Leita í fréttum mbl.is

Bullur og rasistar í Laugardal

Sjónvarpáhorfendur (Stöð2) urðu vitni að óvenjulegum lágpunkti í menningarlífi Íslands í gær þegar félagar í Ísland-Palestína gerðu hróp að ungum konum frá Ísrael sem komu til að keppa við landslið íslenskra kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Við vissum svo sem fyrir að varlegt var að gera ráð fyrir öðru en lágkúru af hálfu þessa fólks en vonbrigðin voru að nokkur fréttamiðill vilji birta svona uppákomu nema til þess að sýna það sem hneykslunarefni. Félagar í Ísland-Palestína hafa þegar sýnt sig sem  sérlega manngerð þegar þeir lýsa yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Hamas sem eru af nákvæmlega sama taginu og ISIS. En skilja fréttamenn Stöðvar2 virkilega ekki hvað þetta er á lágu plani?

Framkoma aðgerðarsinnanna var umhugsunarefni og þá ekki síst framkoma Þorleifs Gunnlaugssonar, fyrrum borgarfulltrúa og  Salmann Tamimi, sem telst vera ímami (andlegur og veraldlegur leiðtogi) Félags múslíma.  Við sem teljum okkur vera vini Ísraels höfðum haft fréttir af fyrirhuguðum hatursaðgerðum. Þess vegna voru nokkur okkar mætt til þess að þess að sýna að stúlkurnar frá Ísrael væru velkomnar eins og íþróttafólk hvaðanæfa úr heiminum til þess að etja kappi við íslensk ungmenni.

Lægst lagðist ímaminn þegar hann gerði hróp að mér og kallaði mig helvítis gyðing. Ekki svo að skilja að ég væri nokkuð nema stoltur af því að vera gyðingur ef það hefði orðið mitt hlutskipti. En getur rasisminn almennt orðið rosalegri en þegar nafn kynþáttar eða trúarhóps er notað sem skammaryrði?   Vonandi voru þó samherjar ímamsins ekki svo illa á sig komnir að hróp hans hefðu fyllt þá stolti. Eða eru þeir kannski bara ósköp venjulegir og lágkúrulegir gyðingahatarar?

Lágkúra Þorleifs kom fram í því að reka mig með miklu offorsi frá því svæði sem liðið hans hafði lagt undir sig. Þar voru nokkrir lögregluþjónar sem ég átti erindi við. Við vinir Ísrael höfðu ákveðið að munnhöggvast alls ekki við hatursliðið. Ég vék því þegar af vettvangi og svaraði ekki persónulegum svívirðingum sem ímaminn jós yfir mig. Er virkilega svo komið að menn af tagi Þorleifs skuli telja einhver svæði „no go" svæði eins og múslímar eru búnir að koma sér upp um alla Evrópu. Er „fjölmenningin" hérna virkilega að komast á það stig. Það fer um mig hrollur að svona skuli vera komið fyrir íslensku samfélagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Valdimar jafnan - sem og aðrir gestir þínir !

Þakka þér fyrir: ígrundunarverða - sem og lærdómsríka frásögu / af framkomu þeirra Þorleifs og Salmanns.

Þeir vita sem er - að vondur málstaður liggur - þeirra megin.

Burt séð - frá viðhorfum mínum til Gyðingdóms og Ísraelsmanna: fannst mér Ísraelsku stúlkurnar jafn velkomnar hingað til lands - sem annað íþróttafólk: þó nú væri Valdimar - kurteisar og prúðar.

En - höldum áfram vöku okkar af einurð: gagnvart Mekku boðskapnum óhugnanlega / síðuhafi mæti.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 17:21

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott innlegg hjá þér nafni. Þeir eru farnir að vera allt of aggressífir þessir múslímar á Íslandi. Þeir hafa ekkert með að koma svona fram við Ísraeli hvað þá Íþróttafólk

Valdimar Samúelsson, 14.9.2014 kl. 19:01

3 Smámynd: Andrés.si

Mér fannst þú altaf öfgasinnaður maður Valdimar, þannig að þar sem ég rekst á þíg fer annað hvort framhjá, eða ef það er á útvarpi skipti ég rásini. Í raun ertu það sem þú ert að tala um.  

Spurning til þín er hvernig myndi  almennur Íslendingur bregðast við ef ég og þúsunðir útlendinga eignums sem sjálfstætt ríkið Reykjanes til dæmis. Að auki væri það innan við fára mánaða viðurkent ríkið af öllum helstum stofnunum heims. 

