við jesúíta, sem tilheyra katólsku kirkjunni. Kilpatrick heldur því fram að hneykslið innan katólsku kirkjunnar varðandi barnaníð hafi ekki síst orðið að reginhneyksli vegna tilraunar krikjunnar að leyna staðreyndum í stað þess að viðurkenna það að fullu og bregðast við á þeim grundvelli. Þetta hneyksli verði þó léttvægt í samanburði við það risastóra hneyksli sem eigi eftir að lenda á kirkjunni fyrir að segja ekki sannleikann um íslam og bregðast í þeirri vörn sem kirkjan ætti að vera fyrir innrás íslam inn í vestræn samfélög.
Sú skoðun er ríkjandi hjá kirkjunni að hún eigi meira sameiginlegt með íslam en það sem skilur að. Kilpatrick spyr: Hvað ef þessi staðhæfing er röng og að túlkun Osama bin Laden, Al-Kaída og ISIS-manna á eðli íslam er rétt en ekki túlkun hófsamra múslíma? Hann svarar þessari spurningu með fullyrðingu um að íslam, eins og það er túlkað í Mið-Austurlöndum og fylgi ósviknum erfðavenjum spámannsins, hafi vinninginn. Íslam sé hugmyndafræði nákvæmlega eftir bókinni og að allar bækur íslam, - kóraninn, hadíðurnar, sira og sharíalögin styðja betur við skilning herskárra múslíma en hófsamra múslíma. Ekki er von á miklum skilningi kirkjunnar manna á Íslandi sem vita ekki einu sinni hvaða bækur sira og hadíður eru. Þeir vita lítið um uppbyggingu kóransins sem stafar ýmist frá Mekka- eða Medínatíma Múhammeðs en þessir tveir hlutar eru eins og svart og hvítt og bókin gersamlega óskiljanleg nema með góðum skýringum. Með réttum skilningi á kóraninum með hadíðum og shira rennur kalt vatn milli skins og hörunds á öllu venjulegu fólki en ekki kirkjunnar mönnum af því að þeir vita nær ekkert um íslam, sem máli skiptir.
Með þetta í huga heldur Kilpatrick því fram að framkoma kirkjunnar muni koma henni í koll. Kristið fólk verði ráðvillt þegar sýnilegra verður að meira en lítið er aðfinnsluvert hjá íslam. Eftir því sem meira verði ljóst um um íslam og sharíalög verði sífellt erfiðara fyrir kristna söfnuði að trúa orðum leiðtoga sinna um að öll vandamálið, sem hrannast upp í íslömskum samfélögum tengist ekki hinu sanna íslam. Yfirlýsingar leiðtoga kirkjunnar um virðingu fyrir íslam mun ekki verða til þess að auka á virðingu íslam en muni hinsvegar grafa undan trúverðugleika yfirstjórnar kirkjunnar og þar með kirkjunni sjálfri.
Slíkar yfirlýsingar eru einnig kaldar kveðjur til kristinna manna í múslímskum löndum sem hafa haft kjark til þess að lúta ekki íslam og hafa þurft að líða fyrir það. Þessu fólki hlýtur að vera það þung raun, að kirkjan á Vesturlöndum skuli virða og heiðra trúarbrögð, sem hafa staðið fyrir slátrun ættingja og vina. Auk þess vinnur þetta gegn hagsmunum fjölda múslíma, sem hafa efasemdir um hefðbundið íslam og sem þjást fyrir sharíalög.
Tilhneiging kirkjunnar til að fegra íslam mun einnig styrkja rök andstæðinga trúarbragða um að sami rassinn sé undir þeim öllum. Kirkjan er gagnrýnd fyrir umburðarleysi og alræðistilburði og að aðeins stigsmunur sé á kvenfyrirlitningu og ofbeldi milli íslam og kristni. Ef kirkjan heldur áfram að styðja við íslam munu þessar ásakanir fá aukinn hljómgrunn.
Kilpatrick bendir á að meira að segja þeir sem teljast líberalar ( oft alls ekki frjálslyndir á okkar mælikvarða) og vinstri menn í USA séu farnir að hafa efasemdir um íslam. Þeir geti snúist á punktinum eins og þeir gera gjarnan og þá látið svo að þeir hafi alltaf verið andvígir íslam. Veraldleg öfl hafa hingað til ekki ávítað kirkjuna fyrir að leyna sannleikanum um íslam vegna þess að þau hafa verið jafnvel enn dýpra sokkinn í pyttinn fúla. Kirkjan gæti staðið ein eins og nátttröll og setið upp með ofstækisstimpil sem erfitt verður af afmá. Ef íslam er alls ekki skylt kristni og í raun með innibyggt ofbeldi þá er hollast fyrir kirkjuna að sjá að sér í tíma. Þetta ættu báðir Jón og séra Jón á Íslandi að aðgæta.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Sæll.
Það er ágætt að þú skulir benda á þetta.
Ég held að rót vandans sé sú almenna vanþekking á íslam sem ríkir á Vesturlöndum og líka innan krikjunnar. Þá vanþekkingu er samt erfiðast að þola og skilja vegna framkomu múslima gagnvart kristnum. Margir setja trúarbrögð undir sama hatt og það má vel vera að réttlætanlegt sé að undanskildum íslam. Íslam er bara að hluta til trú.
Ég er ekki viss um að rétt sé hjá þér að prestar á Vesturlöndum viti mikið um kristindóminn, ég er mjög efins um það. Afar fáir vita hve mikið af okkar menningu á rætur sínar að rekja til kristni. Prestar eru bara embættismenn og hérlendis virðast þeir hugsa ansi mikið um sín laun frekar en að vinna að framgangi trúarinnar.
Skoðum t.d. fjölda múslima sem fengið hafa Nóbelsverðlaunin:
https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Muslim_Nobel_laureates
Smábarn getur talið þennan fjölda (veitið sérstaka athygli því sem stendur fyrir aftan Pakistanann sem fékk verðlaunin í eðlisfræði) en erfiðara er að telja fjölda þeirra kristinna og gyðinga sem þessi verðlaun hafa fengið. Hvers vegna nefni ég þetta? Einfaldlega vegna þess að þetta sýnir berlega fram á það að Allah hefur algerlega drepið vísinda og fræðastörf í hinum íslamska heimi. Ég er auðvitað rosalegur rasisti fyrir að nefna þetta en stundum verður að benda á hið augljósa. Sama er uppi á teningnum sé litð til birtra fræðigreina í ritrýndum fræðiritum.
Mikinn greinarmun verður að gera á milli kristni og kirkjunnar. Þetta tvennt er alls ekki það sama. Ekkert í biblíunni réttlætti t.d. hegðun krikjunnar á miðöldum. Túlkunarhefð biblíunnar og kóransins er af allt öðrum meiði. Nýlega ætlaði einn ágætur bloggari að sýna fram á að biblían væri full af hatursversum en sá ágæti maður flaskaði algerlega á túlkunarhefð biblíunnar og sýndi í raun bara fram á eigin vanþekkingu á bæði biblíunni og kóraninum. Hann var ekki sá fyrsti og verður heldur ekki sá síðasti.
Hefur einhver sem þessi orð les heyrt um að Íslendingur hafi verið drepinn fyrir að ganga úr þjóðkirkjunni og hafna kristni? Margir hafa látið lífið fyrir að afneita íslam og ganga af trúnni einfaldlega vegna þess að bæði Múhameð og kóraninn mæla svo fyrir.
Þú nefnir hófsama múslima. Þeirra vandi er sá að þeir geta ekkert í kóraninum fundið sem styður þeirra nálgun m.a. vegna hugtaksins "naskh" sem m.a. má finna í kóraninum, 2:106. Þeir sem tala um friðsaman kóran sýna bara fram á eigin vanþekkingu.
Það sem er kannski merkilegast í þessu öllu saman er að kirkjan skuli snúa blinda auganu að ofsóknum múslima á kristnum víða um heim og gott hjá þér að benda á þær. Þær ofsóknir eru fyrirskipaðar í kóraninum. Er íslam samt trú friðarins?
Svo er það auðvitað þessi afstaða til kvenna í íslam sem er afar furðuleg. Á dögum Múhameðs voru barnagiftingar algengar í Arabíu en í stað þess að spyrna við fótum fékk þessi hefð nú trúarlegan blæ. Í súru 65:4 er talað um skilnað og þar er greinilega talað um að hægt sé að skilja við stúlkur sem ekki enn eru farnar að hafa á klæðum. Þarf ekki fyrst að giftast áður en hægt er að skilja?
Ég tel að við eigum að gera mikinn greinarmun á múslimum og íslam, múslimar eru ábyggilega upp til hópa gott fólk en íslam er hins vegar hinn mesti viðbjóður. Þeir sem verja íslam og gagnrýna kristni mega auðvitað hafa sína skoðun en "verkin sýna merkin", við sjáum ekki fólk af annarri trú en íslam framkvæma voðaverk með tilvísun í sín trúarrit. Það er algert lykilatriði.
Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2014 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.