3.4.2016 | 14:58
Hættuleg vankunnátta á örlagatímum
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Mbl gerir spurningu þingmanns Græningja í Þýskalandi, Franzisku Brantner, að sinni vegna hryðjuverkanna í Brussel: Hvers vegna hata þau okkur svona mikið? Svar Styrmis við þessari spurningu er alveg fráleitt og byggist á hættulegri vankunnáttu. Miklu varðar að þjóðin skilji að svona svör kalla á röng viðbrögð.
Styrmir á það svo sem alveg skilið að fá að hafa á röngu að standa eins og öðrum sem leyfist að tjá sig. Hann stóð fyrir því í ritstjóratíð sinni að halda Morgunblaðinu opnum fyrir alls kyns skoðunum þó að þær gengju gegn ritstjórnarstefnu blaðsins og sýndi með því gott fordæmi. Hann er eflaust því sammála að mér beri að svara honum ef ég tel hagsmuni þjóðarinnar vera í húfi.
Styrmir leitar skýringa á hryðjuverkunum í Brussel til nýlendutíma Belga í Kongó sérstaklega en einnig til nýlendutíma Evrópuþjóða almennt og grípur til tilvitnunar í bók sem sýnir litla hófstillingu í lýsingum á grimd nýlenduþjóða Vesturlanda. Því er lýst m.a. að fólk var hýtt miskunarlaust, limlest fyrir minnstu sakir og jafnvel myrt í hópum. Heilu þorpin voru brennd til grunna. Stundum var vopnuðum sveitum nýlenduherranna gert að skila inn afskornum útlim fyrir hverja byssukúlu, sem þær höfðu notað.
Það er hneykslunartónn í grein Styrmis vegna spurningar þýsku þingkonunnar í ljósi ofangreindrar lýsingar því að hann ályktar að framferði fulltrúa evrópsku menningarþjóðanna í Mið-Austurlöndum hafi verið áþekkt. Hann vekur athygli á því að seinni heimsstyrjöld hafi brotist út vegna þess að Þjóðverjar voru látnir borga svo miklar stríðsbætur eftir fyrri heimsstyrjöld og kemst svo að að þeirri stórfurðulegu niðurstöðu að þess vegna eigi þær Evrópuþjóðir, sem hlut eiga að máli, að greiða fyrrverandi nýlendum sínum bætur fyrir meðferðina á fólkinu og stuld á auðlindum þessara þjóða eins og að þarna sé eitthvað samasem merki á milli !
Það er skollið á eins konar stríð í Evrópu og því mun ekki linna fyrr en nýlenduþjóðirnar horfast í augu við eigin sögu og afleiðingar hennar, skrifar Styrmir. Fyrsti hluti setningarinnar er jafn sannur eins og seinni hlutinn er fráleitur. Hann á það sameiginlegt með mörgum sem spyrja í ráðleysi sömu spurningarinnar að honum dettur ekki hug hið augljósa svar: Þeir hata okkur því að við erum ekki múslímar og eru ekki reiðubúnir til að gefast upp fyrir íslam.
Þetta svar hefur legið ljóst fyrir í nær 14 aldir. Þetta hatur blasir við í Kóraninum og sunnah (fordæmi Múhameðs eins og það birtist í hadíðum, þ.e. frásögnum af gerðum og orðum Múhameðs og nánustu liðsmanna og sirat, sem er opinberlega viðurkennd æfisaga hans). Börnum múslíma er mörgum innrætt þetta hatur með móðurmjólkinni og því er viðhaldið í mörgum moskum. Til þess að þetta sé ljóst verður auðvitað að kynna sér íslam og sögu þess. Án þess er ályktað út í bláinn.
Þeir hata okkur af því að við erum kuffar, fyrirlitlegir trúleysingar, sem lútum ekki ennþá íslam með því að gerast múslímar eða með því að taka stöðu dhimma og borgum múslímum fyrir að fá að halda lífi með sérstökum skatti, jizya og viðurkennum lægri þjóðfélagsstöðu okkar, sem okkur leyfist ef við erum fólk bókarinnar (þ.e. kristnir eða gyðingar). Annars eru aðeins möguleg trúskipti, brottflutningur eða dauði samkvæmt bókinni.
Múslímar stunda hryðjuverk út um allan heim. Styrmir þarf að svara því hvaða nýlenduglæpi þurfi að svara fyrir í Nígeríu, Mali, Burkino Faso, Kamerún, Súdan, Kenýa, Indlandi, Filippseyjum, Tælandi, Myanmar, Pakistan, Bali, svo nokkur lönd séu nefnd þar sem hryðjuverk múslíma eru afar tíð í nútímanum. Talið er að múslímar hafi drepið hátt í 300 milljónir manna í 14 aldir af öðrum trúarbrögðum vegna jihad, útþennslustefnu í því sem þeir kalla Dar al harb ( hús stríðsins þar sem íslam ríkir ekki). Nýlendusaga Vesturlanda og múslímskra landa er eins frábrugðin og barnasaga er forhertri glæpasögu.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa að engu harðar staðreyndir um íslam, eðli þess og sögu. Undansláttur að hætti Styrmis er þjóðinni hættulegur á örlagatímum eins og nú eru uppi á Vesturlöndum og ætti að vera öllum ljós sem vilja kynna sér staðreyndir, jafnvel þó þær séu óþægilegar. Af því að mér er hlýtt til Styrmis Gunnarssonar vil ég gjarnan verða til þess að leiða hann út úr myrkrinu í þessum efnum.
P.S. Þessi grein birtist í Mbl nú um helgina og er svar við grein Styrmis frá síðustu helgi.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Janúar 2024
- Júní 2023
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Mars 2022
- Ágúst 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Júlí 2020
- Desember 2019
- Október 2019
- Ágúst 2019
- Maí 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Febrúar 2013
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Mars 2012
- Janúar 2012
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Nóvember 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Ágúst H Bjarnason
- Sigrún Jónsdóttir
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ívar Pálsson
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Haukur Gunnarsson
- Brjánn Guðjónsson
- Brynjar Jóhannsson
- Carl Jóhann Granz
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Drífa Kristjánsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Jón Kristjánsson
- Frjálshyggjufélagið
- Geir Ágústsson
- Gestur Halldórsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Gústaf Níelsson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Haraldsson
- Birgir Guðjónsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Sigurður Sveinsson
- Hreinn Sigurðsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Vilborg Traustadóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jón Ármann Steinsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Elíasson
- Jónas Egilsson
- Jón Magnússon
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Kalli Dan.
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Karl Tómasson
- K.H.S.
- Steingrímur Helgason
- Lífsréttur
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Marinó G. Njálsson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Fr Mixa
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rauða Ljónið
- Árni Gunnarsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður Þórðarson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Óskar Þorkelsson
- Jón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sverrir Stormsker
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Óli Björn Kárason
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Toshiki Toma
- Ómar Valdimarsson
- Úrsúla Jünemann
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Inga G Halldórsdóttir
Athugasemdir
Góð grein hjá þér og ég setti strax up spurningamerki vegna Styrmis. Hann hefi kannski ekki insýn í sögu Íslams og vinnuaðferðir þeirra ISIS manna og presta þeirra sem hafa alið upp aðra og þriðju kynslóð Múslíma. Önnur kynslóð er byrjuð á sínum hernaði þ.e. að hafa áhrif á útlendingastofnun til að safna trúbræður beint af stríðssvæðunum.
Valdimar Samúelsson, 3.4.2016 kl. 21:11
Sannleikan er sá að nýlendafólk for ansi illa með það fólk sem þeir voru að kúga, stela landið frá og gull og demanta, og drepa. Það er ekki hægt að neita því. Og svo voru það krossferðir. Ég er alveg á moti Múslimum og hef kynnt mér sögu þeirra. En Evropabúa foru einnig til Amerika og drápu meira en 15 MILLJÓNIR Indíáner þar til aðeins 800 000 voru eftir. Drottinn hefur ekki gleymt voðarverk þeirra og nú kemur að skuldadögum í 21.aldur, Matteus 24 !!!
Sonja R.Haralds (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 01:49
Ég hlusta og trúi þegar fólk með víðtæka þekkingu á viðfangsefninu tjáir sig,eins og síðuhafi gerir.En get mér annars til, burt séð frá hvaða trúar boðorðum mönnum ber að hlýta,að einhverjir hafi mikla löngun og þá þörf til að fulnægja öfgaráðríki sínu með ofbeldi.Í kristnum þjóðríkjum eru viðurlög við því,en í Islam er léttur leikur að seðja það óeðli.Þá hvarflar hugurinn að því ótrúlega,ef allur heimur verður Islam,glatar megnið af körlum sínu lífselexerí,engan til að hata,bara að flengja konur og karlmennskan þróast í geldinga.Það væri svo eftir því að konur sem eru allra manna hugdjarfastar,tækju völdin af afstyrmunum!! Einhvarstaðar einhverntíma voru til þvílík samfélög,eða er það gömul lesin skáldsaga!!
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2016 kl. 04:50
Sæll nafni
auðvitað verður þróunin hér á landi nákvæmlega sú sama og hefur orðið annars staðar þar sem múslímar vinna að yfirtöku landa. Við höfum vítin til að varast en sennilega mun okkur ekki nýtast þau vegna "velviljaðra" undansláttarmanna eins og Styrmis Gunnarssonar og hans líkra.
Valdimar H Jóhannesson, 4.4.2016 kl. 10:12
Sonja
saga mannkyns er blóði drifin frá fyrstu tíð. Það hefur aldrei verið neinn tími friðar í mannheimum. Það eru einungis síðustu áratugir á Vesturlöndum sem nálgast það að geta kallast friðartímar. Villimaðurinn fyrir tíma siðmenningar í heiminum var verri en nokkur annar. Á skrifuðum tíma siðmenningar er þó engin kafli jafn skelfilegur og 14 aldir íslam. Þessi saga er því miður nær alveg ókunn fólki á Vesturlöndum.Og ofbeldistími íslam er ekki lokið. Þar liggur vandinn.
Valdimar H Jóhannesson, 4.4.2016 kl. 10:21
Sæl Helga
fylgjendur íslam ætla þessari hugmyndafræði heimsyfirráð eins og kyrjað er stöðugt í öllum múslímskum löndum. Þetta er boðað í öllum moskum og bænahúsum múslíma. Við þurfum að hugleiða vel hvernig það gerðist að hinn gríska og kristna menning Mið-Austurlanda vék fyrir íslam, því að sama formúlan er notuð hvarvetna þar sem íslam ryðst fram. Anatolía eða þar sem nú heitir Tyrkland var vagga kristninnar. Þar ríkti áður hin glæsta menning Grikkja með upplýsingu og rökhugsun. Nú hvolfist svartnættið þar yfir með 99.8 % íbúanna múslímar.
Valdimar H Jóhannesson, 4.4.2016 kl. 10:29
Já, Styrmir ásamt mörgum öðrum á sveif með múslimum sem flestir eru islamistar, jihadistar eða í öðru öfgagrhreyfingum þeirra, þyrftu að lesa aðeins nokkrar blaðsíður í Kóraninum, Hadíðunum eða Sunnah, til þess að átta sig á því að úr þessum ritum kemur hatrið gegn okkur vesturlandabúum. Ekki vegna einhverra fyrri verka nýlenduríkja eða vegna olíuauðlinda fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sigurður Rósant, 6.4.2016 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.