Andrés.si, 15.9.2014 kl. 01:32

4 identicon

Þetta sýnir algjrolega það sem við hofum verið að reyna að segja í

heyrnalausa stjórnmálastettina í hvert stefnir.

Það má tilbiðja Mohammed, einn af verstu mannhoturum

mannkynssogunar, en ef þú villt dýrka Stalín eða jafnvel Hilter

sem eru á sama stalli, þá verður allt vitlaust.

Þetta lið getur bara komið sér aftur til baka þar sem þessa

trú er hægt að iðka. Hún á  engva samleið og mun ALDREI eiga

samleið með fólki með vestræna menningu og frjálsræði að

leiðarljósi. Við sjáum vandamálin alls staðar í kringum okkur og

sorglegt hvað sumt fólk getur verið blint á það, að halda að

þessir múslimar á Íslandi verði eitthvað oðruvísi en vandmála

múslimarnir í Evrópu. 

Það er ákkurat svona hegðun, sem kveikir á hatri en ekki umburðar

lindi og fóllk fær einfaldlega nóg.

M.b.kv 

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 11:29

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Andrés.si

Mér fannst gaman að birta þetta komment frá þér þó að þú hafir ekki burði til að koma fram undir nafni. Ég hvet þig til þess að halda áfram að sneiða fram hjá mér og slökkva á tækjunum þegar ég ryðst fram í ljósvakamiðlum. Það er létt verk og löðurmannlegt. Fullyrðing þín að ég sé ofbeldismaður af því að ég segi frá ofbeldi er þér og þínum lík. 

Ég ætla ekki að bera mig saman við Churchill. Það væri hlægilegt en mér leyfist samt að nota hann sem dæmi um fáránleika fullyrðingar þinnar. Churchill var úthrópaður æsinga- og ofbeldismaður fyrir stríðið þegar hann var að vara við uppgangi nasismans. Þínir líkir sættu færis til að fara þar sem hann hélt ræður til þess að hrópa hann niður. Þegar sagt er að sagan endurtaki sig þá endurtekur hún sig aldrei upp á punkt og kommu en atvikin eru samt ótrúlega lík fyrir þá sem sjá örlítið lengra en nefið nær.

Valdimar H Jóhannesson, 15.9.2014 kl. 12:14

6 identicon

Þú virðist reyna að réttlæta eina öfgahyggjuna með því að benda á aðra!

Vissulega er full ástæða fyrir m.a. okkur Íslendinga eins og t.d. hinar norðurlandaþjóðirnar að vera á varðbergi gagnvart öfgamúhameðstrúarmönnum. Það að til séu öfgafullir múhameðstrúarmenn getur aldrei réttlætt meðferð Ísraels á Palestínumönnum. Sú meðhöndlun er í nafni annarar öfgahyggju eins og t.d. margir ágætir Gyðingar hafa bent á. Þessi öfgahyggja er að einu leiti Zionisminn sem er náskyldur nazismanum í sögu og tíma. En svo er líka annað sem einn helsti sérfræðingur okkar í málefnum fyrir botni Miðjarðarhafs Magnús Þorkell Bernharðsson bendir á. En það er að margir Bandaríkjamenn styðja Ísrael og zionisman þar á þeirri forsendu að af tvennu illu sé betra að gyðingar stjórni landinu helga en múslimir, þegar Jesús snúi aftur.

Þannig er einn drifkrafturinn í þessari kúgun Ísraels sprottinn af öfgafullri kriststrú!

Mér sýnist þú vera að misnota verðugan málstað (þ.e. að berjast gegn öfgahyggju í trúarbrögðum sem vissulega er sérstaklega áberandi meðal múslima) til að réttlæta eigin öfga. Það er ekki fallegt og gerir þig að svipuðum manni og þeir sem þú leggur mest púðrið í að gagnrýna!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 12:15

7 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Bjarni Gunnlaugur

Ég vil ráðleggja þér eindregið frá því að byggja vit þitt á Magnúsi Þorkeli Bernharðssyni. Það er engin ástæða til þess að vaða í villu og svíma eins og ég sé að þú ert að gera. Margir afar hæfir fræðimenn hafa skrifað mikið um þessi málefni. Ég væri alveg líklegur til þess að benda á nokkra. Hef gert það áður og get gert það aftur ef ég héldi að það þjónaði nokkrum einasta tilgangi gagnvart mönnum eins og þér.

