Leita í fréttum mbl.is

Kastljós utan alls velsæmis vegna Semu Erlu

Vegna fáránlegra réttarhalda Kastljóss yfir fólki sem stjórnendur þáttarins telur að hafi með ómaklegum hætti ráðist að Semu Erlu Serdar, framkvæmdastjóra fulltrúrráðs Samfylkingrinnar, tel ég við hæfi að ég geri grein fyrir samskiptum mínum við þessa konu og starfsmann Kastljóss.

Okkur Semu Erlu var boðið að eiga samræður við Pétur Gunnlaugsson á Úvarpi Sögu 29. desember sl. Þar sýndi ég henni alla þá kurteisi og nærgætni sem mér var unnt nema í blálokin þegar í ljós kom að hún var fullkomnlega ónæm fyrir rökum, neitaði öllum staðreyndum en sló fram fullyrðingum sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Þá bað ég hana og aðra af hennar sauðahúsi að hætta þessu endalausa bulli. Kannski svolítið hranaleg ummæli af minni hálfu.

Í þættinum spurði ég Semu Erlu hvort hún sjálf væri múslími, sem ekkert væri athugavert við en gæti skýrt ákafa hennar við að verja óheftan innflutning múslíma til landsins. Hún neitaði því og lét ég það auðvitað gott heita. Hún sagðist vera trúleysingi. Seinna varð mér ljóst að faðir hennar er Tyrki en fyrir þáttinn vissi ég ekkert um þessa konu.

Í þættinum hélt ég því fram að tæpur helmingur múslíma í Evrópu væru bókstafstrúar samkvæmt félagsfræðilegum rannsóknum. Hún sagðist eiga undir höndum jafn góðar rannsóknir sem sýndu fram á að yfirgnæfandi meirihluti þeirra væru hófsamir í afstöðu sinni til íslam. Eftir þáttinn sendi ég henni eftirfarandi tölvupóst sem ég birti einnig á FB síðu minni:

 

„Sæl aftur Sema Erla

þrátt fyrir mismunandi skoðanir okkar á umræðuefninu á Útvarpi Sögu í dag fannst mér gaman að hitta þig. Ég skil vel að þú telur þig tala af hærra plani en ég vegna uppruna þíns en ég fullvissa þig um að þú, eins og lang flestir, sem ekki hafið lagt ykkur eftir að stúdera íslam náið, gerið ykkur lítið grein fyrir hvers konar hugmyndafræði íslam er.

Til þess þarf ítarlega skoðun eins og ég hef lagst í á löngum tíma. Meira að segja múslímar fæddir í löndum þar sem íslam er ríkjandi eru flestir illar að sér um íslam. Þannig segir einn fremsti fræðimaður íslam á síðustu öld, Maududi, að í raun viti aðeins 0.001% múslíma hvað íslam er í raun” Þetta þýðir að aðeins einn af hverjum hundrað þúsund múslímum þekkir íslam í raun!!!

Maududi sagði: “Islam er ekki trúarbrögð í venjulegum skilningi þess orðs. Kerfið tekur til allra sviða lífsins; - stjórnmála,efnahagslífs, réttarkerfis, vísinda, heilsukerfis, sálar- og félagsfræði."

Ég bauðst til að senda þér upplýsingar um rannsóknir Humboldt háskólans í Berlín um afstöðu múslíma í Evrópu sem ég bloggaði um fyrir tæpu ári. Bloggið kemur hér á eftir en aftast í því eru strengir á heimildir sem ég hef fyrir bloggi mínu.

http://valdimarjohannesson.blog.is/.../val.../entry/1582169/

Þú sagðist geta lagt fram athugunar sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Mér þætti satt að segja vænt um að fá þær niðurstöður, sem ég er viss um að þú hefur innan handar. Ég ætla þá að kanna sannleiksgildi þeirra heimilda því að þú hefur að því er ég tel verið leiksoppi loddara og því þarft að afslöra þá. Við skulum ekki leyfa loddurum að taka umræðuna í gíslingu. Of mikið er í húfi vegna nauðsynjar heiðarlegarar umræðu sem er byggð á traustum heimildum. Ég veit að þú ert mér sammála.

Með bestu kveðjum,

Valdimar Jóhannesson - m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins og Alprents sem hvoru tveggja var í eigu Aþýðuflokksins sem Samfylkingin er að hluta til sprottin upp af.“

 

Ég hef enn ekkert svar fengið frá Semu Erlu þó að ég ætti heimtingu á því að hún stæði við þau orð að hún hefði undir höndum rannsóknir sem sýndu fram á hið gagnstæða miðað við það sem ég hélt fram. Þeir, sem slá fram staðhæfingum eins og Sema Erla gerði, hafa um tvennt að ræða ef þeir vilja láta taka sig alvarlega. Leggja fram gögn sem þeir segjast styðjast við eða viðurkenna að þeim hafi orðið á í hita leiksins. Öllum eru fyrirgefin mistök sem geta hent alla. Við erum bara mannleg.

Eftir viðræðuþáttinn á Útvarpi Sögu urðu nokkrar umræður á FB síðu minni. Þar sagði ég m.a.

„Sema Erla er nytsamur sakleysingi og eins og fleiri sakleysingjar hið besta skinn. Hún er hins vegar að koma sér á framfæri á umræðusviðinu og ber því skyldu til þess að kynna sér þau mál sem hún þykist vera sérfróð um. Hún á líka að segja satt. Samkvæmt múslímskum hefðum er hún múslími nema hún geri sérstaka ráðstafanir þar sem faðir hennar er múslími. Þegar hún segist ekki vera múslími er hún hreinlega að segja ósatt. Og það er ekki athæfi til eftirbreyttni.“

Þessi ummæli mín urðu til þess að fyrir nokkrum dögum hringdi starfsmaður Kastljóssins, Helga Arnardóttir, í mig upp úr þurru og var afar hvöss í viðmóti. Hún sagði mér að samtalið væri tekið upp og sagði svo efnislega eitthvað á þá leið að ég hefði verið fundinn sekur um hatursummæli á FB síðu minni samanber færsluna hér að ofan.

Þessi aðferðarfræði Kastljóss er svona svipuð eins og að sakborningur væri gripinn á almannafæri og réttað yfir honum á staðnum án þess að hann hefði nokkuð andrými til andsvara og dómur kveðinn upp áður en hann vissi hvaðan á hann stóð veðrið. Ég, sem er sjálfur einn af stofnendum Kastljóss og var umsónamaður hans með fleirum á þriðja vetur,var þáttastjórnandi í umræðuþáttum í útvarpi allra landsmanna í 2-3 ár auk þess að vera viðriðinn fjölmiðlum á þriðja áratug, var gjörsamlega dolfallinn yfir þessum vinnubrögðum.

Ég reyndi mitt besta að svara Helgu efnislega. Hún taldi glæp minn felast í því að halda því fram að Sema Erla væri múslími og hvað ég hefði fyrir mér um slíkt. Ég sagði henni að þar sem faðir hennar væri Tyrki og því múslími væri samkvæmt múslímskum hefðum litið svo á að hún væri múslími. Hún spurði mig hvernig ég gæti fullyrt að faðir hennar væri múslími. „Vegna þess að 99.7% Tyrkja eru múslímar“ svaraði ég. „Það er tóm vitleysa“ sagði Helga og þóttist vita betur. Við nánari athugun kom í ljós að ég var kannski ekki alveg nógu nákvæmur. Google segir 99.8% Tyrkja vera múslíma !!

Eftir samtalið rann það upp fyrir mér að vinnubrögð Kastljósins væru fyrir neðan allar hellur. Ég hringdi í Helgu og sagði henni að ég sætti mig ekki við svona vinnubrögð og ég ætti heimtingu á því að fá að átta mig á forsendum þess að ég væri tekinn til yfirheyrslu með þessum hætti, þar sem ég hefði ástæðu til að ætla að svar mitt yrði sett fram í versta hugsanlegu ljósi. Það varð úr að Helga hringdi í mig aftur. Nú fór samtalið fram með þeim hætti að Helga fann engan flöt á því að ófrægja mig eins og hún ófrægði aðra sem höfðu ekki mínar forsendur til þess að bregðast við þessum dæmalausu árásum. Svar mitt við árásum hennar var því ekki í þætti Helgu í Kastljósi í gær.

Ég hvet alla til þess að lesa firnagóða grein Jóns Magnússonar hrl á bloggsíðu hans og FB í dag um þennan þátt. Hann orðar almennar athugasemdir um þáttinn betur en ég hefði gert enda sérfróður á þessu sviði eftir áratuga reynslu í málaferlum sem tengjast meiðyrðamálum.

Sem almennur þegn þessa lands krefst ég afsökunar starfsmanna Kastljóss á þessum vinnubrögðum. Ellegar krefst ég þess að allt Kastljósgengið verði látið víkja úr störfum fyrir RÚV. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það fer út fyrir öll þjófamörk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég á ekki von á að þú verðir kaffærður í svörum eða boðið til rökræðu í þessu máli.

Árni Gunnarsson, 1.4.2016 kl. 21:42

2 identicon

Sæll Valdimar - sem og aðrir gestir, þínir !

Semu Erlu Serdaroglu: hinni 1/2 íslenzku og 1/2 tyrknesku, á að vísa UMSVIFALAUST úr landi, fyrir skefjalausan áróður sinn, í þágu Múhameðsku Heimsvaldastefnunnar.

Þó - hún þræti fyrir Kóran fylgispekt opinberlega, er ekkert að marka þau orð hennar, að hún aðhyllist ekki kenninguna, sem þar er á borð borin.

Sé einhver döngun enn; í Íslendingum / ætti brottvísun hinna nokkur Hundraða fylgjenda Múhameðs hér á landi, jafnframt að fara fram:: einnig.

Þó svo - ríkisborgararétt hafi öðlazt, hérlendis, sumir þeirra.

Einfaldelega: vinsamleg og fyrirbyggjandi ráðstöfun, í okkar þágu / sem þeirra sjálfra, áður en frekari vandræði yrðu, af áframhaldandi dvöl þeirra, hér á landi.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær / 

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 21:43

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Árni

Kastljós býður aðeins viðhlægjendum í þáttinn eða þeim sem er verið að rétta yfir. Málfrelsi leyfist ekki, þ.e. að hlustað sé kurteislega á mótrök.

Valdimar H Jóhannesson, 1.4.2016 kl. 22:06

4 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Óskar

ekki er ég nú sammála því að Semu Erlu sé vísað úr landi. Hún hefur einnig málfrelsi og má tjá skoðanir sínar en það verður að krefjast af henni að húun sýni almenna kurteisi í orðræðunni eins og hún á einnig rétt á almennri kurteisi á móti. Við ættum að tileinka okkur þá reglu að vera þeim mun kurteisari í tali sem við erum meira ósammála þeim sem við ræðum við.

Það kann að vera rétt hjá henni að hún sé ekki múslími en samkvæmt múslímskri hefð telst hún múslími ef faðir hennar er múslími. Þessu getur hún ekki neitað en henni stendur til boða að afneita íslam og teljast þar með kafir, sem afneitar íslam og kallar yfir sig dauðasök, þó að það sé auðvitað hæpið að skyldu allra múslíma samkvæmt sharíalögum sé fullnægt.

Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og ekkert til að hafa í flimmtingum. Henni er vandi á höndum og hefur alla samúð mína. Ef hún yrði í vanda myndi ég telja mér skylt að leggja mitt að mörkum til að vernda hana. Hún er manneskja. Hún er hálf íslensk og ekki rétt að refsa henni fyrir unggæðisháttinn.

Valdimar H Jóhannesson, 1.4.2016 kl. 22:16

5 identicon

Sælir: á ný !

Valdimar !

Þakka þér fyrir - vandað / sem og afdráttarlaust svar þitt, en auðvitað litazt viðhorf mín, af þeim gildum og fyrirvörum, sem Krossfarar Miðalda, sem margir annarra hafa viðhaft gagnvart þessum mannskap, sem við:: auk fjölda annarra, erum að reyna að halda í skefjum, síðuhafi margfróði, og vísi.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Sema Erla Serdaroglu kveðst vera trúleysingi í þessum þætti, sem setur Gústaf örlítið úr jafnvægi, en hvers vegna í ósköpunum vill hún greiða götu Sýrlendinga sem eru að öllum líkindum flestir múslimar, sem fyrirlíta og hata alla vantrúaða. Flestum múslimum er gert að þylja vers úr Kóraninum utanbókar frá blautu barnsbeini og sumir þeirra ná að þylja allan Kóraninn utanbókar um 10 ára aldurinn, þ.e. um 400 blaðsíður.

 

Hér eru nokkur dæmi af hatursummælum úr 10 fyrstu blaðsíðum Kóransins gegn trúleysingjum eins og Semu Erlu:

 

Um vantrúaða

 

2:6-7    Um hina vantrúuðu gildir einu, hvort þú varar þá við eður eigi; þeir láta ekki sannfærast.

            Allah hefur innsiglað hjörtu þeirra og hlustir, og hula hvílir á sjónum þeirra. Þeim verður refsingin þung.

 

2:39     En þeir sem eigi trúa og afneita boðskap vorum, munu með réttu Eldinn gista og dveljast þar að eilífu.

 

2:65     Og þér vitið þá meðal yðar sem vanhelgað hafa hvíldardaginn. Við þá sögðum Vér: “Verið apar, smáðir og fyrirlitnir.”

 

2:98     Hver er óvinur Allah, engla Hans og sendiboða, Gabríels og Mikaels? Sjá, Allah er óvinur hinna vantrúuðu.

 

2:100   Er það eigi svo, að hvert sinn er þeir gangast undir sáttmála, muni nokkrir þeirra rjúfa hann. Víst eru þeir flestir vantrúa.

 

2:121   Þeir sem Vér höfum gefið Ritninguna og lesa hana svo sem hún skal lesin, þeir trúa henni. Þeir sem henni afneita, það eru þeir sem glatast.

 

2:130   Hverjir afneita trú Abrahams nema þeir sem niðra sál sína af heimsku?

 

2:161   En á þeim sem trúnni hafna og deyja í vantrú hvílir bölvun Allah og englanna og allra manna;

2:162   og við hana skulu þeir búa um eilífð; refsing þeirra verður eigi milduð né heldur er náðunar von.

 

2:171   Um hina vantrúuðu er líkt háttað og kallað væri á búsmala sem ekkert skynjar nema hróp og köll. Daufir, dumbir og blindir skilja þeir ekkert.

Sigurður Rósant, 1.4.2016 kl. 22:55

7 Smámynd: Einar Karl

Gat nú verið að þið kumpánarnir Jón Mag tækjuð upp hanskann fyrir froðufellandi netdóna.

Það er mjög margt athugavert við Islam og íslamska hugmyndafræði, það get ég tekið undir. EN eins og þú sjálfur bendir á þá eru lang-langflestir almennir múslimar - 99.999% segir ÞÚ - ekki að velta sér upp þessari hugmyndafræði og þekkja hana alls ekki til hlítar!

Það ætti kannski að segja þér að þú getur ekkert verið að dæma stóran hluta mannkyns út frá einhverri meingallaðri trúarlegri hugmyndafræði. En þú og svo margir gerið ekki greinarmun á gagnrýni á hugmyndafræði og gagnrýni á FÓLK.

Og hver ert þú svo til að dæma hvort einhver sé múslimi eða ekki, það hlýtur hver og einn að vita best sjálfur hvaða trúarviðhorf hann aðhyllist og hvernig hann eða hún flokkar sig í trúarlegu tilliti. Eða kærir þú þig um að einhver kall út í bæ fari að skilgreina hvort þú sért sannkristinn eða annarrar trúar, þvert ofan í það sem þú telur sjálfur?!

Ég skrifaði kurteislegt komment við pistil Jóns en hann vill ekki birta það. Þú getur séð það í pistli á minni síðu.

Einar Karl, 1.4.2016 kl. 23:31

8 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Óskar

því miður verðum við að gjalda varhug við múslímum umfram alla aðra sem vilja leita hingað vegna þess lærdóms sem við ættum að geta haft af reynslu annarra ekki aðeins í nútímanum heldur einnig ekki síður í 14 alda sögu íslam sem er blóði drifin. Margir múslímar sem gætu verið prýðisfólk verða að líða fyrir hina sem hafa skaðast af hatursfullri innrætingu sem múslímar verða fyrir frá blautu barnsbeini. Að neita þess er hættuleg fáviska. Ef við stöndum á þessum ásetningi og segjum fordæmum hiklaust íslam fyrir það sem það er munum við aðstoða þá múslíma zxem vilja komast úr fjötrum íslam alveg eins og sannleikurinn um kommúnismann og nazismann hjálpaði til að losa þjóðir í greipum þessara hugmyndakerfa. Gunguskapur okkar gerir þessa fólki aðeins erfiðara fyrir.

Valdimar H Jóhannesson, 1.4.2016 kl. 23:42

9 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sigurður

það er óg af hatursfullum ummælum í kóraninum eins og öðrum trúarritum múslíma, þ.e. hadíðunum að Sirat Rashul Allah, opinberrri ævisögu Múhameðs. Koptarnir í Egyptalandi hafa talið 30 þúsund hatursfull fyrirmæli. Þetta sem þú tínir til er í blíðari kantinum.

Valdimar H Jóhannesson, 1.4.2016 kl. 23:45

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

 Sæll Valdimar og þakka þér og Jóni Magnússyni fyrir öfgalausa umræðu um þessi mál, sem þið hafið greinilega kynnt ykkur öðrum betur. Það er með ólíkindum klúðrið hjá Kastljósinu í þessu máli. Þeim ágæta þætti hefur hrakað mikið á seinni árum. En auðvitað er eins og við þekkjum allt of mikið af fólki á netmiðlunum sem notar ótrúlegt óþverra orðbragð sem einungis skemmir fyrir þeim málstað sem viðkomandi þykist vera að verja. Það breytir ekki hinu að að bæði Sema Erla og margir aðrir eru óðara búnir að skíra menn rasista og þaðan af verri nöfnum ef menn dirfast að láta í ljósi þá skoðun að Islamstrúin sé varasöm trúarbrögð. Það virðist ómögulegt að koma því inn hjá þessu fólki að við sem höfum allan fyrirvara á þessari undarlegu hugmyndafræði erum að gagnrýna hana en ekki einstaklingana sem inn í hana fæðast. 

Þórir Kjartansson, 1.4.2016 kl. 23:46

11 identicon

Sælir - sem jafnan, og áður !

Valdimar !

Um leið: og ég vil þakka þeim Árna og Sigurði Rósant þeirra innlegg, vil ég taka fram, að ég geld mikinn varhug við hinum ógnvænlega uppgangi Múhameðskra, um veröldina víða.

Hófstillt framsetning - allrar þinnar málafylgju sýnir þá varkárni, sem þú vilt hafa í frammi / en:: kannski ber það vott um unggæðishátt minn og dirfzku (verandi einungis 57 ára, að aldri), hversu hratt og fast ég vil ganga fram, í þessum efnum, síðuhafi mæti.

Auk fjölda annarra: hefi ég kunnað vel að meta, þínar upplýsandi frásögur um þennan óhugnað, á Útvarpi Sögu, m.a.

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 00:02

12 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Þórir

Sammála

Valdimar H Jóhannesson, 2.4.2016 kl. 00:24

13 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - "hún var fullkomnlega ónæm fyrir rökum, neitaði öllum staðreyndum en sló fram fullyrðingum sem ekki eiga við nein rök að styðjast"  er þetta ekki bara þín skoðun? þín rök, þínar staðreyndir .. - segir ekki mikið 

Rafn Guðmundsson, 2.4.2016 kl. 00:56

14 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Sæll Einar Karl

Ég sé það á skrifum þínum að þú skilur ekki af hverju sumir bloggverjar hleypa ekki athugasemdum þínum að bloggsíðum sínum. Ég skal svara þér fyrir mitt leyti. Ég hef einfaldlega ekki tíma til þess að leiðrétta allar staðhæfingar þínar né að tyggja það upp aftur sem ég hef áður skrifað vegna þess að þú virðist vera ófær um að skilja hið skrifaða orð. Bloggfærslur mínar gefa þér ekki rétt til að heimta endalausan tíma af minni hálfu til þess að sinni staglinu þínu.

Staðhæfingar þínar eru margar svo fullkomnlega fráleitar og ósannar að það væri að æra óstöðugan að vera sífellt að leiðrétta þær. Þú heldur því fram nú m.a. í athugasemd þinni að ég geri ekki grein á hugmyndafræði og fólki þegar þú getur fundið tugi bloggfærslna hjá mér og umsagna á opinberum vettvangi þar sem ég legg einmitt áherslu á það. Þú snýrð staðreyndum endalaust á haus og ræðst síðan að fólki með það að vopni.

Ég hvorki nenni né vil gefa mér tíma til að svara þér frekar að sinni.

Ég mun ekki svara þér aftur fyrr en þú breytir um tón í athugasemdum þínum og þar við situr

Valdimar H Jóhannesson, 2.4.2016 kl. 10:02

15 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Rafn

ég tek dæmi um algjörar skort af eðlilegum aðferðum rökræðu sem Sema Erla viðhefur. Ég segi henni frá niðurstöðum félagsfræðilegum athugunum á viðhorfum múslíma í Evrópu og legg þessi gögn á borðið eftir á við fyrsta tækifæri. Hún vitnar í rannsóknir sem hún segir vera til en leggur ekki fram nein gögn þar að lútandi.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

Valdimar H Jóhannesson, 2.4.2016 kl. 10:09

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það gekk svo aftur og fram af mér, hversu einsleit og "lituð" umræðan í Kastljósinu, var um þessi mál.  Það sem mér fannst alvarlegast í þessu var að málið var BARA skoðað frá einni hið, sú hlið sem þóknaðist "Góða Fólkinu og Vinstri Hjörðinni" á Kastljósinu.  Ég hugsaði bara með mér: "HVERNIG ÆTLI UMFJÖLLUNIN UM AFLANDSFÉLÖGIN VERÐI Á SUNNUDAGINN????

Jóhann Elíasson, 2.4.2016 kl. 10:49

17 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jóhann

Starfsfólkið á RÚV lætur sem það eigi apparatið og geti notað það að vild stefnumálum sínum til framdráttar. Engin krafa er gerð til neinnar kunnáttu um efni sem tekin eru til umfjöllunar eins og allar umfjallanir um íslam og hinn múslímska heim bera hvað gleggstan vitnisburð um.

Valdimar H Jóhannesson, 2.4.2016 kl. 11:07

18 identicon

Komið þið sælir - sem jafnan, og áður !

Þórir Kjartansson og Jóhann Stýrimaður Elíasson !

Þakka ykkur einnig: fyrir ykkar framlög til umræðunnar, hér hjá Valdimar síðuhafa.

En Jóhann. Leggjum ekki að líku: annarrs mistæka efnismeðferð Kastljóss Ríkissjónvarpsins, á innantómu þvaðri Semu Erlu / sem og hinni skelfilegu fyrirhuguðu, en nauðsyn legri umræðunni:: um SÓÐASKAP ísl. stjórnmála- og fjárplógs manna, á komandi Sunnudegi.

Einar Karl (kl. 23:31, gærdegis) !

Þú hefðir þókt: einkar geðþekkur hlaupagikkur, hjá DR. Gerlach hinum Þýzka, á 4ða áratug síðustu aldar hérlendis / eða þá:: sem viðvika drengur Einars Olgeirssonar og Stalínskra fylgjenda hans, sé mið tekið af ENDALAUSRI hrifningu þinni, á ógeðfelldustu Heimsvaldasinnum veraldar sögunnar, eins og þú berð Múhameðska illþýðið á höndum þér, fölskvalaust.

Gættu þess bara Einar Karl - að falla ekki sjálfur í gryfjur ''netdónanna'', þó kannski reynist örðugt, að forða þér frá slíku grandi, umfram aðra TOSSA:: huglægt / sem hlutlægt.

Aðdáun þín Einar Karl: á SORA Mannkyns, í okkar samtíma, er vægast sagt aumkunarverð, svo: vægt sé, til orða tekið.

Með sömu kvðjum: sem fyrr - fremur kaldranalegum, til Einars Karls, og annarra, honum líkum, að andlegri fátækt, og álappahætti /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 11:51

19 identicon

http://www.apg29.nu/index.php?tags=Mona+Walter

Hér er áhugavert tal um ISIS og ISLAM. ISIS brjóta engin sharialög með sínum viðbjóði og ISIS er ISLAM og ekkert annað.

Fyrir þá sem skilja sænsku er þetta fróðlegt tal hjá fyrverandi múslima frá Sómalíu. Danir eru með hugmyndir um að herða lög gegn öfgatrú og þá sérstaklega Islam, sem mér finst að íslendingar ættu að taka upp nú þegar.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 12:35

20 identicon

Þessi vinnubrögð Kastljóss í þessu máli undirstrika enn og aftur þörfina á því að RÚV sé skipaður umboðsmaður sem hafi því hlutverki að gegna að taka á kvörtunum vegna óvandaðrar eða hliðhallrar umræðu.

Svipað og er við lýði í Kanada, nú hjá BBC og mögulega einnig á norðurlöndunum.

nafnleysingi (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 13:28

21 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Valdimar.

Þú hittir naglann á höfuðið með því að segja að "starfsfólkið á RÚV láti sem það eigi apparatið". Það er nákvæmlega þannig sem ég persónulega upplifi framkomu, fréttaval og vinnubrögð þessarar stofnunar.

Nafnleysingi stingur upp á umboðsmanni en við hinir vitum að það er bara ein leið til.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.4.2016 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Valdimar H Jóhannesson
Valdimar H Jóhannesson

Höfundur berst gegn gjafakvótanum.

Netfang: vald@centrum.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband