Leita í fréttum mbl.is

45% múslíma í Evrópu bókstafstrúar

Almennt vilja menn trúa góðu um náungann. Þess vegna hef ég tekið undir það með mörgum að róttækir múslímar séu í miklum minnihluta a.m.k. í Evrópu. Þeir ráði þó ferðinni með ógnandi framkomu og beinlínis ofbeldi gegn hinum meinlausari. Því miður á þetta ekki við rök að styðjast. Vandamálið vegna íslam í Evrópu er miklu stærra en meira að segja ég hef viljað halda fram. Nýlega birtar niðurstöður stærstu rannsóknarstöðvar í Evrópu í samfélagskönnunum, Wissenschaftszentrum Berlin für Sozialforschung, leiða í ljós að múslímar haldnir bókstarfstrú og skelfilegum öfgum er ekki lítill minnihlutahópur.

Rannsóknir undir stjórn Ruud Koopmans, prófessors í Humboldt háskólanum í Berlín, leiðir í ljós að 40-45% múslímskra innflytjenda í Evrópu eru haldnir öfgatrúarskoðunum eða eru það sem er kallað fundmentalistar, bókstafstrúarmenn. Hér verður ekki farið í smáatriðin en neðst í greininni er linkur á viðtal við Koopmans og linkur í ritið sem gerir grein fyrir niðurstöðunum.

Til samanburðar er gerð könnun jafnframt á fúndamentalisma meðal kristinna. Þar kemur í ljós að 5-10% kristinna manna í Evrópu eru bókstafstrúar. Hins vegar reynir Koopmans ekki að meta hvaða mismunur frá almennum siðrænum viðmiðum er á bókstafstrú meðal múslíma eða kristinna manna.

Kristinn bókstafstrúarmaður, sem lætur hvert orð nýja testamenntisins hafa áhrif á sitt daglega líf, keppist við að elska óvini sína, viðurkennir að allir séu jafnir fyrir guði, heiðrar boðorðin 10, fyrirgefur þeim sem hafa brotið af sér gegn honum ef sá sami sýnir iðrun, kemur eins fram gagnvart öðrum eins og hann óskar að aðrir komi fram gagnvart sér. Engin boð eru um ofbeldi í nýja testamenntinu, sem er grundvöllur kristinnar trúar. Það verður því ekki leitað eftir ofbeldi í fúndamentinu.

Síðast í þessari upptalningu um hegðan kristna fundamentalistans er kallað „gullna reglan“: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Þessi regla er ekki til í íslam né heldur reglan sem er dregin af þeirri fyrri: „Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ekki gjöra þeim.“ Þvert á móti

Múslímski fundamentalistinn segir: Sá sem hafnar Allah skal týna lífinu. Sá sem snýr baki við Allah skal týna lífinu . Sjá súru 4.89: “Þeir æskja þess að þér (þ.e. Múslímar) séuð trúlausir sem þeir því að þá eruð þér jafnir. Gerið þá því ekki að vinum yðar fyrr en þeir flytja sig á veg Allah, en snúi þeir af þeirri braut takið þá og drepið hvar sem þér finnið þá. Gerið engan þeirra að vini yðar eða aðstoðarmanni.”

Súra 5.51: “Þér trúaðir , - gerið ekki gyðinga og kristna menn að vinum ykkar. Þeir eru vinir hvors annars. Hver sá sem gerir þá að vini er orðinn einn af þeim. Sannlega leiðbeinir Allah ekki þeim ranglátu.”

Súra 8.12 : “Allah birti englunum vilja sinn og mælti:“Ég er með yður. Eflið hugrekki hinna trúuðu. Ég mun varpa skelfingu í hjörtu vantrúaðra. Hálshöggvið þá og höggvið af þeim hvern fingur.“

Súra 9.123:” Ó, þér trúaðir, herjið á hina vantrúuðu sem búa í grennd við yður. Látið þá kenna á hörku yðar.”

Súra 9.29: “Herjið á þá meðal fólks bókarinnar ( kristnir og gyðingar) sem trúa hvorki á Allah né hinn Efsta Dag né banna ekki hvaðeina sem Allah og sendiboðið hans hafa bannað, né viðurkenna trúarbrögð sannleikans uns þeir greiða Jizya (sérstakan skatt) með auðsýndri auðmýkt og finna fyrir undirokun sinni.”

Súra 9.5 : “Þegar hinir friðhelgu mánuðir eru liðnir drepið þá skurðgoðadýrkendur hvar sem til þeirra næst. Handtakið þá, umkringið þá og gerðið þeim hvatvetna fyrirsát með herklækjum.”

Súra 47.4 : „Þegar þér hittið trúlausa (ekki múslíma þýðandi), höggvið þá á háls þeirra og þegar þér hafið valdið blóðbaði á meðal þeirra hneppið þá vandlega í fjötra.“

Súra 48.29 : “Múhammeð er sendiboði Allah. Þeir sem fylgja honum beita hina vantrúuðu fullri hörku en eru miskunnsamir hver við annan.”

Súra 98.6 : “Þeir sem afneita (Sannleikanum) meðal manna Bókarinnar og fjölgyðistrúarmanna verði í eldi Helvítis til frambúðar. Þeir eru verstir af öllum skepnum.”

Þó að kóraninn sé svo sem nógu slæmur versna málin verulega þegar Múslímar fylgja fordæmi Múhammeðs eins og kóraninn boðar að þeir eiga gera en það er einmitt það sem ISIS men gera. Til að kynna sér líf Múhammeðs og framgöngu hans hafa Múslímar hadíðurnar og opinbera æfisögu hans, Sirah Rasul Allah. Það er ófögur lesning.

Er einhhverju saman að jafna fúndamentalistum meðal múslíma eða kristinna manna?

Nú kunna einhverjir að vilja halda því fram að þessi könnun þessa öflugusta rannsóknarseturs í Evrópu kunni að vera mistök. Könnun eftir könnun hefur þó sýnt fram á álíkar niðurstöður.

Af því að einhverjir vilja halda því fram að ISIS-samtökin eigi ekkert skylt við íslam þá er óhugnanleg niðurstaða könnunar sem sýnir að að hvorki meira né minna en 16% allra Frakka hefur litið ISIS jákvæðum augum. Takið eftir: Allra Frakka ekki aðeins múslíma. Það er raunar meiri stuðningur en nemur öllum múslímum í Frakklandi. Sennilega eru það vinstri men sem hafa tilhneigingu til þess að hafa samúð með ISIS eins og þeir hafa samúð með Hamas, sem er sama tóbakið.

Sennilega hefur þessi mikli stuðningur í Frakklandi eitthvað minnkað eftir hryðjuverkin í París. Samt er ljóst að mjög stór hluti múslíma í Frakklandi lítur að mennina þrjá sem myrtu 17 manns á skrifstofum Charlie Hebdo og í verslun gyðinga við Porte de Vincennes sem hetjur fyrir að hefna móðgunar gagnvart Múhammeð. það var tilefni árásarinnar en ekki utanríkisstefna Frakka. Starfsmenn blaðsins voru drepnir fyrir að móðga Múhammeð en gyðingarnir bara af því að þeir voru gyðingar. Tilgangurinn var einnig að blása “kuffar” ótta í hjarta. Kúffar er fleirtala af orðinu kafir, sem eru allir, sem ekki eru Múslímar. Kafir er viðurstyggilegur. Hann skal hæða, refsa, ógna, eyðileggja. Hann skal drepa og krossfesta. Hann er illur og bölvaður.

Að lokum þetta. Þrátt fyrir allt eru a.m.k. helmingur allra múslíma hið prýðilegasta fólk sem líður fyrir geggjunina. Gleymum því ekki. Megum við öll bera gæfu til þess að feta ekki í fótspor öfgamúslíma.

 

Viðtalið við Ruud Koopmans

https://www.youtube.com/watch?v=r0SonNHdSoU

Grein Ruud Koopmans

http://www.wzb.eu/sites/default/files/u6/koopmans_englisch_ed.pdf

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Valdimar.

Alltaf góðir pistlar hjá þér varðandi þessi mál.

Hafa búið í löndum þar sem Islam nær fótfestu, þá

er það með ólíkindum hversu marga bláeygða við

höfum á þessu landi, vel upplýsta og lesandi, en

samt tilbúnir að láta blinda augað ráða.

Þetta hefur ekkert með "rasista" að gera þegar

kemur að Islam. Hins vegar er þeim sem sem benda

á öfgvana varðandi þessa "trú", Islam, sem er ekki trú,

heldur tæki/tækni til stjórnunar á illa upplýstum almúga,

ávallt úthrópaðir rasistar og á móti erlendu fólki.

Ef okkur dytti í hug að setja á stall og tilbiðja

persónu, af því kaliber sem þeirra spámaður hefur

á sér, væri fljótlega búið að setja okkur í fangelsi

og jafnframt banna þessa trú.

Tökum lýsinguna úr fréttum frá þeim sem upphefja

þennan, fjöldamorðigja,nauðgara,barnaníðing og stríðsherra.

„Viðbrögð okk­ar verða að end­ur­spegla hið milda og mis­kunn­sama eðli spá­manns­ins,“ sögðu þeir. „Lang­lund­ar­geð, umb­urðarlyndi, mildi og mis­kunn, í sam­ræmi við eðli okk­ar ástkæra spá­manns, er besta og bein­asta leiðin til að svara þessu.“

Eðli þessa spámanns var slíkt, að ef það yrði stundað

í dag, væri það hryllingur.

Sá hryllingur virðist samt hafa komist í gegn og

nægir að horfa á þau lönd sem taka þennan spámann

til fyrirmyndar.

Fátækt, örbirgð, hræðsla, niðuræging á kvenfólki svo

ekki sé minnst á meðferð á samkynhneigðu fólki.

Samt heyrist aldrei neitt frá feministum eða

samtökunum 78 þegar kemur að þessu málefni.

Hvernig skyldi nú standa á því.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 22:49

2 identicon

Já þær stuða mann stundum þessar skoðanakannanir, t.d. um jákvæða afstöðu ótrúlega margra breskra múslima gagnvart sprengingunum í neðanjarðarlestarkerfinu. 

Ef kristnir bókstafstrúarmenn halda boðorðin 10 þá ætti þeim að vera heldur í nöp við að gerðar séu myndir af Guði þar með kanski Jesús, ef þeir sjóða saman boðorðin og hugmyndina um þríeinan Guð. Síðan er náttúrulega spurningin hvernig viðeigandi refsing ætti að vera að þeirra mati.

Annað, þetta sá ég í greinargerð eftir súnni múslim um shia múslimi: 

"The Shia believe in a very dangerous doctrine called Taqiya (which allows concealing their true beliefs, lying, deceiving). Their scholars have said Taqiya is nine tenth (90%) of their religion. That is why it is very difficult to know what they truly believe in. The Shia use Taqiya most often to publicly claim to have beliefs very close to mainstream Sunni Muslims, while in their heart, they may have totally different or opposite beliefs."  http://www.discoveringislam.org/sunnis_vs_shia.htm

 Einhversstaðar sá ég að þú minntist á þetta þ.e. að múslimir teldu í lagi að ljúga trúnni til framdráttar. Er þar einhver greinarmunur gerður á shium og súnni?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 23:16

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Sigurður

Ég reyndi að lýsa því í síðasta pistli að undansláttarmenn, friðþægjarar (appeasers) sem endalaust bera í bætifláka fyrir hræðilega hegðan róttækra múslíma gera það oft vegna sjálfsupphafningar. Sjáið þið bara hvað ég er rosalega góður að standa með lítilmagnanum.  Þeir telja að ekki sé unnt að setja sömu kröfur til múslíma eins og annars fólks. Gera verði minni kröfur til þeirra um að standa við almenn viðurkennd siðferðileg viðmið eða jafnvel almenna skynsemi. Með þessu er þetta fólk í raun og veru rasistar með því að telja múslíma almennt minnpokamenn. 

Þá neitar þetta fólk að skoða stýrikerfið sem stjórnar múslímum, þ.e. íslam sem grundvöll fyrir framkomu þeirra. Það litla sem það fjallar almennt um íslam er byggt að óskhyggju um að íslam sé eitthvað allt annað en það er í raun.  Öllum staðreyndum er hafnað og þeir sem bera staðreyndir á borð verða að sæta því að vera kallaðir ýmsum ónöfnum.

Spurningin er svo einnig þessi: Er mörgum þessum undansláttumönnum kannski málið skylt og þá kannski í vinstra liðinu?  Íslam, kommúnismi og nasismi eru allt náskyld hugmyndakerfi. Er það blóðlyktin sem heillar?

Valdimar H Jóhannesson, 16.1.2015 kl. 09:35

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Bjarni Gunnlaugur

Við sem stöndum utan þessara trúarhópa getum auiðvitað séð ýmislegt sem er með mismunandi hætti hjá shía og súnní múslímum ef vel er góð en það er bitamunur en ekki fjár. Ósannindi og blekkingar eru taldar mikilvægar í samskiptum þeirra beggja við aðra enda er þess getið sérstaklega í kóraninum að sjálfur Allah sé mestur blekkjara og talið honum til upphafningar. Er það þá furðu ef leikni í lygum og blekkingum sé talið góðum og trúræknum múslíma til tekna?

Valdimar H Jóhannesson, 16.1.2015 kl. 09:45

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Valdimar fyrir greinargóð skrif þín.  Því miður virðist fólk, þar á meðal allmargir stjórnmálamenn og konur, loka augum sínum fyrir hinu augljósa.  Til dæmis segja ýmsir að ISIS sé ekki múhameðstrúar, en eins og þú bendir réttilega á þá gera þeir nákvæmlega það sama og "spámaður" þeirra gerði, þeir hafa tekið upp siði hans.