Sennilega myndurðu ekki vilja lesa neitt af því til þess að rugla ekki þína þægilegu og ruglaða mynd af þessu sviði. En ef þú skyldir nú samt vilja læra eitthvað nýtt þá gætir þú byrjað sem forsmekk á að lesa blogg mitt frá 13. september: http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1443655/

Valdimar H Jóhannesson, 15.9.2014 kl. 13:05

8 identicon

Og þetta á bara eftir að versna.

Rebekka Reynisdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 13:55

9 Smámynd: Elle_

Valdimar, hvar kom það fram að félagar í Ísland-Palestína hafi lýst yfir stuðningi við Hamas?  Það vissi ég ekki.  Það er langt í frá það sama að berjast fyrir frelsi og velferð almennings í Palestínu eða Ísrael og að styðja ofbeldi Hamas og hrikalegt ofbeldi Ísraelsstjórnar. 

Elle_, 15.9.2014 kl. 15:50

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Valdimar. Salmann ritar eftirfarandi í athugasemd á bloggi mínu: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1444737/

"Vilhjálmur örn. ég held að þú þekkir þessa maður sem kallast Valdimar Jóhannesson. Þú veist að hann er lygari á hæsta gráðu. Ég hef aldrei í mina lifið hanfa kalla nokkur mann "Helvitis Gyðingur " eða annan trúabragð. Sannleikan er sá og lögreglan var til staðar. Hann kom til okkar og vildi taka í handinin á mér og ég neitaði og sagði að ég tek ekki í hand á svona manni einsog hann sem berja kona sin. Hann sagði það er rangt hjá mér ég svaraði að þetta var á öllum blöðum á sin tima. Hann svaraði að ég kunni ekki islensku. Þetta er allt og sumt. En hann notar hvert tækifæri til þess að sverta okkar og neitar að birta það sem ég svara. Þetta lið Hann og Jón Valur er versta dæmi um kynþátthatarar og ég fyrirlit. Ég virða þig vegna þess að þú kemur fram og þina málum þótt við erm ósmmála öllu í samband við zionista ríkið. En gyðingdom og öllu trúabrógð virða ég, og það er krafa á okkur múslima að gera það. Ekki taka mark á svons rasistar að því þeir eru versta óvinir gyðingana. Guð blessið þig og þinum

salmann tamimi (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 17:19"

Hefur þú einhverjar athugasemdir við þetta hjá Salmann?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.9.2014 kl. 18:50

11 identicon

Það er æskilegt að athuga hver borgar fyrir prófessorsstöðu við hina ýmsu háskóla.

Ef til dæmis ríkin við Persaflóa standa á bak við stöðuna, þá verður prófessorinn að skrifa og tala þannig að sá sem fæðir hann sé ánægður.

Trúlega á Ríkisútvarpið að athuga hver greiðir viðmælendum þeirra laun, og þá hverjum Ríkisútvarpið er þá að þjóna með viðtalinu.

Stöndug ríki, til dæmis olíuríki, styrkja prófessors stöður um allan heim.

Egilsstaðir, 16.09.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 01:23

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Vilhjálmur Örn

 

Ég hef að sjálfsögðu athugasemdir við þetta. Mörg vitni eru að því að hann kallaði mig helv... gyðing. Salmann veit varla hvenær hann segir satt og hvenær ekki enda þjálfaður í taqiya eða múslímskum lygum sem íslam raunar býður múslímum að gera í samskiptum við kufars, þ.e. alla þá “fyrirlitlegu menn” sem ekki eru múslímar.  Framkoma hans er öll á sama lága planinu. Hann blandar inn í umræðu sína umfjöllun um fjölskylduharmleik sem ég lenti í fyrir 33 árum og kemur þessu máli ekkert við. Það er vægast sagt hrollvekjandi að átta sig á því að andlegur og veraldlegur leiðtogi múslíma á Íslandi skuli vera slík bulla með framkomu sem myndi vera tekið á ef hún væri á barnaskólalóð. “Aggressjón” mín gagnvart Salmann var sú að ég ætlaði að heilsa honum með handabandi eins og siðaðir men gera þó að þeir séu ósammála. Það leiddi af sér haturshróp og hrindingar af hálfu vinar hans og andlegs félaga Þorleifs fyrrv borgarfulltrúa. Salmann Tamimi er hatursfullur maður sem er varhugaverður í íslensku samfélagi og líklegur til þess að láta ýmislegt illt af sér leiða

Valdimar H Jóhannesson, 16.9.2014 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband