25.11.2015 | 21:56
Pópúlisti og lýðskrumari skaltu heita !
Nú aðeins rúmri viku eftir blóðsúthellingar í París, þar sem 132 lágu í valnum og ca 350 lágu slasaðir, eru vinstri menn búnir að ná vopnum sínum aftur í umræðunni. Allir þeir, sem með sterkum rökum hafa bent á hættuna af innflutningi hugmyndafræði íslam inn til Versturlanda og þeirri ógæfu, sem það hefur þegar leitt af sér af sér og mun valda með vaxandi þunga í fyrirsjáanlegri framtíð, fá það óþvegið og nánast sagt að halda sér saman. Við erum pópúlistar, þjóðernissinnaðir lýðskrumarar, sem nærast á fáfræði, ótta og útlendingaandúð.
Engu breytir þó að allar spár ganga eftir um gríðarleg vandræði sem vestræn lönd verða að þola vegna vaxandi fjölda múslíma sem ryðjast inn í óþökk þjóðanna sem búa í löndunum. Öllum staðreyndum um hugmyndafræði og sögu íslam er neitað og meira að segja reynt að gera það glæpsamlegt að upplýsa um staðreyndir varðandi alla þá óhæfu og ógæfu.
Íslam er fyrst og fremst pólitískt hugmyndakerfi um það hvernig eigi að stjórna lífi fólks jafnt í veraldlegum efnum sem trúarlífi. Íslam þjónar ekki fyrst og fremst trúarþörf heldur virðist hugmyndafræðin fyrst og fremst þjóna þörfinni sem blundar með mörgum að stjórnin sé í höndum æðri máttarvalda.
Hjá múslímum er það Allah sem á að miðstýra allri tilverunni. Undir það eigi allur heimurinn að beygja sig og fylgja fordæmi Múhameðs, sem er einhver skelfilegasta mannsmynd sem sögur segja frá. Þetta er sambærileg þörf, sem liggur að baki þess að vilja koma allri stjórn Evrópu til Brüxelles til þess að við t.d. þurfum ekki að hafa áhyggjur af stjórn samfélagsins, löggjöf eða æðstu dómsstólum. Þá þurfum við ekki að treysta á misvitur stjórnvöld á Íslandi heldur yrði þetta allt í öruggum höndum sérfræðinganna, sem eru guðir hinna trúlausu eins og foringjar kommúnismans og nazismans voru. Alræðisstýring höfðar til margra kannski án þess að þeir gerir sér grein fyrir því sjálfir. Það er þannig umhugsunarefni að það eru áberandi oft sömu mennirnir sem bera í bætifláka fyrir íslam eins og þeir sem hömpuðu Stalín, Maó, Pol Pot, Castro, Hitler og aðhyllast núna sérfræðingaveldi Evrópusambandsins.
Það er mér þó eilíft undrunarefni hvers vegna vinstri menn með háskólasamfélagið og fjölmiðla í broddi fylkingar kjósa að setja kíkinn fyrir blinda auguð þegar hryllingur íslam er annars vegar. Hvaða hagsmuni er eiginlega verið að verja? Hverjum þjónar afbökun staðreynda eða afneitun þeirra?
Fjórtán alda alblóðug saga íslam liggur opin fyrir öllum þeim sem kjósa að kynna sér hana, ekki síst núna á tímum internetsins. Þrátt fyrir blóðuga slóð um allan heim og 270 milljónir látinna af öðrum trúarbrögðum er látið sem ekkert sé. Nær 28 þúsund mannskæð hermdarverk í nafni íslam hafa verið unnin um heim allan síðan árásin var gerð á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Það jafngildir 5-6 hermdarverkaárásir á hverjum einasta degi að meðaltali síðustu 14 árin.
Og svo þykjast menn verða öldungis frávita af skelfingu vegna blóðbaðsins í París á dögunum. Í sögulegu samhengi var þetta frekar friðsamur dagur. Sé litið til fallinna í nafni íslam í 14 aldir gerir það um 550 manns að meðaltali á dag allan tímann!
Vissulelga voru manndrápin í París á dögunum hræðileg en þau eru langt frá þeim verstu í Evrópu undanfarna áraugi. Á heimsvísu og í sögulegu samhengi voru þau hreint smámál:
Hafa menn gleymt því þegar 350 féllu í skólanum í Beslan, Rússlandi, 2004 en af þeim voru 190 börn?
Hafa menn gleymt þegar Pan Am flugvélin var sprengt yfir Lockerbie, Skotlandi árið 1988 og 270 manns fórust?
Hafa menn gleymt gíslatökumálinu í leikhúsi í Moskvu 2002 þar sem 170-80 manns fórust og 700 manns slösuðust?
Hafa menn gleymt lestasprengingunum í Madrid 2004 sem drap 191 og særði yfir 1800 manns?
Eða 53 drepnum og nær 700 slösuðum í opinberu samgöngukerfi í London 7. Júlí 2005.
Eða 41 drepnum og 120 slösuðum í metrókerfi Moskvu í febrúar 2010.
Eða 10 drepnum og 50 slösuðum á sömu slóðum í ágúst sama ár .
Eða sjálfmorðssprengingar í Znamenskoye Rússlandi 2003 sem drápu 59 og særðu 200.
Eða sprengingar í Istanbul 2003 sem drápu 57 og særðu 700.
Eða árásir á flugvöllum í Róm og Vín sem drápu 23 og særðu 139
Eða sprengingar í El Descanson Spáni sem drápu 18 og særðu 82
Eða árásirnar á Charlie Hebdo og matvöruverslun gyðinga í París sem drap 17 og særði 22 í janúar sl.
Eða árásirnar í Kaupmannahöfn á málfrelsisráðstefnu í Krudtönden og sýnagógu sem drap 2 í febrúar sl.
Eða, eða, eða, eða
Listi yfir hryðjuverkaárásir í Evrópu undanfarna þrjá áratugi, sem ég hef undir höndum, teygir sig yfir á þriðju blaðsíðu. Listinn er þó aðeins smábrot hinnar alblóðugu sögu íslam og kannski aðeins smábrot þeirrar sögu sem við eigum í vændum miðað við þær hótanir sem sífellt eru hafðar í frammi af hálfu margra talsmanna múslíma.
Er ég ekki rosalegur lýðskrumari að vera skrifa þetta, - já og pópúlisti sem nærist á fáfræði, ótta og útlendingahatri og langlíklegast að ég hafi aldrei hitt útlenskan mann svo gagn sé að þó að ég hafi átt erindi vítt um heiminn oftast nokkru sinnum á ári í um sjö áratugi og ratað í fjórar heimsálfur ?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Þú ert greinilega pópúlískur hægri öfgamaður með hatursáróður fyrst þú skrifar sannleikann um Islam. Spurning hvað líður langt þangað til skoðanakúgunarlögregla varaformanns Sjálfstæðisflokksins tekur þig til yfirheyrslu.
Jón Magnússon, 25.11.2015 kl. 22:59
Jón
vonandi verður það sem fyrst svo að sjáist framan í fáránleikann í öllu sínu veldi.
Valdimar H Jóhannesson, 25.11.2015 kl. 23:09
Og það spillir nú varla fyrir árangri skoðanakúgunarlögreglu varaformanns Sjálfstæðisflokksins, að þar er varaþingkona Vinstri grænna í öndvegi. Hún á reyndar enn eftir að upplýsa um það, hvort hún tók þátt í því með atkvæði sínu á landsfundi VG að ásaka eina þjóð Austurlanda nær um "þjóðarmorð" og krefjast viðskiptabanns gegn henni -- raunar gegn þeirri einu þjóð, sem þar hefur um 67 ára skeið verið með fullt lýðræði og þingræði í sínu þjóðskipulagi og hefur ekki komið nálægt 99,9% af manndrápum í stríðum, hryðjuverkum og hjaðningavígum í Mið-Austurlöndum á sama tíma.
En þakkir áttu skildar, Valdimar, fyrir hreinskilni þína og einurð, nú sem fyrr. Megi vernd Guðs vera yfir þér og öllum þínum.
Jón Valur Jensson, 25.11.2015 kl. 23:28
Og hægri öfgamenn eru í raun með ISIL í liði.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.11.2015 kl. 07:02
Jón Valur
þakka þér fyrir góð orð
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 10:01
Jósef Smári
ég er ekki viss um að ég skilji þetta alveg. Raunar hef ég aldrei skilið hugtakið hægri öfgamaður.
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 10:03
Þakka þér Valdimar fyrir góða upplýsandi grein þína. Enn á ný kemur þú með það sem allir þyrftu að vita.
Ég er á því að ekki nærri allir múslímar séu hryðjuverkamenn, en langflestir hryðjuverkamenn eru múslímar og gerir það hinum hógværu erfitt fyrir.
ISIS menn hafa ekki verið sparir á hótanir í garð vesturlanda og tel ég fulla þörf á að taka hótanir þeirra alvarlega. Að líta framhjá þeim hótunum lýsir einfeldni þeirra sem ekkert mark vilja á þeim taka.
Fyrir einhverjum árum síðan auglýsti tryggingarfélag með slagorðinu: "Þú tryggir ekki eftirá". Mér finnst þetta slagorð eiga vel við í dag þegar kemur að umræðunni um íslam og hryðjuverk íslamista.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2015 kl. 11:11
Tómas Ibsen
auðvitað eru lang fæstir múslímar hryðjuverkamenn. En hvað þarftu marga sem spretta upp úr þessari hræðilegu hugmyndafræði? Ef 1% þeirra hafa það í sér að verða hryðjuverkamenn gerir það um 1.5 milljónir hryðjuverkamanna en ef aðeins 0.1% múslíma gætu snúist til hryðjuverka gerir það 150 þúsund hryðjuverkamenn. Að drápunum i París stóðu ca 10 manns. Að árásinni á Tvíburaturnanna stóð 19 arabar.
Vandinn er samt sá að hermdaverkamennirnir njóta mikils fylgis meðal almennra múslíma. Samkvæmt könnunum styður um helmingur múslíma í Evrópu bókstafstrú íslam, þ.e. sharía lög og allan þann pakka.
Það eru ekki aðeins ISIS sem hafa í hótunum í garð Vesturlanda heldur er slíkt tal afar algengt meðal talsmanna múslíma út um allan hinn múslímska heim.Iranir, þ.e. erkiklerkarnir sem eru nú að koma sér upp kjarnorkuvopnum, hóta vesturveldunum opinberlega á hverjum einasta föstudegi.
Við munum hvaða áhrif fall Lehman Brother bankans hafði á allan hinn vestræna heim. Hvernig líst þér á eins og eina litla atóm sprengju á New York eða Washington? Eða alls herjar tölvuárás á orkukerfið og samskiptakerfið í USA, sem varað er mjög við?
Fall Lehman Brother væri eins og blak fiðrildavængs miðað við þann storm. Ísland myndi færast aftur á miðaldir.
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 12:03
Sæll Valdimar. Ég hef rannsakað islam í 12 ár og allt sem þú segir er rétt. Islam er hugmyndafræði dauðans. Leitt að stjórnmálamenn og konur skuli ekki kynna sér það
Arndis Hauksdottir (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 12:43
Alveg rétt Valdimar og vel athugað með fjölda "hógværa" sem styðja sharía lögin þrátt fyrir að hafa búið á vesturlöndum jafnvel nokkrar kynslóðir. Því er það enn alvarlegra af hálfu þeirra sem vilja opna allt upp á gátt og hleypa þeim inn á gafl til okkar án nokkurra fyrirvara.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.11.2015 kl. 12:57
Arndís
að mínu viti er lausnin á vandanum vegna íslam fólgin í því að að gera allar staðreyndir varðandi þessa hræðilega hugmyndafræði kunna. Einnig meðal múslíma. Allt eðlilegt fólk hlýtur að hrylla við þegar það kynnist djöfulskapnum eins og hann er í raun en ekki fegraður af fólki sem enga þekkingu hefur á þessu hugmyndakerfi sem á ekkert erindi við heiminn eða mannkyn sem stefnir að fegurri framtíð fyrir alla, hvar í heiminum sem þeir búa. Snilli mannsins hefur komið málum svo að allir gætu búið við heill og hamingju bara við fáum tækifæri til þess að nýta tækifærin. Það ætti að vera baráttumál allra góðra manna.
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 13:55
Enn einu sinni fær maður mjög góða færslu frá þér Valdimar. Mér finnst alveg með ólíkindum hversu VEL "Vinstra Rétttrúnaðarliðið" LOKAR ÖLLUM sínum skilningarvitum gagnvart þeirri ógn sem múslimavæðingin er. Í fyrradag var ég með á blogginu mín You Tube - myndband um "undirróðursstarfsemi múslima" í Bandaríkjunum, sem er alveg ótrúlega mikil og er ég ansi smeykur um að Píratar og ýmsir fleiri myndu eitthvað láta í sér heyra ef "kirkjan" starfaði svona á Íslandi. Það voru ekki margir sem litu á þetta. http://johanneliasson.blog.is/blog/johanneliasson/entry/2160404/
Jóhann Elíasson, 26.11.2015 kl. 14:09
Tómas
þeir sem alltaf eru með útlendingahatarastimpilinn á lofti til að merkja okkur andstæðinga íslam ættu að athuga að flestir útlendingar sem hafa flutt til Íslands frá öðrum lölndum en múslímskum hafa fundið sér góðan farveg til eðlilegs lífs og það er enginn sem amast við þeim. Þannig eru t.d. Pólverjar prýðilega liðnir eins og Asíumenn almennt. Sumir Asíumenn komu þó frá erfiðum aðstæðum eins og Vietnamar sem höfðu þurft að þola stríðshörmungar um áratugi. Þetta fólk hefur allt reynst hið prýilegasta og bætt þjóðlíf okkar. Þetta sama hefur gerst um allan hinn vestræna heim. Því miður verður þetta ekki sagt um múslíma almennt þó að þar á meðal séu einnig ágætis fólk sem kemur sér vel og eru til ánægju og gagns að fá inn í landið. Við þurfum hins vegar að horfast í augum við þá erfiðu staðreynd að gildismat þeirra vegna íslam samræmist ekki vestrænu gildismati og er raunar svo erfitt gildismat að þeir geta ekki einu sinni haldið friðinn innbyrðis enda eru öll lönd þeirra í upplausn og voða.
Það ætti að vera verkefni okkar að hjálpa þeim til að sjá hversu eyðileggjandi íslamskt gildismat er, - ekki síst fyrir þá sjálfa. Múslímar hafa alla möguleika til að höndla lífshamingjuna ef þeir aðeins gætu losað sig við íslam og hent þessari hugmyndafræði í ruslatunnuna þar sem hún á heima.
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 14:14
Þá skal ég reyna að útskýra Valdimar. Með þessu hryðjuverki í París var ætlunin hjá ÍSIS að koma á sundrungu og hatri milli múslima og Kristinna og fá í framhaldi hinn almenna múslima til liðs við sig. Þeim hefur að einhverju leiti orðið að ósk sinni þar sem hræðsla og hatur gegn flóttamönnum hefur aukist í Evrópu og Bandaríkjunum. Svarið við þessu ætti að vera samstaða hjá öllum bæði kristinna, múslima og annarra gegn þessum hryðjuverkum. Þegar hatursumræða eins og þín og annarra öfgamanna eykst gagnast það að sjálfsögðu þessum hryðjuverkamönnm þvi það er einmitt það sem þeir vilja. Ég ætla rétt að vona að við sem veljum samstöðuna gegn þessari hryðjuverkaógn náum vopnum okkar svo þessum villimönnum og ykkur öfgamönnunum sem strá hatrinu í kring um ykkur verði ekki að ósk ykkar.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.11.2015 kl. 19:28
Jósef Smári
Þú getur glaðst yfir þingmönnum þjóðarinnar sem vilja færa boðberum íslam blóm og fagna þeim með kærleik sem svar við hatri og villimennsku hins hreina, sanna og upprunalega íslam.
Þú getur eins og þeir neitað að horfast í augu við kennsetningar íslam og blóðuga sögu þess í 14 aldir og glaðst yfir því hvað þú ert fullur af kærleika ( að mínu mati heimsku).
„Better red than dead“ sögðu menn hér fyrr á árum þegar þú og þínir líkir vilduð gefast upp fyrir alþjóðakommúnisma með því að vera ekki í andstöðu við heimsyfirráðastefnu þeirra.
Heimsyfirráðastefnan, sem er eitt helsta inntak íslam, skilgreinir íslam betur en nokkuð annað. Þeir sem setja sig upp á móti þessarri stefnu eru að ráðast á íslam og eru því árásaraðilarnir að mati kennimanna íslam. Því er jihad, heillagt stríð múslíma, í raun varnarstríð að þeirra mati. Ég og mínir líkir erum árásaraðilar vegna þess að við neitum að lúta Allah og fylgja fyrirmynd Múhameðs.
Þú ert þeim að skapi. Til hamingju með það!!!
Ég er ekki þeim að skapi. Ég er ánægður með það!!!
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 20:38
Ég myndi segja að "Islam" sem slíkt sé ekki vandamálið, heldur "trúarbrögð" í heild sinni. Vissulega eiga viss trúarbrögð, jákvæða þætti ... þá má nefna að "lúterstrú" er í raun "afsögn" úr kyrkjunni, sem er jákvætt. Enginn ástæða til að hafa kyrkju, því menn gleima að kyrkjan er ekki "Guðshús", heldur "samkomu hús". Klukkan í turninum, boðaði "varnarorð" gegn glæpum og innrásum, sem dæmi má nefna. Hvort sem um er að ræða mosku, kyrkju eða synagoge, þá eru þetta "pólitískt" frekar en trúarlegt. Það má einnig nefna, að Gyðingatrú hefur einnig jákvæðan þátt og hann er sá að menn eiga að "rökstyðja" allar hliðar og jafnvel andmæla Guði, áður en þeir í raun eru "raunverulegir" trúaraðilar. Ég ætla ekki að tjá mig um það, hversu víðtækt þetta er í raun ... en myndi telja þetta eina helstu ástæðu þess hversu margir sérstaklega gáfaðir aðilar hafa fundist innan þessarar trúar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.11.2015 kl. 20:52
Jósef Smári
ég veit svo sem að ekkert kemst inn í þinn haus. Hlustaðu samt á þetta til þess að leyfa efanum að komast að. Jóhann Elíasson er með þessa klippu á sinni síðu ef ú vilt frekar hlusta á hana þar.
https://www.youtube.com/watch?v=gJPPGpdNmEo#t=1655
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 21:13
Bjarne
það er fráleitt að leggja öll trúarbrögð að jöfnu. Flest trúarbrögð eru ekki skaðleg fólki og tilraun manna til þess að reyna að fóta sig í tilverunni og reyna að skilja sína eigin tilveru. Íslam sker sig alveg úr fyrir sakir illsku sinnar og andstyggðar. Skoðaðu þetta með opnum huga að þú munt komast að sömu niðurstöðu nema þú hafir verið heilaþveginn frá barnæsku eða komir að þessari hugmyndafræði í afar veiku ástandi og getir ekki varist fráleitum fullyrðingum boðbera íslam.
Valdimar H Jóhannesson, 26.11.2015 kl. 21:46
Valdimar. Það er rangt hjá þér að ekkert komist inn í minn haus. En ég er hins vegar ekki maskína sem læt mata mig gagrínislaust með upplýsingum. Ég reyni að meta sannleiksgildi það sem aðrir eru að segja og nota sjálfstæðu hugsunina. Ég geri mér fulla grein fyrir því að Múhameðstrúin er ofbeldisfull rétt eins og Kristnin . En þetta er allt saman fólk sem hefur fæðst inn í þessa siði svo við eigum að bera virðingu fyrir þessu fólki. Munurinn á Kristninni og Múhameðstrú er einungis sá að kristnin hefur siðvæðst en Múhameðstrú ekki í þessum löndum við miðjarðarhafið. Kristnin og Múhameðstrú eiga það sameiginlegt að sækja visku sína í Gamla testamenti gyðinga og ef þú horfir á hvernig kristnin var hér á landi 1500- 1600 þar sem fólk var tekið af lífi fyrir smáþjófnað, brennt fyrir " galdra" rétt eins og í vanþróuðum löndum afríku og limlest og drekkt fyrir hórdóm þá hlýturðu að sjá samlíkingu við harðlínumúslimana. En ég er einfaldlega á þeirri skoðun að með því að sleppa heimskunni og hatrinu og taka vel á móti flóttamönnum sem hafa fæðst inn í annan trúarheim en okkar sé besta leiðin til að sporna gegn hryðjuverkaógninni. Tal þitt um"Múslímar hafa alla möguleika til að höndla lífshamingjuna ef þeir aðeins gætu losað sig við íslam og hent þessari hugmyndafræði í ruslatunnuna þar sem hún á heima" er bara barnalegt í meira lagi. Tengsl sem hafa myndast á löngum tíma eru sterk og það væri miklu nær að fara fram á að lög landsins giltu en ekki lög trúarbragðanna rétt eins og flestir kristnir gera í dag með örfáum undantekningum. En ég ætla að bæta við þeirri skoðun minni sem ég hef viðrað áður í bloggi að það ætti að setja í útlendingalöggjöfina að ef sá sem flytur til landsins tekur upp á því að brjóta íslensk lög áður en hann fær ríkisborgararétt þá megi vísa honum úr landi. Þetta eigi að sjálfsögðu að gilda um alla jafnt múslima og fólk frá austantjaldsríkjum sem hafa stundað hér glæpastarfsemi.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 11:23
Valdimar, þú ert alveg ótrúlega skarpur í svörum þínum.
Jósef kallar kristni "ofbeldisfulla", en er ekki að tala um kristni Nýja testamentisins, ekki boðskap Jesú. Trúarrit Múhameðs, Kóraninn, boðar aftur á móti það handarhögg fyrir þjófnað,* sem Salmann Tamimi getur þess vegna ekki afneitað, því að þá væri honum ókleift að halda trausti þeirra, sem hann er háður stuðningi frá.
Jósef, þú virðist ekki rétt vel upplýstur um það hvenær galdraöldin stóð yfir og heldur ekki dauðadómarnir fyrir skírífsbrot, þ.e. hórdóm o.fl. "... hér á landi 1500-1600" ritar þú um það, en þetta er rangt. Stóridómur var ekki leiddur í lög fyrr en árið 1564 og gilti í 274 ár, var ekki felldur úr lögum fyrr en 1838! -- sjá nánar grein mína: Af refsingum fyrr og síðar -- og galdraöldin stóð hér yfir á árunum 1625-1685, þá voru a.m.k. 23 meintir galdramenn teknir af lífi, þar af ein kona. En þú veizt væntanlega hvenær (og hvernig) lútherskur siður var lögtekinn hér á Íslandi.
* Kóraninn, súra 5, vers 38, þannig á ensku:
As to the thief,
Male or female,
Cut off his or her hand:
A punishment by way
Of example, from God,
For their crime:
And God is Exalted in Power.
(The Gorious Kur'an [The Holy Qur-an], translation and commentary by Abdallah Yousuf Ali)
Jón Valur Jensson, 28.11.2015 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.