Í gær las ég á mbl.is þar sem fjallað er um ræðu Gunnars Braga, utanríkisráðherra, í öryggisráði SÞ, en þar heldur hann því fram að stríðið í Sýrlandi sé  deilu "Palestínumanna" og Ísraela að kenna.  Það er slæmt þegar stjórnmálamenn tala gegn betri vitund bara til að falla í kramið meðal hinna stóru.  Jimmy Carter fyrrum bandaríkjaforseti vill til dæmis meina að árásirnar í París um daginn sé Ísraelsmönnum að kenna.  Það versta er að svona bullarar fá pláss hjá fjölmiðlum sem mest er hlustað á.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.1.2015 kl. 10:50

6 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Tómas

Það er vægast skelfilegt að hlusta á Gunnar Braga tjá sig um þessi málefni og t.d. derring hans þegar hann ræðir um málefni Israel og Mið-Austurlanda. Hann er raunar ekki einn um einfeldnislegt tal um múslímska heiminn. Því miður virðast stjórnmálamenn almennt taka sér Chamberlain til fyrirmyndar þegar þeir reyna með undanslætti að friðþægjast við villidýrið eins og gert var gagnvart nasistum á milli heimstyrjaldanna og þeir úthrópaðir sem sagan hefur seinna sannað að höfðu á réttu að standa.

Sá frægasti þeirra var Churchill sem fékk heldur betur að kenna á því í Bretlandi á fjórða áratugnum af undansláttarfólki. Þessi mistök evrópsku stjórnmálastéttarinnar kostaði heiminn hræðilegar fórnir sem hefði kannski mátt afstýra. Nú ríður á að vekja stjórnmálastéttina upp til meðvitundar hvað sé í húfi. Til þessi að það geti orðið þarf auðvitað að fræða almenning en þar er við ramman reip að draga vegna lélegra vinnubraða stór hluta fjölmiðlamanna sem er umhugað um að verða stjórnmálastéttinni til þægðar, - rugga ekki bátnum.

Valdimar H Jóhannesson, 16.1.2015 kl. 12:13

7 identicon

Sæll Valdimar.

Ég hef lesið Kóraninn vel og því miður þá er gullna relgan ekki í Kóraninum. En regluna má finna bæði í gamla og nýja testamentinu. Svo láta vinstrisinnaðir níhilistar eins og það sé aðeins lítill hópur sem fari eftir Kóraninum og sé til vandræða. Myndböndin sína annað.  https://www.youtube.com/results?search_query=muslims+protest+charlie+Hebdo+

En varðandi þessa gullnu reglu. Þá er mikill áróðursiðnaður í kringum það að fá fólk til að halda að Íslam sé friðarboðskapur og svipi mjög til Kristni eða annara stórra trúarbragða. En er áróðurinn að virka? Hvert var viðhorf íslendinga til Íslam árið 1995? Og svo 2005? Og svo 2015? Þannig nei þessi áróður er ekki að virka nema það að hann hægir á því sem mun á endanum gerast, sem er að fólk almennt mun sjá Íslam fyrir það sem það er. Það er mjög erfitt að vinna áróðursstríð ef umræðan sníst um bók og maður ætlar sér að ljúga um það sem stendur í bókinni. Því væntanlega munu einhverjir lesa bókina. Sem dæmi ef 18 ára ungmenni ætlar að sannreyna hvort gullna reglan sé í Kóraninum þá gæti viðkomandi byrjað á að fara á wikipedia-síðu um gullnu regluna 17.01.2015. Sér þar 4 vers. Opnar Kóraninn og sér að þessi vers innhalda ekki gulnu regluna. Þannig að þó að maður sé með her af fólki að skrifa inná wikipedia og með alla stóru fjölmiðlana með sér þá tapar maður svona lygaáróðursstríði. Og þá sérstaklega ef þetta sníst bara um bók sem flestir hafa aðgang að. 

Mér finnst svolítið sérstakt að skoða og bera saman wikipedia frá 2010 og 2015.

http://web.archive.org/web/20100526090454/http://en.wikipedia.org/wiki/Golden_Rule

http://en.wikipedia.org/wiki/Golden_Rule#Islam

Það er ekki neft neitt vers úr Kóraninum árið 2010. Bara komið með texta sem er tekin úr samhengi. Þannig taktíkin 2010 var að nefna ekki neina súru bara texta sem tæki langann tíma að finna í Kóraninum. En taktíkin árið 2015 er að nefna 4 vers og vona að fólk opni ekki bókina.

En fólk getur prófað að kíkja í íslenska þýðingu af Kóraninum og flett upp súru 24:22, 2:267, 4:8-9 og 83:1-4 og lesið þetta í samhengi sínu.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 17.1.2015 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 194868

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband