Leita í fréttum mbl.is

Þetta sem helst nú varast vann varð þó að koma yfir hann

Fundur Siðmenntar sl laugardag á Hótel Sögu, sem hafði að markmiði að hvetja til málefnalegrar og gagnrýnnar umræðu um íslam á Íslandi mistókst herfilega. Vitleg umræða um efni málþingsins fór ekki fram og því fékkst ekki svar við spurningunni og auglýstu viðfangsefni fundarins: “Þurfum við að óttast íslam?”

Niðurstaða fundarins var: Nei við þurfum ekki að óttast íslam.- Sú niðurstða fékkst með þvi að bjóða aðeins þeim að taka til máls, sem hafa slíka skoðun. Þegar fulltrúi Siðmenntar var spurður á fundinum af hverju engum yfirlýstum andsæðingi íslam hafi verið boðið að vera einn ræðumanna var svarið að Siðmennt hefði ekki áhuga á slíkum sjónarmiðum. Andstæðingar íslam væru ekki viðræðuhæfir!!!

Með þessu svari dæmdi fulltrúi Siðmenntar samtök sín úr leik sem verðugan þátttakenda í samfélagsumræðunni. Siðmennt er ekki vettvangur fyrir vitrænar umræður heldur aðeins vettvangur fyrir trúboð ákveðinna viðhorfa. Siðmennt hefur valið sér að vera boðberi relatívisma þar sem öll trúarbröðg eru lögð að jöfnu og að öll mennings skuli aðeins dæmd á eigin forsendum en ekki almennum siðferðilegum viðmiðum. Öll trúarbrögð eru jafn forkastanleg að mati Siðmenntar,- jafnt þau sem boða ofbeldi og kúgun sem þau sem boða kærleika og jöfnuð.

Hafi tilgangur Siðmenntar hins vegar verið sá að greiða fyrir jihad á Íslandi, þ.e. fyrir innrás íslam með allri sinni ómennsku, er sennilegt að tekist hafi að herða sannfærða í trúnni. Valið á ræðumönnum gaf mér ekki miklar vísbendingar fyrirfram þar sem ég þekkti þá ekki nema Ibrahim Sverri Agnarsson, formann Félags múslíma en taldi víst að einhver þeirra hefði burði til viðtrænnar umræðu um málefnið frá þeirri hlið sem Sverrir býr ekki að. Það var ekki ætlun Siðmenntar að leita svara úr þeirra átt. Þess vegna varð þetta “halleluja-fundur” af þeirri gerð sem Siðmennt telur sig vera í baráttu gegn. Fundargestir voru flestir “hallelujah-fólk” andstætt hugmyndum þeirra um sjálfa sig. Slíkt heyrðist á undirtektum og klappi. Fundurinn skilaði til mín aðeins þeirri niðurstöðu, að Siðmennt hefur ekki burði til að standa fyrir málþingum af þessu tagi. Valið á ræðumönnum og framganga fulltrúa Siðmenntar leiddi þetta í ljós.

Dapurlegt var að horfa upp á málflutnings Ibrahim Sverris varðandi framvarðarsveit hreins íslam, ISIS, nú um stundir. Hann lýsti því að vísu yfir að ISIS-menn væru glæpasamtök en hroðaleg hryðjuverk þeirra væru mjög orðum aukin og eiginlega ekkert til að gera mikið veður út af og myndir af hryllingsverkum þeirra bara photosjoppaður tilbúningur!. Hann lýsti sig andvígan aðferðum þeirra við aftökur með því að skera fórnarlömb sín á háls en ekki var á honum að heyra að hann hefði athugasemdir við aftökur þeirra almennt. Ennþá dapurlegra er þó sú staðreynd að fundargestir létu sér vel líka þessi málflutningur að grimmilegustu hryðjuverkum sem heimurinn hefur séð um áratugaskeið og kannski síðan á dögum framrásar mongóla undir stjórn Genghis Kahn er einfaldlega sópað undir teppið. Fullyrðingar Sverris á öðrum vettvangi að ISIS njóti ekki stuðnings múslíma almennt eru einfaldlega rangar. Viðhorfskannanir PEW leiða í ljós óhuggulega mikinn stuðning og gerir því miður að engu þær hugmyndir að yfirleitt séu múslímar hófsamir í þeirri vitfirrtu hugmyndafræði sem íslam er.

Þá var alveg eiginlega bráðfyndið að heyra hann lýsa því að ekki væri hægt að fjalla um fjöldamörg ofbeldisfull fyrirmæli í kóraninum vegna þess að allur kóraninn yrði að skoðast í heild og í samhengi við allt heila regluverk íslam en það er svo svakalega stórt að enginn væri fær að tjá sig um það nema með ströngu námi í tuttugu ár! Hann sjálfur hafi hins vegar náð þessu á örskotstundu árið 1972 þegar hann fór beint úr eiturlyfjavímu á fljúgandi teppi sem síðan hafi borið hann um tilveruna. Sem sagt Ibrahim Sverrir er ekki fús til þess að ræða kóraninn við þá sem ekki eru á fljúgandi teppi eða hafa stúderað delluverkið í tuttugu ár. Ég sjálfur hef verið að lesa mig til um þetta í hálfan annan áratug en verð ekki viðræðuhæfur fyrr en eftir all mörg ár ef ég herði mig í náminu nema ég sé fær um að koma mér á fljúgandi teppi í eiturlyfjavímu! Ætli Siðmennt sé ekki sammála þessu?

Ég nenni ekki að fjalla um framsögu Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, doktorsnema í mannfræði, nema til þess að upplýsa að málflutningur hennar var full af delluklissjum sem leiðir hugann að andlegri fátækt Háskóla Íslands þar sem hún mun vera í doktorsnámi. Fræðimaður sem einblínir á Edward Said um Mið-Austurlandsfræði er ekki á traustum ís enda bar málflutningurinn þess merki.

Að lokum þetta: Það er stórundarlegt þó að ekki sé meira sagt að Siðmennt skuli vilja halla sér að sennilega hroðalegustu trúarbrögðum heims sem nú eru stunduð. Engin önnur trúarbrögð mér kunnug komast í hálfkvisti við þau í hryllingi, fáránleika og afskræmingu í mannlegum samskiptum. Þá berst Siðmennt fyrir auknum aðskilnaði ríkis og kirkju eins og kristin trú raunar boðar sjálf t.d. “Gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.” (Markús 12,17). Íslam er hinsvegar regluverk fyrir múslíma veraldlegt og trúarlegt án allrar aðgreiningar. Er ekki allt í lagi að visa í Passíusálm þó að verið sé að fjalla um “siðmenntinga”? : “ Þetta sem helst nú varast vann varð þó að koma yfir hann.”

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Valdimar - sem og aðrir gestir þínir !

Jú; nefnilega - Veröldin öll: þarf að kappkosta / að ráða niðurlögum þessarrar ófreskju sem Múhameðstrúin er sönn í sök - að vera.

Tilgangur Krossferðanna - þó misfarizt hafi: var einmitt sá / að hefta utbreiðzlu þvælunnar frá Mekku: þó ''mannvits brekkur'' hinnar dæmalausu svokallaðrar Siðmenntar reyni að breiða yfir óskemmtilegheitin - ásamt ýmsum öðrum tossum.

Þakka þér: sem endranær - fölskvalausa varðstöðuna gagnvart þessum hryllingi frá Arabíuskaganum Valdimar.

Svona - ámóta áþján: og Kommúnismi og Nazismi 20. aldar innar: hvað sem öðru líður.

Með beztu kveðjum - úr gjólunni af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 14:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eru Siðmenntarmenn ekki að setja á sig RASISTASTIMPIL með þessu?

Jóhann Elíasson, 30.11.2014 kl. 17:41

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð grein um þessa svokölluðu ráðstefnu um Íslam, sem virðist ekki hafa verið annað en nafnið tómt og frekar lofræða um fyrirbærið.

Ég vitnaði í grein þína í umræðum á Facebook síðu Bjarna Randvers, sem virðist gegna einhverju hlutverki blaðafulltrúa Íslams á Íslandi. Með því að flokka nasismann og kommúnismann sem trúarbrögð (mjög vísindalegt) taldi hann sig hafa fundið blóði drifnari "trúarbrögð" en Íslam.

Theódór Norðkvist, 30.11.2014 kl. 23:59

4 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Takk fyrir þetta innlegg.

Ég hef nú litið þetta fyrirbæri SM með hornauganu mínu eiginlega frá fyrst ég heyrði um fyrirbærið. Og með tíma sá ég þá helst af kommentum frá þeim, að ekki væri vitið mikið að þvælast fyrir áhangendum þeirra, þó svo að þeir sjálfir hafi haldið að svo væri. Þessir höfðu eiginlega ekkert fram að færa nema skítkast og sóðalegar upphrópanir. Nú sýnist mér, að það hafi verið rétt mat hjá mér, að þeir hefðu ekkert fram að færa, og þess vegna hengt sig á þennan aumkunarverða snaga. Það má segja sem svo að ég sé ekki neinn trúmaður á harðlínukanti, en það nægir mér að sjá að konur eins og móðir mín og dætur mínar eru skilgreindar sem annars flokks verur. Þeir mega eiga svoleiðis skilgreiningar fyrir sjálfa sig. En annars takk...

Guðjón Emil Arngrímsson, 1.12.2014 kl. 06:25

5 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Theódór

 

Málflutningur Bjarna Randvers er sannarlega sérstakur fyrir hvað honum tekst ævinlega að snúa öllu á haus. Þó að það sé rétt að grípa til samlíkingar við kommúnisma og nasisma þegar íslam er annars vegar er það þó fyrst og fremst vegna þess að íslam er fyrst og fremst stjórnmálakerfi umfram trúarbrögð og náskylt alræðiskerfunum tveimur frekar en rétt sé að túlka þau sem trúarbrögð. Það er hins vegar fráleitt að telja þessar tvær alræðisstefnur með blóði drifnari slóð en íslam. Ekkert slær íslam út í hryllingnum með a.m.k. 270 milljónir manna myrtir í nafni þess.

Til frekari skýringa á skyldleika íslam , kommúnisma og nasisma sem stjórnmálakerfi vísa ég í grein sem birtist í Þjóðmálum en ég setti einnig á bloggsíðu mína:

http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1443655/

 

Þetta kom þar m.a:

„Fyrst og fremst þurfa menn að kynna sér íslam, hinn undirliggjandi vanda og bölvun  múslímskra landa, alveg eins og kommúnimsi og nasismi var verst þeim þjóðfélögum sem voru hremmd í þá hörðu kló. Íslam er alræðiskerfi alveg sambærilegt við kommúnismann og nasismann þar sem allt er beygt undir þrönga hugmyndafræði með hörmulegum afleiðingum fyrir þá samstundis, sem fara út úr rammanum, en til lengdar einnig fyrir þá sem halda sig innan rammans. 

 

Öll þessi alræðiskerfi byggja á takmarkarlausri undirgefni undir ákveðið miðstýrt vald og þröngum kennistetningum eða kreddum. Í stað Allah, kemur, „yfirkynþáttur“ eða  „hin eina sanna stétt“. Nasistar höfðu fáránlegar hugmyndir um yfirburði sérstaks kynþáttar,  sem væru „übermensch“, kommúnisminn um heimsyfirráð öreiganna og útrýmingu þeirra sem ekki féllu inn í rétta markhópinn en íslam alræði Allah eins og þeir skilgreina guð sinn og undirgefni undir hann en útrýmingu þeirra sem sýna Allah ekki fulla undirgefni. Öll kerfin þurfa sterkt miðstýrt vald með miskunnarlausum, drottnandi foringja, Stalín, Mao, Hitler, eða kalífa og erkiklerk sem eftirmann Múhammeðs. Þetta er ansi snöggsoðinn skilgreining. Þeim sem vilja kynna sér skrif um skyldleika þessarra alræðiskerfa er bent á hollenska fræðimanninn  dr David Suurland: http://www.academia.edu/1177449/totalitarian_and_radical_islamic_ideologies „

 

Valdimar H Jóhannesson, 1.12.2014 kl. 08:29

6 identicon

Hvers vegna segir þú ósatt um niðurstöðu fundarins?

Fyrir það fyrsta ályktaði fundurinn ekkert og í öðru lagi sagði ég mjög skýrt og oft að ég óttaðist íslamska bókstafstrú. Helgi Hrafn tók í sama streng og sama má segja um Guðrúnu. Reyndar sagðist Sverrir einnig óttast öfga og sama má segja um alla gesti sem töluðu. 

Þar sem ég (og aðrir) benti á að ég óttaðist alla öfga og alla bókstafstrú þá kýst þú að ljúga til um niðurstöðu fundarins. 

Það er svo "gaman" að segja frá því að mér hafa persónulega borist nokkrar ofbeldis og morðhótanir eftir þennan fund. Engin þeirra kom frá múslíma þó ég hafi sagt ítrekað að íslömsk bókstafstrú sé galin hugmyndafræði og að ofbeldi í nafni trúarbragða væri viðbjóðslegt. 

Sigurður Hólm

Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 09:53

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir greinargott svar Valdimar, kíki á þessa tengla þegar tími og tækifæri gefst.

Theódór Norðkvist, 1.12.2014 kl. 11:32

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Sigurður

 

Ég segi ekki ósatt um þá heildarályktun sem má draga af ræðum ykkar ræðumanna sem einir höfðu orðið  fyrir utan stuttar skýringar með spurningum sem öðrum fundarmönnum var boðið upp á og hvarflaði ekki að mér að nýta vegna þess aðstoðumunar sem er þá á milli ólíkra viðhorfa. Ég er viss um að þú gætir áttað þig á þessu með smáumhugsun. Þó að ekki væri um sérstaka ályktun fundarins að ræða var niðurstaðan úr ræðum ykkar sú að ekki væri ástæða til að amast við íslam frekar en öðrum trúarbrögðum.  Það er heildarniðurstaða fundarins. Ég fór raunar af fundi þegar þú upplýstir fundinn um það eftir fyrirspurn frá mér að andstæðingar íslam væru ekki viðræðuhæfir nema kannski ef  þeir væru andstæðingar allra trúarbraða eins og þú! Þá var liðið á þriðju klukkustund og auglýstur fundartími liðinn. Gerðist eitthvað eftir þann tíma sem breytti heildarmyndinni?

Relatívismi þinn og ykkar Siðmenntarmanna byggist á þeim glórulausum öfgum og fáránleika að unnt sé að leggja allar öfgar í trúarbröðum að jöfnu.  Þrátt fyrir að fyrir liggi að 25 þúsund skráð mannskæð hryðjuverk í nafni íslam hafi verið fram í heiminum síðan 11. september 2001 en næstum engin í nafni neinna annarra trúarbragða heimsins þá leggur þú og þinir líkir allar öfgar í öllum trúarbrögðum að jöfnu. Önnur trúarbrögð heimsins spanna þó yfir fjórum sinnum fleira fólk en íslam sem nær til um 20%  jarðarbúa. Ef allir stæðu jafnt í geggjuninni hefðu verið fram um 130 þúsund mannskæði hryðjuverk á þessum tíma. Er það virkilega svo jafnvel í ykkar forstokkaða hugmyndaheimi?

Fúndamentalismi er auðvitað þeim mun hættulegri sem grunnurinn, fúndamentið, er ljótara. Og það er einmitt þar sem íslam hefur vinninginn yfir öll praktíseruð trúarbrögð heimsins. Erdogan, leiðtogi Tyrkja, og baráttumaður fyrir alheimskalífati allra múslíma, segir réttilega: Íslam er bara íslam. Allt tal um róttækt íslam er móðgun við múslíma.   Heldurðu ekki að þú gætir fallist á það að þessi karl viti heldur meira um íslam en þú og jafnvel ég!  Íslam er öfgafullt hvernig sem á það er litið. Hins vegar eru til margir hófsamir og vænir múslíma en það eru þeir múslímar sem taka lítið mark á íslam.

Er ástæða til að óttast kristna fúndamentalista, eða Búddista, Jainista ,þarm fúndamentið sjálft snýr að því að sýna öllum óháð kyni, þjóðfélagsstöðu eða trúarbrögðum vináttu og kærleika? Allir sem vilja kynna sér staðreyndir án brenglunar hljóta að svara neitandi.  Þeir sem ekki hafa vilja eða burði til að kynna sér hið sanna fúndament íslam hljóta samt að taka eftir öllum þeim sönnunargögnum sem hrúgast um að hrylling íslam. Er nú eki kominn tími til þess að opna augun fyrir staðreyndum í þess að búa í fíflaparadís eins og þeirri sem flestir fundargesta vilja búa við að meðtöldum ykkur félögum í Siðmennt.? Væri ekki verðugt verkefni fyrir ykkur að leitast við að standa undir nafni?

 Margir vilja miða við dagsetningu 11. september 2001vegna þess að þá fór jihad í nafni íslam mjög vaxandi. Kannski væri réttara að miða við 1979 þegar klerkarnir í Íran lýstu yfir heillögu stríði gegn Vesturlöndum og raunar öllum heimin nema íslömskum löndum sem byggja á sömu tegund forstokkuðu íslam og þeir sjálfir byggja á.

Eins og þú sérð leyfi ég þér að fá pláss fyrir skoðanir þínar á mínum vettvangi þó að ég og mínir líkir fáum ekki pláss á þínum vettvangi.

Almennt hef ég þá stefnu að allir sem halda sér innan málefnalegs ramma og fara ekki í persónulegt skítkast fá að tjá skoðanir sínar. Ég sá að þetta er ekki reglan hjá ykkur. Ibrahim Sverrir var með afar ljót hróp að Gústaf Níelssyni á fundinum sem flutti mál sinn á málefnalegan og kurteisan hátt. Engin athugasemd var gerð við þetta framferði formanns Félags múslíma og mátt jafnvel finna fyrir velþóknun sumra fundarmanna. Þvílík lágkúra!

Við fáum allir hótanir sem tjáum okkur um eldfim efni. Þrátt fyrir upphróp múslíma um ógnanir við þá á vesturlöndum gerist það varla að nokkur múslími verði fyrir líkamstjóni af völdum manna af öðrum trúarbrögðum. Reynslan sýnir að mér er miklu meiri hætta búin en þér sem hleyptur í vörn fyrir ómennskuna af því að þú ert í liði með ómennunum. Til hamingju með það. Þú getur sofið rólegur!

Valdimar H Jóhannesson, 1.12.2014 kl. 13:01

9 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Skeggi Skaftason

Heitir bloggari sem er ekki marktækur í umræðunni vegna þess að hann eða hún felur sig á bak við tilbúið nafn og mynd sem er ljóslega ekki af honum/henni. Þessi tilbúna persóna leggur fyrir mig spurningar sem ég skál fúslega svara um leið og hún kemur hreint til dyra og er sá sem hann/hún þykist vera. Spurningarnar eru alveg svaraverðar en ég hef fyrir reglu að ræða ekki við tilbúna menn, drauga og myndi aldrei gera nema ég væri sjálfur höfundur slíkrar persónu og væri að skrifa skáldsögu.

Valdimar H Jóhannesson, 1.12.2014 kl. 14:16

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigurður Hólm, ef þú lest þetta, hvenær verður málþingið "Þurfum við að óttast Gídeon-félagið" á vegum Siðmenntar?

Theódór Norðkvist, 1.12.2014 kl. 17:57

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skeggi heitir hann ekki, þótt skeggjaður sé, heldur Össur, sjá hér: <b><u><a href="http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1506579/">pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1506579/</a></u></b>

Jón Valur Jensson, 2.12.2014 kl. 02:42

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jens Valur

Þú ert að segja með þessu að Skeggi Skaftason sé dulnefni fyrir Össur Skarphéðinsson. Það dugar mér ekki svo ég taki marka á pósti frá honum undir þessu nafni. Eins og þú veist var ég fjölmiðlamaður eitthvað á annan áratug. Ég hafði stundum ónefnda heimildarmenn fyrir fréttum mínum en aldrei án þess að ég vissi sjálfur deili á þeim og treysti þeim og þar af leiðandi þeim upplýsingum sem frá þeim stöfuðu. Með því að bera ónefnda heimildarmenn fyrir skrifum mínum var ég því sjâlfur að taka ábyrgð á þeim upplýsingum sem ég vitnaði til. Heiður minn var í veði og stundum gat það einnig varðað hugsanlegar skaðabætur. Þær hefði ég aldrei geta sótt til heimildarmannsins né hengt hann upp til sýnis ef ég vildi standa undir nafni sem heiðarlegur blaðamaður.

Valdimar H Jóhannesson, 2.12.2014 kl. 11:29

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Það er ólíku saman að jafna um mannkynssöguna grimmd og útrýming múslima á kristnum og öðrum miðað við það sem hinir kristnu eru sakaðir um.

Höfum hugfast að í Biblíu kristinna manna er ekki getið um að boða trú með sverði og fara um og fremja Jihad og þvinga aðra með valdboði til að taka trú eins og múslimar lesa í Kóraninum. Þar er þeim þetta beinlínis uppálagt enda drepa þeir sína eigin trúbræður finnist þeim þeir fara lítillega út af sporinu eða að vera ekki nægilega trúaðir.

Sjáið lifandi kort sagnfræðinnar hér í meðfylgjandi hlekk :

.

https://www.youtube.com/watch?v=I_To-cV94Bo&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

.

og nánar í fyrirlestri :

.

https://www.youtube.com/watch?v=SO5_QQVYlpA&list=UU0Uu4XnRS1hiz3JCpNFIuUg

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 22:07

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Valdimar.

Dr. Össur opinberaði sig sjálfur á bloggi Páls fyrir nokkru síðan edins og Jón Valur getur um. Var hugsanlega ekki allsgáður við það tækifæri, en það eru engar heimildir um það mál öruggar. Opinberunin kemur þó greinilega fram.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 22:12

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Össur Skarphéðinsson heitir hann, sjá hér:

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1506579/

Jón Valur Jensson, 3.12.2014 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband